Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 46

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 46
Vinur minn Bósi H austið fer að, dagamir styttast. Lyngholt, sum- arbústaðarlandið okkar austur í Grímsnesi, dregur okkur til sín eins og segull. Litróf náttúmnnar breytist ört á þessum árstíma. Hvenær sem færi gefst, er haldið af stað, Það er ekkert notalegt að hafa þennan stórhyrnda hrút rétt fyrir aftan sig, lít því oft um öxl til að sjá hvort hann muni neyta styrks horna sinna á bakhluta minn, ekki væri áL)ætandi að fá högg á mjóhrygginn eins aumur og hann oft er. Eftir JÓHANN F. GUÐMUNDSSON landið kallar, laðar og seyðir. „Komið, ég skal annast ykkur, sýna ykk- ur leyndardóma mína, gleðja ykkur.” Við hlýðum þessu kalli eins og börn, dög- unum fækkar, bæði þessa sumars og lífs okkar, hver dagur er því dýrmætur eins og vinur, sem reynt er að halda í sem lengst, áður en hann kveður. Það er ólíkt því, sem var þegar ung lífs- gleðin svall í bijósti og dagamir flugu hjá, án þess að eftir væri tekið. Skyldi ég fá að sjá næsta sumar? Lifa unað þess? Þessi spuming verður áleitnari með hveiju ári. Og svo kemur sumarið, þeg- ar við verðum ekki til staðar til þess að fagna og gleðjast yfir komu þess, vonandi leitar það okkar og verður dulítið hissa á því að finna okkur ekki. Hver skyldi þá lagfæra girðingar? Bera við og kol í litla bæinn okkar? Hlú að tijám og gróðri? Rogast með vatnshrútinn niður að ánni á vorin, tengja hann, svo að vatnið komi upp brekkuna til okkar, burðast svo aftur með hann í hús að hausti. Aldurinn er farinn að segja til sín, þetta var ekkert mál fyrir nokkrum árum. Þannig sækir Elli kerling á, þó hef ég aldrei notið lifsins eins vel og nú. Litla húsið okkar er umvafið gróri. Ösp, birki, víðir, grenitré, reynir. Lyng. Mosi. Einibeijarunnar. Við þekkjum hvert tré þau eru eins og börn okkar, veita gleði og sorg eftir því hvernig hvert og eitt dafnar eða deyr. Hrútabeijalyngið skríður langan veg, Lambagrasið. Blóðbergið og þannig væri hægt að halda áfram nær endalaust að telja upp allan gróðurinn, sem um okkur lykst. Apá liðast um landið í sveigjum, krókum og bugðum, niður í Apavatn, sem drekkur hana dag og nótt og fær aldrei nóg. Apavatn er augnayndi það endurspeglar himinninn og umhverfi sitt á kyrrum dögum þegar heiðskírt er. Þegar skýin þekja himin- inn verður vatnið ljósgrátt, svo þegar kular, tekur það á sig brúnan lit, sem verður því dekkri sem meir hvessir því þá vaknar brúnt morið, lyftir sér upp af botninum, litar vatn- ið sekkur svo aftur til botns þegar lygnir og bíður þess að verða vakið á ný. Lómurinn gólar, saman blandast svana- og gæsagarg. Krummi leitar sér að eggjum og ungum í eigin gogg og þó öllu fremur til þess að seðja óseðjandi hungur unga sinna. Kjóinn rennir sér yfir móana með nokkra smáfugla á eftir sér, sem reyna að veija ungviðið. Alltaf eitthvað nýtt að skoða. Fylgjast með hreiðrunum, sjá ungana skríða úr eggj- um, reyna líka að veija þá fyrir hrafninum og kjóanum. Væl jaðrökunnar, ropið í ijúp- karranum, þrösturinn, lóan, stelkurinn, þrestimir sem vakna fyrir allar aldir og eiga til að setjast á þakið og syngja þar og sperra stél, stundum svo að maður neyðist til þess að biðja söngvarann að Jiypja sig. Sólarupprás, sólarlag, skýjamyndir, fjöll og fell, jöklar, tindar, það sem áður vakti litla eða enga athygli, tekur nú langan tíma að virða fyrir sér og skoða. Þannig verður eins og áður sagði, tíminn sifellt dýrmætari, hveija stund vill maður nýta sem best, teyga lífið og fegurð þess inn í sál sína. Ég bíð þér samfylgd inn í haustið á vit landsins. Veiðitaskan og veiðistangimar bíða við útihúsið. Það hefur stytt upp, vestanáttin er að ganga niður, sólstafir sýna sig, keppast við að skína á landið. Léttur koss á kinn koiiunnar sem ég elska, svo bíð ég eftir því að heyra hana segja: „Vertu ekki lengi.” Þessi orð segja allt sem ég þrái. Svo lagar hún hálsmálið á peys- unni, réttir mér hálsklút. Ég rölti af stað upp í heiðina, störin er komin með sterkrauðan lit í toppinn. Blábeij- alyngið er einnig farið að roðna, grasið gulnar og yfirbragð landsins breytist með hveijum degi. Mosinn einn heldur lit sínum grár kaldur en mjúkur. Framundan er nokkuð vatnsmikil mýri, jaðraka flýgur nærri með sitt skerandi væl, eins og allt sé týnt og glatað, merkilegt hvað dýrin geta náð til tilfinninganna og kallað fram ýmis hughrif. Það er lýjandi að ganga í mýrinni, best er að feta sig eftir þúfnakollunum, þá síga stígvélin