Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 39
Æxli í Paradís Gamli maðurinn á Balí sagði að sér litist mjög vel á þessi kýli og að ég skyldi bara vera ánægður með að hafa þau. Ef heppnin yrði með mér, ætti ég bráðlega að geta fengið eitt til viðbótar nálægt naflanum. Eftir GUÐMUND B J ÖRG VINSSON alí! Fyrirheitna landið! Paradís á jörðu! Þarna var það beint undir fót- unum á mér og mig var ekki að dreyma. Það var fullkomnað. Að vísu var talsvert heitara og rak- ara í þessari paradís en þeirri paradís sem þeir töluðu um í KFUM hérna um árið. En hvaða. Það dugar ekki að vera með smám'unasemi þegar þú ert kominn til fyrirheitna landsins. Þú aðlag- ast. Sefur til dæmis á daginn þegar heitast er og vakir á nætumar. Stundvíslega klukkan sex kemur sólin upp. Ég legg frá mér pennann, kveð allar vinkonur mínar, eðlurnar þijár og rottuna sem hafa ákveðið að halda mér félagsskap í lúxusstrákofanum mínum. Geng út á hrís- grjónaákur, heilsa eldfjallinu Agung sem næst á eftir Snæfellsjökli er magnaðasta ijall í heimi, og slæst í hóp með bændum sem eru á leið til vinnu. Við líðum eftir hlyk- kjóttum slóðanum og erum nokkuð sáttir við okkar hlutskipti. Það jafnast ekkert á við að ganga um hrísgijónaakrana á Balí klukkan sex árdegis. Einhvern tíma talaði einhver um kraftbirtingarhljóm guðdómsins. Mér dettur ekki í hug að slá lesandann í rot með slíku orðahröngli, læt duga að segja: Það er einhver notalegur hljómur í kyrrðinni þarna á ökrunum. Klukkan níu kem ég til baka í kofann minn og þjónarnir bera mér morgunverð út á verönd áður en ég fer að sofa. Einn morguninn bregð ég mér á útimark- aðinn. Varninginn drífur að úr öllum áttum, ýmist á bílum eða uppi á höfðum kvenn- anna. Þú sérð ekki konu á Balí öðruvísi en með eitthvað á höfðinu og því eldri sem konan er því þyngri eru byrðamar, ef hún er komin yfir sjötugt er eins víst að sements- poki eða gijóthnullungur prýði höfuð henn- ar. Karlarnir keyra hins vegar bílana og slappa af. Eg er fljótur að ramba á það sem áhuga- verðast er á markaðinum: Loddarana, skottulæknana og töframennina. Þeir hafa raðað sér hlið við hlið í útjaðri markaðarins með sitt forvitnilega dót, töfragripi, beina- duft, þurrkaða reði, slöngur, eðlur, krukkur fullar af dularfullum vökvum, gjarnan með dauðum skordýrum á floti. Einn er með glansmyndir af nöktu kvenfólki í kynferðis- lega ögrandi stellingum innan um dót sitt og lofar skjótum árangri í ástamálum ef menn versla við hann. Annar er með mynd ir af fólki útsteyptu í kýlum og svöðusárum og lofar fullum bata á öllum hugsanlegum meinum. Enn annar er með ljósrit af pen ingaseðlum í tvöfaldri stærð og lofar gulli Greinarhöfunduvinn á parndísareyjunni Bali. og grænum skógum. Allir lofa þeir eilífu lífi. Náunginn með djörfu myndirnar vekur sérstaka athygli mína, ekki bara vegna myndanna þó þær séu allrar athygli verðar, heldur vegna þess að hann talar hærra en aðrir og hefur talsvert stærri augu. Ég tek mér stöðu í áhorfendaskaranum sem hefur safnast umhverfis hann og fylgist með svip- brigðunum. Nú verður mér ljóst hvar Hitler hafði lært ræðutækni sína. Svo mikill er sannfæringarkrafturinn að ég trúi öllu sem hann segir þó ég skilji ekki orð. Eitt andar- tak mæti ég augum mannsins. Nú skal ég ekki fuliyrða hvort eitthvert samband er sarná á milli en um leið og augu okkar mætast fæ ég sting í ennið og hálsinn. Hann ætlar að dáleiða mig, helvítið á honum, hugsa ég, flýti mér í burtu og fer heim að sofa. Þegar ég vakna um kvöldið og lít í spegil- inn sé ég að á enninu er stórt kýli. Hefur seiðskrattinn magnað þetta kýli á mig? hugsa ég önugur. Mér iíst ekkert á iað þó það sé óneitanlega athyglisvert út frá listrænu