Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 31
þegar hann hafði reitt fram allt sem safn- ast hafði upp í hans kolli þótti Voiture ástæða til að segja sem svo: „Herra minn, aldrei fyrr hef ég heyrt predikað svona snemma og jafnframt svona seint.” Konur þær sem heimsóttu markgreifa- frúna tóku mjög fljótt upp þann sið að segja hver við aðra „dýrðin mín” þegar þær heilsuðust með kossi. Orðin „dýrðin” féll Parísingum vel í geð og þau urðu þeim konum, sem prýddu salon madömu Rambouillet, að auknefni. Hátt gullu ljóðin til heiðurs dýrlegri markgreifafrúnni, sem var kölluð „töfrandi Arthenice”, eftir bókstafagátu gerðri úr nafni hennar, Catherine. Til heiðurs Júlíu Rambouillet, sem brá æskuljóma á salon móður sinnar, ortu skáldin heilan sveig hjarðljóða. Hjarðljóðunum fýlgdu fyndin- yrði sem markgreifarnir leiddu öðrum fremur fram. Þau voru svo flókin að þau þörfnuðust langra skýringa. Utan salons- ins voru eigi að síður menn sem ekki fengu aðgang, og lýstu þeir því yfir að þessi fyndinyrði væru hreinasta bull, og höfund- ar þeirra aldeilis hæfileikalausir. Því lengur sem þetta stóð því meiri varð mærðin, hugsanir færðar í orð í salon- inum urðu sífellt torræðari og búningurinn stöðugt kostulegri sem þær voru klæddar. Venjulegur spegill sem Dýrðirnar spegl- uðu sig í varð á þeirra máli „Ráðgjafi þokkans”. Ástúðarorðum markgreifa svör- uðu heimskonurnar jafnan þessum orðum: „Markgreifi, þér kyndið ofn vináttunnar með ástúðar-brenni.” Systir leikritahöfundarins Georgs de Scudéry var talin sönn völva Rambouillet- salonsins og annarra salona sem spor- göngukonur hennar héldu uppi. Scudéry var í fyrsta lagi frægur fyrir það að hanh íeit að vísu á sig sem léikritahöfund en jafnframt sem helsta leikritahöfund Frakk- lands. í öðril lagi var um hahn ságt að hann hefði ekki snefil af dramatískum hæflleikum. 1 þriðja lagi hafði hann þyrlað upp miklu þegar hann reyndi að sanna það af öllum mætti, þegar „Cid”, frægasta leikrit Corneilles var flutt, að leikritið væri ósiðlegt, já, yfirhöfuð ekkert leikrit, þar sem það væri ekki skrifað eftir lögmál- um Aristótelesar, það er, skorti einingu staðar, tíma og atburðarrásar. Scudéry hafði ekki árangur sem erfiði, því það mun hveijum manni ofraun (jafnvel þótt hann vitni til Aristótelesar) að sanna það að vel heppnað leikrit, skrifað á góðu ljóðmáli, skemmtilega upp byggt og með persónum skýrt upp teiknuðum, sé alls ekki neitt leikrit. Og það er engin tilviljun að uppar- inn söguhetja mín, gamall treppari og konunglegur kammerþjónn, vakti seinna mikinn úlfaþyt með þeirri fullyrðingu sinni að allar þessar Aristótelísku reglur væru regin vitleysa, og til væri aðeins ein ein- asta regla — maður þyrfti gáfu til að skrifa leikrit. Sá öfundsjúki Scudéry átti sem sagt systur að nafni Madeleine. í upphafi var hún gestur í salon Rambouillet, þá stofn- aði hún eigin salon og samdi, komin á fullorðinsár, skáldsögu sem bar heitið „Clelia (saga frá Róm)”. Saga Rómveija átti auðvitað ekkert við hana skylt. Nú voru virðingarmenn í París sýndir eins og Rómveijar. Þetta var mærðarmikil, óvönd- uð, og í hæsta lagi uppskrúfuð skáldsaga. Parísingar gleyptu hana í sig, hún varð eftirlætisbók kvenna, fyrsta bindinu fylgdi auk þess hrífandi kort, táknlegt, af kon- ungdæmi Amors, þar sem fljótið Aðlöðun var