síður í bleytuna og gangan verður léttari, alltaf þarf að gæta að sér, það er mislangt milli þúfnanna og skrefin vilja því verða ójöfn og það þreytir, en brátt er mýr- in á enda og þá taka við aflíðandi brekkur, gangan sækist betur, þurrt undir fæti og minni þörf á að gæta sín. Hinumegin árinnar er hrossastóð, í hest- unum er galsi, þeir kljást, fnæsa, frýsa taka stutta spretti rísa upp á afturfæturna, bít- ast, svo róast stóðið og snýr sér að því að úða í sig grasið. Upp á hæðinni sest ég niður og virði land- ið fýrir mér. Fegurð þess er ólýsanleg, hún þrýstir sér inn í blóð mitt, sál mína, vekur fögnuð. „Þetta er landið mitt.” Þessi fegurð minnir á orð Serafanna hjá Jesaja spámanni. Og þeir kölluðu hver til annars og sögðu: „Heilagur, heilagur, heil- agur er Drottinn allsheijar, öll jörðin er full af hans dýrð.” Milli Hestfjalls og Vörðufells gnæfir Tind- afjallajökull, Mosfell, Hrepparnir með fellum sfnum, Biskupstungur, Kerlingarfjöll, Blá- fell toppar Jarlshetta, Langjökull. Kistan á Laugardalsfjalli, nær eru Apavatn og Apa- vatnsbæirnir, efri og neðri. Aphóll. Apá. Einn vinur minn gerði mig orðlausan, er ég spurði hann hvaðan þessi Apanöfn væru komin, „Ekki veit ég það karlinn minn, en segðu mér hvað hétu þessir staðir áður en þú fluttir hingað?” Góðviðrisbólstrar skreyta himininn, sólin baðar landið. Ég rís á fætur, á eftir góðan spöl í ána, á leiðinni þangað verða fýrir mér þrír hvítir hrútar, þeir eru í góðum holdum, vel hyrnd- ir. Ullin þykk, hvít og hrein. Þegar ég nálgast þá hætta þeir að bíta, líta upp forvitnir fylgjast vel með mér, loks taka tveir þeirra á sprett, forða sér. Einn stendur kyrr horfir á mig stoltur, eins og hann vilji segja. „Hvað vilt þú tvífætl- ingur, inn á mínar lendur, hornlaus í blárri peysu?” Svo hreyfír hann hausinn, eins og til þess að gefa mér til kynna að hann eigi allskost- ar við mig, ef til kæmi. Mín þekking á hrútum, er lítil, veit ekki við hveiju má búast, er því kannske dulítið hræddur undir niðri. En ég nálgast hann ákveðinn í því að bera engan geig utan á mér, horfi því beint í augu hans. Svo stöndum við kyrrir góða stund, mæl- um hvor annan út, loks rýf ég þögnina og ávarpa hann: „Jæja Bósi minn nú nálgast haustið óð- fluga.” Ég tala til hans blíðlega lágri röddu: „Enn njótum við báðir lífsins og frelsisins, hvað lengi sem það nú verður, mikið er gott að vera hér í dag.” Í þessum töluðum orðum, gengur hann til mín. Ég er viðbúinn hveiju sem er, um hugann þjóta áætlanir um það hvernig árás skuli mætt, renni hann skyndilega á mig. Ég ákveð að hoppa eins hátt og mér er unnt, grípa í ullina á honum sem aftast, láta hann svo draga mig, þangað til hann gefst upp. Hver taug er þanin, auðvitað gæti orðið slys, takist honum að koma á mig kröftugu höggi, en hann gengur alveg að mér, nasar af fötum mínum, eins og hundur myndi gera, er rólegur og yfirvegaður. Þegar hann hefur gengið í kring um mig tvo eða þijá hringi, nemur staðar beint fyr- ir framan mig og við horfumst aftur í augu góða stund. „Bósi minn, það var gaman að hitta þig, vildi óska að ég ilmi eins vel í þínum nösum og þú í mínum, hafðu það best allra hrúta, vertu nú blessaður.” Þar með Iegg ég af stað en þegar hann fylgir mér eftir, verð ég undrandi. Hvers konar hrútur er þetta? Hversvegna flúðu félagar hans? Af hveiju ekki hann líka? Ég finn enga haldbæra skýringu og reyni að ganga hraðar. Það er ekkert notalegt að hafa þennan stórhyrnda hrút, rétt fyrir aftan sig, lít því oft um öxl, til þess að sjá hvort hann muni neyta styrks horna sinna á bakhluta minn, ekki væri á bætandi að fá högg á mjóhrygg- inn; eins aumur og hann oft er. Ég ákveð því að nema staðar, snýst á hæli. Hann gengur alveg að mér nasar af mér eins og áðan, vill vera fullviss um að ég sé hans maður. Hver er ég í hans huga? Er ég einhver sem hann vill leita trausts og halds hjá, er hann hræddur við komandi daga, þegar réttað verður, líflömbin valin og hinum slátrað? Enn horfumst við lengi í augu, kannske hugsar hann um það að ég sé orðinn gam- all maður og mínar réttir séu ekki langt framundan. „Jæja vinurinn nú er þetta orðið ágætt hjá okkur, þú ferð og bítur þitt gras og ég fer í mína veiði, kannske lifum við báðir veturinn af og þá sjáumst við næsta sumar, það væri gaman.” Enn legg ég af stað, geng hratt. Frá minni hendi er fundum okkar Iokið. Eftir góðan spöl stenst ég ekki freisting- una og lít við, hann nálgast mig hnarreist-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.