sjónarmiði: Fjólublátt með hvíta jaðra og svartan blett í miðjunni. Eins og- auga. Ég gleypi nokkrar c-vítamín-töflur og vona að þessi fjandi hverfi af sjálfu sér. En þegar ég lít í spegilinn daginn eftir hefur engin breyting orðið á kýlinu. Hins vegar hefur annað svipað myndast á hálsin- um. Ég sé að ég verð að grípa til einhverra ráðstafana. Er einhver læknir í bænum sem gerir meira gagn en ógagn? spyr ég Wayan, eig- anda bambuskofans sem ég bý í. Wayan skellir upp úr, slær sér á lær og veltir sínu fuglslega höfði nokkra hringi. Einstaklega hláturmildur maður. Ég veit ekki, segir hann. En það er einn læknir hérna hinumegin við götuna sem lærði á Honolulu. Hann hefur að minnsta kosti amerískt próf upp á að hann kunni að jækna. Ég flýti mér yfir götuna. Læknirinn skoð ar kýlin, umlar á ameríska vísu, potar í kýlin og skrifar loks resept. Ég snæði einhver reiðinnar býsn af pill um, smyr kýlin litríkum smyrslum og legg þau sótthreinsuðum grysjum. En þessar aðgerðir hafa þau einu áhrif að kýlin stækka um helming. Ég fer aftur til læknisins. Hann heldur áfram að umla og pota í kýlin. Ég er hræddur um að það verði að skera þetta burtu, segir hann. Þetta eru einhvers konar æxli. Ef þú hefur áhuga get ég útveg að þér tíma á skurðlækningadeild spítalans í Denpansar. Yfirskurðlæknirinn er góður vinur minn. Ég ætla að hugsa málið, segi ég skefld- ur. Ég er nýbúinn að lesa í ferðahandbók- inni minni að það sé sama og dauði að leggj- ast á spítalann í Denpansar. Ég fer heim í kofa og skríð undir teppi. Einhvers konar æxli. Krabbameinsæxli kannski? Djöfulsins ástand. Drög að erfða- skrá byija að mótast í huga mínum. Nei fjandinn hafi það, ég hef engan áhuga á að drepast núna. Ég verð að gera eitthvað. Aftur leita ég ráða hjá Wayan. Ameríska skírteinið dugði ekki á þessi kýli, segi ég. Hvað á ég að gera, láta drepa mig á spítala í Denpansar eða drífa mig til Islands? Wayan fer í gegnum eitt af sínum hlátur- ritúölum og að því loknu spyr hann mig hvemig ég hafi fengið kýlin. Ég segi honum söguna og dreg ekkert undan, reyni heldur að færa í stílinn. Hann verður grafalvarlegur í annað skipti síðan fundum okkar bar saman fyrir einum og hálfum mánuði, hitt var þegar við rædd- um um Jövubúa, að hans áliti eru innflytj endur frá Jövu undirrótin að öllu því sem ómögulegt er á Balí, þeir koma og hórast og bera enga virðingu fyrir siðum og venjum Balíbúa enda eru þeir múslimar. Eins og þá kemur skelfingarsvipur á hann og ör- væntingarfullur hljómur í röddina. Þetta er alvarlegra en ég hafði haldið, segir hann. Þessi maður er stórhættulegur. Hann hefur drepið fjölda manns með sær- ingum sínum. (Óþarft að taka fram að þijót- urinn var frá Jövu.) Það er ekki nema eitt til ráða: Að leita til Marsa gamla. Hvað er hann, einhverskonar töfralæknir? spyr ég og er ekkert upprifinn yfir þeirri hugmynd að láta þvæla mér út í eitthvert hjátrúarrugl. Hann er sá eini sem getur losað þig við kýlin, segir Wayan. Ég þreifa á kýlunum, fæ gæsahúð, svitna og er til í hvað sem er. Förum til Marsa gamla. Við þeysum af stað í nýjum sendiferða- bíl Wayans. Eftir um það bil hálftíma akst- ur beygjum við út af malbikinu og inn á þröngan moldarslóða. Eins og að keyra inn bogagöng, krónur tijána eru grænt hvolf- þak, trjábolirnir stoðsúlur. Við förum troðn- inginn á enda og aðeins lengra og stígum út í ijóðri við fijótsbakka. Göngum eftir ein- stigi meðfram fljótinu uns við komum að kofaþyrpingu. Á veröndinni fyrir framan einn þeirra situr aldraður maður með unga, berbijósta konu sér við hlið. Allir verða ógurlega ánægðir þegar við birtumst og það gengur á með miklum upphrópunum, hlátr- um og bakföllum. Wayan bendir á mig og þau ætla að