Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 41

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 41
Mynd: Þórdís Tryggvadóttir Þennan mann höfðu þau Brynhildur þekkt lengi og vel. Hann gekk í veg fyrir þau, endurtók kveðjuna, hikandi og lágt. Telpan brosti og bauð honum gleðileg jól, en afi hennar hrökk við og starði á hann með hörku í augum. „Þú þekkir mig ef til vill ekki?” „Ojú — seisei jú, þig myndi ég allstaðar þekkja.” Telpan hvíslaði einhveiju að afa sínum, en hann hristi höfuðið. „Getur hann ekki komið heim með okkur, afí, hann er aleinn?” spurði barnið upphátt — og mildin skein úr augum þess. En afi hennar bandaði með hendinni og dró hana með sér niður brekk- una. Telpan snéri sér við, undrandi og ótta- slegin. Hvers vegna hafði hann ekki bætt við: „Þig þekkja allir, þú ert brennimerktur.” Gamli maðurinn stóð kyrr og horfði á fólk- ið fjarlægjast. Honum fannst hann einn í öllum heiminum, útskúfaður vegna yfirsjón- ar, sem hafði kvalið hann og pínt, í nærfellt þijátíu ár. Tómleiki greip hann heljartökum. Þetta var harðasta hegningin. En hann verð- skuldaði hana. Það var hann sannfærður um — og sú staðreynd var sár. Hafði hann ekki sjálfur brotið af sér traust þessa fólks? Árum saman hafði það sýnt honum hollustu. Hann hafði svikið það, söls- að undir sig fé þess, falsað nöfn þess, jafn- vel bestu vina sinna. Og svo hafði hann ekki verið maður til að horfast í augu við þá, heldur hlaupist á brott — undan eigin glæp. Hveiju bjóst hann við? Opnum örmum? Að vísu hafði hann endurgreitt upphæðirn- ar i peningum, hvern eyri, smám saman — en peningar jafngiltu ekki heiðarleika, það hafði hann lært, þó seint væri. Hvað átti hann nú að gera? Ekkert at- hvarf — aðeins kuldi. Nístings kai. Honum var litið til himins. Þama var jóla- stjarnan. Hún brosti við honum — honum sem öðrum. Já, það var jólanótt — því hafði hann gleymt á síðustu mínútum. Þétt fótatak barst að eyrum hans. Hann hraðaði sér í skugga steinsúlu, sem næst var. Eftir andar- tak gengu tveir hempuklæddir prestar fram- hjá honum — héldu heim til sín — heim til að halda jól. Hann reikaði að dyram kirkjunn- ar, sem voru lokaðar — snéri snerlinum. Það var ólæst. Hann gekk inn. í kirkjunni var skuggsýnt — en hlýtt og vinalegt. Ilmur af barri og slokknuðum kertum fyllti andrúms- loftið jólatöfrum. Lítill keðjulampi hékk á austurvegg, frá honum sló roðabjarma á gömlu altaristöfluna, er sýndi Krist uppris- inn. Hljóðlaust færði hann sig innar, fet fyr- ir fet, þar til hann var kominn að grátunum. Hann lagði við hlustir. Algjör kyrrð. Inn í sál hans streymdi öryggi bemskuáranna. Hann var fermdur — og hér hafði hann síðar, þjónað kirkjunni sem meðhjálpari. Húfu og staf lagði hann á gólfið — kraup á kné. Fyrir hugskotssjónum hans leið ævin öll, sem bók væri flett, blað fyrir blað: Sumar — sól — logn — rok — skuggar — myrkur — kvöl — vonarglæta — svartar rósir. Vonir bregðast. Nú var öllu lokið. Hann hafði misst kjarkinn — lífsviljann. Ef til vill hafði hann aðeins haldið að hann ætti kjark — eða hafði hann hörfað undan augnaráði fornvinarins, áðan? Hann vissi það ekki. Stór blikandi tár hrundu niður vanga gamla mannsins. Hann gerði enga tilraun til þess að þerra þau. En hvað var þetta? Hvaðan kom þetta ljós? Ljósgeisli sem leið í átt til hans. Hvílík birta! Hann byrgði augun andartak. Þegar hann leit upp aftur, sá hann — í geislanum — móta fyrir veru. Hún kom nær — nær. Hann horfði inn í augu — svo máttug og mild — að slíkt hafði hann aldrei skynjað. Það var eins og ómþýð rödd andaði að vitund hans: „Komið til mín, allir —” fleiri orð greindi hann ekki. Hann fórnaði höndum — og féll fram. Árla jóladagsmorgun fann þjónn kirkjunn- ar ókunnan mann er lá á grúfu við gráturn- ar. Hann reisti hann við. Maðurinn var lát- inn. Viku síðar var gamla manninum búin hinsta hvíla við hlið Brynhildar. Hann var alkominn heim. í blálogni er líkaböng glumdi og hrímþoka lukti gröfina perlugráum vængjum, gekj< úr kirkjugarði þögull hópur fornvina mannsins. Álútir menn — með samviskubit í hug og hjarta. Höfundur er leikari. Gj öf ndttúriixtmxenda og Cjóðavina Af hverju hefjast eldgos? - Hvenær lýkur þeim? • Hvenær urðu jöklarnir á íslandi til? • Geta steinar læknað? • Er gagn af stjörnumerkjum? • Hækkar f sjónum? • Hvað eru loftsýnir? • Er hættulegt að búa hér? • Er skóg- rækt til gagns? • Viljum við eina milljón ferðamanna? Fjallskverkin skilvinda veðurs heitt regn úr hléum síðasta logns. Svörin f®rð“ ‘ vandaðr,hók nýstárlegn bok ISAFOLD LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 41

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.