Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 18
Gamall maður við glugga „Þetta var djöfull í bíl og keyrði burtu. Ég drep hann áreiðanlega,” sagði Árni. loftinu, fjarlægjast og fara hringi en koma þó aftur og setjast á hlaðið nokkru Qær. „Þeir heyra vel þessir blessaðir fuglar,” hvíslar hann út í morguninn. „En þetta var allt þér að kenna, hugur - allt þér að kenna. Hef ég ekki sagt þér, að þú átt að forðast grufl en halda þig í núinu. Þú stjórn- ar lífi manns og gerðum, og því áttu að halda þig í núinu? Heyrirðu það, óhemjan þín?” Þessu hvíslar hann undurlágt í eyra morgunsins. En þetta vill ekki víkja en tregðast og hverfist eins og iða við flúð - eins og straumur við bjarg, sem erfítt er að yfir- gefa. „Þá var hlegið hér og ærslast, grátið og flogist á. Gólfin í húsinu dunuðu af fótataki. Veggirnir endurómuðu af söng - sól í hádegisstað allt árið ... Börnin, já börnin ... og hún ... Hún gekk um húsið ... Já, allt þetta sem einu sinni var en aldr- ei kemur aftur, aðeins minningarnar og ... Þær eru það eina sem enginn frá mér tek- ur ... Angan blárra blóma ... En nú ... Dimmt er á dökkumiðum ... já, Dimmt er á dökkumiðum.” Vængjaþytur yfir bænum, að þessu sinni vekjandi og voldugur. Veruleikinn aftur - augnablikið krefjandi með bláma og hægl- átum skýjutn eins og skip á himinsænum. GæSahjónin renna sér íhugandi yfir tún- ið, leita að álitlegum bletti, lækka flugið og tylla sér loks með útbryddum vængjum. pýrr um morguninn hefur hann séð hópa fljúga lágt yfir fíjótinu og setjast á fölgula bakka, sem byijaðir eru að skipta lit. Ert þessi gæsahjón. Þau koma hér alltaf og velja sér sömu staðiiia - hafa beinlínis helgað sér sömu staði túnsins. Hann er viss um að þetta eru sömu gæsahjónin sem voru hér í fyrra og hitteðfyrra, kannski lengur. Það er eitthvað sérstakt við þessi gæsahjón, sem gefur þeim þokkafullan blæ og gleður gömul augu, hugsar hann. Þetta eru heimafuglar, sem hafa sérstöðu og honum þykir orðið vænt um. Fleiri gæsir hafa auðvitað komið í túnið. Gæsinni fjölgar alltaf, hugsar hann. En helsingjum fer hins vegar fækkandi, hvern- ig sem á því stendur. Hér áður fyrr voru breiður á túninu, þegar ég kom út um það leyti sem sólin kom upp. Gaman var nú að sjá þessa fallegu fugla ásamt lambfénu, einkum þó þegar kyiTð var á eins og núna. En styggir voru þeir, og oftst fór allur flot- inn á loft jafnskjótt og þeir urðu mannsins varir. „En þetta fór illa með túnið,” tautar hann hálfhátt. „Samt voru þetta vinir mín^ ir á yissan hátt, þó margur fuglinn féll nu fyrir remington byssunni minni í þá daga, og góð var steikin, sem konan bar okkur á borðið á sunnudögum, og entist jafnvel langt fram á sumar. Síðan byijaði ijúpna- veiðin á haustin, þegar snjóaði í fjöll.” Við þessar hugsamir fær hann ósjálfrátt vatn í munninn og man allt i einu eftir því, að hann er ekkert farinn að borða á þessum morgni. „Samt er ég ekkert svang- ur,” tautar hann,” ekki neitt verulega svangur. Undarlegt hvað allt breytist. Hér áður fyrr drakk ég þijá bolla af kaffi á fastandi maga og át kleinur og jólabrauð með, stundum smurt brauð með reyktum laxi, ef vel hafði veiðist í fljótinu. Nú hef hef ég vakað lengi en er þó ekkert veru- lega svangur. Samt ætla ég að fá mér lýsi. Þorskalýsi er gott