Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 9
HöII prinsins í Dubrownik, ein af mörgum byggingum frá fyrri öldum. Fyrir fram- an sumar þeirra eru nú tréveggir vegna þess að sprengjur hafa skemmt eða eyði- lagt götuhliðina. I Dubrownik. Hér er Thor ásamt Peter Elstop, sem var áður aðalritari Pen-samtak- anna. Hann fór á sínum tíma til Nígeríu og tókst að leysa úr fangelsi Nobelsverð- launaskáldið Wolesoyinka. Myndin er tekin á eynni Hvar. segja í Ofviðrinu. Hvaða önnur skýring get- ur verið á hinni ómældu illsku sem menn beita vamarlausa í því stríði sem geisar þar sem stóð um hríð ríki þjóða sem voru svo skyldar að nálgast að vera ein þjóð að upp- runa. Djöfullinn mætti sín einskis ef hann byggi ekki í okkur sjálfum. Það var ekki nóg að sigrast á vondu köllunum. Leggja þá að velli, drepa þá ef svo vildi til, þjarma svo að þeim að þeir urðu að drepa sig sjálfir ef þannig fór. Ekki bjargaðist heimurinn við það þó sumir héldu að svo færi. Það var ekki nóg að sprengja vélina hjá Hitler sem allir siðmenntaðir menn voru sammála um að væri versti maður í heimi, það var ekki nóg að steypa Stalín af stalli, sem sumir héldu að væri bezti maður í heimi, og það jafnvel siðmenntaðir menn. Þegar það kom á daginn að þar var djöfullinn líka í spilinu og sjálfur Stalín stóð hið næsta honum í að reka hans erindi að Hitler fóllnum þá vökt- ust vaskir menn til að koma böndum á stytt- urnar sem stóðu himinháar á stöplum sínum og þverrönduðu löndin með skuggum sínum, þeir kipptu þeim ofan með ærinni fyrirhöfn og hömruðu þær flatar með sleggjum og berum hnefum og iljum. Þá átti allt að lag- ast. Frelsi án kerfis, ekkert bákn, báknið burt. En frelsi án kerfis, hvað er það? Þá taka mafíurnar við og ríða neðanjarðar sín net þar til þau ná upp á yfirborðið og æða- kerfi þeirra liggur íyrr en varir um löndin með eitur og illsku. Maður verður svo sorgmæddui’ af að koma á slóðir hjaðningavíganna. Það þyrmdi yfir mig að fara um Króatíu í vor. Mér fannst ég vera skyldugur að fara, taka þátt í um- deildri tilraun Pen-sambandsins að halda þing á vígslóðum í Króatíu í því skyni að reyna að bera sáttarorð milli bræðra sem berjast. Ég fór þessa för í von um að það hefði einhvers konar áhrif að rithöfundar, skáld, greiddu fyrir sáttum eða sáttatilraun- um, og þó ekki nema leiddi til þess að yrði vopnaður friður. Og reyndu með nærveru sinni að efla þau öfl alls staðar sem þrá frið í öllum herbúðum. Ég fór líka til þess að reyna að skilja eitthvað í þessu sem var að gerast; ég held ég skilji minna núna. Það er einfalt að segja: Þú skalt ekki mann deyða. Það er einfalt að segja: Elska skaltu náunga þinn einsog sjálfan þig. Það er einfalt að segja manni að rétta íúnn vangann þeim sem hefur löðrungað þig. Hvernig getur maður skilið tvo menn sem alast upp saman og eiga hvor annars trúnað, tvo vini, og aUt í einu er komin víglína á milli þeirra og orðið dyggð að drepi sá sem getur hinn. Hvernig er hægt að skilja að hjónaband sundrist af þeirri ástæðu að konan er Króati og þarmeð hætt að vera eiginkona og bamsmóðir mannsins sem er Serbi og vill. hann þess vegna feigan. Ekki af því að hann hafi dug- að henni illa sem eiginmaður, nema sú væri ástæðan til þess að hún gæti réttlætt það að skjóta hann út um gluggann á akrinum með því hann er Serbi. Jú, það eru skýringar. Gamlar skuldir frá kyni til kyns. Blóðskyldur einsog í árdaga. Ættflokkabókhald. Og að baki enn önnur öfl. Refskák. Við