Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 8
Hannes Pétursson - myndin er tekin fyrir nokkrum árum. „A tímabili urðu öil Ijóð að vera þjóðfélagsleg. ÖII önnur Ijóðlist var þá ónýt. Svo hefur það breyzt aftur og fátt er eins grútmyglað í Ijóðum og þjóðfélagslegt stagl. “ Jón Austmann ríður frá Reynistaðarbræðrum Langt heim til rnanna, myrkar hríðar og ströng mörg vötn tálma leiðum, hann kvað, við bíðum þó dauflegsé vistin; drjúgmunu hraunin og breið en dreifður reksturinn; þó er böl ef við gistum hirrzt hér á Kili. Liðu dægur og dimm dundu veður á tjaidi. Fannbarðar kindur norpuðu í gjótum, klárar hímdu í höm hraktir og svangir. - Þó ei mér til byggða skili skal freistað að leita manna, því nú er nóg nauð okkar orðin, hann mælti. Geig sló að hinum er fór hann. Þeir biðu. Svo tygjaði 'hann tröllauk- inn hest hjá tjaldinu, kvaddi, var horfinn í sama bili. Hann fann brátt st.órviðrið æsast, ýlfrandi slá ísköldum éljum í vit sín, magna sér kraft og þrautseigju, vekja útsjón um bjarta byggð breiða dali með sólskin á hverju þili en fann það líka binda sig böndum við þá sem biðu í tjaldinu, sterkum, mörgum, og von þeirra um líf eins og þunga á herðum unz varð þeirra líf allt. Hann reið yfir hraunin og loks er klárinn nam staðar þar dunaði í djúpum hyli dimmt fljót sagði hann glaður: ó byggð, 6 líf! Reið áfram til norðurs. Hraustlega hélt um taum sú hönd sem fannst dauð og ein niðrí Blöndugili. Kvæðabók, 1955 „Við megum ekki gleyma því, að Jón Austmann var ura leið að reyna að bjarga sjálfum sér. Hann hefur séð það augljósa, að áframhaldandi vist á Kili leiddi einungis til dauða. En karlmannleg var för hans engu að síður. Þegar maður lítur á Ijóðið um Jón Austmann, þá sýnist það I fljótu bragði vera eins og órímaður texti - prósaljóð. En svo er það stuðlað þegar betur er að gáð og mér finnst það magnað, bæði að formi og inntaki. Þú hvarfst samt síðar frá þessu ljóðformi og til dæmis í „Innlöndum", sem út kom 1968, er það ekki lengur til, heldur eru þar stuttar ljóðlínur. Hvers- vegna?“ „Ég hvarf ekki strax frá þessu formi. Ljóðið er ort 1954 og svipað form kemur fyrir víðar, til dæmis / sum- ardölum. Það á við viss yrkisefni, en svo breytist hrynjand- inn í manni sjálfum á hverju aldursskeiði. Maður breytist hið innra eins og ytra og þá tekur ljóðformið breytingum einnig.“ Kreml, 1956 Svo þetta mun skipið sem ætlar að sigla til álfu akranna þar sem drýpur hunang og smjör. 1917 það sigldi frá vör við sönglist og blaktandi fána. En villtist. Og nú á dökkum, daunillum mar drafnar það niður eftir að vindamir hættu að þenja fram seglin. Og fuglarnir löngu farnir sem fylgdu því spölkorn á leið. Á skipsins för ber ekki lengur birtu frá sól eða mána. Og þeir sem leita að álfu hunangsins eigra um ónýtan farkost, vaxnir langri skör ijála við hnífinn, horfa lymskir á grannann því hungrið er stöðugt og sárt: þeir éta hver annan. (I sumardölum, 1959) „Þú hefur ekki verið orðaður alvarlega við flokka- póiitík, en fyrst á skáldferli þínum var sá tími ekki Iiðinn, að vissara þótti að vera hallur undir vinstri kantinn til þess að vera í náðinni hjá bókmenntapáf- um. Samt gerðist þú svo djarfur að yrkja þetta spá- mannlega ljóð, Kreml 1956, þar sem þú sérð nákvæm- lega fyrir það sem síðan er orðin alkunn staðreynd. Varstu ekki litinn illu auga fyrir þetta ljóð á sumum bæjum?” „Jú, því er ekki að neita. Þetta kvæði er ort í beinu framhaldi af þeim atburðum, sem urðu í Ungverjalandi 1956. Ég hafði verið um sumarið í Múnchen að yrkja. Svo var það um haustið að stjómin í Kreml lét hramm- inn vaða á Ungveija. Ég var þá kominn heim frá Þýzka- landi og raunar allar götur norður á Sauðárkrók. Ég fylgdist með hinum válegu fréttum frá Ungveijalandi og þær vöktu viðurstyggð og reiði