fyrir gamalt fólk og mjólkurglas. Kannski borða ég eina, brauð- sneið með osti eða kæfu. Kaffi fæ ég mér þegar ég er búinn að gefa hænsnunum.” Meðan hann dvaldi í búrinu var hann að hugsa um það hve mikið hann lifði orðið í minningum - hve allt hefði breyst - ekkert það sama og áður. Það setur aftur að honum ömun - kemur óvelkomin líkt og vindþota, sem fyrirvaralaust gárar haf- flöt í hvíld. „Heimskingi,” tautar hann nær sam- stundis og reynir að rétta úr bakinu, sem farið er að bogna. „Þú ert ekkert annað en heigull. Minningar eru auður, sem eiga að gleðja og létta manni einveruna, og þér líður vel. Heyrirðu það, heigullinn þinn, að þér líður vel?” endurtekur hann fastmæltur og í fullri raddhæð, beinh'nis í prédikunar- tón. „Þú hefur sjón og getur hreyft þig og andað og talað við hænsnin og sjálfan þig. Hvað ertu svo að emja? Þú gætir auk heldur farið að pijóna. Já, það gætirðu gert. En það er nú svona. Það er nú bara svona, að einhvern veginn getur maður ekki að þessu gert,” segir hann og er nú aftur orðinn lágmæltur. „Þó eru minningar auður, ómetanlegur auður, og auðvitað á ég að vera þakklátur fyrir að hafa ein- hvern tíman átt eitthvað. En allir verða að missa. Það er lögmál - örlög sem ehg- inn fær uthflúið. Það er nú það. Kannski eignast maður lika ekkert fyrr en það hef- ur verið frá manni tekið, sVo undarlegt sem það er þó. Kannski er það svoleiðis með mig - þannig á einhvern dularfullan hátt, - Undarleg krossgáta. Er ekki lífið kross- gáta, sem enginn skilur?” Tautar hann og rennir niður lýsinu. „Ég er ekki sá sami, líklega er ég að engu leyti sá sami og ég áður var. Ekki var ég að velta fyrir mér svona spurningum hér áður fyrr. Nei, al- deilis ekki - spurningum sem aldrei fæst svar við. Þá var maður bara - lifði og var, vann, át og svaf og sinnti frumþörfum sínum. Já, þar er margt öðruvísi, til dæm- is þetta með drápið. Þó steikin væri góð langar mig ekki lengur til að drepa þessa fallegu fugla. Þeir gleðja mín gömlu augu - eru beinlínis vinir mínir. Ég nýt þess að horfa á þá og voldugt flug þeirra. Þeir eru skraut í mínum fátæklega jurtagarði. Hve- nær hefði mér dottið þetta í hug hér áður? Ég sé heldur ekki lengur eftir stráunum. 0, nei nei, það gerði ég ekki. Þeir sem leigja hjá mér túnið borga ekki svo mikið hvort eð er.” Þegar hann hellti mjólkinni í bollann skvettist dálítið niður á borðið. Er ég þá orðinn. svona skjálfhentur, hugsaði hann. Bölvaður ræfill er ég að verða. En hvað er að tala um það, Ekki dugir að deila við dómarann, o, nei nei. En munur er nú á orðinn eða þegar ég skaut hross á færi með riffli, lét riffilinn hvíla á öðru hnénu. Ekki var nú stuðningurinn annar, og mi- stókst þó aldrei. Já, hendurnar sviku mig ekki í þá daga. En ekki er nú skrokkurinn ónýtur enn, þó auðvitað sé hann farinn að ryðga. Þó hjartað væri með ■ enhveijar kúnstir þarna um árið, þá hef ég ekki fund- ið til þess upp á síðkastið. Kannski var það líka ekkert annað en hugarburður og vit- leysa - lífhræðslan gamla, sem ég var einu sinni haldinn af en er nú laus við sem betur fer. Því eins og læknirinn sagði um árið, „hjartað endist þér meðan þú lifir”. Það er víst hveiju orði sannara. Og hveiju skiptir með hjartað, þegar maður er dauð- ur, púff. Best að láta hveijum degi nægja