Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 7
Undarleg ó-sköp að deyja: hafna í holum stokki hendur niður með síðum hendur sem hreyfðu lokki hvarm struku, flettu bókum svaladrykk báru frá brunni brauð, vín, hunang að munni. Undarleg ó-sköp að deyja: liggja með luktar nasir liggja með samfallnar nasir sem færðu mér ávaxtaangan ilm af blómum óg sjó ilm hörunds og heyja. Undarleg ó-sköp að deyja: liggja með ónýt augu ónýta spegla lífsins una við ormsmognar hlustir sem áður fyrr Iauguðust þrumunnar þunga gný þýðum hlátri frá börnum. Undarleg ó-sköp að deyja: hafna í holum stokki himinninn fúablaut fjöl með fáeina kvisti að stjörnum. „Skáldið hefur greinilega ekki trúarvissu sér til hughreystingar: Höfnum við bara í holum stokki, eða hefurðu komizt að einhverjum nýjum niðurstöðum með árunum? „Ég glataði minni barnatrú, svona 15 ára gamall. Ég var trúað barn og bjó að því framyfir fermingu - en heimurinn tók barnatrúna einhvernveginn frá mér. Hún hefur ekki komið til mín aftur, ég hef ekki getað eignast þá trú, að til sé persónulegt líf eftir dauðann. En þ_ar fyrir er ég ekki trúlaus með öllu, aðeins illa kristinn. Ég trúi á skapara, þó ekki geti ég fellt hann undir hip kristnu trúarbrögð, né heldur nein önnur trúarbrögð. í hugsun þess skapara efast ég mjög um að til sé framhaldslíf einstaklingsins. En vegna þess að þú spurðir hvort nýtt og breytt við- horf hefði orðið til með árunum, þá vil ég segja þetta: Hvað sem síðar verður, þá tel ég enn að við höfnum í holum sto'kki, en samt erum við innan guðs. Svar mitt er í rauninni að finna í síðasta ljóðinu í Heimkynnum við sjó: Ei hálfa leið nær hugsun mín til þín. Ég skynja þig en ég skil þig ekki. Afneitun mín og hik er ígrundun um þig. Mín innsta hugsun er á heimferð til þín - og þó innan þín sem ert allar strendur. Ljósmyiul: Ímynd/Guðmundur Ingólfsson. Hannes Pétursson. „Oft stikla ég aðeins á stuðlum, læt stuðlasetningu liðast í gegnum línurnar, ef svo mætti segja. Endarím nota ég minna sem stendur eu oft áður; þó er það alls góðs maklegt, og ástæðulaust að nota það ekki þegar lientar...." og Sigurjóni Björnssyni, prófessor. En eftir að ég hætti ritstjóm hélt ég áfram að skrifa þætti, sem ég átti að- föng að.” „Þú fékkst mjög góðar viðtökur og næstum „fljúg- andi start” með fyrstu ljóðabókum þínum, 1955 og 1959. Mönnum finnst víst alltaf sjálfsagt og eðlilegt þegar vel gengur, en taka nærri sér þegar verk þeirra hljóta ekki náð fyrir augum þeirra sem ætlað er að lyóta. Áttirðu von á harðri gagnrýni eða ennþá meira hrósi?” „Sannast sagna vissi ég ekkert hvar ég stóð. Ég varð fyrst var við viðbrögð 1954, þegar Magnús Ásgeirsson gaf út Ljóð ungra skálda, sýnisbók frá fyrsta áratugi lýðveldisins. Þar átti ég ljóð og fékk þá mikla lofrollu hér og hvar. En það ruglaði mig ekkert í ríminu; ég hélt mínu striki. En það má nærri geta að þetta var frek- ar notalegt. Ég held þó eftirá að hyggja, að ég hefði farið alveg sömu leið, þó ég hefði ekkert fengið annað en aðfinnslur og skammir. Þetta voru ekki alger byrjandaverk í þeim skilningi að ég var þá búinn að yrkja í mörg ár. „Þú hefur gjarnan notað stuðlasetningu, en slepp- ir oft endarími og ljóðlínur eru óreglulegar og óhefð- bundnar. Vildirðu á þann hátt brúa bilið milli hins hefðbundna í íslenzkum skáldskap og atóinljóðanna, eða fannst þér þetta einungis Ieið sem hentaði þér með tilliti til þess sem þú vildir segja og einnig ineð tilliti til listræns árangurs?” „Ég hef ort ljóð og ljóð, sem alls ekki er stuðlað, en það telst til undantekninga. Ég lít á stuðlasetningu sem höfuðeinkenni í íslenzkum kveðskap. í Sæmundar-Eddu er til dæmis allt stuðlað, en hvergi endarím og ljóðlínur eru þar sums staðar mjög fijálslegar. Oft stikla ég aðeins á stuðlum, læt stuðlasetninguna liðast í gegnum línurnar, ef svo mætti segja. Endarím nota ég minna sem stendur en oft áður; þó er það alls góðs maklegt, og ástæðulaust að nota það ekki þegar hentar, enda þótt maður yrki háttleysur, eins og ég geri