rithöfundamir stigum um borð í skip í Feneyjum sem lá ekki langt frá Þrælabakk- anum fomfræga og heldur utar en þar sem Hemingway var að kankast á við barmenn- ina á Hótel Danieli og láta þá líka kalla sig Papa einsog Marlene Dietrich og strákana á nautaatinu á Spáni. Þetta var stórt far- þegaflutningaskip sem hafði séð sinn fífil fegri en var allt ryðbarið og skafið hátt og lágt og málað ofan úr brú niður í trýnið á kjölsvíninu í tilefni ferðarinnar. Það kom á daginn að ekki vora allir sáttir við að gera út þennan leiðangur og báru við að þama væri sóttur heim einn aðili styrjaldarinnar, Króatar. Þó var rækilega búið svo um hnút- ana að enginn gæti látdð líta út sem hans hlutur væri dreginn fram, heldur eingöngu tilgangur ferðarinnar og þinghaldsins að rit- höfundar og skáld minntu með nærveru sinni á boðskap friðar og mannúðar og kröfuna um óskert málfrelsi. Og söfnuðust saman með þann megintilgang að andæfa ofstæki og yfirgangi og þjóðhroka eða kyndrambi og ítreka með þessari för og dvöl svo nærri vígvöllunum rétt lífsins, hvað sem kynni að heyrast fyrir þórdunum og stríðsöskram. Um þetta voru skiptar skoðanir. Og kann að hafa komið fram hjá ýmsum tvískinnung- urinn sami einsog hjá stórveldum heimsins sem boða oft fjálglega að það megi ekki líða þessar hörmungar og andstyggð, það sé ljótt sem er verið að gera fólki alla daga og allar nætur, en halda að sér höndum og láta rétt- nefnda fasista í öllum fylkingum kurla alþýð- una niður og kvista með pyntingarlosta. Kannski hikuðu sumir við förina vegna þess að ekki var nema mánuður liðinn frá því að skotið hafði verið á Dubrownik úr hæðunum fyrir ofan borgina með úrvalsvopnum og glöggskyggnustu sjónaukum sem fylgdu byssunum, og borgað í þýzkum mörkum fyrir manndrápin úr digrum sjóðum. Því þar voru mafíumar í djöfuls nafni á bakvið. Og svo sigldi Libumija einsog í skemmti- för með skáldaskarann sem var vel haldinn í mat og drykk og fór um sléttan sjó með fögrum klettaströndum þar sem maður gæti ímyndað sér gróandi þjóðlíf með dansgleði á ökram við gnótt jarðargróða, ávaxta og víns, og ástfangin pör leiðast undir laufkrón- um. Og það liggur við að maður verði sakbit- inn við tilhugsunina um fegurð hafs og him- ins og sviptigins lands með hvítum kletta- borgum og fjöllum. Og skáldin sóla sig á þiljum og saftiast í klíkur á kjaftastóla eða halla sér aftur á sólstólum og opna andlitið fyrir blessuðum sólargeislunum og láta augnalokin falla svo þau verði ekki eftír hvít þegar hitt bakast. Og golan strýkur kinn. Og það er stutt að sækja bjór á barinn til vingjarnlegra þjóna sem er annt um að láta gestum sínum líða vel. Og skáldin læra. að panta bjór á máh heimamanna sem heit- ir allt í einu bara króatíska, en ekki serbó- króatíska einsog alltaf var í fyrri ferðum mínum til landsins sem er búið að leysa upp með afli. Það var farið með okkur sem vemdaða gestí og kannski undirhyggja hjá þeim ýms- um sem mæltust til þess að mótið yrði hald- ið þarna einsog kom fram í umræðum og viðleitni sumra heimamanna til þess að láta okkur sjá þeirra rök og málatilbúnað. Þegar við vorum komnir á eyna sem heitir Hvar án spumingamerkis sem við höfðum með okkur að heiman, þá gengu ýmsir Króatar á lagið að laða okkur til fylgis við þá og hömraðu á því hve ólíkt væri með þeim og Serbum sem notuðu samskonar rök þó til að heija á aðra og ganga yfir þá. Og maður hlustar á orðaskak þar sem rembingsrökum er andmælt af kurteisum