Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 19
/ Gulong eru 2200 íbúar og í þessum vinalega bæ er fjöldi gamalla hús. Sum þeirra
eru varðveitt líkt og í Árbæjarsafni og þar á meðal þer húsið á efri myndinni. í því
eru fjögur lítil herbergi og hlóðaeldhús. A neðri myndinni sést Brautryðjendasafnið
í Gulong.
skyldu Ástralir skarta „The Old Jack“
miklu lengur? Var ekki kominn tími til að
skríða undan pilsfaldi ensku drottningar-
innar?
Við ókum lengra. í Ijós kom að unglings-
stúlkan hafði verið bamshafandi. Umsjón-
arkona húsvagnagarðsins þar sem fólkið
hafði dvalist gat lítið sagt fréttamanni.
Ekki hafði hún getað séð að stúlkan hefði
verið ófrísk.
Aningin í Gunnedah var kærkomin. Ég
gekk eftir aðalgötunni þverri og endi-
langri. Skoðaði í búðarglugga, held ég hafi
staðið lengst fyrir framan bakarísgluggann.
Að vísu voru kökumar gimilegar en ein-
hvem veginn var það svo að aldrei langaði
mig nógu mikið í ástralskar kökur til þess
að fara inn og kaupa. Aðeins eitt bakarí
hafði ég ekki getað staðist, kom þá i ljós
að eigendurnir vora danskir innflytjendur!
Ég stóð mig að því að lesa númeraplötur
hverrar einustu bifreiðar sem ég gekk hjá
í bænum. Ég fór inn á þokkalegt kaffihús,
þar inni var útvarpið í gangi.
Lögreglan, ásamt aðstoðarmönnum, var
nú að bera burtu lík mannanna sem fund-
ust höfðu í klettunum. Þeir höfðu verið
skotnfr í andlitið og varpað fyrir björg. Nú
voru glæponarnir eftirlýstir sem morðingj-
ar fjögurra og enn höfðu þeir börnin tvö í
vörslu sinni.
Við ókum áleiðis til Gulgong.
Loks hafði lögreglan staðsett afbrota-
mennina. Þeir höfðu lagt undir sig mann-
laust bóndabýli á afskekktum stað 70 km
vestur af Grafton.
Skyndilega brá okkur. A öldum ljósvak-
ans barst símtal fréttamanns við einn morð-
ingjann:
Er þetta eigandi hússins, sem ég tala við?
Nei, þetta er skotmaður. Hver ert þú?
Frá sjónvarpinu.
Ég er búinn að fá nóg af fréttamönnum.
Ég hef ekkert við þig að tala.
Get ég ferigið að tala við börnin?
Ég drap fimm menn.
Þú drapst fimm menn?
Ja.
Hvers vegna gerðir þú þetta?
Mig vantaði bíl.
Þig vantaði bíl.
Já, og svo að gamni mínu ...
Að gamni þínu?
Já.
Ætlar þú að leyfa börnunum að fara?
Já, þau hafa ekkert gert af sér. Þau voru
ánægð þangað til lögreglan komst í spilið.
Þá byrjuðu þau að gráta. Ég leyfi þeim að
fara um leið og kvenlögregluþjónn kemur.
Við eram að bíða eftir því.
Hver er áætlun þín?
Ég stefni í skotbardaga við lögregluna.
Ætla að skjóta út um málið. Hefði heldur
viljað drepa lögregluþjóna en mennina.
Ætla ekki að fara héðan lifandi.
Hvers vegna?
Mig langar ekki að eyða ævinni bak við
lás og slá. Það gerist ef þeir ná mér.
En þú ætlar að sleppa börnunum?
Já, ég er búin að segja það.
Blaðamaður var greinilega taugaóstyrk-
ur yfir að hafa fengið samband og að tala
við morðingja. Óundfrbúinn og vissi ekki
gjörla hvers spyrja skyldi. Nokkra siðar
kom frétt um að börnunum hefði verið
sleppt.
Einn mannanna gafst upp stuttu síðar.
Vai' hann þegar tekinn í yfirheyrslu hjá
lögreglunni.
Lögreglan undirbjó nú umsátur. Flóð-
lýsti húsið. Sérþjálfaðfr lögreglumenn voru
mættir á staðinn með þyrlum frá Sydney.
Við komum til Gulgong í Ijósaskiptunum.
