Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 40

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 40
ÞÓRÐURKÁRASON Fiskitúr og sölu- ferð Við lönduðum kátir í»Kílnum«. Karfa og löngu-blá. Keisara Vilhjálms »kanal« klúðurlaust sluppum frá. Frá Cuxhaven kuggur sigldi og karlinn er farinn á stjá. Það er ekkert við Elbu-mynni, sem auga er fróun að sjá. Nyrst í Norðursjónum er nepju-bræla og vos. Rok er við Ronalds-eyju, við röngluðum flestir til »kojs«. Stímvaktin stendur í brúnni, stýrir í beygjur og ess. í vélinni verka þeir »spíssa«, en varla er næði til þess. Öl-teiti állt er þrotið, enginn á bjór né »sterkt«. Flaska og dós er nú flestum, fánýti heims algert. Egill er ókyrr á lensi, öldur þó kljúfi vel. Kveldúlfs fjörbrota flaggskip feigðar-skip ei þó tel. Síðar í Kolluáls-kanti, kuggurinn sökk í mar. Ef til vill eftir sprengju. Öllum þó bjargað var. í Surti logar og sýður, svo er hin mannlega þrá. Hún leitar þess sem að líður lindum Bakkusar frá. Þeir sitja og sumir spila sólgnir í rúbertu og »geim«. í sólskini og sunnanvindi siglum við Flóann heim. í minningu Guttorms J. Gutt- ormssonar Norður með Winnipegvatni er vegurinn greiður og beinn. Heiðríkja sól og sumar. Samt er ég hljóður og einn. Landnemar áttu hér áður örðug og torgengin spor. Frostið þeim feiknstafi risti. Þeir fórust úr bólu og hor. Sláttumaðurinn slyngi sló ekki feilhöggin þar. Nú ljómar grundin sem geymir Guttorm og Sandy Bar. Höfundur er fyrrverandi varöstjóri í lög- reglunni. SVARTAR ROSIR að var laust fyrir miðnætti aðfangadagskvöld jóla, að fólk streymdi til helgra tíða. Frost var á svo stimdi á fönn og ísa. Stjöm- ur og máni tindmðu við dimmblátt himinhvolf. Omur tumklukkunnar rauf þögnina, yfir- Gamli maðurinn stóð kyrr og horfði á fólkið Qarlægjast. Honum fannst hann einn í öllum heiminum, útskúfaður vegna yfirsjónar, sem hafði kvalið hann og pínt í nærfellt þrjátíu ár. Eftir STEINGERÐI GUÐMUNDSDÓTTUR gnæfði marrið í snjónum, undan fótum fólks- ins sem nálgaðist kirkjuna hátíðlega, búið besta skarti. Kirkjan stóð efst á hæð. Hún var ekki stór, en mjög fögur. Uppljómaðar bogadregnar gluggarúður, virtust breiða út faðminn og bjóða gesti velkomna. Þessi kirkja var miðdepill þorpsins. Þangað sótti fólkið þrótt, gleði og huggun. Það var því í hljóðri virðingu og þökk sem það leitaði í helgidóm- inn, þessa jólanótt. Hér kom enginn af skyldu eða yfírborðs hræsni. Það var öruggt. Þórpsbúar höfðu ávallt sett stolt sitt í gott viðhald kirkjunnar, mátu og virtu presta, sóttu messur að staðaldri. Kórsöng og orgel- leik var viðbrugðið fyrir hreinan tón. Brátt voru sæti þéttsetin jólagestum. Hér var un- aðslegt að vera, hlýtt og undur bjart. Tveim háum grannvöxnum jólatijám hafði verið komið fyrir í kór, sitthvoru megin altaris. Að ljósum þeirra beindust allra augu. Meðan á messugjörð stóð, fylgdist kvöld- stjaman með ferðum gamals manns, er kom gangandi, einn síns liðs, gegnum hliðargötur þorpsins. Álútur, grannleitur, klæddur svört- um