Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 23
Ég þarf þess ekki, það er allt tilbúið inni í höfðinu á mér, ég læt mér því nægja að vinna út frá grundvallaratriðum með samstarfs- fólkinu. Ég kynni fyrir samstarfsmönnum mínum heildarskotið, þ.e.a.s. hvernig svokall- að masterskot lítur út af senunni og síðan stilli ég upp hinum upptökuvélunum út frá masterskotinu. Þess vegna reyni ég alltaf að æfa sem mest á staðnum þar sem upptak- an á að fara fram, þegar karaktersköpun og grunnvinnu í æfingu er lokið. Þá æfi ég á staðnum og aðlaga leik og sviðssetningu að aðstæðum. En til þess þarf ég tíma. Til þess þarf ég æfingatíma. Ég hef það á tilfinning- unni að veikleiki margra mynda sem við sjáum í dag sé sá, að þar skortir grunnvinn- una og að æft sé nægilega rækilega og að farið er í töku áður en verkið er fullkarað. Síðan treysta menn því að þeir geti leyst þetta í klippiborðinu, en í mínum augum eru það ekki fagmannleg vinnubrögð. Prófessio- nal vinnubrögð byggjast á því að leikstjórinn hafí hvert smáatriði á valdi sínu og mæti til upptöku, vitandi nákvæmlega hvað hann ætlar að gera. Að Spenna Bogann TIL HlNS ÝTRASTA Ég spenni bogann til hins ýtrasta þegar til upptökunnar kemur. Geri andrúmsloftið eins rafmagnað og hlaðið eftirvæntingu og mér er framast unnt. Allir eiga að finna að það er þetta augnablik sem gildir og að þetta augnablik kemur aldrei aftur. Þetta krefst gífurlegrar orku og einbeitingar frá öllum sem taka þátt í vinnunni. Þetta er því ekki aðeins spurning um listræna hæfileika heldur einnig úthald. Upptakan sjálf er erfiðisvinna, gífurleg erfiðisvinna. Að skrifa handritið og æfa með leikurunum er hins vegar hinn skemmtilegi tími vinnslunnar, þótt auðvitað sé skemmtilegt að taka upp. En upptökutím- inn er hinn stóri álagstími og ég gemýti hvert augnablik í upptökunni. Verði tækni- legar tafír, æfi ég með leikurunum og ein- beiti mér að þeim, og læt upptökuliðið fara aftur og aftur í gegnum það sem á að ge- rast. Leikstjóri má aldrei láta það henda sig að sitja auðum höndum og bíða í upptök- unni. Hann verður að hamra jámið á meðan það er heitt. Hann verður að vinna látlaust og skapa þannig andrúm að engin mínúta megi fara til spillis, eins og efsta stund sé runnin upp. HandanVið Upptökuvélina Ég spyr hann um samstarf hans við hina ýmsu aðila sem grípa inn í upptökuna svo sem leikmynd, ljósamenn, búningafólk og leikmunafólk og hann segir að hann æfi líka með öllum þessum aðilum. Þeir verði að vita fyrir upptöku nákvæmlega hvað ég vil. Þegar til upptökunnar kemur er of seint að byija umræður eða vangaveltur um það sem gera skal. Ég tek við öllum hugmyndum og ábendingum sem upp koma á æfinga- tímabilinu og reyni að þiggja það besta frá hveijum og einum. En fólk með góðar hug- myndir getur oft verið hættulegt. Það getur ruglað þig og því verður maður að vera mjög varkár að þiggja hugmyndir, séu þær ekki nákvæmlega innan þess ramma sem þú ætl- ar að vinna inn í og falli að þeirri sýn sem þú hefur sem leikstjóri. AðEigaSér SÝN OG VERA ElNVALDUR Ég spyr hann hvernig þessi sýn verði til. Hann segir að strax á handritsstiginu verði hin kvikmyndalega sýn til, jafnvel áður. Handrit verða stundum til út frá sýn og þá gildir að vera trúr þessari sýn og gleyma aldrei hvers vegna lagt var af stað. Þetta þýðir ekki að mitt fólk hafi ekki frelsi, en það frelsi verður að vera innan ramma sýnar- innar. Samstarfsmenn mínir fylla út í þann ramma sem ég hengi á vegginn og bæta við hana ýmsum atriðum sem gera myndina full- komnari. Hin endanlega útkoma er að sjálf- sögðu verk margra