Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 22
Spjallað við meist- ara Kúrósawa Japanski kvikmyndaleikstjórinn Akira Kúrósawa er einn mesti sagnameistari kvikmyndasögunnar. Allt frá því að hann öðlaðist heimsfrægð upp úr 1950 með mynd sinni Rashomon, sem hlaut gull- ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, hefur „Þeir leikstjórar sem búa til bíómyndir, bara af því að þeim flnnst gaman að búa til bíómyndir, eru oft aðeins iðnaðarmenn. Og oftast verður árangurinn eftir því; iðnaðarvara misjafnlega vel gerð, í misjafnlega vönduðum pakkningum. En það er inntakið sem ræður úrslitum og innri þörf sögumannsins. Það er aldrei hægt að gera gott listaverk úr lélegu handriti. Kannski tæknilegt listaverk, en ekki listaverk sem hefur líf og sál.” Eftir HRAFN GUNNLAUGSSON orðstír hans vaxið. Og sumar af myndum hans hefur Hollywood endurgert í ótal út- gáfum. Upp úr Sjö samúræjum sauð Holly- wood The Magnificent Seven, og Rashomon varð The Outrage. Fáir leikstjórar, eða eng- ir, hafa eignast slíkan fjölda lærisveina sem Kúrósawa, og jafn gerólíkur listamaður og Ingmar Bergman hefur sagt, að enginn leik- stjóri hafi komist nær því að spinna úr því þeli sem draumar eru settir saman úr. í filmunni er Kúrosawa eins og Tolstoj í litteratúrnum. Hann er sagnameistari sem beitir myndmálinu á svo persónulegan hátt að í fótspor hans hefur fylgt heill skóli leik- stjóra sem hafa lært af frásagnartækni hans og stfl. Trúlega hafa fáir eða engir leikstjórar haft svo afgerandi áhrif á vest- ræna kvikmyndagerð og þessi Japani. Á kvikmyndahátíðinni í Tokýó sem haldin var um mánaðamótin september/október síðastliðin sótti ég blaðamannafund sem Kúrósawa hélt í tilefni af því að frumútgáfa kvikmyndarinnar Sjö samúræar var sýnd óstytt og eins og leikstjórinn gekk frá henni, áður en dreifingaraðiljar settu í hana skærin og eftir fundinn fékk ég tækifæri til að spjalla við hann persónulega. Sjö samúræar var á sínum tíma kynnt á kvikmyndahátíðum á Vesturlöndum í tölu- vert styttri útgáfu og dreift í kvikmyndahús í enn annarri og ennþá styttri útgáfu. Á Vesturlöndum voru því í gangi tvær útgáfur af myndinni, en hvemig var hægt að sjá hina raunverulegu frumútgáfa sem höfund- urinn Kúrósawa hafði gert. Sú útgáfa var aðeins sýnd í Japan upp úr 1950 en var aldrei dreift erlendis. En nú er höfundarút- gáfa myndarinnar komin aftur fram og er 3 klukkutímar og 27 mínútur að lengd. Lagt hefur verið nýtt hljóð við myndina og beitt nýjustu tækni til að gera hana sem besta úr garði. Blaðamannafundurinn snerist í megin- atriðum um Sjö samúræa og endurgerð hennar. En þessi grein er hins vegar byggð á því spjalli sem ég átti við meistarann eft- ir fundinn og þeim atriðum sem komu fram á blaðamannafundinurn og snerta þau spurs- mál sem við ræddum. Ég tek fram að sam- talið er skrifað niður strax að spjallinu lo- knu og eftir minni og hafa ber í huga að við ræddum saman á ensku í gegnum túlk. Ég kom ekki til fundarins með þann ásetn- ing að smíða viðtal, en mér þótti margt af því sem meistarinn sagði svo merkilegt að ég fann mig knúinn til að skrifa það niður eftir besta minni. Innst inni kveið ég þessum fundi. Fjar- lægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla og ég óttaðist að sú sterka ímynd sem ég hafði byggt upp í huga mínum um þennan mann myndi fölna við nálægðina. Strax og ég kom til Japan og byrjaði að spyrjast fyrir um Kúrósawa var ég mataður