þykkum frakka, með oturskinnshúfu á höfði, loðfóðraða hanska á höndum, gekk hann hægt og rólega úr einni götu í aðra, studdist við silfurbúinn staf — og stefndi, óbeint, á kirkjuna. Við og við staðnæmdist hann, horfði á húsin, kinkaði kolli — muldr- aði lágt í barm sér. Loks stóð hann við jaðar kirkjuhæðarinn- ar, hvíldist fram á stafinn og hlustaði hljóður á ómana sem bámst eyrum hans. Þennan jólasálm hafði hann ekki heyrt árum gaman, ekki á þessum stað. Varlega, hikandi, steig hann þrepin, sem höggvin voru í klett hæðarinnar, uns sáluhlið- ið, með gamla svarta smíðajámkrossinum, var beint fyrir framan hann. Ósjálfrátt laut hann höfði, tók ofan húfuna. Aðaldyr kirkj- unnar blöstu við honum — lokaðar. Hann grillti í ljósrákir milli stafa. Snögglega fór kuldahrollur um gamla manninn. Hann lauk upp hliðinu. í því ískraði svo hann hrökk við. Eftir andartaks umhugsun gekk hann innfyrir, lokaði vandlega á eftir sér. Örfáir faðmar lágu milli hans og kirkjunnar. En hann stóð í sömu sporam, gat sig ekki hreyft. Inni var sungið hátt og fallega: „í dag er glatt í döpram hjörtum, því Drottins ljóma jól.” Berhöfðaður hlýddi hann á sálminn, sjörnubjarta frostnóttina. Þegar seinustu tónarnir dóu út, sveigði hann hægt inn í einstigi kirkjugarðsins. Snjór var þungur undir fæti — ótroðinn. Lötur- hægt fjarlægðist gamli maðurinn hina upp- ljómuðu kirkju — nálgaðist kaldar grafir. Var hann að velja milli lífs og dauða? Með stafnum fikraði hann sig áfram. Greinilegaa var hann sér þess meðvitandi, hvers hann leitaði. Eftir því sem fjær kirkj- unni dró, varð bjarmi tunglsins skærari, svo geislar þess léku um dökka legsteina, lauf- vana tré og hvíta fannbreiðu. Þar kom að maðurinn nam staðar. Gegnt honum mátti greina lágan steinkross, dálítið skakkan — veður höfðu hreyft hann til. Gamli maðurinn starði á krossinn, tók svo ofan húfuna. Silfurhærar hans ýfðust í veik- um andvara, bára við himinblámann. Að nokkurri stundu liðinni, beygði hann sig niður, sópaði snjónum berum höndum af horni grafreitisins og settist, þungt og þreytulega. „Það er ég” — hvíslaði hann loks, niðurlútur — „ég er kominn til þín.” Hann lagði húfuna á annað hnéð, hallaði sér fram, studdi báðum höndum á stafhúninn, lét hök- una nema þar við. Þannig sat hann hljóður góða stund. Svo fór hann að tala, ósköp lágt og hægt: „Brynhildur”, byrjaði hann, „Bryn- hildur — hlustaðu á mig — reyndu að heyra til mín. Það er jólanótt — ég er kominn — heim. Ég sit á hinsta hvílustað þínum — þar sem þeir lögðu þig daginn áður — áður en ég — hvarf. Þú hafðir eignast frið, ég varð friðlaus. Þú varst svo ung og fögur, svo hrein og góð. Oft hef ég þakkaHj guði fyrir stundirn- ar, árin sem við áttum saman — fyrir að hann miskunnaði sig yfír þig — tók þig til sín áður en þú lærðir að þekkja mig — lærð- ir að þekkja myrkrið sem allt í einu raddist fram með heljar þunga — og hreif mig með sér. Aldrei hefðir þú trúað því, að sáðkorn afbrota lægi í bijósti mér, ekki fremur en ég sjálfur.” Gamli maðurinn