Vinalegur bær með um 2.200 íbúa. Þetta
var sannarlega sérstakur bær með fjölda
gamalla húsa sem virtist vel við haldið og
að minnsta kosti tvö söfn. Óvenjulegt í
Ástralíu! Aðalgatan var þröng og rétt svo
að bílai' gátu mæst.
í Ástralíu og á Nýja Sjálandi er siður
að gestir geti lagað sér kaffi eða te á gisti-
herbergjum. Er allt slíkt til reiðu, te, kaffi,
sykur og mjólk og oft nokkrar kexkökur.
Skapar þetta heimilislegt andrúmsloft og
er einkar notalegt.
Nafn eins gistihússins vakti athygli okkar
„The Town on the Ten Dollar Note Hotel“.
Alveg rétt! Á ástralska tíu dollara seðlinum
er einmitt mynd af Henry Lawson og Gulg-
ong!
Við gengum um bæinn uns við fundum
kínverskt veitingahús. Kínverskur matur
fer vel í maga, er næringarlega rétt sam-
settur og ævintýralega góðm'. Þetta kvöld
gæddum við okkur á hvítlauks-risarækjum
og Singapore-núðlum. Snertum hvorki út-
varp né sjónvarp.
II
Þegar ég skilaði herbergislyklinum
næsta morgun spjallaði ég smástund við
konuna í móttökunni. Hún kvaðst hafa flutt
hingað fyrir sjö árum frá Sydney:
„Þar er ekki hægt að búa með böm.
Umferðin er skelfileg. Fyrir svo utan meng-
unina. Margir Sydneybúar flyta nú upp í
Bláfjöll (skammt fyrh' utan Sydney), en
Bláfjallabúar flytja hingað. Margir kaupa
tómstunda-bóndabýli eða hús í bænum og
setjast hér að.“
Konan kvað mig þurfa tvær stundfr á
Brautiyjenda- eða minjasafninu. Ég skyldi
endilega skoða það vel. Þai' væri mai-gt að
sjá.
Ég skoðaði bæði Henry Lawson’s safnið
og Minjasafnið (Pioneer Museum) af
skyldurækni. Var það veralega gaman og
fróðlegt.
Hið fyrrnefnda er í fyrram húsi hjálpræð-
ishersins og átti það vel við. Komst ég
m.a. að því að faðir Henrys, Niels Larsen,
hafði verið norskur sjómaður sem kom til
Gulgong í gulleit, en kvæntist Louise Al-
bury. Þegar þau eignuðust soninn Henry
breyttu þau nafni sínu í Lawson.
Byggði faðirinn mörg elstu húsanna í
Gulgong og aðstoðaði Hemy hann þegar
hann hafði aldur til.
Gullæðið stóð ekki lengi. Um tíma voru
íbúarnir 20 þúsund og gistihúsin 40. En
fljótlega hurfu ævintýramenn á braut en
þeir sem eftir urðu uppgötvuuðu að hér var
akurlendi gott og moldin gjöful.
í raun er það hlálegt að mynd Henrys
Lawsons skuli vera á tíu dollara seðlinum,
hann sem alltaf var blankur!
Minjasafnið er eitt hið besta í Ástralíu.
Minnir um sumt á Árbæjarsafn og var stór-
skemmtilegt að ganga um salina og húsin.
Öðlaðist ég sterka tilfinningu fyrir þess-
um litla sögubæ og naut þess síðan að ganga
um göturnar þær sem Henry Lawson gekk
sem ungur maður.
Ég fann fombókasölu í óviðjafnanlegu
húsi frá 1870. Kvaðst eigandinn nánast ein-
göngu selja ferðamönnum bækur. Bæjarbú-
ar keyptu ekki bækur. Óttaðist maðurinn
að í framtíðinni yrðu ekki lesnar bækur.
„Þegar unglingamir ljúka framhaldsskól-
anum líta þau ekki í bók framar. Þeim finnst
auðveldara að ýta á takka,“ sagði þessi forn-
bókasali þungur á brún.
Dagurinn var heitur, samt var ilmur
haustins í loftinu. Þai' sem áður hafði verið
sveitaverslun með alls kyns varningi var
nú myndbandaleiga. Gamla skiltið hafði
verið látið óbreytt eins og víða var tilfellið
í bænum. Þar stóð: Mesta undur heims!
(Greatest Wonder of The World!).
