Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 33
Gengiðá Hlöðufell Mig dreymdi prinsessu í nótt, ljóshærða og fallega í rauðri dragt. Hún rétti mér dökkan hlut. Það kom fát á mig, bar ekki kennsl á hlutinn, sá samt að hann var ferkantaður. Svo vaknaði ég. Hlöðufell (1188 m.) er sunnan Langjökuls, austan Skjaldbreiðar. Við ökum til Þingvalla og þaðan um Uxahryggja-Kaldadals- veg. Rétt norðan við vegamótin til Uxahryggja liggur vegarslóði til austurs, norðan Skjaldbreiðar. þetta er Línuvegurinn til Haukadals. Þá leið förum við. Eftir REYNI EYJÓLFSSON Ég spæni í mig morgunmatinn, Alpen- grjón með mjólkurblandi útá. „Eigum við ekki að ganga á Hlöðufell í dag?” segi ég við Stínu dóttur. Hún jankar því, sjálfsagt fegin að þurfa ekki að reyta arfa í garðinum meðan karl faðir hennar málar þak, stúrinn í bragði. Við setjum nesti í bakpokann, gulrætur, samlokur, súkkulaðikex, kaffi og djús. Gönguskór, yfirhafnir o.fl. nauðsynjar eru teknar til og settar í Lappa gamla. Við lilust- um á veðurspána kl. 10.10, rétt áður en lagt er af stað. Ólundarleg rödd þylur: „Suð- vesturland og Faxaflói: Norðaustangola, víðast léttskýjað.” Betra getur það varla verið. í dag er 10. júlí og einstakt góðviðri hefur verið hér síðustu 6 vikur. Það virðist ekki ætla að verða lát á því. Hlöðufell (1188 m y.s.) er sunnan Lang- jökuls, austan Skjaldbreiðar. Við ökum til Þingvalla og þaðan um Uxahryggja-Kalda- dalsveg. Rétt norðan við vegamótin til Uxa- hi-yggja liggur vegárslóði til austurs, norðan Skjaldbreiðar. þetta er Línuvegurinn til Haukadals. Þá leið förum við. Lappi er sænskur heijepþi nokkuð kominn til ára sinna. Af einstakri hugulsemi fyrir vélinni er henni komið fyrir milli framsæt- anna. Betra að hermennimir fái byssukúlur í lappirnar en að þær lendi í vélinni! Ert hávaðinn frá henni er þó nokkur í þjóðvega- akstri. Ég er því feginn að komast á grófan Línuveginn og skipti í lága drifið. Nú er Lappi í essinu sínu. Utsýnið er líka frábært. Okið, Þórisjökull og Skjaldbreiður eru skýlaus. Það er háskýj- að og frekar lítið sólskin. Ákjósanlegt gönguveður. Norðan Skjaldbreiðar blasir Hlöðufellið skyndilega við. Glæsilegt Stapafell myndað við eldgos undir jökli á síðasta jökulskeiði. Við ökum veginn suður með Þórólfsfelli og síðan vestur og suður með Hlöðufellinu. Nú sést vel hversu hrikalegt fjallið er: Snar- brattar aurskriður hið' neðra og lóðrétt klettaflug efra. Víða hafa margir og mynd- arlegir „molar” hrunið úr hengiflugunum. Mér dettur í hug, að líklega kæmu nú beygl- ur í Lappa ef svona molar lentu á honum. Þama er einn moli á stærð við húsblokk. Enginn vafi á því að vélin myndi fara fyrir lítið í árekstri við slíkan dólg, þótt vel varin sé. Ekki laust við að það setji að mér beyg þegar mér verður hugsað til göngunnar sem í vændum er! Við gerðum eina tilraun um verslunarmannahelgina í fyrra. En sem bet- ur fór, liggur mér við að segja, voru ský á tindinum svo ekkert varð úr uppgöngu í það skiptið. En nú erum við komin að sæluhúsi FÍ sunnan tjallsins og beint upp frá því er eina sæmilega færa leiðin upp á fjallið, rétt vest- an hrikalegs gljúfurs sem skerst niður hlíð- arnar. Nú