af sög- um um einþykki hans og erfiða lund, algert miskunnarleysi gagnvart samstarfsfólki þegar listrænum árangri væri teflt í tvísýnu og hörku hans við æfingar. Ýmist var hon- um lýst sem hrottalegum harðstjóra, eða sem einstöku Ijúfmenni, sem gerði að vísu miklar kröfur, en þó mestar til sjálfs sín. Andstæðumar í þessum lýsingum voru svo öfgakenndar að hann var sagður óalandi og óferjandi um leið og hann var hafinn upp til skýjanna. Ég varð var við ögn flótta- legan glampa í augum gamals aðstoðarleik- stjóra hjá honum, þegar hann talaði af næstum trúarlegri lotningu um þennan mann sem hafði rekið hann sjálfan úr vinn- unni í miðju verki, af því sá síðarnefndi hafði „farið fijálslega með tilmæli frá meist- aranum” eins og hann sagði sjálfur. En hann hefur fyrirgefið Kúrósawa brottrekst- urinn og það er eins og mér finnist að hann sé að lýsa stærsta augnabliki lífs síns.Ég hafði sent Kúrósawa kvikmyndirnar mínar á kassettum og skrifað honum sendibréf, en ekki féngið neitt svar, en svo um morgun- inn sem blaðamannafundurinn var haldinn, barst mér afskaplega kurteislegt fax frá fyrirtæki Kúrósawa. Hann var reiðubúinn að veita mér áheyrn að fundinum loknum. Og nú sátum við þarna andspænis hvor öðrum. Hann á stórköflóttum jakka og klæddur eins og virðulegur Englendingur með hvítgrátt hár sem greitt er stíft á bak aftur. Hann er um áttrætt samkvæmt alm- anaki en gæti verið um sextugt ef útlitið er látið ráða. Ég hafði veitt því athygli að á blaðamannafundinum talaði hann helst aðeins um framtíðina ef vikið var frá Sjö samúræjum og svaraði þá eins og hann ætti langan starfsdag fýrir höndum, ekki minna en 20 ár. Fas hans er þungt, en vingjamlegt og hann gefur sér góðan tíma, horfir á mig augum sem eru svo rannsakandi að engu er líkara en þau snerti mig svo hallar hann sér hægt fram á borðið og er greinilega tilbúinn að svara spurningum mínum. Mér lék mest forvitni á að vita hvernig hann undirbyggi sig og æfði með leikurunum, svo ég byija á því að spyijá um fjölda æfinga og æfingatímann. Æfingatíminn Er Alltaf AðLengjast Ég æfi alltaf mjög lengi með leikurum, svarar hann. Stundum æfi ég mánuðum sam- an sömu senuna. Vikur líða án þess það verði neinar sjáanlegar framfarir. En sérhver æf- ing er þó spor í þá átt að ná fullu valdi á atriðinu og myndinni sem heild. Ég fer ekki í upptöku nema senan sé þaulæfð og Ieikar- arnir viti nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Þegar til upptöku kemur er ég ein- göngu að mynda það sem ég hef þegar æft og ákveðið. Um_„impróvisation” er því naum- ast að ræða. Ég impróvisera mjög sjaldan og þá aðeins innan þess ramma sem ég hef þegar æft. Myndin verður því að mestu til á æfingatímanum. Upptakan sjálf er meira verkleg framkvæmd. Allir leikarar þurfa æfingu. Skiptir engu máli hversu góðir þeir eru. Þeir þurfa að vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera og þekkja þann karakter sem þeir eiga að túlka. Annars er hætt við að þeir grípi til þeirrar almennu tækni sem þeir hafa lært sem leikarar og þá verður ekki um neina nýsköpun að ræða. Til að skapa nýjan karakter í kvikmynd, þarf lang- ar og strangar æfingar. Og þessar æfingar miða að því að búa til eitt afgerandi augna- blik. Þess vegna nota ég stundum fleiri upp- tökuvélar en eina. Ég hef notað allt upp í átta upptökuvélar. Ég reyni að filma hveija senu aðeins einu sinni og þá samtímis frá öllum þeim sjónhornum sem ég ætla mér