Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 11
Hann bendir á, að þær hafa varðveist með fróðleiksefni varðandi sögu, tímatalsfræði o.fl. En flestar varðveittar ártíðaskrár kirkna frá miðöldum, sem vitað er, að voru hlutar af handritum með öðru efni, stóðu framan við saltara. Stefán telur aftur mjög sennilegt, að skráin, sem kennd hefur ver- ið við Helgafell, hafi verið hluti af eins konar alfræði, sem Sturla Þórðarson hafi safnað að sér, og Viðeyjarblaðið svo nefnda gæti þá verið úr alfræði Snorra Sturluson- ar. Þessu til viðbótar vil ég benda á, að ártíðaskrár voru kirkjuleg smíð. Sé tilgáta Stefáns rétt, hafa bæði form og trúlega heimildir einnig verið sótt til kirkjulegra aðila og þá e.t.v. í klaustrin í Viðey og að Helgafeili, en síðan. verið aukið við inn- færslum, og ritin þannig notuð sem sagn- fræðiheimildir. - En hvernig svo sem menn ræða fram og aftur um þessar ártíða- skrár, sem til eru, og ræða möguleikana á því, að þar sé um Viðeyjarrit að ræða eða ekki, þá stendur vitnisburður Sturlu um, að Styrmir hafi ritað „ártíð Snorra fólgsn- arjarls". Snorri var enda það mikill vel- gjörðamaður klaustursins, að eðli málsins samkvæmt hlýtur nafn hans að hafa verið þar í ártíðaskrá. Styrmir kárason Hinn Fróði Talið er, að íslenskar bókmenntir eigi Styrmi fróða mikið að þakka, jafnvel mest af fomaldarrithöfundum, þegar frá eru taldir Ari fróði, Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson. Flestir fræðimenn hafa fallist á þá tilgátu, að hann hafi verið sonur Kára Runólfssonar ábóta á Þingeyrum. Hann hefur þá verið Haukdælingur, skyld- ur Þorvaldi Gissurarsyni í 4. og 5. lið. Hafi Styrmir alist eitthvað upp í Þingeyra- klaustri og jafnvel hlotið þar klerklega menntun, þá hefur hann verið þar samtíma þremur miklum rithöfundum, þeim Karli ábóta Jónssyni, og munkunum Oddi Snorrasyni og Gunnlaugi Leifssyni. Þar hafa þá komið sterk bókmenntaleg áhrif. Tilgáta Hannesar Þorsteinssonar um þetta efni gerir ráð fyrir, að Styrmir hafi verið á Þingeyrum, þar til Karl sagði af sér ábótadæmi 1207. En svo yfirgefur Styrmir Þingeyrar og heldur, að því er menn ætla, suður yfir heiðar. Vegna þess að hann tek- ur þá fljótlega við lögsögumannsembætti, er ekki líklegt að hann hafi verið með bein- um hætti í þjonustu kirkjunnar. Hann var af Haukdælakyni, ættlegg sem hafði mikil völd á Suðurlandi um þessar mundir. Fátt er líklegra en að hann hafi leitað á ættar- slóð sér til atvinnu og frama. Haukadalur er þá nærtækur. Þar hefur þá sennilega búið frændi Styrmis, Hallur Gissurarson, bróðir Þorvalds. Hann mun hafa haldið þar skóla og var jafnframt lögsögumaður árin 1203-1209 og er talinn hafa samið Þorláks- sögu yngri. Hann hefur vafalítið fagnað því, að fá Styrmi til aðstoðar við skólahald og samvinnu um fræðastörf. Áhugi á lögum hefur og verið sameiginlegur, því Styrmir tók við lögsögumannsembætti af Halli, er hann gekk í Helgafellsklaustur. Trúlegt er, að Haukdælir hafi stuðlað að skólahaldi áfram í Haukadal, meðan Styrmir vildi þar vera. Greinilegt þykir, að höfundur Styrm- isbókar Landnámu hafí verið kunnugur á Suðurlandi. Styður það þessar hugmyndir mínar, ekki síst þegar til þess er hugsað, að i Haukadal hefur Styrmir verið í samfé- lagi