gestum eða sló- venskum þátttakendum og djarfmæltum SvartfeUingum; það voru vonbrigði hve lítíð bólaði á Serbum. Því að Pen-klúbburinn serbneski hefur gengið fram fyrir skjöldu hvað eftír annað að bera sáttarorð og and- mæla fólsku. Þessi Pen-fundur var ekki þing með venjulegum hætti einsog eitt sinn stóð til, það voru ekki gerðar ályktanir né fóru fram neinar kosningar heldur eingöngu umræður með þátttakendum og gætt af mikilli kostgæfni að gefa engum stríðsaðila tækifæri að misnota sér í sína þágu skálda- vistina þama eða rangtúlka. En þó gerðist það þegar komið var aftur á eyna Hvar frá Dubrownik að skyndilega sveif að þyrla einsog finngálkn og fluttí for- seta Króatíu Tudjman sem fékk að ávarpa þingið og svara spurningum og fegra sitt mál að hætti skálka. Og það var ekki geð- ugt en kannski erfitt að banna enda er dokt- or Tudjman þessi sjálfur Pen-félagi. Það bar mjög á franska heimspekingnum Finkiel- kraut sem er gyðingur, Parísarbúi og menn- ingarviti og var nýbúinn að þiggja verðlaun frá Tudjman þessum. Finkielkraut var enda ákafur bandamaður Króata í blóðugum þjóð- rembingi þeirra en fór þó að impra eitthvað á hryðjuverkum Króata gegn múslimum í kurteislegu spurnarformi á fágaðri og sett- legri frönsku og því svaraði forsetinn með því að hjá þessu yrði ekki komist tíl að hnekkja ráðagerðum múslima um að koma á rétttrúnaðarríki Islam, án þess að geta stutt það neinum rökum að slíkt vekti fyrir múslimum þar. Enda hafa raddir úr þeirra hópi sagt að píslarvætti þeirra eitt og þján- ingar kynnu að hrekja þá í þá átt, sem þess- ir talsmenn harma og óttast. Rithöfundurinn Elisabeth Endres frá Miinchen vakti aðdáun með bersögli sinni og einarðri sókn gegn hræsni þar sem hún geystist áfram á hækj- um eftir fótbrot. Og þarna voru uppgjafaher- menn amerískir úr Víetnam og öðrum styij- öldum og mest söpaði að glaðlyndum og hressum ftiðflytjanda, Sandford Kelson frá Veterans for peace sem sagði: Við höfum kynnzt stríði, þess vegna erum við á móti því. Við urðum ekki vitni að átökum. Við vorum vemdaður hópur. En á næsta leyti vora agalausir herflokkar og enginn vissi hvert öryggi væri á þessari mjóu króatísku ræmu þar sem við sátum. Enginn veit hver stjóm- ar sumum þessum flokkum, ef nokkur. Græðgi, grimmdarlosti. Við gengum um Dessa borg sem var kölluð Perla Adríahafs- ms. Þar sem ríktu forðum grið um aldir DÓtt barist væri allt um kring. Heimsbyggð- in hrópaði úr öllum áttum: Þetta er menning- arhelgidómur, það er engin borg einsog Dubrownik, hún er eitt af undrum heims, ekki skemma! ekki skemma! Eirið þessari vin sem hefur enga hemaðarþýðingu. Um )essa borg var þó barist hart, það rigndi yfir hana alls konar skeytum, byssukúlum, sprengjum. Nú var kyrrt þegar við gengum )ar um. Sko, þama uppi vora þeir, var manni sagt. Þeir skutu á fólkið þegar það kom úr skjóli til þess að kaupa sér vistir. Sjáðu hæðina þama, þeir sáust ekki. En þeir voru fljótir að sjá allt kvikt á götunni þar sem við erum núna. Og í fomhelgu bygg- ingunum sem heimsbyggðin bað um að væri þyrmt, lærðu mennimir, listfræðingarnir, kirkjuhöfðingjamir, gott ef ekki páfinn sjálf- ur, þar voru víða timburþil sem tóku við af steininum, og undir þessum tímburþilum vora skörð sem vora skotin í byggingamar og verður aldrei bætt. Rofin heildin á þessu samræmi bygginganna þar sem allt var kveðið í samhljómi við annað sem fyrir var. En það er annað sem skiptir óendanlega meira máli, það era