að nota. Þegar kemur að upptökunni, reyni ég að spenna augnablikið til hins ýtrasta og þá gerist allt aðeins einu sinni. Ég bý til augna- blik sem er afgerandi. Það er ekki hægt að endurtaka það. Ef þú reynir að endurtaka er hætt við að það verði spennufall. Viti leik- arar og aðstoðarmenn að það er þessi eina taka sem gildir, þá leggja allir sig fram af lífs og sálarkröftum þegar að tökunni kem- ur. Þegar mér tekst best upp þá tek ég hveija senu aðeins einu sinni upp og þá með mörgum vélum í einu. Þetta er sú tækni ég hef komið mér upp með árunum. Ég reyndi þetta í fyrsta sinn þegar ég tók upp „Sjö samúræa” kringum 1950. Hann hallar sér aftur á bak eins og til merkis um að spumingunni sé svarað, og ég spyr hann um samstarfið við leikarana. Ég hef enga trú á því að yfimáttúruleg- ir hlutir gerist í tökunni. Gæði hverrar senu fara eftir því, hversu oft og vel hún hefur verið æfð. Áuðvitað er þetta nokkuð einstakl- ingsbundið frá leikara til leikara en flestir leikarar þurfa mjög margar æfingar. Því oftar sem ég vinn með sama leikaranum, því lengri verða æfingatímarnir. Þó það hljómi undarlega, þá er það sú leið sem ég fer til þess að finna nýjar og óvæntar leiðir í túlkun- inni. Þetta kunna allir mikilhæfir leikarar að meta. Leikarar vilja leikstjóm. Það er enginn leikari til sem hægt er að stilla upp og segja: leiktu, og ætlast svo til að hann finni sjálfur upp á því hvað hann á að gera. Árangur leikstjórans fer síðanéftir því hversu næmur leikstjórinn er og duglegur að ná því besta út úr hveijum leikara. En það gerist eingöngu með vinnu, óendanlegri vinnu. Leik- stjórinn þarf ekki aðeins að æfa með hveijum einstökum leikara, heldur þarf hann að stilla leikarana saman eins og ólík hljóðfæri og ná út þeim hljóm sem býr í þeirri og þeim persónum sem hann er að lýsa og skapa. Flatneskjan Sækir á Við spjöllum um þá þróun sem hefur orðið með tilkomu sjónvarps og fjöldaframleiðslu á leiknu efni fyrir sjónvarpsstöðvar. Hann segir að því miður sé það allt of algengt að menn sem hafi kvikmyndatæknina sjálfa al- gjörlega á valdi sínu og séu tæknilega „brillj- ant” séu að fást við svokallaða leikstjórn, án þess að kunna nokkuð með leikara að fara. Þess vegna sjáum við oft þann hola og innantóma leik sem einkennir marga sjón- varpsþætti. Þessi flatneskja birtist jafnvel hjá bestu leikurum vegna þess að þeir ganga úr einu hlutverkinu í annað og eru í raun- inni alltaf að gera það sama, þ.e.a.s. þeir grípa til tækni sem þeir hafa lært vegna þess að þeir eru óöruggir og halda sig ipnan þekkts ramma án þess að skapa neitt nýtt. Þetta er afleiðing þess að efni er fjöldafram- leitt. Hvorki leikstjórar né leikarar fá tíma til að vinna þá grunnvinnu sem er nauðsyn- leg til að skapa karaktera, allir verða ste- ríótýpur. Iðnaðarframleiðslan tekur því miður æ meira yfir listræna vinnu. En svo eru auð- vitað til ungir menn sem hafa metnað og kunna að vinna með leikurum. I seinni tíð hef ég séð fjöldan allan af myndum frá lönd- um hér í Asíu þar sem ungir dugmiklir leik- stjórar eru að koma fram. Ég nefni sem dæmi bylgju af myndum sem nú eru að koma frá Taiwan, þar eru nokkrir mjög snjallir menn á ferðinni. Ég spyr hann hvernig hann undirbúi sig fyrir hvern tökudag og hann segir að hann búi ekki til skotlista í venjulegum skilningi. Akira Kurosawa við leikstjórn Sjö samúræja. Myndin er tekin árið 1954. 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.