Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 25
Heilagrar Maríufoss- ar falla ofan í Gin djöfulsins. BRASILIA eins og risastór „jólapakki” fullur af náttúruundrum, krókódílum, apaköttum og frumskógarfólki Að fljúga yfir hálfan hnöttinn og skilja sjálfan sig eftir einhvers staðar á leiðinni, var tilfinn- ingin sem gagntók mig, þegar lent var í Kefla- vík eftir Brasilíuferð í september. Ég var enn- þá inni frumskóginum í Amazon að sneiða „Skógurinn sýnist líflaus ef horft er til lands frá ánni. En ég er ekki fyrr komin upp á brúna, en vælandi apakettir af ýmsum stærðum og gerðum, hoppa forvitnislega á móti mér. Og vinalegir litlir birnir með loðið skott og framandi þefdýr strjúka sér upp við mig eins og kettir.“ Eftir ODDNÝJU SV. BJÖRGVINS ■hjá eiturslönguholum, á hlaupum undan apaköttum sem vildu ná í myndavélina mína og gleraugun, með sprelllifandi krókódíl í fanginu sem grét krókódílatárum framan í mig. Svipmyndir frá Suður- og Norður-Bras- ilíu birtast eins og kvikmyndabrot ... Syðst í Brasilíu geng ég inn í vorið, að haustlagi á íslandi. Lauf og iitrík blóm að opna sig. Og framandi körfuhreiður hanga niður úr trjákrónum. Við erum stödd í þjóð- garðinum, Iguassú á landamærum Brasilíu, Argentínu og Paraguay. í bleiku kvöldskini (sólarhringsferðalag að baki frá Kaup- mannahöfn) er ekið upp að vinalegu, bleik- hvítu hóteli í nýlendustíl, eina hóteli þjóð- garðsins Brasilíumegin, „Hotel das Catar- atas” eða hótelinu við árflúðirnar. Tvö hótel í heiminum bera þetta nafn: Annað við Aswanflúðir Nílarfljóts, rétt hjá hinni frægu Aswanstíflu og raforkuveri sem sér öllu Egyptalandi fyrir rafmagni. Hitt er hér, við vatnsmestu fossa í heimi, Igu- assúfossana, sem veita vatnsafii til stærsta raforkuvers í heimi. Hið nýja Itaipúorkuver (frá 1990) framleiðir rafmagn fyrir 300 milijónir manna í Argentínu, Paraguay og Brasilíu. Bygging þessa risamannvirkis kostaði litlar 18 milljarða Bandaríkadala. Fossar Heilagrar MARÍU falla í Gin Djöfulsins Frá hótelinu sést til fossanna. En íslend- ingur hefur litl.a löngun til að skoða fossa í 'Brasilíu. Nóg'af fossum á íslandi. Hvílíkt þjóðernisstolt og viðhorf sem á eftir að breytast. ískalt, svalandi Pina Colada fyrir svefnvana Norðurlandabúa. Tíu mínútur til að skola af sér ferðaryk. Stuttbuxur út í vorblæinn. Og hressandi gönguferð að fyrsta náttúruundrinu. „Heilög guðsmóðir. Hvað í veröldinni er Litlu apakettirnir gera sér leik að því að stríða páfagaukunum. þetta?” varð Portúgalanum Vasco að orði, þegar hann, fyrstur Evrópubúa, sá Iguassú- fossana árið 1541. Þarna steypast þeir lóð- rétt niður 90 m háa klettaveggi. Fossar, fossar, 275 talsins, „Heilagrar Maríufossar” sem falla ofan í „Gin djöfulsins” þriggja km breitt gljúfur. Hvítur veggur vatnslöðurs og froðu rís upp úr gljúfrinu, prýddur 180 gráðu regnboga. Opnar trjárætur á hamrabrún. Fallandi tré að láta undan þrýstingi vatns- aflsins. Síðan óendanlegur frumskógur eins langt og augað eygir. Er ég að horfa á fæðingu heimsins? í Landi Evítu Peron Næsta morgun ber rútan okkur yfir Igu- acúána, annað stærsta fljót heims, yfir til Argentínu. „Falklandseyjar tilheyra Argent- ínu,” er okkur tiikynnt á spjöldum við veg- inn. Enn almenn reiði meðal íbúa, eftir óvíga herinn hennar Thatcher. Engrar vegabréfsá- ritunar