Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 43
ryksugum og sjónvörpum. Eins og til að afsanna orð unga mannsins þjóta trabantar, wartbúrgar, skódar, lödur og volgur hjá, þannig að mér þykir nóg um, og ein tegund enn sem ég ekki þekki. Hvaða tegund er þetta, spyr ég sessunaut minn. Dacia, segir hann, rúmensk tegund, lélegasta drasl sem til er í öllum heiminum, þessi leigubíll okkar er dacia, finnurðu ekki hvað hann skröltir allur? Mig dreymir um að eignast mersedes bens eða volvó eða béemmvaff. Og hann brosir angurvært og þó biturlegar út í gegnum skemmdar tenn- ur. Bílstjórinn segir ekki orð. Hann bara ekur um Búkarest, stundum í hringi þykir mér, sem er óþarfi mín vegna, það þarf ekkert að vera að villa mér sýn í þessari borg, ég er villtur í henni hvort sem er, það er að segja: ég er alókunnugur í henni, al- veg nýkominn. Og þeirri hugsun lýstur niður í heilabúið á mér að: hvað ef ég týnist, mun ég þá finnast? Loks komum við að stóru húsi. Þar stopp- um við og stígum út og förum inn og upp, allir nema bílstjórinn, hann bíður í bílnum. Þegar upp kemur blasir við okkur vörulager eða nokkurs konar heildverslun, svokölluð Com Turist verslun, sérhönnuð skilst mér fyrir fólk úr sendiráðum og aðra útlendinga og þá sem hafa ferðatékka undir höndum. Mér sýnist vera hér heilmikið vöruúrval uppum veggi og margt er um manninn, margt afgreiðslufólk og allmargir öryggis- verðir, kannski Sekúrítate menn. Samfei'ða- menn mínir tveir skrafa stutta stund kump- ánlega við einn öryggisvörð, ganga síðan að stærsta afgreiðsluborðinu og ég á milli þeirra. Vel fer á með vinum vorum og af- greiðslufólkinu. Svo er mér gefið merki. Ég athafna mig vélrænt og svipbrigðalaus, und- irrita og reiði fram þrjá tékka uppá samtals íjögur hundruð mörk, og félagar mínir, braskararnir, leysa út fyrir þau, ekki heimil- istæki, nei, heldur tóbak, sígarettur, marga tugi kartona, Lucky Strike, Winston, Cam- el, marga stóra kassa. Ég læt sem þetta komi mér ekki á óvart, eins og þessi við- skipti séu eðlilegasti og sjálfsagðasti hlutur í heimi. Ég ákveð að leika mitt hlutverk til enda, eins og erlendur sendiráðsstarfsmaður væri. Ég hjálpa meira að segja til við að bera kassana út úr húsinu og út í bíl og koma þeim fyrir í skottinu. Leiðin til baka er stutt og fljótekin. Þegar við komum aftur að Ionesco götu varpa ég, eins og til málamynda, fram einni af lykil- setningum þrillersins: Og hvað með pening- ana? Aaaaa, dregur höfuðpaurinn seiminn og pírir augun en brosir ekki: þeim vorum við næstum búnir að gleyma. Aðstoðarmað- urinn í aftursætinu, sessunautur minn, dreg- ur upp úr bijóstvasa sínum þtjá velkta seðla, þijá dollaraseðla, þijá dollara, og réttir mér, með bros á vör. Ég set upp svalan spurnar- og undrunarsvip sem ekki nær til munnsins, varir mínar hvorki síga né titra, það er aðeins önnur augabrún min sem lyft- ist ögn og kippist til, finn ég. Höfuðpaurinn horfir beint í augun á mér, augnaráð hans er stálgrátt, og hann brosir ekki. Það er eins og hann sé sorgmæddur. Loks kinka ég kolli. Þá hlær sessunautur minn snöggt, ögn taugaveiklunarlega. Og þá fyrst brosir höfuðpaurinn. Héldi ég því fram að ég hafi krafist minnar umsömdu þóknunar og að hnefar hafi komið á loft eða blikað hafi á hnífa gerði ég mig sekan um lygi, slíkra meðala gerðist ekki þörf, stálgrátt augnaráð og bros og hlátur dugðu. Án frekari mála- lenginga stíg ég út úr bílnum sem ekur hratt á braut. Þar sem ég stend slyppur á götunni líður mér eins og væri ég persóna í vönduðum, splunkunýjum breskum eftirkaldastríðs spennumyndaflokki. í lok fyrsta þáttar er ég búinn að komast að því, eins og ég hafi ekki vitað það fyrir, að mannkynið á það til, undir vissum kringumstæðum, að vera ákaflega siðspillt og ómerkileg dýrategund. Ég ákveð að stíga beint og viðstöðulaust inn í næsta þátt. Hann fjallar um lögreglu- ríkið, og um það hvernig tortryggni vaknar og paranoja verður til. Ég fer