Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 37
' 1 mmimmá Ljón í Kala- hari-eyðimörkinni. Gnýr heitir stórvaxin antilópa af ætt slíður- hyrninga. Hún líkist nautgripi á liöfuðið en hesti á skrokkinn. Bæði kynin eru hyrnd og safnast í stórar hjarðir og stundum reika 200 þúsund í hóp milli bit- haga. Á myndinni eru tveir að berjast. mmmmímmáim pfi/í :ifSMÉ&iSSÉIÉjS§: •,, JJV"' v. | ;f; ,-fe Gíraffi í Etosha. Ö VsSf.? ... Sandrok við Twifel- fontein. úti á garðstólum sem voru hver úr sinni áttinni og snæddum pylsur, hrærð egg, soðna tómata og drukkum kampavín. Eg hafði heitið sjálfri mér því að segja ekkert sem vakið gæti deilur en sem eini útlending- urinn í hópi þessa vingjarnlega fólks gat ég ekki stillt mig um að vekja máls á hinni brennandi spurningu: samskiptum kynþátt- anna. Svo virtist sem ekki væru allir sam- mála um það mál en ekki vöknuðu þó deilur um það. Ein kona spurði manninn með byssuna: „Hversvegna ertu með byssu?” Hann svar- aði af hógværð fremur en tilfinningu, og mér fannst sem honum þætti þægilegt að vera í því hlutverki sem aðrir sáu hann í. Hann sagði að nýlega hefðu svertingjar myrt þijá menn á verndarsvæði skammt frá Jóhannesarborg. Það er ólöglegt að bera vopn en yfirvöldin sjá í gegnum fingur sér með þeim sem það gera. Þetta var millistéttarfólk, velmenntað. Það hafði séð sjónvarpsmyndir frá Suður- ríkjunum í Bandaríkjunum og taldi að kyn- þáttavandamálin þar væru hin sömu og í Suður-Afríku. „Það sem við þurfum hér eru Iög. Við erum alltaf tuttugu árum á eftir öllum öðrum.” Allt var þarna með öðrum hætti en ég hafði ímyndað mér af fréttum. Svartir og hvítir, litaðir og Asíufólk blandaðist hér. Hjón voru hvort af sínum kynþætti. Þarna voru hvítir betlarar (þeir svörtu höfðu senni- lega verið reknir burt). Svartir og hvítir borðuðu saman og syntu saman. En svartir bönnuðu mér að fara á snyrtingu sem merkt var hinum svörtu. Svartir og hvítir voru ákaflega vingjarnlegir og spurðu margs. Eftir að hafa spurt um ísland sagði svartur bankastarfsmaður: „Það er gaman að heyra eitthvað nýtt.” Svertingjar sem búa í Soweto en starfa í Jóhannesarborg ferðast til og frá í sérstök- um strætísvögnum sem ætlaðir eru svörtum eingöngu. Laun vinnustúlkna fara að veru- legu leyti í fargjöld. En í Soweto eru mörg glæsileg hús, meðal annars hús Tutus bisk- ups. Þegar hópurinn hafði allur safnast saman var haldið tii Namibíu. Sveitahéruðin sem ekið var um minntu okkur svo á suðvestur- ríki Bandaríkjanna að við áttum erfitt með að ímynda okkur að við værum í Afríku. Fyrsta daginn stönsuðum við í bæ sem er alveg eins og smábær í villta vestrinu með breiðum götum. Meðan sýslað var við bílinn gekk ég burt að huga að fuglum. Kona stöðvaði mig og bauð mér upp á te. Garður- inn við húsið var afgirtur með háum runnum og tijám, en grasið hafði ekki verið slegið. Konan var af enskum ættum og húsið sem var á einni hæð var fullt af gömlum og gljáfægðum húsgögnum og velfægðir lát- únshlutir úr aktygjum héngu hingað og þangað. Inni var svalt sem stakk þægilega í stúf við svækjuna úti. Enn var svört vinnu- kona í eldhúsinu. í herbergi sonarins var breski fáninn og ýmislegt annað sem minnti á England. Eins og annað fólk í Suður-Afr- íku var húsmóðirin ákaflega vingjarnleg. Hún sagði að þótt það væri eiginlega of kryddað í svo heitu veðri þá borðuðu þau fíkjubúðing og alla hina venjulegu ensku jólarétti um þetta leyti. Daginn eftir fórum við yfir eitt af heima- löndum svartra þótt engin merki væru þar um landamæri. Svertingjar mega ekki eiga land nema í þessum svokölluðu heimalönd- um, en eins og annars staðar er alltaf hægt að fara í kringum slíkar reglur. Enda þótt það sé ólöglegt þá byggja svartir sér kofa á baklóðum hvítra manna í Jóhannesarborg. Leigan þar er oft miklu hærri en leyfilegt er samkvæmt lögum. Stundum er kvartað yfir þessu í blöðunum. Við slógum tjöldum í þjóðgarðinum Kala- hari Gemsbok. Þar er þurrt og heitt, rauðir steinar og jarðvegur. Eitt hið eftirminnileg- asta þaðan var að fylgjast með hegðun ljóna. Venjulega veiða ljón á kvöldin en sofa að deginum. Þarna sáum við karlljón um miðj- an daginn, glaðvakandi, og virtist það finna lykt af ljónynjum. Skammt frá voru tvær ljónynjur með tvo hvolpa að flatmaga í skugganum af kletti og tijálundi. Þegar karldýrið nálgaðist urðu ungarnir allir að augum og eyrum og þefuðu áreiðanlega líka. Séu ungamir ekki afkvæmi karlsins drepur hann þá. Skyldi hann drepa þessa? Karlinn stóð þar í margt og miklu veldi og önnur ljónynja fór til hans. Þau þefuðu hvort af öðru. Þau voru sýnilega par og ungarnir afkvæmi þeirra. Daginn eftir komum við að hliði úr trjá- renglum eins og tíðkast á búgörðum í Bandaríkjunum. Þar var kofaskrifli og sátu þar þrír eða fjórir Afríkanar (Búar). Þarna voru landamærin að Namibíu. Namibía var sameinuð undir stjórn Suður-Afríkumanna. Öll þjónusta er þar góð og sjá svartir illa launaðir starfsmenn um hana. íbúar landsins eru rúmlega ein millj- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.