Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 26
diskum, eins og hendi sé veifað, handfljót- ari en nokkrir innbrotsþjófar. „Læsið öllum dyrum. Dragið netin ekki frá,” skipar Bíbí. „Óvarkárir hótelgestir hafa komið að öllu á rúi og stúi í herbergj- um og ýmislegt hefur horfið þaðan. Ef ap- arnir ná úrum ykkar, skóm eða buxum, þá er allt horfið út í frumskóginn. Enginn nær þýfi aftur úr aparíkinu.” Við fáum klukkutíma hvíld fram að kvöld- mat, síðan eru krókódílaveiðar á dagskrá, veiðiferð sem liggur eins og mara á mann- skapnum. Enginn veit á hverju er von. Undarlegt að leggjast hér til hvíldar. Her- bergið minnir á svefnklefa í skíðaskála, en hótelið vaggast mjúklega með trjáblænum, líkt og skip í ládeyðu. Brak og brestir í inn- viðum. Væl í apaköttum og páfagaukum. Loftluktin sveiflast og flugnagerið leggst þétt á glugganetið. Á Krókódílaveiðum í Myr- KRINU „Þið verðið að vera í langerma skyrtum og síðbuxum,” segir Bíbí „og sprauta ykkur með „frumskógarolíu” (fæst í apótekum hér) annars eigið þið á hættu að vera öll útbitin eftir flugur.” Já, margt þarf að va- rast. Kl. 22.00 er gengið út í frumskógamótt- ina eftir ruggandi loftbrúnni. Ljósker í tijám vísa veg að tveimur flatbytnum sem liggja við landfestar. Hálfgerðir brauðfætur undir okkur þegar við setjumst í bátana, tvö á hveija þóftu. Bíbí hlær að óttaslegnum and- litum. Síðan gleypir myrkrið okkur, eða sjón- skyn okkar hverfur inn í klipptar, óraun- verulegar skuggamyndir ljósbrota frá tveim- ur bátsluktum. Klikk, klikk, klikk. Líkt og kvikmyndavél raði niður myndbrotum. Hvemig á ég að lýsa óttanum við hið óþekkta, kuldahrolli sem hríslast eftir heit- sveittu baki? Skuggahlaðin tré birtast og hverfa. Bátum er stjakað gegnum þétt fenja- síkin og tijágreinar slást í andlit okkar. Allt í einu fæ ég bylmingshögg í bakið og hrópa upp yfir mig. „Þú fælir alla krókódíla í burtu,” segir Bíbí ávítandi. „Það var bara stór padda á bakinu á henni,” er hvíslað afsakandi. Þá gerist allt í einu. Stafnbúinn með ljó- skerið leggur fingur á munn. Bátnum er siglt á fleygiferð upp í fenjaflækjuna. Bíbí beygir sig snöggt niður, nær hálstaki á litl- um krókódíl sem hún réttir upp í bátinn til okkar. „Þeir verða stjarfir í sterku ljósi og blindast,” segir hún. Ósköp er hann sætur blessaður, þar sem hánn deplar augunum sakleysislega til okkar. „Látið krókódíl aldrei blekkja ykkur,” segir Bíbí. „Hann er hættulegastur, þegar hann bærir ekki á sér.” Bíbí strýkur krókó- dflnum og klórar honum eins og kettlingi, en sleppir aldrei hálstakinu. Sýnir, hvernig á að halda á honum. A endanum vilja allir fá að halda á dýrinu og klappa því. Svei mér, ef hann grætur ekki krókódílatárum framan í mig. „Þetta er aðeins þriggja mánaða grey. Verðum að fara að sleppa honum, _svo að mamman ókyrrist ekki,” segir Bíbí. Á sama augnabliki finn ég eitthvað koma við hand- legginn á mér. Otrúlegt en satt, stærðar krókódflahali hverfur ofan í vatnið við borð- stokkinn. Ég logfinn til í hendinni. ' „Þarna er mamman,” segir Bíbí og lætur sér hvergi bregða. „Þú ert heppin,” segir hún. „Veistu, að ef fullvaxinn krókódíll slær Eyðileggja ferðamenn þetta fólk? Vonandi ekki. Ekkevt virðist hagga ró þeirra. Að hugsa sér að vakna til nýs lífs á hverjum morgni á þessum stað. Kannski yrði maður svona árrisull fjarri vestrænni streitu. Sneitt Hjá Snákaholum í Frumskóginum Morgunverður kl. 8.00 með tilheyrandi slagsmálum um matinn við apaketti. Lagt upp í frumskógargöngu kl. 9.00. Enginn súrefnisskortur virðist hijá okkur Norður- landabúa, eins og Bandaríkjamenn óttast á ferðalögum um Amazon. Hef þvert á móti aldrei verið morgunhressari. Krókódílaveið- ar að baki og allt gengið vel. Sem betur fer veit ég ekki, hvað er framundan. Aftur stigið um borð í bátana, aðalsam- göngutæki Amazon. Og nú er siglt á fullri ferð eftir aðalárfarvegi. Staðnæmst við frumskógarverslun, til að birgja sig upp með vatnsforða fyrir göngutúrinn. Lítið fæst af dósamat, kjöt eða fiskmeti (öllu slátrað heirna), en allar hillur fullar af hrís- gijónum. Kælikista geymir bjór, flöskuvatn og gos. Tveir fylgdarmenn með sveðjur í