Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 19
gæs nálægt eyðibýli. Hvað er það til að æsa sig út af. Farðu bara heim að sofa. Gamalt fólk hefur gott af að sofa á morgn- ana, og þakka þér fyrir vætanlega steik.” Bíllinn eykur ferðina. Blár reykur út- blástursrörsins hylur skott hans ásamt ryki vegarins. Nú er ekki lengur um varakstur að ræða. Von bráðar er hann kominn í áttatíu, kannski hundrað. Gamall maður ,sem aðeins hefur ekið dráttarvél - aldrei bíl, kann ekki skil á slíku. Hann gætir einskis fyrir ofsanum - hleypur enn nokk- ur skref og steytir hnefa: „Djöfull,” öskrar hann. „Þú skalt....” Hann var mjög móður, þegar hann komst heim og kennir verks fýrir bijóstinu. Ei að síður þrífur hann símtólið og hringir. „Halló. Er það Eyjólfur?” Hann heyrir syfjulega rödd í símanum, sem segir ha. Síðan er geispað. Gamla manninum sárnar enn meir. „Já, Eyjólfur hreppstjóri. Ég þarf að tala við hreppstjórann og það strax.” En þó rödd gamla mannsins sé bæði reiðileg og skipandi ber það ekki annan árangur en þann, að hann fær gremjulegt svar fullt andúðar... „Ha, enginn Eyjólfur. Enginn Eyjólfur hrepp- stjóri hér,” étur gamli maðurinn eftir. „Hvar í andskotanum er hann þá?” Þó hann tali enn hátt gætir nú meir óþolin- mæði og beiskju í röddinni. „Ha, vitlaust númer. Er allt vitlaust orðið, og enginn skilur neitt.” Þetta síðasta muldrar hann í skegg sér með svo ógreinilegum tónblæ, að vart heyrist utan þeirrar panelþiljuðu, ómáluðu kompu, sem enn hýsir gamlan mann. Hann leggur á, og reiðinni hefur slegið inn - snýr nú engu síður að honum sjálf- um. „Andskotinn, er ég virkilega að verða svo gamall að geta ekki hringt rétt,” hreyt- ir hann út úr sér og snýr nú skífunni af meiri gát. „Halló.” Hann heyrir að hreppstjórinn geispar, og reiðin blossar aftur upp í hon- um. Hvernig getur helvítis maðurinn geisp- að í öðru eins veðri og þegar svona stend- ur á, hugsar hann en lætur þó vera að segja það upphátt. Rám rödd hreppstjórans: „Hver er það sem ég tala við”? „Þekkirðu mig ekki? Árni á Svalbarði. Ertu sofandi? Ég heyri ekki einu sinni til þín.” „Á, sæll, Árni minn. Ert það þú,” segir hreppstjórinn og talar nú orðið hátt, því hann veit að heyrnin er farin að bila hjá Árna. „Þú vaknar snemma, þykir mér.” „Það varðar engan um hvenær ég vakna,” Árni enn sjóðheitur. „Það var djö- full hér á ferðinni og drap.” „Drap,” étur hreppstjórinn eftir, og leynir sér nú ekki undrun og áhyggja í röddinni. „Hváð se- girðu, maður? Var einhver drepinn, eða er eitthvað að þér, Árni minn? Mér heyrist þú vera svo æstur.” Fjarstæðu eins og að eitthvað sé að, svarar Árni auðvitað ekki en heldur áfram í sama tón. „Hann skaut gæsina mína og særði hina til ólífis. Kallarðu það ekki að drepa?” „Ertu kominn með.gæsir, Árni?” Spyr hreppstjórinn. Það hlýtur að vera alveg nýlega. „Nýlega og nýlega ekki. Þetta voru mín- ir fuglar - búnir að vera hér í mínu túni í mörg ár, þó aldrei nema það kallist villi- gæsir. Þú veist að þetta eru friðaðir fuglar.” „Var það ferðamaður?” spyr hreppstjór- inn. „Auðvitað,” segir Árni. „Þetta var djö- full í bíl og keyrði burtu. Ég drep hann áreiðanlega.” „Stilltu þig, Árni minn. Við skulum gæta orða okkar. Þú ert enginn óeirðarmaður, og vígaferli eru ekki lengur íþrótt á íslandi sem betur fer.” Um það erum við víst sammála.” „Það er reyndar víst og satt,” segir Árni og er byijaður að draga í land. „En þú verður að ná honum. Það varðar við lög að drepa friðaða fugla. Ertu ekki hrepp- stjóri, eða hvað?” „Það