beint út á Gara de Nord brautarstöð og finn þar lög- reglustöð og tilkynni glæpinn og krefst þess að ég fái að gefa skýrslu og að málið fái eðlilega umfjöllun. Ég krefst þess; í stuttu máli, að réttlætinu verði fullnægt. Á lögregl- ustöðinni eru einir tíu lögregluþjónar, allir iðjulausir sýnist mér, og það er hlustað á mig. Ég gef munnlega skýrslu. Ekki verð ég var við að neitt sé skrifað niður. Þegar ég er búinn að gefa mína skýrslu er ákveð- ið að einn lögregluþjónn rölti með mér um járnbrautarsvæðið, þar sem svartamarkaðs- viðskiptin byrjuðu, til að athuga hvort við verðum grunsamlegra manna varir. Ekki verðum við það, og kemur það mér ekki á óvart, ég á náttúrlega ekki von á því að vinur vor, höfuðpaurinn, sé kominn strax aftur á fyrri veiðislóðir, nú er hann auðvitað SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON í þorpi drottningar í hillingum sólskin í brotum reglustikaðir glerhamrar drottningar englanna og hraðar og hraðar inn í jarðfastan himin ber hraðbrautin okkur fljúgandi mörgæsir spúandi flugdreka vængjalausa þegna drottningar englanna. I þorpi drottningar englanna — II englanna — I Á sjötíu mílum þjótum við áfram riddarar stálfáka veiðimenn pappírstígra skraddarar keisara hver í sínu stálhorni undir húðinni eldrauðar neonljósaflækjur dynjandi myrkur holdsins önnum kafínn einhvers staðar að koma síg- arettunum í lóg. Við lítum inn til digru kon- unnar, og þau reynast þekkjast, konan og lögregluþjónninn, og leitum eftir samvinnu við hana. Hún biður mig um að lýsa höfuðp- aurnum, sem ég geri eins nákvæmlega og ég get, það er bara oft svo erfítt að lýsa ofur venjulegum, fremur myndarlegúm, ein- kennalausum mönnum, ég man þó að hann er með ofurlitla kúlu á enninu öðru megin, og við ákveðum að konan fylgist vel með mannaferðum í grennd við sinn bás það sem eftir ej dagsins og láti lögregluna vita tafar- laust sjái hún grunsamlegan mann á ferli með kúlu á enninu, kúlu sem tekur nú að vaxa mjög og vaxa fyrir sjónum þeirra tveggja, lögregluþjónsins og konunnar, ef marka má dramatíska handatilburði beggja, og verður sjtærri og stærri, uns vinur vor, braskarinn, er orðinn að risastórum, eldrauð- um einhyrningi, sýnist mér, og gott ef ekki nashyrningi, og digra konan hlær svo sér oní kok á henni og oní maga, og svo er það ákveðið að ég komi hingað aftur í fyrramál- ið, á þetta járnbrautarsvæði, og hafi augun hjá mér og láti konuna vita sjái ég braskar- anum bregða fyrir í mannhafinu, því milljón manna hafi sem byltist hér stanslaust um, og þá muni hún hringja á lögreglustöðina sem ei' ekki langt undan og lögregluþjónar komi þá óðara og gónú kauða. Þetta sam- komulag handsölum við þrjú, og að svo búnu held ég helm í Ionesco stræti tiltölu- lega sáttur en líka spenntur að vita hver framvindan verður í þessari mynd sem enn sér ekki fyrir endann á. Hanna, vinkona mín danska, er farin þeg- ar ég loksins kem aftur heim í gistihúsið, hún hætti við að gista, segja mér húsráðend- ur, hún fór eitthvað annað, henni þótti gist- ingin of dýr hér, segja þau, og þykja mér þetta slæmar fréttir. Ég fæ að leggjast í lokrekkju mína, þótt enn sé dagur, til að jafna mig og hugsa mitt ráð. Svo fer ég að hugsa og bijóta heilann, og djöfullinn, getui' það verið, getur það verið að Hanna sé með í þessu? Ég fer í gegnum atburðarásina. Hanna settist hjá mér í veitingavagninum í morgun eld- snemma og gaf mér undir fótinn svo til strax, eitthvað er það nú grunsamlegt svona eftir á að hyggja. Og af hveiju vék braskarahel- vítið sér svona beint og formálalaust að mér, sem var með henni, alveg um leið og við stigum út úr lestinni? Og hvernig var svo þetta með gistinguna, borgaði hún ekki fyrir gistinguna, eins og ég, og hvernig ætlaði hún þá að fá endurgreitt, eða borg- aði hún kannski ekki neitt, var það kannski allt saman eintómt blöff? Andskotans djö- full, sú digra auðvitað, það er alveg morgun- ljóst, sú digra er í vitorði með þeim, þau