skemmdimar í mannlíf- inu, afskræming fólksins. Hatrið, hvenær gróa þau sár? Rithöfundurinn serbneski frá Sarajevo, Zejjko Vukovic, talsmaður griða í Sarajevo og Bosníu, segir í stríðsdagbók sinni frá Sarajevo frá 35 ára gamalli konu, músl- imskri, sem hafði verið prófessor í bók- menntum, að hún hafi skírt annan son sinn Djihad, sem er heiti múslima á heilögu stríði. Að eigin sögn gerði hún það svo hann skyldi aldrei mega gleyma hefndinni. í fyrsta sinn, segir hún, sem ég gaf honum brjóst sagði ég við hann: Megi þessi mjólk eitra þig allan ef þú gleymir að hefna þín. Verði það Guðs vilji. Það era Serbar sem hafa kennt mér að hata. Undanfama tvo mánuði hef ég bara fundið tómleika í hjarta mínu. Ég finn hvorki til sársauka né beiskju - bara haturs. Ég hef alið böm mín upp í kærleika, satt er það. Ég er prófessor í bókmenntum, fædd í bænum Ilijas þar sem ég bjó þangað til þeir voru næstum búnir að ganga af mér dauðri. Nemandi minn Zoran pissaði upp í munninn á mér á meðan cetnikamir (serb- nesku þjóðemissinnamir) góluðu af hlátri. Á eftir sagði hann við mig: þú átt ekki betra skihð bölvuð hóran þín. Ég man ekki hvort ég heyrði fyrst hrópið eða fann fyrir högg- inu. Starfsbróðir minn sem kenndi efnafræði æpti einsog óður maður: Ustasja! Ustasja! (Króatísku þjóðemissinnarnir.) Hann hélt áfram að slá mig um allan líkamann. Að lokum fann ég ekki lengur fyrir sársaukan- um. En í sálinni hætti ekki að svíða. Ég innrættí nemendum mínum kærleika. Og á meðan vom þeir að undirbúa útrýmingu alls sem ekki var grískt-orþódox. Djihad - stríð, bara þannig ... Þetta er bara ein rödd af mörgum sem ber með sér að sárin munu aldrei gróa, sáð er hatri sem afskræmir manneskjumar. Sem gerir gott fólk illt, verkfæri djöfulsins. Italski höfundurinn Malaparte segir í bók sinni Kaputt sem fjallar um heimsstyrjaldar- árin frá fundi sínum með fasistaleiðtoganum Ante Pavelic, ríkisstjóra í Króatíu sem studdist við Þjóðverja og Itali. Hann tók eftir körfu á skrifborði einvaldans og glitti í það sem honum virtist vera fylli af sjávar- fangi, helzt sýndust honum þetta vera ostrur skoraar úr skel sinni. ítalski sendiherrann var nærri, segir Malaparte, og spurði: He- furðu kannski lyst á ostrusúpu? Eru þetta Dalmatíuostrai’? spurði ég leið- togann, segir Malaparte. Ante Pavelic tók lokið alveg af körfunni og sýndi mér þetta sjávarfang, þennan slím- uga og hlaupkennda ostrumassa og sagði með sínu góðlega og þreytulega brosi: Þetta er gjöf frá mínum tryggu Ustasjadrengjum. Þetta era tuttugu kíló af mannsaugum. Þrátt fyrir allt held ég að fundur Pen- félaganna á vígaslóðum hafi ekki verið óþarf- ur, hvað sem andmælendur segja með sínum rökum. Við sem gengum um götumar í Dubrownik geymum innra með okkur kröfu um að reyna fyrr eða síðar að koma orðum að óhugnan okkar og harmi. Þó það drakkni allt í harki samkynja áróðurs, afþreyingar- glaumi í fjölmiðlum heimsins saman við aug- lýsingalæðinginn, á meðan skelfingarmynd- irnai- frá hryðjuverkunum, þjóðarmorðum víða um veröld sljóvga tilfinningamar, með- an við sitjum í stofum okkar í hægum sessi og skelfingamar ber þangað til okkar, við verðum kannski frekar samdauna illsku og fólsku og auðteknari sjálf til óhæfuverka ellegar föram að horfa hlutlaus upp á hörm- ungamar. Og líða það að sjálft helvíti færi svið sitt út um veröldina alla. Segjum nei, jafnvel þótt það kafnaði í þórdunum eða þögn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.