á víst svo að heita,” svarar hrepp- stjórinn og heldur dauflega. „Þeir eru allt- af að skjóta, þessir menn. Það er allt ann- að en auðvelt að henda reiður á svoleiðis.” „Ég krefst þess að þú talir ekki alveg svona hátt,” segir hreppstjórinn. „Náðirðu númerinu á bílnum?” „Ne-ei,” svarar gamli maðurinn og dreg- ur verulega niður í honum. Hann man nú fyrst eftir því að í öllum ofsanum hefur hann gleymt að ná númerinu á bílnum. „En helvítið var of langt í burtu. Hann var áreiðanlega of langt í burtu,” bætir hann við og nær sér nokkuð á strik aftur. „Þú þekkir nú held ég sjónina mína, eins og hún er orðin.” „Já, já, ég veit það, Árni minn,” segir hreppstjórinn fullur skilnings. „Þú ert gam- all maður, og gamlir menn eru oft veikir fyrir smámunum.” „Smámunum, smámunum,” segir Árni og æsir sig nokkuð aftur. „Kallarðu það smámuni að bijóta lög? Hvers er að vænta, ef réttarfarshugmyndir löggæslumanna eru orðnar á þennan máta, höh.” „Þú mátt ekki skilja mig svo, Árni, að ég vilji ekki gegna skyldu minni, en í þessu tilviki er ég hræddur um að málið sé erfitt viðfangs, fyrst þú náðir ekki númerinu,” segir hreppstjórinn. „Geturðu lýst bílnum af nokkurri nákvæmni?” „Nú þetta var svartur bíll og áreiðanlega af dýrri gerð. Líklega voru tveir menn í bílnum.” „Veistu nokkuð af hvaða tegund bíllinn var?” „Tegund,” segir Árni hneyksl- aður. „Hvernig ætti ég að vita hvað allir þessir bílar þeirra heita, maður sem aldrei hefur átt bíl, og þessar bílasortir eins marg- ar og stjörnurnar í vetrarbrautinni. Það er ekki fyrir gamlar og slitnar heilafrumur að henda reiður á þvílíku.” „Það er víst og satt,” segir hreppstjór- inn, og Árni heyrir að hann hlær lítillega. „Eigum við ekki að sleppa þessu? Þú sérð það víst sjálfur, að málið er þannig vaxið, að það er hvort sem er ekkert hægt að gera.” En gamli maðurinn hefur fengið nóg af aðhlátri á þessum morgni og reiðin blossar upp í honum að nýju. „Ekki hægt,” segir hann og hefur aftur hækkað röddina. „Eg kann nú bara ekki við svona orðalag, allra síst af ábyrgum manni. Það er. ævinlega hægt að gera eitthvað. Þú gætir látið standa fýrir bílfjandanum.” „Hvaðan kom þessi bíll?” „Að norðan og var auðvitað á suðurleið.” „Þá hefur hann verið kominn framhjá mér, þegar verknaðurinn átti sér stað, svo ekki gerir það málið auðveldara,” segir hreppstjórinn.. „Þú hlýtur að sjá þetta, Árni.” „Þú gætir hringt fyrir hann,” segir gamli maðurinn og er þó komin uppgjöf í rödd- ina. „Ók hann hratt?” spyr hreppstjórinn og reynir að sýna gamla manninum skiln- ing. „Það veit ég ekkert um. Andskotann ætli ég viti hvað kallað er hratt eða hægt í akstri, en allavega á óleyfilegum hraða,” segir gamli maðurinn - líklega á hundrað eða hupdrað og tuttugu.” „Er þá ekkert hægt að gera?” spyr gamli maðurinn og er þó alveg að gefast upp, enda farinn að finna fyrir umtalsverðri þreytu, og verkurinn að aukast fyrir bijóst- inu. „Einhvers staðar stansa nú þessir bíl- ar,” bætir hann við, enn ekki á því að láta sig. „Auðvitað stansar hann einhvers staðar. En eigum við ekki að hugsa raunsætt? Og að hringja bara eitthvað og biðja um rann- sókn á bíl, sem við vitum ekki einu sinni númer á hvað þá tegund. Við gerðum okk- ur beinlínis að athlægi. Það eru margir bílar svartir eins og þú veist, og endalaus straumur af bílum að heita má.” „Það hefur enginn farið um í morgun utan þessi eini,” maldar gamli maðurinn enn í móinn - þó vorilaus, aðeins sár. Þessu svarar hreppstjórinn ekki en talar nú hins vegar við gamla