þörf á sameiginlegri landamærastöð Brasilíu og Argentínu. „Gott samband í augnablikinu,” segir leiðsögumaðurinn, „en þeir eru svo pólitískt ruglaðir eftir moldviðri' síðustu áratuga, að þeir geta ekki stjórnað sjálfum sér.” Við erum stödd á sögusviði söngleikjarins „Evíta” sem margir hafa eflaust séð í Lond- on eða New York. Allt var slétt og fellt á yfirborðinu, þegar Evíta dansaði „stjörnu- dans” yfir allan hnöttinn með eiginmanni sínum, valdamesta manni S-Ameríku á sín- um tíma. En gífurleg spilling ólgaði undir. Sagt er, að persónutöfrar hennar hafi ráðið mestu, að Evíta hafi verið hinn raunveru- legi stjórnandi. Og hin fræga kvenpersóna varð tákn Argentínu um allan heim. „í Argentínu eru allir milljónamæringar,” segir leiðsögumaðurinn hlæjandi. „Fyrir skömmu var verðbólgan 200% á mánuði, en nú fara viðskipti fram í Bandaríkjadölum og hún er komin niður í 2%. Hér nægja ekki venjuleg seðlaveski, heldur þarf stórar tuðrur undir seðlabúntin, þó að seðlarnir sýni stórar upphæðir.” Hann dregur fram 500.000 A-dala seðil. Skrítið að skipta nokkrum dollurum og fá þúsundir í staðinn. Tíu bandarískir dalir = 100.000 A-dalir. Sex póstkort fást í Bras- ilíu fyrir andvirði tveggja í Argentínu. Og miðinn inn í þjóðgarðinn hérna megin kost- ar 20.000 dali. Omalbikaðir vegir um þjóð- garðinn. „Þeir lofuðu að malbika fyrir 10 árum, en segja alltaf á morgun.” Fólk áber- andi verr kiætt. Fjöldi ófullgerðra bygg- inga. „Þeir byija að byggja, en verða að hætta, þegar verðbólgan fer úr böndum. Hætt við að mörg hótel verði úrelt, þegar hægt er að ljúka við þau.” Undarlegt ástand í einu ríkasta landi heims. Landi fullu af gulli og siifri. Frá- bæru landbúnaðarlandi sem sagt er fram- leiða besta nautakjöt í heimi. Ahugaverðu Og sohn teygir sig eins og rauður bolti yfir sjóndeildarhringinn. Hann stígur út úr frumskógarríkinu og hengir á sig vestrænt segulbands- tæki. Skyldi hann koma stökkvandi út úr þykkninu? Hvernig er hægt að lýsa spegluninni, þegar liðið er yfir lognkyrran árflötinn inn á milli tijánna? ferðamannalandi sem geymir frumskóg nyrst og heimskautaís á syðsta odda. En . ástandið er smám saman að batna. Nú er talað um, að höfuðborgin Buenos Aires sé ';ein öruggasta og fegursta borg heims. Fiðrildadans í Frumskóg- ARRJÓÐRUM Aldrei aftur mun ég lýsa áhugaleysi á fossaskoðun. Aldrei fyrr hafa náttúruöflin birst í svo hlýrri, litríkri umgjörð. í „Gini djöfulsins” Argentínumegin er gengið svo klukkutímum skiptir í ijölskrúðugu, fram- andi lífríki, sem býr í frumskógi og tæru árvatni. Sólargeislar endurkasta sterku lit- rófi gegnum tijálauf og fossúða. í þægiiegum morgunhita fetum við ,jap- anska” trébrú yfir vatnasvæði árinnar. Á steinum sitja iitlar skjaldbökur. Morgunlatir krókódílar eru svo samvaxnir vatnseðju á árbökkum, að erfitt er fyrir óvana að eygja þá. Og árpollar senda „gimsteinaljósbrot” frá örsmáum silfurfiskum. Jafnvel sam- ferðamenn okkar, Danir, hætta að tala um hrátt, argentínskt nautabuff með eggja- hræru. Á útsýnissvölum sýnast fossarnir falla í iður jarðar með tilheyrandi drynjanda. 