manna. Það er leikstjór- ans að gera aðra sjáandi, allur strúktúrinn verður að búa innra með honum og síðan verða menn að beygja sig undir þennan strúktúr og vinna að því að fylla út í hveija eyðu þ.e. setja ig'öt á beinin. Ég hef stundum verið spurður að því af blaðamönnum hvort ég sé einvaldur þegar ég geri kvikmyndir. Svarið er einfaldlega það, að leikstjórinn verður að vera einvaldur. Hann einn hefur þá sýn innra með sér sem á að birtast á tjaldinu. Engir tveir menn geta ort sama ljóðið. Þess vegna eru mínar kvikmyndir höfundarverk. Ég vinn með hand- ritshöfundum á sama hátt. Þeir vinna með mér að því að fullkomna þá sögu sem ég vil segja. Því vissari sem þú ert í þinni sök, því betri verður árangurinn. Það er einfaldleiki Úr Sjö samúræjum. skarpskyggninnar sem gildir. Ef þú getur ekki útskýrt í stuttu máli hver er tilgangur- inn með þeirri mynd sem þú ert að gera, og hvers vegna þú ert að gera hana, þá er hætt við að þú getir það heldur ekki á tjald- inu og niðurstaðan verði grautur þar sem öllu ægir saman. Það koma oft til mín ungir menn sem vilja gerast kvikmyndaleikstjórar og þá spyr ég þá alltaf: Hvað langar þig til að segja? Ligg- ur þér eitthvað á hjarta? Ef þú hefur eitt- hvað að segja, þá skrifaðu handrit. Það kost- ar ekkert nema blað og blýant að skrifa handrit. Út frá handriti er svo til undantekn- ingarlaust hægt að dæma um hvort kvik- myndahöfundur er á ferðinni eða ekki. Þeir leikstjórar sem búa til bíómyndir, bara af því að þeim finnst gaman að búa til bíómynd- ir, eru oft aðeins iðnaðarmenn. Og oftast verður árangurinn.eftir því; iðnaðarvara mis- jafnlega vel gerð, í misjafnlega vönduðum pakkningum. En það er inntakið sem ræður úrslitum og innri þörf sögumannsins. Það er aldrei hægt að gera gott listaverk úr lélegu handriti. Kannski tæknilegt listaverk, en ekki listaverk sem hefur líf og sál. Alltaf Sama Myndin Eftir Sama FÓLKIÐ Ég spyr hvað honum finnist um þá um- ræðu sem oft sé í gangi, að það vanti hæfa handritahöfunda. Auðvitað vantar alltaf hæfa menn til að vinna úr hugmyrídum, en sá sem vinnur úr hugmynd, þarf ekki endi- lega að vera sá sem fær hugmyndina. Hug- myndin verður að fæðast hjá leikstjóranum. Leikstjórinn getur sótt hugmyndina í verk annarra jafnt sem eigin reynslu. En hafi hann ekki innri þörf og ástríðu til að koma þessari hugmynd til áhorfandans, þá er við- búið að útkoman verð aðeins iðnaður. Mikið af kvikmyndum sem við sjáum eru staðlaður iðnaðarvarningur og ef klipptir væru burt fortextarnir, sem segja eftir hvem myndin er og hveijir hafa gert hana, þá værirðu engu nær og héldir að þú værir alltaf að horfa á sömu mynd eftir sama fólkið. Þetta er ekki kvikmyndalist í mínum augum, þetta er iðnaður. Auðvitað verður þessi iðnaður að vera til, en það er alltaf hjákátlegt í mínum augum þegar þessi iðnaður fer að gera kröfu um það að vera list. Að Brjóta Upp Hefð Talið berst að hefðum í japönsku leikhúsi og þeim hömlum sem hefðin getur sett, ef stöðug endurskoðun á sér ekki stað. Þegar ég gerði Sjö samúræa þá var ég að sviðsetja sýn, sýn sem bjó innra með mér og var allt önnur en þau hefðbundnu viðhorf sem ríktu um þennan tíma í sögu okkar. Innan leikhússins var ríkjandi einhvers konar hetjurómantík, þjóðremba sem hafði ekkert að gera með raunveruleikann. Ég snerist öndverður gegn þessari túlkun, ekki vegna þess að ég ætlaði mér að búa til nýja sagn- fræði. Ég ætlaði mér að gefa ákveðnum tíma í sögu okkur lífsanda, tíma sem var alltaf sviðsettur í leikhúsum eins og brúðuleikhús, þótt brúðurnar væru stundum af holdi og blóði. Þetta var sú hugsun