eru engin ský á fjallinu. Og mér líst ekki betur á leiðiná en í fyrra. Fyrst snarbrattar skriður og síðan sýnist mér klettar taka við. Þótt þeir séu að vísu mun lægri hér en annars staðar eru þetta samt klettar! Erfitt er að sjá héðan að neðan hvar uppgönguleiðin muni vera, en líklegt þó að hún sé rétt vestan við geysistóran og hrikalegan móbergsstabba sem er efst við vestari barminn á gljúfrinu. Það er ekki laust við að mér skjóti skelk í bringu, nærri hálfsextugum manninum! Svei mér ef ég er ekki með daufan verk í brjóstholinu vinstra megin. Laglegt að fá kransæð á miðri leið. Varla geta þyrlur lent í þessum bratta! Við göngum inn í sæluhúsið. Þar er lykt af gömlum rúmdýnum og urmull af fiski- flugum í glugganum. Sólargeislar stingast í gegnum glerið. Opnanlega fagið er opið. Það er hlýtt og flugurnar eru ijörugar. Þær sveima um í sífellu og ætla að demba sér út í sólina. En þá rekast þær á ósýnilegan vegg. Bzzz, bzzz, búmm, búmm. Suðið og sveimið í þeim heldur áfram. Einkennilegt með flugur í gluggum. Það er eins og þær hafi alveg tapað áttum. Þær finna ekki opna fagið en rekast alltaf á glerið. Sumar hafa þó gefist upp fyrir fullt og allt. Þær liggja dauðar á bakinu í gluggakistunni með lappirnar sex upp í loftið. Mér býður við að sjá upp undir þær. Ég vonaðist til að finna leiðsögn um upp- gönguna á fjallið hér inni en sé ekkert slíkt. Aðeins kort með gönguleið austur að Haga- vatni. Það liggur við að ég öfundi þá sem ætla þá leið. Ég stekk út aftur. Snuðra kringum húsið. Hér er hesthús og kamar. Afleit lykt. Hér geta áreiðanlega engir illir andar haldist við stundinni lengur! Því sem fram á að koma verður ekki frest- að lengur. Við reimum á okkur fjallgöngu- skóna, og bindum göngutreyjurnar um mitt- ið. Ofært að vera í þeim í þessum hita. Bakpokinn með nestinu er skilinn eftir í bílnum. Við tökum með okkur hanska, kort, flautu, kíki og áttavitann hef ég að venju dinglandi í bandi um hálsinn. Þó ólíklegt að einhver not verði fyrir hann í þessu veðri! Svo hefst gangan. Mér til undrunar finnst mér þetta ekki nærri því eins erfitt og ég hélt rétt áðan. Líkamsvélin fer í gang: Við öndum djúpt og hjartað hamast hratt og taktfast. Það heyrist vel þegar við nemum staðar til að kasta mæðinni. Dúnk, dúnk, dúnk og rétt á eftir hveiju dúnki hviss þeg- ar blóðið geysist um æðarnar. Kökkurinn í bijósti mér er horfinn út í veður og vind og hefur áreiðanlega enginn verið. Fyrr en varir eru brattar skriðurnar að baki og ægifagur móbergsstabbinn gnæfir okkur á hægri hönd. Fyrir ofan okkur er erfiðasti kaflinn: Snarbrattar klettabríkur. Þá verður okkur litið til suðurs. Við ætlum ekki að trúa eigin augum en það er ekki um að villast: Ský sveipast um fjallatindana við sjóndeildarhringinn. Líklega er hann að þykkna upp úr suðri! Við setjum upp hanskana, ráðumst á klettasyllurnar og fylgjum að mestu skorn- ingi sem gengur niður í gegnum þær. Hér er talsvert lausagijót sem verður að hafa gætur á og bratti er mikill. Við göngum með stuttu millibili til að varast gijóthrun. Þetta gengur ágætlega, við komumst fljót- lega alla leið upp á klettabrúnina. Þar er vörðubrot sem við hlöðum upp í snarheitum. Enn er þó auðsýnilega alllangt upp á efsta punkt fjallsins.Við blasir skálarlaga „dalur”, framhald glúfursins mikla og eftir honum rennur lækur. Hamrar eru í dalbrúnunum nema fyrir botninum, þar er hjarn. Við ákveðum að ganga eftir dalnum endilöngum og upp fönnina. Þokuslæðu bregður fyrir efst í dalbrúnunum. Mér líst illa á þokuna og tek stefnu okk- ar frá vörðunni nákvæmlega á áttavitann. 