Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 17
» V !yndi Pétur Hnlldórssón, Gamall maður við glugga Hann vaknaði árla þennan morgun sem jafnan áður. Þannig hafði vorið ávallt orkað á hann - tekið sér bólfestu í veru hans allri, og hér áður fyrr gert hann léttan í sinni og fleygan í hugsun. Hann mundi vel þá daga bernskunn- Bíllinn hægði á sér fremur en hitt, og gamli maðurinn tók eftir því að hliðarrúðan var skrúfuð niður. Allt í einu greip hann illur grunur, óþægilegur eins og köld vatnsgusa á nakið hörund. Smásaga eftir GUÐMUND L. FRIÐFINNSSON ar, þegar honum fannst hann geta flotið í fangið á vorinu, sem lyfti blæju frá and- liti sumarsins. Nú hafði hann staðið lengi á nærfötunum við gluggann og hlustaði á söng þrastar og lóu og horft yfir grænt túnið og á hægláta straumröst fljótsins og bjarmann yfir austurfjöllunum með skýjaböndum í ætt við gullspöng um enni fagurrar konu. Honum var ekki kalt, því hlýtt var í veðri. Hins vegar var hann farinn að þreyt- ast í fótunum og sótti sér stól. Undarlegt hvað maður þreytist i fótunum, þegar maðurinn er orðinn gamall, hugsar hann og hagræðir sér í stólnum. Hér áður fyrr gat maður hlaupið nær þindarlaust um fjöll ineð eggjagijóti og lausamöl í bröttum skriðum. Honum datt íhug að smeygja sér í inni- skó en hætti samt við það, því ofninn var undir glugganum og honum fannst þægi- legt að finna hlýjuna á bera fæturna og hnén. Áður en hann vissi af var hann far- inn að leika sér með tærnar - fetta og rétta eins og þegar hann var barn. „Enn er þó fjör í tánum á mér,” tautar hann og brosir inn í sjálfan sig. „Mikið að allt er þó ekki farið.” Hann opnaði gluggann lítið eitt til að njóta betur morgunloftsins og ilmsins af vorinu og lagði sinabera handleggina á sólbekk gluggans. Sólin hafði kveikt blossa í gluggum bæjarins hinumegin fljótsins. Og þótt bær- inn væri nokkru innar sá hann þó manninn vel, sem farinn var að ganga um túnið og líta eftir lambfénu. Nokkrar ær höfðu smogið girðinguna og voru komnar spöl út og upp í hálsinn. Svona var þetta líka meðan ég átti fé, hugsar hann. Það þarf góðar girðingar til að halda áleitnum roll- um, sem farnar eru að kenna sín og vilja komast afsíðis til að bera. Nú átti hann ekkert annað en hænsni, sem lifðu eins og af vana vegna þess að honum þótti góð egg, en þó miklu fremur vegna hins að konunni hans hafði þótt gaman að hænsn- um. Hún hafði talað við þau, og þau höfðu komið hlaupandi, meira að segja breitt út þessa stuttu vængi og reynt að fljúga eins og aðrir fuglar, þegar hún kallað: „púda púd”. Það líður rétt snöggvast mildur blær yfir hrukkótt og elliblakkt andlit mannsins líkt og blik mána á báru, sem lyftist í hægum andvara. Núna var sólin komin spölkorn uppfyrir brún fjallsins, og skuggarnir í vesturhlíð- inni að skreppa saman og fela sig í giljum og lautum, þar sem þeir bíða örlaga sinna. Hann sér fjármanninn á bænum hinumegin fljótsins vera kominn upp á hálsinn. Vanar forsjá mannsins snúa þær fúslega heim á leið utan ein. Líklega borin, hugsar gamli maðurinn. Og það rifjast upp fyrir honum mörg atvik frá fyrri árum, hve gaman var að sjá ferska móðurgleðina í augum skepn- unnar, þar sem hún snérist mimrandi og óþreyjufull að lambið kæmist á fót, sleikj- ándi um haus þess og kropp. Snoppan á ánni gul úr kari lambsins. Það bröltandi, blautt og óstyrkt og riðandi á þessum mjóu fótum, þar til það náði spenanum. Síðan þetta kyrrláta, milda blik í augum skepn- unnar, sem þefar af síkvikum dindli af- kvæmisins. Nokkra svani ber hátt í bláma heiðríkj- unnar. Þeir virðast koma beint úr úr morgn- inum og stefna til heiðar. Hann hefur ævinlega borið virðingu fyrir þessum göf- ugu fuglum - jafnvel öfundað þá af feg- urð og því frelsi að geta lyft sér og nálg- ast skýin og kvöldroðann. Þó hann væri gamall maður hefur hann þó aldrei komið í flugvél en stundum hugsað um að gaman væri að horfa niður á jörðina og sjá fjöllin og vötnin og byggðina úr þessari miklu hæð. Yfir fljótinu er létt móða, sem óðum eyðist fyrir sól morgunsins. Góðviðrið, allt bendir til áframhaldandi góðviðris, hugsar hann, rís úr sæti og slær létt á loftvogina, sem stendur vel og lyftir sér heldur. Þegar hann kom aftur að glugganum höfðu fjórar maríuerlur tyllt sér á hlaðið, dintuðu stéli og tipluðu fínar og smástígar á blárri fjörumölinni, sem sonur hans hafði komið með í haust. Kannski var það í fyrra- haust. Hann mundi það ógerla. Hann mundi heldur ekki draum sinn frá í nótt, þótt hann reyndi að rifja þetta upp. „Kannski er mig hætt að dreyma,” tautaði hann í grátt, ósnyrt skeggið. „Undarlegt að þann- ig er maður smám saman sviftur öllu. Draums síns fær maður ekki einu sinni að njóta.” Þó allt væri það óljóst fór hann að rifja upp í huganum ýmsa drauma frá fyrri tíð. Þá dreymdi mig stundum kvenfólk, hugsar hann og lyftist ofurlítið í sætinu. Og þó aldrei þætti það boða gott var það þó gam- an, já, oft ári spennandi. Stundum mætti ég draug og vaknaði sveittur með öskri um leið og ráðist var á mig. Þá voru sagð- ir draumar meðan skatturinn var borðaður og fjölskyldan var hér öll. „Ojájá,” tautaði hann. „Þá var fjölskyldan öll hér heima, börnin ekki farin, og við unnum öll saman, ' öll saman. Stundum var fleira fólk. Það var nú það. Og það var nú það,” tautar hann og púar í skegg sér. „En þetta breyt- ist. Allt breytist - koma nýir tíma og nýri menn. Við því verður ekkert gert. Þetta er víst gangur lífsins. Örlögum sínum verð- ur maður að hlíta. Þar verður engu breytt - engu breytt,” tautar hann og rær sér í sætinu. Hann opnar gluggann dálítið meira, svo það heyrist brak og maríuerlurnar verða hræddar og fljúga upp. Með tíðu vængja- blaki svífa þær, hækka sig, renna sér í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.