Þegar við ókum áleiðis heim kom í ljós
að annar mannanna, sem enn höfðust við
á bóndabænum, hafði gefist upp og sá þriðji
skotið sig. Þeir vom 22 og 41 árs gamlir.
Engan lögreglumann sakaði.
Unga stúlkan hafði verið myrt því að hún
hótaði að segja frá morði sem mennimir
höfðu framið í auðgunrskyni. Höfðu þeir
300 dali upp úr krafsinu.
í útvarpinu fór nú ffarn umræða um
þátt fjölmiðlanna í þessum eltingaleik. Vom
kallaðir til alls kyns sérfræðingar og dokt-
orar. Þefr fréttamenn sem áttu símtöl við
morðingjana og bömin, meðan þau vom
enn gíslar, voru sterklega fordæmdir. Einn-
ig þeir fréttamenn sem höfðu lent á þyrlu
ískyggilega nærri bóndabýlinu. Hins vegar
lýstu fréttamenn óánægju sinni með að
þurfa að dúsa í 8 km fjarlægð fi-á bænum.
Ekki var unnt að nota bílasíma vegna fjar-
lægðai' og kvörtuðu þeir sáran.
Alls vora um 70 fréttamenn á staðnum
og tækin, sem þeir fluttu þangað, vora
metin á 10 milljónir ástralska dala.
Fréttamaðurinn sem braut flugbannið
sagði að samkeppnin væri hörð. Annar
sagðist undrast að símasambandið til býl-
isins, sem morðingjarnir tóku, hefði ekki
verið rofið, því fjöldi fréttamanna hringdi
þangað.
Ný frétt kom upp meðan við ókum inn
í sólarlagið á leiðinni heim. Níu ára dreng-
ur í Adelaide hafði skotið sex skotum á
bekkjarsystkini sín og höfðu mörg þeirra
særst. Um hríð hélt hann ijölda barna í
gíslingu. Að lokum gafst hann upp.
Einum fréttamanni varð að orði: „Skyldi
hann hafa horft á sjónvarpið og fylgst með
fréttum af morðingjaeltingaleiknum í gær-
kveldi?“
Einhvers staðar á leiðinni var kona að
laga te rétt utan við húsvagninn sinn.
Skyndilega skall á óramyi'kur og ljós flutn-
ingabilanna skáru illilega í augun í hvert
sinn sem þeir óku hjá. Þegar við kæmum
heim yrði kominn tími til að kveikja á hita-
ábreiðimum á rúmunum. Haustið var kom-
ið. Samt yrði ég að muna að vökva geraniun-
um.
Höfundur er rithöfundur og býr í Ástralíu.
JENNA JENSDÓTTIR
Örlög
Hvatar tíndu hendur þínar
hreggblásnar rósw sumars.
Klökkvar urðu kenndir þínar
knúnar gráblikum örlögum.
Bjart varð bros þitt
er blómknippi eyddi
þela á þrautastund vinar
er þráir ljós.
ÞÓRA BJÖRK
BENEDIKTSDÓTTIR
Jól
Um heilaga
nótt,
leitar huguiinn
heim.
A æskunnar slóð,
í fátæka
stofu,
þar sem friðui' og ró
ríkti.
Þar voru jólin
heilög
og hlý,
himnesk!
í faðmi
Móður.
Stúlkan
mín
Djúp er
þín gleði,
sem ilmui'
ferskra blóma.
Trú þín
á Mð
er sterk.
Flest er
þér hulið
enn
í þessum heimi.
Þakklát og
glöð,
þú gengur út í vorið.
Höfundur er húsmóðir, nuddkona og skáld í
Reykjavík. Fyrsta Ijóðabók hennar, „Stund-
um", kom út í október sl.
EINAR ST. EINARSSON
Segðuafi
Ég er með brauðpokann
og fólkið allt um kring á tjamar
bakkanum.
Ég lít niður að þér og hvísla
segðu afí má ég fá meir
og þú segir hátt og snjallt;
„Afí má ég fá meir.“
Ég lít í kringum mig stoltur.
Sólin brosir, fólkið brosir
og við brosum nafni minn
og gefum öndunum meira brauð.
Ástkær
Megi sorgin
megna að gefa
minningu hans
eilíft líf.
Megi ljósið
lýsa okkur
leið til vonar
enn á ný.
Höfundur er múrarameistari í Reykjavik.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 19