dró andann djúpt og rétti úr sér. „En Brynhildur — ég hef upprætt það — reytt það upp með rótum — og þess vegna kom ég hingað til þín — mig langaði að segja þér frá því.” Hann þagn- aði. Lág stuna leið af vörum hans. tugi ára hafði hann aldrei getað á þetta minnst, það var átak að grafa það upp úr sálarfylgsnun- um. Ótta brá fyrir í augum hans — hann skalf. Var kjarkurinn að bresta? „Já, Bryn- hildur,” hélt hann loks áfram og brýndi raust- ina, „hingað er ég kominn — og hér langar mig að vera. Mér fínnst ég hafa öðlast það þrek sem með þarf, til að horfast í augu við gamla vini, vini okkar beggja. Ég held ég hafí eignast þá auðmýkt, sem það krefst, að biðja í einlægni fyrirgefningar. Guð einn þekkir hugarfar mitt — og honum hef ég falið að biðja þig að fyrirgefa mér. Þess er ég ekki megnugur sjálfur — ekki þig — alla aðra.” Hann strauk kaldri hendi yfir augun. „Ég á engin blóm að leggja á leiðið þitt, Brynhildur. Rósir hjarta míns eru svartar af sorg — svo þær get ég ekki boðið þér.” Hann hafði hvíslað seinustu orðunum niður að gröfínni. Hann signdi yfir hana — og stóð upp. Fætur hans vora stirðir, hálf dofnir. Hann lét á sig húfu og hanska — rölti af stað. Er nær dró kirkjunni varð hann þess áskynja að aftansöngur var lokið. Álengdar sá hann kirkjugesti streyma út um aðaldyrn- ar, heyrði óminn af glaðværum röddum þeirra. Það greip hann þrá eftir samfélagi við þetta fólk. Snögglega snéri hann aftur að gröfínni, laut yfír hana og sagði milt: „Gleðileg jól, Brynhildur, nú fer ég á fund vina okkar og ættmenna. Ég er kominn heim.” Hann hélt svo hratt sem auðið var, sömu leið og hann hafði komið, þræddi eigin spor. Fólkið stóð í smá hópum við anddyrið og á kirkjutröppunum — bauð hvort öðra gleði- legra jóla — rabbaði saman. Svipur þess var heiður og glaður. Gamla manninum hlýnaði um hjartarætur. Loks var hann kominn að skrúðhúsi kirkjunnar. Hann staðnæmdist — virti fyrir sér þá er næstir stóðu. Bros færð- ist yfír andlit hans, hann þekkti fólkið — tvær fjölskyldur — en myndi það nú þekkja hann? Þrír tugir ára var langur tími. Hann beygði fyrir hornið og gekk inn í ljósbirtuna sem lagði frá opnum kirkjudyrunum. „Gott kvöld — og gleðileg jól.” Röddin titr- aði lítið eitt. Fólkið snéri sér að þessum óvænta gesti. Á örskotsstund fann hann andrúmsloftið breytast. Óróleiki greip um sig meðal fólksins — gagnrýnin spural augu störðu á hann, hann fann kuldann læsast um sig — og þá gerðist það: Andlitin stirðn- uðu, mæður reigðu höfuðin, þrifu til barna sinna. Mennirnir þrýstu höttum og húfum lengra niður — og svo var þust af stað, burt frá kirkjunni — burt frá honum. Enginn hafði tekið kveðju hans. Hann stóð sem lamaður. „Þau þekktu mig” hvíslaði hann að sjálfum sér, „þau þekktu mig öll.” Hann rétti úr herðunum. „Ég má ekki gefast upp” hugsði hann, „ég verð að reyna á ný.” I sama mund kom hann auga á eldri mann sem leiddi unga telpu, líklega dóttur-dóttur, niður þrepin. 40

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.