sem ég lagði af stað með. í upphafí ætlaði ég mér að gera einhvers konar „portrait" af einum degi í lífi samúræa en þegar ég fór að kynna mér efn- ið bétur, rakst ég á sögur um fátæka bænd- ur sem höfðu leigt samúræa til að veija þorp sín og búgarða fyrir óaldaflokkum. Þá þótt- ist ég hafa fundið sögu sem ég gæti heim- fært sýnina upp á og þannig varð sagan um samúræana sjö til. Ég vann og æfði í þaula Atriði úr kvikmyndinni Sjö Samúræj- um. hvert einasta smáatriði. Það voru ekki síst búningarnir og verkmenningin sem ég lagði mikla alúð við. Ég vildi að leikararnir íklædd- ust raunverulegum fötum, en ekki búningum. Að hægt væri að trúa því að leikararnir væru fólk að lífí og sál og þetta fólk væri vaxið út úr því umhverfi sem kvikmyndin átti að gerast í. Auðvitað hrukku ýmsir alvitr- ingar upp til handa og fóta þegar verkið birt- ist og fundu því margt til foráttu og kölluðu það sögulega fölsun, og ásökuðu mig fyrir djöflasagnfræði, en þú verður alltaf að vera undir það búinn að slíkar raddir heyrist. Láttu þær bara ekki hafa áhrif á þig svo lengi sem þú ert trúr þinni sýn sem kvik- myndaleikstjóri. Nátttröllin verða öll að steini í sólarupprás. ÉG SÉ ENN EFTIR ÞVÍ Ég spyr hvemig honum finnist eftir á að hyggja að hafa látið hafa sig út í það að klippa niður frumútgáfuna af Sjö samúræum til að aðlaga hana að óskum dreifingaraðila og hann svarar nokkuð snögglega að hann sjái ennþá eftir því. Ég afneita þeirri útgáfu myndarinnar í dag og hún er mér óviðkom- andi, ég vil ekkert af henni vita. Sú útgáfa er örkumla og eftir þá reynslu lofaði ég sjálf- um mér, að aðlaga aldrei verk mín að svo- kölluðum markaði. Reynslan hefur sýnt að það er frumútgáfa verksins sem lifir. Allt tal framleiðenda um það hvað markaðurinn vill er búið til af hræddum peningamönnum. Þeir mata fólk alltaf með því sama og koma því á ákveðið bragð og síðan þegar komið er með eitthvað nýtt sem bragðast ekki ná- kvæmlega eins og allt annað þá segja fram- leiðendur; þetta vill ekki fólk. En fólk er skynsamt og sé rétt að málum staðið eru áhorfendur alltaf tilbúnir að taka við nýjum og djörfum verkum. Það eru framleiðendurn- ir og dreifingaraðilarnir sem eru hræddir. Láttu þá aldrei villa þér sýn. MAÐURINN Einn Ég spyr hann um hvaða skilning beri að leggja í lokaatriðið á túlkun hans á Lér kon- ungi en þá mynd.kallaði hann Ran. í lokaatr- iðinu lætur blindi maðurinn líkneskið af Búdda falla til jarðar. Hvernig ber' að skilja þennan atburð. Kúrósawa hefur greinilega svarað þessari spurningu áður og hann bros- ir í fyrsta skipti undir spjalli okkar. Já þú ert líka að velta þessu fyrir þér, segir hann og horfir í gaupnir sér. Kannski er þetta atriði ekki nógu skýrt frá minni hendi úr því að það þarfnast útskýringar og ég hef séð ýmsar útleggingar og túlkanir á því. En hugsun mín var einföld. í Lér kon- ungi Shakespeares er guðunum kennt um ófarir mannanna og skuldinni skellt á þá vegna þeirra hörmunga sem yfír ganga. En í minni túlkun er Búdda kastað fyrir róða. Það eru ekki guðirnir sem munu leysa vanda- mál mannkynsins, heldur maðurinn sjálfur. Maðurinn sjálfur getur einn unnið gegn heimsku . og fordómum, loftkenndir guðir gera það ekki. Það Er Enginn Lausn þArnaUpp Shakespeare er svartsýnn í Lé konungi. Hann skrifar leikritið í allt öðru þjóðskipu- lagi en við búum við í dag og hjá Shake- speare blasir svartnættið eitt við í lokin. En ég vildi kalla manninn sjálfan til ábyrgðar. Mannkynið verur að axla eigin byrðar og horfast í augu við eigin gerðir. Þá fyrst breyt- um við heiminum til batnaðar, ekki með því að stinga