hönd, slíðraðir hnífabelti, skipa sér framan og aftan við hópinn. Er skógargangan svona hættuleg? Framan við tijáþykknið heyrum við fyrstu reglu frumskógarbúans: „Ef snák- ur bítur ykkur, eigið þið að leggjast strax niður, til að eitrið breiði sig ekki út um líka- mann. Oftast bíta þeir í fótleggina og þá er bara að halda fætinum uppi.” Þá vitum Við morgunþvott í Amazon. I . i rf’ • ‘ 1 ^ ' :* i1 : 1' x • | f í 'i ' Í í ífff tlu * }j ; J | V | % , . - ■ ;.f I r A > /! Hvernig á ég að lýsa hinni stóísku ró yfir andlitum konunnar og barnanna? þig með halanum, geturðu verið fleiri mán- uði að jafna þig.” Og ég steinhætti að kvarta. Litli krókódíllinn hverfur aftur ofan í hlýtt fenjabúrið til mömmu sinnar. „Kennslustund” í krókodílaveiðum er lokið. Bátum er stjakað út úr fenjaflækjum og slökkt á ljóskeijum. „Hlustið á næturlífið í frumskóginum,” segir Bíbí lágt. Ótrúleg hljómkviða, öskur, baul og suð berast að eyrum okkar. Ótal, örfínar ljósrákir frá eld- flugum skera í sundur myrkrið og inn á milli tijánna lýsa tvö kringlótt augu. Báti er stjakað hægt upp að bakka, sterku ljó- skeri beint að augunum. Og þarna situr stærðar næturugla á grein, eins og mynda- stytta, blinduð af ljósinu. Frumskógarfólkið Heim- SÓTT í rúm eftir miðnætti. Aftur úti á vatni kl. 5.00 að morgni. Grafkyrr sitjum við og bíðum þess, að náttúran vakni, að sólin nái tökum á myrkrinu. Hljóður skógurinn byijar að anda frá sér. Framandi dýrahljóð berast til okkar. Og skyndilega er hún þarna, rauð- glóandi bolti á himni sem gefur ótrúlega nákvæma speglun á vatnsfleti. Bolti sem stígur hærra og hærra. Já, svona reyni ég að mynda hana, rétt ofan við fiskibóndann sem ýtti bátnum sínum úr vör kl. 4.00. Konan hans er komin í fiskverkun á ár- bakka, þegar rennt er upp að bænum um dagmál. Og krakkamir hoppa nakin á hlað- inu innan um grísina. Hvernig er hægt að lýsa morgunkyrrðinni sem umlykur allt, stóískum frið í andliti konu og barna? And- lit litlu stúlkunnar er þó spyijandi, eins og hún vilji segja: „Af hverju er hún að mynda mig? Hvernig erum við ólík?“ Eyðileggja ferðamenn þetta fólk? Von- andi ekki. Ekkert virðist hagga ró þeirra. Að hugsa sér að vakna til nýs lífs á hveijum morgni á þessum stað. Kannski yrði maður svona árrisull fjarri vestrænni streitu. „Héma lifir fólk lengur,“ segir Bíbí, „ekk- ert hijáir það og allir eru sjálfum sér nóg- ir, þurfa aðeins að kaupa bátabensín og föt á börnin. Árstekjur em um 90.000 ísl. kr., ef uppskeran er góð.“ í opinni skemmu er bóndinn farinn að verka rótarávexti sem minna á rófur og em lifibrauð fjölskyldunn- ar. Brasilíubúar neyta þeirra svipað og við kartaflna, en ósoðnir eru þeir baneitraðir. Andlit litlu stúlkunnar er þó spyrjandi, eins og hún vilji segja: „Af hverju er hún að mynda mig? Hvernig erum við ólík?“ „Nú þegar við vitum um þá stórkostlegu fjölbreytni og geysilegu möguleika sem í hitabeltisskógunum felast, einnig hvaða áhrif eyðing þeirra hefur á loftslag jarðar, gengur brjálsemi næst að leyfa eyðingunni að halda áfram”. Þess vegna er arinn í hverri skemmu og ávöxtum brugðið yfir eld, áður en þeir em fluttir á markað. Krakkarnir fara að elta grísinn uppi, strax og við leggjum frá landi, toga hann i átt til pabba síns. Grísinn rekur upp skaðræðis- öskur og tilsýndar sjáum við slátmn í hádeg- ismatinn, fyrir framan börnin. Býsna ólíkt vestrænum hefðum. „Börnin þurfa að hjálpa til,” segir Bíbí, „mega ekki vera of lengi í skólanum á morgnana, þegar þörfin er mest.” Skóla- kennarinn, móðurleg, miðaldra kona, gefur sér ekki tíma til að tala við okkur, er svo önnum kafin við að slátra kjúklingum í hlað- varpanum. Tannlaús amma og allsberir krakkar fylgjast með. Skólastofan er timburskúr, fast við at- vinnulífíð á bóndabænum. Ekkert gler eða hlerar í gluggum. Hvemig skyldi ganga að halda athyglinni? „Hún tekur á móti 36 krökkum, á aldrinum 7-14 ára og kennir þeim í tveimur hópum eftir hádegi,” upplýs- ir Bíbí. „Skólabáturinn safnar þeim saman.” Sjónvarpsloftnet trónir á þaki kennarans, vestræn viðhorf að þrengja sér inn á íbúa Amazon. 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.