eru öll saman í þessu. Þetta er samsæri. En hvað þá með hjónin hérna? Getur verið að þau séu líka með í þessu? Hvað lét sú digra mig eiginlega borga fyrir gistinguna? Tuttugu og eitt mark. Sem er alltof mikið auðvitað. Og svo skipti hún afganginum af þijátíu mörkum og lét mig hafa alltof fá næstum einskis verð rúmensk lei fyrir. Djö- fullinn. Málið liggur ljóst fyrir. Þetta er eitt alls- heijar andskotans samsæri, þau eru öll sam- an í þessu, Hanna, braskarinn, aðstoðarmað- urinn, digra konan, hjónin hérná, leigubíl- stjórinn, öryggisverðirnir, afgreiðslufólkið. Lögreglan. Þetta er alveg augljóst og auðr- akið allt saman. Leigubílstjórinn er náttúr- lega hafinn yfir allan grun, hann er augljós- lega atvinnukrimmi. Og öryggisverðirnir í Com Turist búðinni, gegnspilltir Sekúrítate andskotar náttúrlega. Eða afgreiðslufólkið í þessari búð, þetta er allt rotið uppúr og niðrúr. Og ég sé greinilega fyrir.mér lög- regluþjóninn á stöðinni og digru konuna útmálandi höfuðpaurinn, perluvin þeirra beggja náttúrlega, sem eitthvert skrímsl, og skellihlæjandi bæði, hún hló þó upp í opið geðið á mér, hann hló mér á bak. Hvernig skyldu þau svo skipta peningunum á milli sín, fjögur hundruð mörkunum? Höfuðpaur- inn fær auðvitað mest, hann fær sennilega hundrað mörk í sinn hlut. Sú danska fær fimmtíu, aðstoðarmaðurinn fimmtíu, leigu- bílstjórinn fimmtíu, hjónin hérna fimmtíu, og þá eru eftir hundrað mörk og þau skipt- ast nokkurn veginn jafnt á miili allra hinna sem eru með í plottinu, sú digra fær tuttugu og fimm, Sekúrítate maðurinn í Com Turist búðinni tuttugu og fimm, afgreiðslustjórinn tuttugu og fimm og lögregluþjónninn tutt- ugu og fimm, þetta finnst mér nokkuð sann- gjörn skipting, að ógleymdum náttúrlega hagnaðinum af allri sigarettusölunni, allir fá eitthvað fyrir sinn snúð, og það er ég sem blæði. Höfundur býr á Stokkseyri. Kaflinn er úr nýrri ferðabók hans, sem heitir „Á slitnum skóm". Steinrisar stálrisar glampandi ferstrendir hinmar Mr. Craig vistar skjalið á tuttugustu hæð og lítur upp eitt andartak djúpt niðri á strætinu Mary og Joe með innkaupavagn í barnasætinu kúrir nýlegur örbylgjuofn og hefur hringað um sig snúruna Hún heitir Juanita og í augunum blika þúsund ára sólir er hún bíður eftir grænu á Western Avenue í skugganum af Hotel Palomar þar sem heitur sjúkur vindur gnauðar um sprungna veggi hagræðir tómum dósum hringlandi flöskum leitin heldur áfram að ónýtu teppi ólæstum bílgarmi opinni innstungu eitt andartak leggst skuggi af gráu skýi yfir gljábónað skrifborð á tuttugustu hæð Mr. Craig slekkur annars hugar á borðviftunni en heldur samt áfram að vera kalt. og Juanita mun Ijúka prófi og eignast loftkældan bíl svo börnin hennar þurfi aldrei að sitja einsog mublur til sölu aftan á pikkuppnum hans pabba og bíða eftir grænu í skugganum af Hotel Palomar. hún heitir Juanita og í svörtum augunum læðist glitrandi mistur um dimma frumskóga er hún situr aftan á pikkuppnum hans pabba og horfir á fólkið í hinum bílunum sumt í dimmri loftkældri fjarlægð annað í skellóttu sólbrenndu návígi rúðurnar þrykktar niður í falsið hún heitir Juanita og er að safna fyrir skólagjöldum vinnur á Macdonalds á kvöldin og þegar fólkið horfir á hana eins og svuntur og kappar séu hluti af líkama hennar brosir hún bara og í svörtum blikandi augunum dansar gyllt tíbrá yfir örfoka sléttum eins og galdur Höfundur er rithöfundur og starfar nú hér á landi, en hefur búið vest- anhafs eins og Ijóðið sýnir. Það er úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir „Felustaður tímans’’ og löunn gefur út. „Þorp drottningar englanna” (El pueblo de la reina de los angeles) var upphaflegt nafn á byggð þeirri í Suður-Kalifornfu, sem síðar varð Los Angeles. Mary teygir granna blakka handleggina niður í vagninn í þorpi drottningar englanna — III LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 43

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.