upp teiknað, hafið Tómlæti, þorpið Ástarbréf og annað í þeim dúr. Vagnhlössum af vitleysu var ekið saman í frönskum bókmenntum, og kollar Dýrð- anna voru úttroðnir af heimskuþvaðri. Sporgöngukonur Madeleine Scudérys stór- spilltu frönsku máli og gerðu jafnvel aðför að réttritun. í kolli einnar dömunnar mót- aðist slungin hugmynd: Til að gera réttrit- unina aðgengilega fyrir konur, sem stöð- ugt voru alllangt á eftir karlmönnum, skyldu orðin vera skrifuð eins og þau voru fram borin. En munnarnir uppglenntir af aðdáun höfðu ekki lokist aftur saman, þegar ógæfan skall yfir Dýrðirnar. I nóvember 1659 kvisaðist út að Herra de Moliére væri að færa upp í Búrbon frumsamdan gamanaleik í einum þætti. Titillinn vakti mjög áhuga fólks — „Hlægi- legu dýrðirnar”. Hinn 18. nóvember sýndi Moliére þetta nýja leikrit sitt ásamt með „Cinna” eftir Corneille. Allt frá því að fyrsta orðið féll var fólk- ið á forgólfinu ánægt með leikritið. Eftir 5. atriði glenntu dömurnar í stúkunum upp augun (við teljum atriðin samkvæmt þeirri cn yin/jit c/í Saana'rc Teikning af Moliére, þar sem hann leikur sjálfur íkómedíu. Yfirstéttarkonur hjá komptessunni d’ Escarbagnas í tíma Moliéres. gerð textans_ sem varðveist hefur fram á okkar dag). í 8. atriði urðu hertogafrúrn- ar, sem að þeirra tíðar sið sátu til hægri og til vinstri á sviðinu, felmtri slegnar, og á forgólfinu var hlegið og hlegið, allt til loka leikritsins. Efni þess var eftirfarandi. Tvær flónsk- ar ungfrúr, Madelon og Cathos, hafa lesið skáldsögu Scudérys helst til mikið og hrella tvo biðla með þeirri staðhæfmg þeir séu ekki nógu fjálgir. Biðlarnir hefna sín. Þeir dubba þjóna sína upp sem mark- greifa, og slóttugir piltarnir ganga fyrir flónskar ungfrúrnar. Þær taka báðum þrjótunum opnum örmum. Hinn ósvífni Mascarille þvaðrar heillengi upp úr sér alls kyns hégóma við ungfrúrnar, og hinn þijóturinn, þjónninn Jodelet, segir upp- lognar sögur af hetjudáðum sínum í stríðinu. Mascarille gerist að vísu svo djarf- ur að flytja þeim ljóð úr eigin penna, en hann syngur það raunar: Ó, ó! hver skal grandvar gæta að sér! Grunlaus á meðan ég horfði á yður hrifsuðu aug’yðar hjartað úr mér. Höndlið þjófinn! Þjófur, þjófur! „Þjófur! Þjófur!” vælir þjónninn undir öskrum áheyrenda. Kortin af konungsríki Amors voru spott- uð, salonarnir þar sem viðlík Ijóð voru samin, einnig rithöfundarnir og gestir sal- onanna, sem gátu auðvitan ekki borið hönd fyrir höfuð sér af því þijótarnir voru nú ekki markgreifar heldur þjónar uppdubbaðir sem markgreifar. Á sviðinu var verið að leika farsa, sem var jafn óskammfeilinn og hann var gáska- samur, og engan veginn meinlaus. Það var skorið harðvítugt skimp að siðum manna og venjum í París þeirra daga, og iðkend- ur þessara siða og skapendur þessara venja sátu í stúkunum og á sviðinu. Öskrandi áhorfendur á gólfinu gátu bent á þá fingri. Þeir þekktu herramenn salonanna sem fyrrverandi teppagerðarmaður hefði cor- ani publico að háði og spotti. í stúkunum hvísluðust menn órólega á, og sá orðrómur fór um áhorfendur að með Cathos væri sjálfsagt átt við Catherine Rambouillet og með Madelon Madeleine Scudéry. Markgreifafrúrnar á sviðinu urðu kaf- íjóðar í framan. Burðarmenn báru inn Moliére, 1621-1673. Mohere ásamt þjónustu sinni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.