bijálast úr hlátri. Hver djöfullinn er þetta? hugsa ég. Eru þau að spotta mig? Ég er kominn á fremsta hlunn með að hætta við þessa vitleysu. Þá bendir Wayan aftur á mig og allir verða grafalvarlegir. Gamli maðurinn býður mér' að setjast fyrir framan sig og tekur til við að skoða kýlin, fyrst með opin augun, síðan lokuð. Raular möntru og stekkkur vígðu vatni á kýlin með lótusblómi. Þá potar hann í þau með einhveiju sem líkist kjúklinga- læri. Hann segir eitthvað við Wayan og það léttir aftur yfir þeim án þess þó að þau fari að hlæja. Hvað segir hann? spyr ég. Hann segir að sér lítist mjög vel á þessi kýli og að ég skuli bara vera ánægður með að hafa þau. Ef heppnin verður með mér ætti ég að fá annað nálægt naflanum bráð- lega. Ég kom hingað til að láta fjarlægja kýlin en ekki til að fá fleiri, segi ég. Mér er sama þó þetta séu merkilegustu kýli sem sögur fara af, ég vil þau burt. Wayan þýðir. Þeir skiptast á nokkrum setningum. Hann segir að það yrðu mikil mistök ef ég léti fjarlægja kýlin. Maður verður stundum að gera fleira en gott þykir, segi ég. Gamli maðurinn kinkar lengi kolli, rís loks á fætur og biður okkur að fylgja sér. Við göngum í halarófu á eftir honum, fyrst- ur Wayan, þá ég og síðust unga konan. Við göngum lengi upp með árbakkanum uns við komum að litlu stöðuvatni, dimm- bláu og spegilsléttu. Marsa gamli gefur konunni bendingu og hún leggur teppi á grasflöt við bakkann, mér er stillt upp á því miðju. Og það skiptir engum togum: Ég er umsvifalaust sviptur klæðiim og smurður vellyktandi smyrslum hátt og lágt. Fylgir meðferðinni látlaust möntrusöngl og trúarlegar hundakúnstir ýmiskonar. Þá er ég vinsamlegast beðinn að stíga út í vatnið. Þó ég sé dauðhræddur um að vatnið sé krökkt af eitursnákum og öðrum óþjóðalýð úr dýraríkinu hlýði ég möglunarlaust. Vatn- ið er volgt og notalegt og ég syndi út í það mitt. Marsa gamli situr í lótusstellingu und- ir ficus-tré með lokuð augu. Wayan hallar sér upp að kókospálmatré og stangar úr tönnunum. Unga konan situr á teppinu, hallar sér að öðrum handleggnum og horfir annars hugar niður á grasið. Api situr á grein og snæðir hnetur. Kýr jórtrar undir bananalaufum. Og þarna í miðju vatninu flýtur höfuðið á mér, líkaminn er horfinn, sennilega fyrir tilverknað smyrslanna, og mér hefur aldrei liðið betur. Ef nirvanað sem hljóp í Búddha undir trénu forðum hefur verið eitthvað í líkingu við það sem ég upp- lifði þarna í vatninu er engin furða að svona mikið veður hafi verið gert út af því. Ég kýs að hafa sem fæst orð um það sem gerð- ist inni í mínu höfði. Það yrði auðvitað áhrifaríkastur endir á þessa frásögn að ég stigi alheill upp úr vatninu, öll kýli á bak og burt o.s.frv. En það gerast engin kraftavek þarna. Kýlin eru bæði á sínum stað þegar ég kem upp úr. Og ég er ekki frá því að það sé byrjað að móta fyrir þriðja kýlinu rétt ofan við nafl- ann. En ég hef engar áhyggjur. Ég finn að eitthvað hefur gerst og þróunin muni snúast við, líkt og þegar þú ert á hvolfi í erfiðri inflúensu og finnur að veikindin hafa náð hámarki og batinn sé kominn í gang. Og kýlin hverfa. Fljótlega eftir að ég yfir- gef Balí tveimur vikum seinna byija þau að skreppa saman og áður en mánuðurinn er liðinn sjást engin merki þess að ég hafi nokkurn tíma borið þau. Ég hef ekki hugmynd um hvers eðlis kýlin voru, hvort þau voru illkynja krabha- meinsæxli, hitabeltisútbrot, móðursýkisból- ur eða eitthvað annað. Ég er hins vegar ánægður með að þau urðu þess valdandi að ég fékk mér sundsprett smurður vellykt- andi smyrslum í áðurumtöluðu vatni. Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur og dvelst nú í Mexíkó. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.