15 mínútna hvíld á bjórkrá undir bjálkaþaki, þar sem náttúrufegurð er frábær, en allir við sjónvarpsskjáinn að horfa á spennandi knattspyrnuleik. Tveggja tíma ganga eftir einstigi niður og upp úr Gini djöfulsins. Fuglar með furðugogga. Fiðrildadans í tjóðrum, svo einstætt náttúruspil, að ég gleymi mér alveg. Og allt í einu er hópurinn kominn langt á undan mér. Síðdegis þræða gamlir, opnir heijeppar frá Víetnam frumskógarstíga, með hálf- Konan komin ífiskverkun um dagmál. skelkaða Norðurlandabúa í framsætum. Enginn veit hvað leynist í runnaþykkninu. „Þarna sást hlébarði í gær,” segir leiðsögu- maðurinn. „Hér eru allar dýrategundir nema tígrisdýr, ljón og fílar.” Við árbakkann hanga olíustakkar og björgunarbelti. Hópurinn gallar sig og stíg- ur upp í sterklega gúmmíbáta. Fosshljóðið nálgast. Drynjandinn verður yfírþyrmandi. Skipstjórinn gerir ítrekaðar tilraunir að komast upp síðustu flúðina, en lendir alltaf á steinum. Vantar tvo metra upp á. í jan- úar og febrúar, getur áin hækkað um 28 metra. Þá sigla þeir með ferðamenn í foss- ana. Ég hristi rennandi blautt hárið og þurrka mér í framan. Hæstánægð með að fá að stíga á land. Á VitAmazon Nóttin blundar enn í mér, þegar við erum vakin kl. 4.00 að morgni. Stjörnubjart, þeg- ar flugvélin hefur sig á loft kl. 6.00 og flýg- ur inn í sólina sem er að teygja sig upp yfir sjóndeildarhringinn. Fimmtíu mínútna flug til Sao Paulo og menn í strípuðum föt- um með bindi fylla vélina, líkt og allir við- skiptamenn frá S-Brasilíu stefni þangað sem púls atvinnulífsins slær. Og allir sökkva þeir sér ofan í viðskiptablaðið „Viseo” sem er í hveijum sætisvasa. Hvað segir borgarnafnið Sao Paulo ykk- ur? Þó að leiðabókin segi að í borginni búi 18 milljónir, 31 milljón í Sao Paulo-fylki, hefði ég aldrei getað ímyndað mér slíka stærð á borg. í 15-20 mínútur flýgur þotan yfir endalausar háhýsaraðir. Sjálf New York bliknar við samanburðinn. Sao Paulo er líka drifhjól efnahagslífsins í Brasilíu. Við hætt- um okkur ekki inn í borgarfrumskóginn. Stefnum heldur út í hinn eina sanna frum- skóg, á vit Amazon. Gullkóngur Og Gyðjur Amazon Líkt og í draumi horfi ég niður á stærsta gróðurhús veraldar, hitabeltisfrumskóg, svo risastóran, að ekki er enn búið að kanna hann til hlítar. Menn hafa getað falið sig í honum um aldur og ævi, eða villst og aldr- ei snúið aftur. „Græna vítið” hefur heillað til sín, með gullvæntingum ogjafnvel sögum um gyðjur. Ótrúlegar hrollvekjusögur hafa sprottið út úr skóginum. Ævintýrasaga Amazon þófst á 16. öld, þegar fyrsti Evrópubúinn, de Orellana, fór þvert yfír frumskógin'n í leit að gulli. Indíán- ar töldu Portúgölum trú um, að í skóginum byggi konungur sem ysi gulldufti yfir nak- inn líkama sinn á hveijum morgni. Orellana fann hvorki gull né kóng, en var hinsvegar ofsóttur af herskáum konum sem hann lýsti svo fjálglega, að landkönnuðir fóru að hóp- ast inn í græna votlendið í von um að sjá naktar konur með boga og ör. Leyndardóms- fulla kvennaríkið í frumskóginum fannst aldrei aftur. Herskáu frumskógarkonurnar fóru að blandast við grísku bardagagyðjuna Amazon og frá þeim er nafnið dregið. Ég dotta í fjögurra tíma flugferð og flug- vallastandi, drösla töskunum hálfsofandi upp í ævaforna, skröltandi rútu, þaðan í hótelgeymslu, aukaföt í handtösku og rakna fyrst við mér úti á miðju fljóti. Hvar er ég eiginlega stödd? Taktfast vélarhljóð í opnum fljótabát, þéttriðnir fenjaskógar á báða vegu. Er ég inni i kvikmyndinni „The Afric- an Queen?” „Hi guys,” hljómar dimmraddað og