'Gangan upp dalinn tekur talsverðan tíma og þegar við erum að fara upp á brúnina úr botninum sjáum við kolsvartan skýja- bakka vestan við fjallið. Samkvæmt kortinu eigum við að halda sömu stefnu frá dalbrún- inni á efsta punkt fjallsins. Það stendur heima: Eftir stutta göngu sjáum við vörðuna sem þar er. En þá leggst fyrsta þokuslæðan yfir. í byijun er hún mjög þunn og alltaf grillir í vörðuna á milli. Við vonum að þok- unni létti aftur og höldum því áfram. En þokunni léttir ekki. Þvert á móti. Hún verður sífelit dimmari. Eins og blýlok hafi lagst yfir ijallið. Skyggnið dettur niður í ca. 50 m og skömmu síðar niður í 5-10 m. Þá segi ég við Stínu: „Nú förum við ekki lengra. Við erum áreiðanlega rétt hjá vörðunni en við skulum alls ekki fara að leita að henni. Við verðum að halda sem réttastri stefnu til baka.” Nú rennur upp fyrir mér hvað það var sem prinsessan rétti mér í draumnum. Það var áttaviti, Silva-miðunaráttaviti með svörtu spegilloki. Auðvitað! En samt er mér ekki um sel. Ejallið er flatt að ofan, það er áttleysa og nánast ekkert skyggni. Við að- stæður sem þessar verður fólk yfirleitt strax áttavillt enda erum við það og vitum það. Ég er vanur að ganga eftir áttavita, en aðstæður hér eru óvenjulegar og afar hættu- legar: Aðeins ein örmjó leið er niður af fjall- inu. Alls staðar annars staðar eru ófærur og mörg hundruð metra hengiflug. Ósjálf- rátt detta mér í hug flugurnar í glugganum. Það er ekki ólíkt ástatt fyrir okkur nú og þeim. En ég vík þessum hugsunum frá mér. Leiðin er stutt og ef ekkert truflar áttavit- ann getur okkur ekki borið af leið. Við hljót- um að finna dalinn. Ég hef ekki augun af áttavitanum og skeyti ekkert um _það hvað mér finnst sjálfum um stefnuna. Attavitinn sýnir aldrei nema það sem rétt er! Brátt komum við að hjarnfönn. Það er þó ekki sú rétta. Enn göngum við spölkorn í dimm- unni og komum enn á fönn. Þessi fönn er brött. Vissara að fara varlega í þokunni, hver veit nema hengiflug sé hér fyrir neð- an! En brátt göngum við fram á sporin okkar í snjónum frá því áður. Nú er varðan og leiðin af fjallinu auðfundin. Þvílíkur léttir! Ferðin niður gekk tíðindalaust. Skömmu áður en við komum að bílnum byijaði að rigna og þokan hékk þá niður í miðjar hlíð- ar, úlfgrá og dimm. Við átum nestið og ókum heim í rigningu og þoku niður á veg. Skarpleitur veðurfræðingur í sjónvarpinu talaði um smálægðir á Húna- og Faxaflóa sem ástæður fyrir því að spáin brást. En á morgun yrði norðaustanátt og léttskýjað á Suðvesturlandi! Kannski dreymir mig prinsessuna aftur í nótt. Þá ætla ég að kyssa hana fyrir gjöf- ina. Höfundur er lyfjafraeðingur og áhugamaður um jarð- og geimvísindi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.