sína þjáning. Þegar hann leit aftur út heyrði hann margraddaðan lóusöng í brekkunni að bæjarbaki. „Alltaf þykir mér gaman að heyra í lóunni.” tautar hann. „Hún boðar sumarið, gróanda og líf. Þegar ég var drengur kvað loftið við af margrödduðum fuglasöng á vorin og hvarvetna voru hreið- ur: lóu, þrastar, mýrisnípu og smáfugla, sem bjuggu sér heimili í þúfu. Yfir þessu öllu hneggjaði svo hrossagaukurinn í suðri. Já, þar var oft gaman þá, þó stundum væri maður þreyttur, því maður vann. Börnum var kennt að vinna strax og þau gátu eitthvað. „Það var aldarhátturinn. Ég held nú það.” Honum var orðið létt í skapi við þessar hugsanir og fann að honum leið í raun og veru vel. „Undan hveiju hef ég að kvarta? „tautar hann.” Hér sit ég við minn eigin glugga og nýt allrar þessarar fegurðar. Hver veit nema ég labbi einhvern daginn útfyrir tún að vita hvort ég fihn ekki hreið- ur og hleð vörðu við eins og í gamla daga. Kartöflurnar set ég niður með fyrra móti úr því vorið er svo snemma á ferðinni( kannski rófur og grænmeti. En rófurnar verð ég að veija fyrir maðkinum, þeim bölvuðum ófögnuði.” Hann fékk Vatn í munninn, þegar hann hugsaði um hver góðar rófurnar hefðu verið beint upp úr garðinum. „Maður skóf bara af þeim með vasahnífnum og stýfði síðan úr hnefa. Þetta jók manni ijör i æðar og afl í skrokkinn, enda vantaði ekki fjörið í þá daga, o, nei nei, aldeilis ekki. Honum datt í hug að fara að klæðast en hætti samt við. „Enn er ekki kominn fótaferðatími, og hænsnunum liggur ekk- ert á að fá fóðrið, þó haninn sé búinn að gala og ólátast síðan klukkan fjögur í morgun. Hér er ég búinn að sitja lengi og njóta alls þess sem ég sé og heyri og tala við sjálfan mig. Betur að enginn heyrir til til mín utan þá maríuerlan, og hún hlær ekki að mér. Aðrir mundu hafa mig að spotti fyrir þvilíkan barnaskap. Þetta kem- ur svona ósjálfrátt. Líklega einveran , og öllum er víst eiginlegt að tala. En samt verð ég að fara að gæta mín, því þetta verður að vana og getur hent, hvar sem ég er staddur, og altént er nú leiðinlegt að vera álitinn klikkaður.” Sólin skein orðið á gluggann og baðaði sig í fljótinu, sem glampaði á þrátt fyrir jökullitinn. Gamla manninum fannst gæsa- hjónin verða æ fallegri eftir því sem hann gaumgæfði þau lengur. Þetta eru mínir fuglar, hugsaði hann, fór síðan að leiða hugann að því hvort þau mundu ekki verpa. Ekki væri nú amalegt fyrir þau að velja sér hreiðurstæði í hrísmóunum hérna sunn- an við túnið. Hann hafði líka hugsað um þetta í fyrra og hitteðfyrra og gaman væri nú að sjá fjölskylduna og fylgjast með ungunum, þegar þeir kæmust á legg og færu að fljúga. En þau höfðu ekki orp- ið enn. „Það er líklega vegurinn,” tautar hann. „Þetta er of nærri veginum, og þess vegna þora þau ekki að verpa.” Hann heyrði lávært malið í bílnum, sem kom fremur hægt eftir vegin um, sólbloss- ar á framrúðunni og glampaði á svart lakk- ið. Þetta var stór bíll, sjáanlega af dýrari gerðinni. Honum sýndist tveir menn í bíln- um. Þó var hann ekki viss. Honum liggur ekki á þessum, hugsar gamli maðurinn, ef allir færu svona gætilega yrðu sjálfsagt færri slys. Sólin var nú komin í suðaustrið. Gamli maðurinn fann heita hönd hennar á andliti sínu og bijósti. Ein maríuerlan hafði tyllt sér á snúrustaurinn og