þeirra manna, sem hvað best þekktu til í fjórðungnum. Þess ber þá og að geta, að talið er, að Styrmir hafi í Landnámu sinni verið að afrita og auka við rit Ara fróða. Ari var lærður í Haukadal, og þar hefur trúlega verið greiður gangur að ritum hans. Styrmir lét af lögsögumannsembætti 1214. Þá tók Snorri við. Ekki er ósenni- legt, að um það leyti hafi kynni þeirra hafist fyrir alvöru. Þeir hafa átt mörg hugðarefni sameiginleg, og Snorri hefur fundið, hve vel það gat komið sér fyrir fræðastörf hans og sagnaritun að hafa Styrmi hjá sér í Reykholti. Þess hefur ver- ið til getið, að Styrmir hafi farið þangað sem ritari Snorra. Ekki finnst mér það líklegt. Við skulum minnast þess, að Styrm- ir var eldri maður en Snorri og var orðinn lögsögumaður, áður en Snorri komst til sinna miklu áhrifa. Þannig hefst Styrmir til metorða að því er virðist fyrir ættgöfgi sína og lærdóm og þar ekki síst Iagaþekk- ing. Lögsögumannsstarfið var sambærilegt við embætti forseta Alþingis okkar á með- al. Því er embætti Styrmis hið æðsta, sem til var, á vegum þjóðveldisins forna. Slíkur maður fer ekki sem réttur og sléttur ritari í Reykholt. Hann fer þangað miklu fremur sem „comes“, vinur og sálufélagi, ráðgjafi INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON Svanhvíta Langur og fljúgandi lúður er svananna háls, lengi sinn kveðjutón blása þar vindar vaknar til brottfarar spegilmynd fjallanna frjáls, fljúga úr gárunum öræfatindar gæti mín botnþunga birtuþrá tekið til máls, blési minn sönglúður hvítrar til lindar. Frost Vængbrotnir fuglar ei fara til frelsandi sólskinsins landa; augum til upphimins stara en auðnarstrá gegnum þá standa stjörnur í fjarska út fjara sem fuglar með vængina þanda. Alvaka Víst eiga hljóðlátir vængir sér rætur í vötnum, í skógi, í grasi og mér hátt í þeim svífandi himni ei lætur sem hreiður með öllu til sólhnattar ber eggið sem vængjar mér albjartar nætur svo augnlokin fljúga með steinsokkna mynd vöku sem á sér í víðfeðmi rætur í vitund, í skógi, í grasi og lind. og heimildarmaður við sagnaritun. Við vit- um, að saga Styrmis um Ólaf helga er talin líklegust heimild að Ólafssögu Snor- ra. Ýmislegt fleira gæti hafa komið Snorra vel úr fórum Styrmis, ekki síst úr mikilli arfleifð Þingeyramunka, sem Styrmir hefur vafalítið geymt af dijúgan skerf. Boð um að koma í Reykholt til slíks hlutverks hlýt- ur að hafa verið girnilegt fyrir Styrmi, sem þá hverfur frá skólahaldi í Haukadal og heldur.til höfðingjans í Reykholti. Það hef- ur vart verið seinna en 1225, jafnvel fyrr. Hugsanlégt er, að hann taki við störfum heimilisprests jafnframt því, sem hann verður sá vinur Snorra, sem hann getur sýnt mestan trúnað, sbr. frásögnina um fólgsnaij arlsnafnbótina. Styrmir fór til þings 1230 og gegndi þá lögsögumannsembætti í umboði Snorra. Embættið féll svo honum sjálfum í hlut aftur 1232, en hann sleppti því 1235 til að gerast príor hér í Viðey. Ekki er ósenni- legt að Snorri hafi stuðlað að þeirri ákvörð- un. Ég tel, að Snorri hafi hlotið að fylgjast með starfsemi klaustursins. Hann átti bú beggja megin Viðeyjar, á Bessastöðum og í Brautarholti á Kjalarnesi. Vitað er a hann dvaldi oft að Bessastöðum og hefur því vafalítið komið til Viðeyjar, er hann