höfðinu í sandinn og ákalla ein- hvern guð. Mannúð og framfarir hafa helst orðið í sögu mannsins þegar hann hefur get- að losað sig undan fjötrum þess afstæða og þorað að horfa í eigin barm og takast á við þann heim sem hann lifir í. Þessa hugsun held ég að megi finna í flestum verkum mínum. Sérhver maður er ábyrgur fyrir gerð- um sínum. Guðir eru oftast skálkaskjól eða tæki valdhafa til að kúga. Von okkar felst í því að hinn einstaki maður sé kallaður til ábyrgðar og ákvörðunar og höfðað sé til skynsemi hans í stóru sem smáu. Það er það lýðræðið sem hefur smám saman verið að vinna sér sess á stöku stað í heiminum. Þetta lýðræði er okkar eina von um að komast út úr svartnætti heimsku og fordóma. Það er ekkert almætti sem getur haft vit fyrir okk- ur, hvort sem það er af pólitískum eða trúar- legum toga. ÉG ER BARN MÍNS TÍMA Við ræðum um þá gagnrýni sem heyrst hefur í Japan að myndir hans séu vestrænar og ekki eins japanskar og sumir aðdáendur hans vilji vera láta. Hann hristir höfuðið og segir: Öll erum við böm okkar tíma. Líttu á fötin sem ég klæðist, þau em vestræn. Ég klæðist ekki japönskum þjóðbúningi, það er liðinn tími og væri tímaskekkja. Eg er eins og hver annar Japani í dag. Hingað hafa borist straumar úr öllum áttum og það er aðeins af hinu góða svo lengi sem við kunn- um að stýra þeim. Að vera þjóðiegur hefur ekkert með útkjálkamennsku að gera. Uppr- uni þinn býr innra með þér en hangir ekki utan á þér. Mínar myndir eru vaxnar úr jap- önskum jarðvegi, þótt ég hafi orðið fyrir áhrifum frá útlendum mönnum. Þau áhrif eru eins og þegar þú lærir nýtt tungumál. Þótt þú lærir nýtt tungumál, þá taparðu ekki þínu eigin. Að læra nýtt tungumál verð- ur oftast til þess að dýpta skilning þinn á þínu eigin tungumáli. Allt þjóðrembutal af þessu tagi er vaxið úr þröngsýni og heimótt- arskap. Lífvænlegri menningu stendur ekki hætta af erlendum straumum sé sú menning borin þjóðinni í blóð. Sé hún ekki borin þjóð- inni í blóð og á ekki sína eigin rót, er við- búið að hún fölni og sé lítils virði. Ég hef meiri áhyggjur af því að menn stytti sér leið, treysti á það að vera sniðugir fyrir augnablik- ið, og fari auðveldustu leiðimar af tómri leti og skorti á ástríðu heldur en menningarlegri glötun vegna erlendra áhrifa. Ég spyr hann að lokum hvort von sé til þess að við fáum hann í heimsókn á næst- unni ef svo bæri undir. Hann svarar að auð- vitað langi hann alltaf til að ferðast til nýrra landa og sjá og upplifa ný áhrif og hann hafi uppi áætlanir um það. Því miður hafí tími hans farið allt of mikið í að kynna eigin myndir en í framtíðinni ætli hann sér að gera á þessu breytingu, næstu þijú ár séu að vísu þétt skipulögð, en eftir það ... Ég hef lent í því að ferðast til landa og hef ekki náð því að komast einn einasta dag út fyrir dyr hótelsins sem ég hef búið á. Allur tíminn hefur farið í vinnu við kynningu. En ef haldin er yfirlitssýning á verkum mínum eða nýtt verk kynnt, þá má vel vera að ég sé til umræðu að koma í heimsókn. Geti ég lagt skapandi kvikmyndagerð á einhveijum stað lið, þá er það gleðiefni. Svo bætir hann við: Ég er að reyna að skipuleggja tíma minn núna þannig að ég hafi meira frelsi og hef í hyggju að ferðast meira í framtíðinni og þá til þess að sjá og upplifa þann heim sem við lifum í. Ég hef nógan tíma. Hann hallar sér afturábak og horfir í gráð- ið eins og hann sjái í gegnum veggi og þil, og langtum lengra, en venjuleg augu sjá. Tokýó, 2. okt. ’91 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. DESEMBER 1991 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.