smá- vaxin vera skýst upp á efra þilfar fljótabáts- ins. Í fljótu bragði get ég ekki séð, hvort þetta er karlmaður eða kvenmaður. Hrokk- ið, dökkt hár og andlitsdrættir sem má rekja til indíána og afrískra forfeðra. Já, leiðsögu- maðurinn okkar, hún Bíbí, er engum lík. Náttúrubarn beint út úr frumskóginum og á eftir að koma okkur oft á óvart. Bíbí vippar sér upp á handriðið og byijar að messa yfir okkur. „Það er eins og við íbúar Amazonsvæðisins séum á endimörkum hins byggilega heims. Ég las nýlega í New York Times, að ferðamenn væru varaðir við að koma hingað, trén taki svo mikið súr- efni. Hafið þið heyrt aðra eins vitleysu? Við vonumst eftir ferðamannastraumi hingað. Okkur vantar peninga, eftir að gúmmíævin- týrinu lauk.” Báturinn er hæggengur og mjakast um endalausar bugður og beygjur. Hvenær komum við að hótelinu? Bíbí brosir. „Bráð- um,” segir hún. Tími og hraði eru óþekkt hugtök hjá íbúum Amazon. Græna þykknið sýnist svo dulúðugt og ógnvekjandi, að mér hrýs hugur við því. Eru krókódílar á bökkun- um, spyr ég? „Fjöldinn allur,” segir Bíbí sannfærandi. „Við förum á krókódílaveiðar í kvöld,” bætir hún við, eins og það sé til- hlökkunarefni. Þegar lagt er að landi kl. 17.00, er hópur- inn búinn að vera á stanslausu ferðalagi síðan kl. 5.00 um morguninn og afar lítið tilbúinn undir furður frumskógarins. „Haldið fast í gleraugu og myndavélar. Lokið öllum vösum,” skipar Bíbí, þegar hóp- urinn er um það bil að hætta sér út á um þriggja metra háa stólpabrú með hrörlegu handriði. Einstigi sem liggur yfir leirkennd- an, gróinn árbakka að hóteli. Tijáþykknið er svo þétt, að við sjáum ekki hótelið. Sjáum það reyndar aldrei, að- eins þéttriðna netið fyrir hurðaropinu. Ég má ekki líta niður á fenjablöðin, svo sakleys- islega hreyfingarlaus, en full af lífi ef ein- hver félli niður. Verð að hætta mér út á þessa ruggandi loftbrú inn í græna þykknið. Já, skógurinn sýnist líflaus, ef horft er til lands frá ánni. En ég er ekki fyrr komin upp á brúna, en vælandi apakettir, af ýms- um stærðum og gerðum, hoppa forvitnislega á móti mér. Og vinalegir litlir birnir með loðið skott og framandi þefdýr stijúka sér upp við mig, eins og kettir. „Veitið þeim ekki of mikla athygli,” skip- ar Bíbí, „þá losnið þið ekki við þá.” I tiján- um allt í kring sitja stærðar páfagaukar og hrista litríka brúska. Litlu apakettirnir gera sér leik að því að stríða þeim. Og skemmti- legur bardagi blossar upp af og til með miklu gargi og skrækjum. Tqáþykknið heldur svo vel utan um mig, að hræðslan hverfur. Ég á líka fullt í fangi með að komast inn fyrir hótelnetið. Apakett- ir og birnir hengja sig utan í mig. Bíbí reið- ir kúst á loft og sópar öllum apaköttum, þefdýrum og björnum út fyrir dyrpar. En við losnum ekki við þá. Þéttriðin net eru fyrir öllum gluggum þar sem þeir hanga, leika sér og fylgjast með okkur. Stórkostlegt náttúruríki. Og hvílíkt furðu- hótel, kringlóttur, fimm hæða turn ris á tijástólpum upp úr fenjaskógi, upp í gegnum tijáþykknið. Á efstu hæð er opinn borðsalur undir þaki, með þéttriðnu neti allt í kring. En borðhald hér er ekki rólegt og eins gott að halda vel utan um sitt. Því borðfélagar eru virðulegir apakettir sem valda usla í matsal, þegar þeir laumast inn og sópa af LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.