gæsahjónin voru hætt að háma í sig grasið en vöppuðu áfram i hægðum sínum hlið við hlið. „Þau eru sæl. Þau eru áreiðanlega sæl,” tautaði gamli maðurinn og brosti. Bíllinn hægði fremur á sér en hitt, og gamli maðurinn tók eftir því að hliðarrúðan var skrúfuð niður. Allt í einu greip hann illur grunur, óþægilegur eins og köld vatnsgusa á nakið hörund. Honum var vel kunnugt að stundum leyndist byssa í bílum á þessum tíma árs. En gat það verið? Gat átt sér stað að nokkur leyfði sér annað eins rétt við bæ? Hvernig gátu menn vitað nema þetta væru tamdir fuglar - heimgæs- ir? Stundum.hafði hann reyndar heyrt skot en ævinlega í fjarlægð - jafnvel vaknað við það snemma morguns. Þá fyiltist hann ævinlega heilagri bræði, spratt fram úr rúminu og hugsaði þvílíkum fugiamorðing- um og lögbijótum þegjandi þörfina, ef hann næði til þeirra. Á þvílíkum stundum hugsaði hann aldrei til fyrri tíðar. En oft hvarflaði það að honum eftir á, þegar hon- um var runnin reiðin. „Sjálfsagt var ég ekkert betri — ekki lifandi ögn betri,” taut- aði hann þá og skók sköllótt höfuð með gráu hárstrýi í vöngum og hnakka. Hann veitti gæsahjónunum nákvæma athygli og mældi færið af sjónhending en fannst það ívið of langt. „En þessar nýju byssur, þessar helvítis margskotabyssur,” tautaði hann. „Aldrei átt ég svoleiðis verk- færi og veit því lítið hvað langt þær draga. Kannski eru þeir líka með riffíl. Hvað veit ég um það!” Hann fýlgdist nákvæmlega með öllu. alger kyrrð utan lágvært mal bílsins, sem enn hægir ferðina og er um það bil að nema staðar. Gæsahjónin eru hætt sínu vaggandi göngulagi en sitja kyrr með svo- sem hálfs metara millibili, teygja hálsana og eru auðsjáanlega að búa sig undir flug- tak. Bara að þau verði ekki of sein, hugs- ar gamli maðurinn. Hann veit vel að þess- ir stóru fuglar eru nokkuð seinir að hafa sig á loft. Hann sviftir glugganum alveg upp í ofboði og öskrar: „Fljúið þið. í Guðs bænum fljúgið,” og hóar eins og að fé. Gæsahjónin breiða út vængina - þessa stóru vængi með öflugum flugfjöðrum. En í sama mund kemur hlaup byssunnar út um gluggann. Ejdblossi, skot. Önnur gæs- in fellur, kvikar lítið eitt vængjum og hegg- ur nefi magnlaust í svörðinn svo sem í kveðjuskyni en liggur svo kyrr. Hin missir flugtaksins en baðar vængjum eins og fálmandi en hefur sig þó nær samstundis á loft með gargi. Annað skot, en hittir sjá- anlega ekki. „Helvítis auminginn,” öskrar gamli maðurinn í hamslausri bræði. „Til hvers eru þessir bjálfar að fara með byssu og geta ekki slysað einn særðan fugl á flugi. Hann kippir á sig skónum eld- snöggt, finnur í svipinn hvergi fyrir stirð- leika í skrokknum og þýtur út. En þá er skotmaðurinn rétt í þann veginn að hirða veiðina og snýr áleiðis að bílnum. „Kyrr," hrópar gamli maðurinn og tekur á sprett. „Morðingi, djöfull. Bíddu, þú skalt...” Hann herðir hlaupin, finnur end- urvakinn mátt í líkama sínum. „Bíddu, andskoti og djöfull. Þú skalt...” öskrar hann og steytir hnefa. Skotmaðurinn fer að engu óðslega. Hann kastar veiðinni kæruleysislega inn í skott bílsins og sest undir stýri. „Engan æsing, gamli minn,” kallar hann út um opinn hlið- argluggann um leið og hann setur í gang. Gamli mgðurinn heyrir hann hlæja. „Ein

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.