allra sæmilegra manna. Þá gerðist það að í mig hringdi skólabróðir að sunnan, Benedikt Blöndal, sem nú er nýlega látinn. Hann sat í ritstjóm Stúdentablaðsins. Benedikt sagði að nú væm atburðir að gerast sem þyrfti að yrkja um og falaðist eftir kvæði í blaðið. Ég tók erindinu vel, settist og orti af mikilli velþóknun kvæðið um Kreml. Það birtist svo 1. des. minnir mig. Margir tóku kvæðinu fagnandi, þar á meðal Bjarni Benediktsson, sem vitnaði í það í leiðara í Morgunblað- inu. Kristinn Andrésson varð hinsvegar sármóðgaður og tók mig aldrei í sátt eftir þetta. Þórbergur gaf út ljóða- kver skömmu síðar gegn þessu kvæði og einnig gegn trúleysi mínu. Mín ófyrirgefanlega synd í augum hans var sú að trúa hvorki á framlífið né stalínismann. Og sumir vinir mínir, til dæmis Snorri Hjartarson, vom mjög á móti því að ég birti kvæðið í næstu ljóðabók minni, I sumardölum. Aðrir voru ákaflega hrifnir af því, til dæm- is Sigurður Nordal. Ég hafði laungaman af hinum ólíku viðbrögðum. Eintöl á vegferðum. - Upphaf ferðadagbókar frá 1960, sem ber heitið Suður um álfu. „Þetta er úr nýju bókinni þinni, sem „vel stæðir menn í Reykjavík” og aðrir aðdáendur láta ugglaust ekki framhjá sér fara. En við ætluðum að tala um annað. Það er víst óhætt að segja að þú sért talinn í þunga- viktarliðinu meðal íslenzkra nútíma skálda og ert reyndar einn af þeim sem hljóta heiðurslaun. Nú er það næstum lögmál, að þeir listamenn sem ná að klífa einhveija tinda eru hælbitnir og verða fyrir barðinu á öfundinni. Hefur þú fundið fyrir henni? „Ég hef ekki svo mjög orðið var við það, enda hef ég fremur lítið samband við umheiminn. Maður má alltaf búast við misjöfnumn dómum og vissulega hef ég séð annarlega ritdóma um mig, þar sem mér eru gerðar upp skoðanir. Það er ekki hægt að standa í listsköpun öðru- vísi en verða fyrir því. Stundum er það oflof, en stundum ósanngimi í dómum. Hvorttveggja fer illa í mig.” / turni sem er fyrirlitinn af talsmönnum Athafna í turni fyrirlitnum fann ég mér stað kvæðasýslarinn. Af sjálfvilja bjó ég mér dvöl úrleiðis í Eintalsins vopnalausa turni. Rödd úr slíkum stað ratar, segja þeir, ekki þaðan og inn að Dagsins dunandi miðju. (Heimkynni við sjó, 1980) „Þú hefur búið þér dvöl „úrleiðis” eins og þú seg- ir, þó ekki geti Alftanesið beint talizt í verulegri afskekt. En menn segja að þú hneigist til einveru og hafir liklega búið um þig í fílabeinsturni - Eintals- ins vopnalausa turni - þarna í Bessastaðahreppnum. Finnst þér gott að vera einn með sjálfum þér?” „Já, það þykir mér og hefur alltaf þótt frá því ég var barn. Sem krakki og unglingur dró ég mig oft í hlé og var einn úti í náttúrunni. En mér firinst líka - eða fannst það sérstaklega framan af ævinni - að maður sé manns gaman. Með árunum hefur það vaxið að ég sé einn út af fyr- ir mig; ég hef dregið mig í hlé. Svo ófélagslyndur er ég, að ekki er ég starfandi í einu einasta félagi. Ljóðið sem þú vitnar til er svar mitt við því, að maður verði að vera á kafí í þessu þjóðfélagslega ati. Á tímabili urðu öll ljóð að vera þjóðfélagsleg. Óll önnur ljóðlist var þá ónýt. Svo hefur það breyzt aftur og fátt er eins grútmyglað í ljóð- um og þjóðfélagslegt stagl. Vandamálakveðskapur er úr sögunni. Þetta var rétt eitt sem gekk yfír okkur.” „Það er rétt sem þú íar að í þessi kvæði, að sumir telja alveg víst, að einangrun eða mikil einvera geri alveg útaf við skáldskaparneistann og að skáldi sé nauðsyn að standa í hringiðu lífsins, ferðast oft til framandi staða, kneyfa öl á krám og rökræða við menningarvita. Sé þetta bara ágizkun út í loftið, hvað er það þá sem skáld verður að gera til að við- halda eldinum." „Það er erfítt að alhæfa um slíkt. Það fer eftir skap- höfn og innsta eðli,- hvaða leið er valin til að viðhalda eldinum eins og