Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 35
foreldra sinna. Þau Þórunn mæltu sér mót að baki Hólakirkju til þess að kveðjast, en þá tókst ekki betur til en svo að Ari varð var við stefnumót þeirra og réðst að Þorsteini. Það varð Þorsteini til lífs að hann var léttur á sér og góður íþróttamað- ur. Hann komst inn í kirkjuna, sveiflaði sér upp á einn bitann sem gekk yfir þvera kirkjuna og hljóp síðan á kirkjubitum eftir kirkjunni endilangri þar til hann komst í forkirkjuna, en þaðan komst hann á hest sinn og gat forðað sér. Kristur Kann Bezt Börnin Að Smíða ... Árið 1533 var enn haldið brúðkaup á Hólum í Hjaltadal, er Jón Arason gifti Þórunni dóttur sína ísleifi Sigurðssyni á Grund í Eyjafírði, auðugum manni af góð- um ættum. í brúðkaupinu kvað biskup margar fagrar ölvísur og deildi út ölmusu til fátæklinga, sem þyrptust heim til stað- arins í þeirri von að nokkrir molar myndu hijóta af borði höfðingjanna. Að lokinni veislu héldu brúðhjónin heim að Grund þar sem þau bjuggu upp frá því. Sagt var að fremur litlir kærleikar væru með þeim hjónum. Þórunn varð að beygja sig undir vilja föður síns og bræðra og giftast ísleifi en aldrei gleymdi hún Þorsteini. , Hjónin á Grund eignuðust engin börn og mun Þórunn hafa kennt ísleifi um. Til er vísa sem hún á að hafa kveðið til hans, annaðhvort í gríni eða í háðungarskyni. Eitt sinn var heimilisfólkið á Grund að dansa vikivaka en vikivaki var dansaður með þeim hætti að þátttakendur héldust í hendur og mynduðu hring, og síðan skipt- ust þeir á um að fara með vísur. Þórunn lét aðra konu fara með vísuna sem hún hafði kveðið til ísleifs, en hún-er svona: í Eyjafirði uppá Grund á þeim garði friða, þar hefur bóndi búið um stund sem bðm kann ekki að smíða. ísleifur áttaði sig á því hver hefði kveð- ið vísuna og svaraði: „Kristur kann best bömin að smíða, kona mín.” Stórlynd Kona Og Hefni- GJÖRN Þóninni er lýst sem skapmikilli konu. Hún var stórlynd og gjafmild við þá sem henni líkaði vel við, en harðráð og heiftúð- ug í garð þeirra sem henni geðjaðist miður að. Lífíð fór ómjúkum höndum um hana og hefur hún vafalaust harðnað við það fremur en blíðkast. Árið 1549 varð hún ekkja í annað sinn, er ísleifur lést. Þá varð skammt stórra högga á milli, því ári síðar voru faðir hennar og bræðurnir Björn og Ari hálshöggnir í Skálholti. Ekki brotn- aði Þórunn við það áfall, heldur er sagt að hún hafi lagt á ráðin um hefnd eftir þá feðga. Árið eftir drápu norðlenskir ver- menn danska menn suður á Miðnesi, þar á meðal Kristján skrifara sem átt hafði dijúgan þátt í aftöku biskups og sona hans, og töldu margir að Þórunn hefði skipulagt þessar hefndaraðgerðir. Um þetta urðu til margs konar sögusagnir, meðal annars var því haldið fram af sum- um að Þórunn sjálf hafi farið suður og setið yfir á meðan menn hennar „nudduðu höfuðið af Kristjáni skrifara með kopps- botni”. Með aftöku Jóns Arasonar varð leiðin greið fyrir hinn nýja trúarsið, lúterskuna, og snerust þá margir frá kaþólsku, meðal annars séra Sigurður bróðir Þórunnar, og um tíma leit jafnvel út fyrir að hann yrði fyrsti lúterski biskupinn á Hólum. Þórunn stóð föst fyrir, hélt ætíð fast við hinn gamla sið og var biskupum oft þung í skauti. ÁSTIN SlGRAR AÐ LOKUM Eftir að Jón Arason og bræðurnir