Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 14
Úr munnlegri geymd um uppruna Strandarkirkju fyrir langalöngu gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til Noregs á skipi því er hann sjálfur réði fyrir. Var ferð þessi farin til að sækja valinn viðtil húsagerðar. Segir nú ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi á hafí úti á leið sinni til íslands. Lend- ir hann þá í háska af völdum sjávargangs og hafvillu í dimmviðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir. Heitir hann því í örvæntingu sinni að gefa allan húsagerðarv- ið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að heiti þessu unnu birtist honum sýn í líki ljóseng- ils framundan stefni skipsins og verður nú Ijósengill þessi stefnumið er hann stýrir eft- ir. Segir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjáv- arklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan malarkamp var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr fórnarviðunum. Undirritaður hefur fært arfsögn þessa til leturs eins og hann heyrði hana úr munn- legri geymd Guðrúnar Jónsdóttur, sem var húskona hjá foreldrum hans í Þorkelsgerði í Selvogi. Söguna heyrði undirritaður Guð- rúnu segja mörgum sinnum á uppvaxtar- árum sínum í Þorkelsgerði er hann var 10-13 ára að aldri. Síðan eru liðin rúm 60 ár. Guðrún Jónsdóttir var fædd 5. janúar 1853 og kom til búskapar síns með Árna Árnasyni, bónda og smið í Þorkelsgerði, árið 1883. Árni var þá ekkjumaður eftir örstutt hjónaband með Guðrúnu Grímsdótt- ur frá Nesjavöllum. • Árni var frá 5 ára aldri uppeldissonur Ólafs hreppstjóra og bónda í Þorkelsgerði, Jónssonar, en Olafur var kvæntur Kristínu Jónsdóttur, prests í Vogsósum, Vestmanns. Ólafur var fæddur í Þorkelsgerði 1811 og þar bjó faðir hans og afi. Hann var fjórði ættliður í beinan karllegg frá Ormi Ólafs- syni, bónda á Nesbýli og í Herdísarvík, er fæddur var 1655, enn á lífi 1729. Ormur var því samtímamaður Eiríks hins fjölfróða á Vogsósum, Magnússonar. Strandarkirkja í Selvogi hefur orðið þjóðinni hjartfólgin vegna þess hve góð hún hefur þótt til áheita. Upphaf kirkjubyggingar þarna á ströndinni má raunar rekja til áheits og sú sögn hefur gengið frá kynslóð til kynslóðar í Selvoginum. Höfundurinn, sem sjálfur er þaðan, rekur þessa arfsögn og hugar að aldri kirkjunnar. Strandarkirkja í Seivogi. Séra Ólafur Ólafsson, síðar fríkirkjuprest- ur, var prestur í Vogsósum 1880-1883. Hann heimsótti þau Kristínu og Ólaf í Þor- kelsgerði og festi þá á blað eftirminnilega myndlýsingu af Kristínu, þá blindri og krepptri, en svipmikilli og lifandi í skarpri hugsun, með prjóna í hönd. Og eftir að hafa hlustað á mann hennar, Ólaf, segja frá liðnum atburðum gaf hann honum þann vitnisburð að hann væri „hinn mesti greind- armaður og að sama skapi sannorður". Ólafur og Kristín drógu sig í hlé og af- hentu Árna, fóstursyni sínum, bú og jörð árið 1880, en lifðu síðan í skjóli hans af eignum sínum til æviloka. Þau náðu bæði háum aldri. Kristín lést fyrir aldamót en EftirKONRÁÐ BJARNASON Strandarkirkja að innan. Altaristaflan er eftir Sigurð Guð- mundsson, málara. Höggmyndin „Lanásýn" er eftir Gunnfríði Jónsdóttur og stendur skammt frá Strandarkirkju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.