þú segir. Sumir eru mannblendnir, aðrir einrænir. Þetta gerir hvert skáld upp við sig og tekur stefnu samkvæmt því. Ferðalög til annarra landa skipta máli þegar maður þarf nauðsynlega að svala útþrá sinni, - þá er slæmt að geta það ekki. En sé engin ferðalöngun og vilji maður skoða það vel, sem nálægt er, þá hafa ferðalög til út- landa enga þýðingu. Það getur verið sem vítamínsprauta að koma í annan menningarheim, ef sá heimur höfðar til manns á réttri stund. Ef hann gerir það ekki þá fer maður þar um sem hver annar túristi og hefur ekkert uppúr því sem gagnast gæti í skáldskap. En eftir að ég var við nám í Þýzkalandi hef ég nokkr- um sinnum farið í stakar ferðir og bókin, sem nú er nýkomin út, Eintöl á vegferðum, segir frá sumum þeirra. Hún er samt ekki venjuleg ferðabók, skrifuð í fræðslu- skyni, heldur miklu fremur íýlgiskjöl handa þeim sem Iesa kvæði mín. Þó ekki þurfí ég sífellt að vera að ferð- ast, get ég sagt að ég hef haft mikið gagn af ferðalögum og bý að þeim.“ ísland Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar og auðnir hnattarins taka við. Eldgröf í sæ, með ísbláan múrinn á aðra hlið. Örlagastaður sem stundirnar markar. Hér stendur rótum í gleði og sorg mitt sveitamannslíf, mín hálfgildings hugsun í hálfgildings borg og er viðspyrna, farg; það fellur hér saman— flækjuleg reynsla. Hvort nýtist hún mér til fullnaðarsöngva? Útmörk. Evrópa endar hér. (Rímblöð, 1971) „Þetta hljóðar eins og yfirlýsing og endanleg niður- staða. Hversvegna ertu svo svo viss um að hér, á mörkum hins byggilega heims, sé þinn staður og hvergi annarsstaðar?” „Ég er viss um það vegna þess að hér liggja allar mínar dýpstu rætur, í íslenzkri sögu og menningarhefð. Sá sem á hér heima er mótaður af landinu og sögu þjóð- arinnar í meira en þúsund ár. Ég hef aldrei kosið að búa annarsstaðar en hér. í ljóðinu kemur fram, að þó svo sé, þá geti aðstæður hér hamlað manni. Þjóðfélagið er lítið og þröngt. Samt finnst mér íslenzk tunga ekki lítil, meðal annars vegna þess að hún geymir mikið af hinum gamla, germanska menningararfí. Tungumál getur verið miklu stærra en sá fjöldi sem talar málið. 1 kvæðinu reyndi ég að setja fram kosti þess og ókosti að vera skáld á íslandi. ísblár múrinn er Grænlandsjök- ull og landið sjálft er eldgröf í sæ. Og þar er minn staður.” 22. júní - Um borð í Gullfossi. Gullfoss klýfur úthafsöldumar. Og um reyksal 1. farrýmis skoppar aftur og aftur gömul fyndni úr munni Arna Pálssonar prófessors. Þar er Ifka mik- ið vitnað í kveðskap Einars Benediktssonar, eink- anlega af velstæðum, miðaldra mönnum úrReykja- vík. Þeir skarka í Einari líkt og Grfniur ineðhjálþ- ari í Salómon. Það er leikur einn að nota kvæði Einars þindarlaust í tilvitnanir, en þá er hættan sú að þau hrynji niður í mola, breytist í alls konar húsráð andlegs efnis, sem stundum fara svo að stangast á innbyrðis. Lýjandi er að heyra kveðskap eins og sama höfundar, hver sem hann er, notaðan ótt og títt í samræðu, eins og þar sé að finna svör við öllum spumingum lífsins. Tilvitnanir í skáldskap geta farið vel í máli manna, ef þeir spinna sjálfir eitt- hvað úr þeim sem dýpkar umræðuefnið eða nota þær af viti sem niðurstöðu orða sinna. Hins vegar læðist að manni sá grunur, að þeir sem hampa slíkum tilviljunum sí og æ, sama hvað ber á góma, séu ófærir um að halda uppi góðri samræðu af eigin rammleik, jafnvel að þá bresti það sem kall- að er næmur skilningur á eðli skáldskapar, hafi einungis eyra fyrir snjallyrðum. Það er hvíld frá skrýtlum og tilvitnunum að ganga við og við út á þilfar, út í gustinn og horfa á þungan bylgjugang. Þar er líka meira af Einari Benediktssyni, eins og hann er beztur í skáldskap sínum, en inni í reykjarsalarspjallinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.