Björn og Ari voru horfnir úr heimi gat enginn lengur staðið í veg fyrir því að Þórunn og Þorsteinn næðu saman. Árið 1551 flutti hann til hennar að Grund og þau gíftust tveimur árum síðar. Þau bjuggu saman í um það bil tvo áratugi, eða þar til Þor- steinn lést um 1570. Þau eignuðust engin • börn saman, en Þorsteinn á að hafa átt sex börn með annarri konu. Einnig er sagt að Þórunn hafi átt börn með tveimur mönnum utan hjónabands, en ekkert er vitað um þau böm, ef satt er. Þórunn tók nokkur börn í fóstur, þar á meðal Helgu Aradóttur, bróðurdóttur sína, sem giftist síðar Staðarhóls-Páli. Eiginmönnum sínum lýsti Þórunn sjálf með þessum orðum: „Rafn minn var höfð- ingsmaður mestur, Isleifur minn skarts- maður mestur, en Þorsteinn minn heims- maður mestur.” Um Þórunni sjálfa var, sagt að hún væri „heimskona” og að hún hefði haft „heimshyggju nokkra”, og mun þá átt við að hún hafi haft gaman af heims- ins lystisemdum. Sú Gamla Ekki Af Baki DOTTIN Þórunn var þrígift eins og fyrr segir, en þar að auki orðuð við fleiri menn. Þeg- ar hún var komin á sjötugsaldur varð hún hrifin af ungum staðarpresti á Grund og vildi giftast honum, en erfingjar hennar komu í veg fyrir það. Þeir hafa vafalaust óttast að þá myndi saxast á arfínn eftir Þórunni, sem var mjög auðug kona, og höfðu nokkra ástæðu til, því Þórunn gaf bæði ættingjum sínum og vandalausu fólki ' stórgjafir ef henni bauð svo við að horfa. Samkvæmt lögum máttu gamalmenni, sem . komin voru yfír áttrætt ekki gefa gjafír nema með samþykki skyldmenna sinna, og þegar Þórunn var komin á þann aldur létu erfingjarnir svipta hana íjárforræði. Má nærri geta að sú gamla hafí ekki tek- ið því þegjandi og hljóðalaust. Hún á jafn- vel að hafa reynt að múta lögmanninum til þess að láta breyta alþingisdómnum um fjárforræðissviptinguna og var þar að auki ættingjum sínum afar erfið og grunuðu þeir hana um að eyða fjármunum í laumi. Grundarstóllinn Og Fleiri Gersemar Þórunn lifði ekki lengi eftir þetta. Þann 13. desember árið 1593 andaðist „Þórunn uppá Grand, Eyfirðinga blómi”, eins og einn frændi hennar kallaði hana í kvæði, og var grafin þar í kirkjugarðinum. Erfin- gjarnir deildu lengi um arfinn eftir hana, en Þórunn var forrík er hún lést, bæði að jörðum og lausum aurum. Á Þjóðminjasafni íslands eru nokkrir munir úr eigu Þórunnar eða tengdir henni. Þar á meðal er einn merkasti gripur safns- Grundarstóllinn, kirkjustóll Þórunn- ar Jónsdóttur. ins, Grandarstóllinn svokallaði, kirkjustóll Þórunnar frá Grund í Eyjafirði. Þetta er fagurlega útskorinn kistustóll úr birki, sem talið er að Þórann hafi látið skera og gef- ið Grundarkirkju árið 1551. í bréfí um gjafir Þórunnar til kirkjunnar eru m.a. nefndir þrír stólar útskornir. Talið er víst að það séu sömu stólar og sendir voru til Kaupmannahafnar árið 1843 og settir á forngripasafnið þar. Stól Þórunnar fengu íslendingar aftur árið 1930, annar stóll svipaður en stærri er enn í Þjóðminjasafn- inu í Kaupmannahöfn, en ekki er vitað hvað varð um þriðja stólinn. Á stól Þórunn- ar er skorið með rúnaletri: „Hústrú Þórunn á stólinn en Benedikt Narfa”, og er talið að þarna vanti aftan við orðin: „son gerði”, og Benedikt þessi hafi þá verið smiðurinn, sem skar stólinn. Á framhlið stólsins era stjörnumerkin og