oft. Með kveðskap mínum hef ég aldrei vísvitandi verið að brúa neitt bil. Ég hef sniðið hann að þörfum mínum, hvað sem tautað hefur og raulað í kringum mig. Ég var kallaður atómskald fyrir norðan, en síður fyrir sunnan. Nú kannski fer þetta allt saman eftir fjórðungum! Höllin Kynlegt að búa í höll af holdi og þjótandi blóði læstur innan við rimla af rammgerum, sveigðum beinum. Sitja þar sífellt að drykkju með sjálft lífið í'bikar. Unz dag einn að drykkinn þver hinn dýra mjöð, og ég ber að vörunum myrkrið mjúka höllin tekur að hrynja hljóðlaust og duftið að fjúka. (í sumardölum, 1959) „Þú ert aðeins 28 ára þegar þú gefur þetta út í bók og hefur þá af ungum og hraustum manni að vera, einkennilegan beyg af hrörnun og dauða. Get- urðu eitthvað útskýrt það?” „Já, ég held að ekki sé ofmælt að allt frá unga aldri hefur hugsunin um fallvaltleikann sótt mjög á mig. Þó varð ég ekki fyrir ástvinamissi umfram aðra menn. En dauðinn var mér alltaf nálægur. Sjálfur bjóst ég við skammlífi; það var þráhyggja, bundin vissri staðreynd í föðurætt minni, en ég ætla ekki að útskýra það nánar að sinni. Ég tel núna að þetta hafi verið skuggahliðin á lífsþorst- anum. Þegar manni finnst mjög vænt um lífið, hugsar maður meira en ella um fallvaltleikann. Þetta var ekki bölmóður - aðeins hin hliðin á lífinu. „í sömu Ijóðabók þinni frá 1959, kemur þessi hugs- un oftar uppá yfirborðið, samanber: „Eggjárn dauð- ans sker sundur grannan kveik/ augna minna. í myrkrinu týnist ég.“ Að ekki sé nú talað um þau undarlegu ósköp að deyja, svo sem þú lýsir því í Söngvum til jarðarinnar i sömu bók: Mislengi er líf vort í hafi. „Ég man eftir þér fremur ungum, en samt gang- andi við staf - og þá sögðu menn: Mikið langar hann Hannes til að verða gamall; hann vill verða aldið þjóðskáld sem fyrst. Og ég sé að enn gengur þú við staf.” „Já, ég gekk mikið við staf á tímabili, mér fannst ég hafa félagsskap af honum. Það var eins og að hafa ein- hvern við hlið sér, notalegt. Ég á silfurbúinn staf, sem ég fékk fimmtugur að gjöf frá gömlum klíkubræðrum í MR, en ég nota staf minna nú orðið. Svo á ég staflurk; hann er eins og brúkunarhestur, sá silfurbúni er gæðing- ur. En það var þetta með að verða aldið þjóðskáld sem fyrst. Ég hærðist uppúr fertugu, svo bættist við grátt skegg og göngulagið hefur alltaf verið luralegt. Þarmeð var þetta snið komið, sem þú nefnir. Ég var ekki að gera neitt til þess. Auk þess eru þjóðskáld búin að vera, eins og ég sagði áður.” „Þú hefur ort margt um söguslóðir og fólk í fang- brögðum við skapanornir svo og þjóðkunnar persón- ur eins og Djáknann á Myrká, Axlar-Björn og Reyni- staðarbræður. Mér hafa líka orðið hugleikin örlög þeirra bræðra í feigðarflani með stóran fjárrekstur norður Kjöl og brostinn á vetur. Það var eftirminni- legt að koma á Beinahól í fjallferðum með Tungna- mönnum fyrir margt löngu. Þú ert hinsvegar af hin- um endanum, uppalinn í grennd við Reynistað. Var þessi sorglega för rík í minni Skagfirðinga þegar þú varst að alast upp fyrir norðan? „Nei, ég held ekki að svo hafi verið umfram það sem var annarsstaðar. Ég kynntist þessari sögu af lestri þjóð- sagna og þó enn betur þegar ég las þátt Gísla Konráðs- sonar af Grafar-Jóni og Staðarmönum. Kveikja kvæðisins liggur í þeirri frásögn. Þegar ég nota sagnaminni, þá er það eingöngu til að leggja út af þeim en aldrei til að endursegja sögu í ljóði. Hér komum við aftur að forgengileikanum, sem ég er alltaf að yrkja um annað slagið. Jón Austmann leggur allt í sölurnar til þess að bjarga félögum sínum. Þar er dæmi um fórnfýsi, sem ekki nær tilgangi sínum. Jón Austmann er í kvæðinu hetja, sem ekki getur lokið hlutverki sínu og ferst eins og hinir; hjálparhöndin finnst síðar meir, laus við handlegginn. Þetta vísar til þess sem í sögunni segir, að grasakona nokkur fyndi mannshönd í vettlingi niðri í Blöndugili. Fangamark Jóns Austmanns var á vettlingnum og þóttust menn þá vita hver afdrif háns hefðu orðið.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.