manninn eins og hann sé að hugga barn: „Við erum nú ekki fæddir í gær, Árni minn, og þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem vð verðum fyrir ósanngirni og móðgun án þess að geta rétt okkar hlut. Verðum við ekki bara að reyna að sætta okkur við lífið eins og það er. Það eru þó margir sólskinsblettir sem betur fer.” „En þetta voru mínir fuglar,” er gamli maðurinn búinn að sleppa út úr sér áður en hann veit af. Röddin er líkust hvísli. „Þú eignast aðra fugla,” segir hrepp- stjórinn hress í máli og uppörvandi. „Það er allt fullt af gæsum eins og þú veist. Bara að ég gæti sent þér nokkrar. Ekki fer þetta svo vel með sáðslétturnar. Það þekkirðu sjálfur frá gamalli tíð. En leggðu þig nú, vinur, og reyndu að fá þér blund, og vertu svo blessaður.” Gamli maðurinn leggur á - hefur ekki rænu á að kveðja - veltir sér upp í rúmið - ofan á sængina. Hann er þreyttur - meira en það. Hann er allt í einu örmagna - sljór - heyrir ekki lengur söng lóu og sólskríkju né vængjaþytinn yfir bænum - auk heldur ekki fjarlæga skotþrumu. Hvítur bátur fyrir sólina. Skuggi líður hægt yfir bæinn - yfir hlíðina, þar sem lóan syngur um dýrð og smáfuglinn velur eggjum sínum og ungum skjól í þúfu. Síðan er aftur sól - sól í heiði og glamp- ar á skolgrátt fljót - órætt og óstöðvandi og stefnir för sinni í hafið. - í hafið. Höfundur erskáld og býr á Egilsá i Skagafirði. ÞORVALDUR SÆMUNDSSON I minningu skálds Þitt flug var glæst um heiðið himinvíða, þótt hrepptir stundum veður næsta hörð. Og gott er enn á hreim þíns máls að hlýða, sem helgaðir þú sælli, fegri jörð. Þinn andi sveif í svanalíki björtu um sólu roðna tæra himinlind. Þú söngst þig, skáld, í ótal íslensk hjörtu og upp þig hófst á frægðarinnar tind. Þig dreymdi’ um gullsins mátt, um glæsta tíma, er gæti þjóðin lifað djörf og frjáls. En lengst og mest var háð þín harða glíma við hugkvæmd orðsins; snilld ins tigna máls. Þú knúðir máttugt gullna gígjustrengi, sem geta mannsins huga lyft á flug. Því minnist alþjóð listar þinnar lengi, er lýsti skært og vakti þor og dug. Að lokum þurru háleit hugartökin, — við hafið þreyðir langa, dapra stund — og glímdir framar ei við æðstu rökin, því allt var horfið, — lokuð öll þín sund. Svo leiðstu út í himinheiðið bjarta, þú hvíti svanur, er leist draumsins sýn. Ei fremri neinn réð fegri tónum skarta. í fagurljómann huifu vængtök þín. Höfundur er fyrrverandi kennari í Reykjavík. Ljóðið er ort að loknum lestri Væringjans mikla, ævisögu Einars Benediktsson- ar, skálds. -58- IN stjarna skær i austurátt, cr yfir svifur loftið blátt, að litlu húsi’ oss beinir braut, þar barn við riióður hvilir skaut. Hún leiftrar yfir lönd og sjá, hún leiftrar yfir börnin smá, hún lýsir þeim sem leita fer, hún lýsir þeim sem sjúkur er. Og þeim, sem leggur landi frá, og ljóssins föður treystir á, hún lýsir, þó að svelli sær og sorgarskýin færist nær. Þótt litlum bát þú berist á um bylgjur hafsins, muntu sjá, er jólastjarnan skærust skln, að skelfing öll og kviði dvin. Þvi látum jólaljósin skær oss lyfta himnariki nær, til lians sem elskar börnin blið og blessar hverja jólatið. »Til min skal börnin bera smá«, hann bauð, er dvaldi jörðu á, þvi kvið ci, Jesús kallar skjótt: »Ég kem til allra barna’ i nótt!« Porsl. Finnbogason. Kvæðið og myndin eru úr Fanney, timariti til fróðleiks og skemmtunar handa unglingum, sem út koin eftir síðustu aldamót. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1991 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.