skýringar með rúnaletri við hvert merki. Auk þess prýða stólinn jurtateinungar, drekahöfuð og fuglamynd- ir. Þórunn gaf Grundarkirkju fleiri góðar gjafir, meðal annars korpóralshús, en það er eins konar taska úr rauðu silkiflaueli sem korpórallinn var geymdur í. Korpór- all er hvítur líndúkur, sem breiddur er á altarið undir kaleikinn og patínuna, sem vínið og brauðið var borið fram í. Talið er að korpóralshúsið sé upphaflega enskt, frá síðari hluta 15. aldar. Einnig gaf hún kirkjunni patínu (oblátudisk). I Þjóðminjasafni era einnig nokkrir munir, sem komnir voru í kirkjuna fyrir daga Þórunnar og hafa verið þar þegar hún bjó á Grund. Þetta era fyrirbrík og yfirbrík (töflur, sem hafðar voru framan á altari og yfir því), önnur með mynd af heilög am Laurentíusi, verndardýrlingi kirkji nnar á Grand, og áletrun með nafni Eiríks Loftssonar, sem bjó á Grund á 15. öld. Hann er einnig talinn hafa gefið kirkj- unni Grundarkaleikinn fræga, sem Þórunn hefur eflaust bergt á þegar hún gekk til altaris. Sá kaleikur var síðast notaður við messu Jóhannesar Páls II. páfa er hann heimsótti ísland í júní 1989. Það er erfitt að komast nálægt persón- um sögunnar, sem löngu eru horfnar okk- ur. Við vitum fátt um hugsanir þeirra og langanir og þær lifa fyrst og fremst gegn- um gripi, sem eru tengdir þeim á einhvern hátt og fábrotnar heimildir í annálum og víðar. Þegar það sem til er á bókum um Þórunni Jónsdóttur er lagt saman, birtist okkur kona, sem ekki lét sér allt fyrir bijósti brenna, var sjálfstæð og sér vel meðvituð um stöðu sína í þjóðfélaginu. Hún gekk ekki í berhögg við vilja föður síns, enda tíðkaðist slíkt ekki á þeim tíma, en hún var heldur ekki sem vax í höndum neins, hvorki hans né annarra. Þórunn fór sínar eigin leiðir, jafnvel er hún sem göm- ul kona varð að láta í minni pokann fyrir ofríki erfingja sinna. Höfundur er þjóðháttafræðingur. Helstu heimildir: Annálar 1400-1800. Hið ísl. bókmenntafélag Rvk. 1922-38. Biskupa sögur II. Hið ísl. bókmenntafél. Khöfn 1878. Jón Espólín. íslands árbækur. Lithoprent 1947. Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1917: Grundarstólar — Matthías Þórðarson. Páll E. Ólason: Menn og menntir I. og IV. Rvk. 1919 og 1926. Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Rvk. 1969. Öldin sextánda, I. og II. Rvlf 1980 og 81. Safnskrár Þjóðmipjasafns íslands. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR Jólatré Litla furutréð grætur þekkir það leyndardóma dauðans? Það sér enginn þótt rýni fyrr en blindir fá sýn og haltir ganga eða jól heilsa sumri að vetri þá lýsir það um vegleysur árin í hring eilífðarljós á himinskrossi Þrá Farðu ekki frá mér komdu * ekki nær vertu án fortíðar framtíðar hjá mér Höfundur er kennari í Reykjavík. SIGURLAUG Ó GUÐ- MUNDSDÓTTIR Hvað veldur? Hvað er það sem veldur að deyja draumar og þrár, og dofi leggst eins og mara á þreytta sál? Hví mælum við orð er magna sorgir og sár, og mannlífi steypa í rústir og logandi bál? Hvað er það sem veldur að mennirnir finna ei frið, og fótanna missa við veraldar kapphlaup ogþys? Þeir leita sig blinda um glaumsins og gleðinnar svið, en við gæfuna sjálfa fara þó jafnan á mis. Höfundur er húsmóðir og skrifstofu- maður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.