sat þar að búi sínu. Hann hefur vitað það manna best, að góður efnahagur var undir- staða þess, að menn gætu stundað sagna- ritun að marki og fræðastörf önnur. Þar sem þær aðstæður voru ekki fyrir hendi, þurftu stofnanir að veita stuðning, svo sem Styrmir þekkti til frá Þingeyrum og jafn- vel Haukadal. Ég sé þá fyrir mér vinina, Styrmi og Snorra, ræða það, hvernig best yrði hlúð að íslenskri sagnaritun og öðru menningarstarfi. Þar hefur áreiðanlega verið horft til Viðeyjarklausturs. Margt er ólíklegra en það, að þeir hafi hugsað Viðey að taka við hlutverki þeirra tveggja. Þess vegna hafi Snorri lagt sitt lið á hinu Ijár- hagslega sviði í upphafi og síðan stuðlað að því, að presturinn og lögsögumaðurinn Styrmir Kárason héldi þar uppi tvíþættri hefð Haukdæla, klausturforystu og kennslustarfi, en jafnframt nýsköpun á sviði bókmennta. Auk Styrmisbókar Landnámu og Ólafs- sögu helga hefur Styrmir verið kenndur við Sverrissögu, a.m.k. sem afritari. Jafn- framt hefur honum verið eignuð Harðar- saga og Hólmverja, þ.e. frumgerð hennar. Samkvæmt kenningum prófessors Þórhalls Vilmundarsonar er hún m.a. byggð á at- burðum Örlygsstaðabardaga, sem var 1238, og hlýtur þá að vera skrifuð í Við- ey, enda koma fleiri rök þar til. Stærðfræðingur í Viðey Fleiri dæmi benda til mikils lærdómsset- urs í Viðey á 13. öldinni. Ég nefni eitt þeirra hér að lokum. Ritverk það, sem nefnt er Rím II og var gefið út í Álfræðum íslenskum bendir sterklega til þess, að í Viðey hafí menn, þegar um 1280, kunnað skil á arabiskum tölum og æðri stærð- fræði. Hvað sem öðru líður er í þessu riti frá síðari hluta 13. aldar nánast réttur útreikningur sjávarfalla á Sundunum hér við Reykjavík. Það afrek hefur krafist bæði nýlegra erlendra bókmennta og mæli- tækja. Enn fremur reiknuðu þeir út tíma- mun milli Faxaflóa og vesturstrandar Nor- egs, með því að athuga hvenær ákveðinn tunglmyrkvi var á báðum stöðum. Varla er, á þessum tíma,um annan stað að ræða til slikra hluta hér fast við Reykjavík en Viðey. Þetta sýnir, að hér virðist hafa ver- ið byggt vel ofan á þann sterka grunn, sem þeir lögðu Magnús biskup, Þorvaldur Gissurarson, Snorri Sturluson og Styrmir hinn fróði. Nútíminn Það er svo hlutverk okkar samtíðar að reyna að lesa söguna æ betur af þeim brota- kenndu gögnum, sem við eigum í dag. Arfleifðin frá Viðey er dýrmæt. Þeir, sem grunninn lögðu, voru meðal merkustu manna þjóðarinnar við upphaf 13. aldar. Við minnumst Snorra sérstaklega núna. Því skal vitnað til orða skáldsins sem kvað: „Þeim skulu þjóðir þakkir gjalda, sem andlegt öndvegi um aldir skipa. Meðan fom fræði « framtíð ylja, mun laugar leitað í landi Snorra.“ (Davíð Stefánsson). Höfundur er staöarhaldari í Viðey. GEIR G. GUNNLAUGSSON iólanótt Umferðin stöðvuð, allt er hljótt athafnalífið sefur. Nú er heilög hátíðarnótt hugsjón er trúna gefur. Trúin er heilög, máttug og mild mannlífsins helgasta gyðja. Hún er eilíf og öllum skyld sem elska, trúa og biðja. Ljósið er skærast um skammdegisnótt, það skín uns dagur rennur. Þreyttum er sælt að sofna rótt þá síðasta kertið brennur. Höfundur er bóndi að Lundi í Fossvogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 11 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.