Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 20
*£<*?*?*
Frásögn Gamla Testamentisins af flótta Israelsmanna yfir Rauðahafið og gangveginum, sem þar myndaðist, er eitt af þeim dæmum sem trúarbragðasagan greinir frá
um vitranir frá almættinu.
VITRAINIR FRA
ALMÆTTINU
Iárdaga menningarinnar, þegar akuryrkja var fundin
upp, tóku menn eftir því að sólin hafði áhrif á upp-
skeruna. Sólin varð því fyrsti vísir að trúarbrögðum
meðal fólks. Sóldýrkendur tíðkast enn í dag en
auðvitað heldur sólin áfram að skína hvort sem
„Trúaðir menn dæma ekki
verk meðbræðra sinna
hæf eða óhæf. I stað þess
að dæma, hata og ráðast
á meðbræður sína,
auðsýnir sannkristinn
maður fyrirgefningu,
kærleik og hjálp... Ég get
vel fallist á margt í
kenningum fjarlægra
trúarbragða þótt Kristur
sé frelsari minn og
meistari.“
Eftir PORSTEIN
EGGERTSSON
menn trúa á hana eða ekki. Trúarbrögðin
héldu þó áfram að birtast mannkyninu í
ýmsum myndum og eru enn að þróast,
m.a. með nýjum sldlningi vísindamanna á
sköpun heimsins. í fomegypskri sóldýrk-
endatrú og elstu heimildum hindúismans
urðu smám saman til trúarlögmál, eins og
t.d. karma; lögmál orsaka og afleiðinga,
enda var skilningur fornegypta á hugtakinu
að „uppskera eins og maður sáir“ þegar
orðið ljós í upphafi akuryrkjusamfélaganna
þegar tímatalið var fundið út.
Karmalögmálið fæddi síðan af sér önnur
lögmál, t.d. tvíeðlishugtakið sem byggði í
fyrstu á greinarmun góðs og ills og þróað-
ist smám saman í athuganir á samspili
andstæðnanna (heitt og kalt, dagur og nótt,
vetur og sumar o.s.frv.). Trúarleiðtoginn
Zaraþústra, sem fæddist í Persíu á sjöundu
öld fyrir Krist, lagði t.d. megináherslu á
tvíeðlið.
Zaraþústra, Búddha
Og kristur
Öll helstu trúarbrögð heimsins hafa orðið
til vegna vitrana frá Almættinu og með
samanburði og auknum skilningi á þessum
vitrunum hafa þau þróast. Zaraþústra ólst
t.d. upp við fjölgyðistrú og þekkti ekkert
til gyðingdóms, en hann bjó yfir dulrænum
hæfileikum og fór að leggja stund á eingyð-
istrú eftir að viskuguðinn Ahúra Masda
birtist honum. Það er líka athyglisvert að
nokkrum misserum eftir að Zaraþústra lést,
um 550 árum fyrir Krist, fæddist prinsinn
Gautama Siddharta sem síðar var nefndur
Búddha, á Indlandi. Búddha öðlaðist enn
víðari skilning á Almættinu en Zaraþústra
og þegar Búddha var kominn á miðjan ald-
ur tjáði hann fylgjendum sínum að hann
yrði með þeim næstu fimm hundruð árin
en þá tæki nýr Búddha við. Og það er eng-
in tilviljun að fimm öldum síðar kom Jesús
Kristur til sögunnar. Hann var um margt
líkur Búddha. Báðir voru allvel menntaðir
á sína vísu en skrifuðu þó ekkert af kenning-
um sínum sjálfir. Báðir söfnuðu í kring um
sig hópi fylgjenda. Báðir þekktu vel ríkj-
andi kenningar en afneituðu þeim til að
skapa nýjan grunn. Báðir voru frumlegir í
kenningum sínum og hengdu sig ekki á
eldri kenningar nema helst til að hrekja
þær. Báðir voru gleðimenn og boðberar
friðar og kærleika en lögðu þó áherslu á
rétta breytni. Báðir öfluðu sér áberandi
fylgis í lifanda lífi enda höfðu kenningar
þeirra breiðst víða um lönd, aðeins öld eft-
ir brotthvarf þeirra.
Faðirinn, Sonurinn Og
HeilagurAndi
Tunglið snýst kring um jörðina, jörðin
kring um sólina og sólin skín á Atlantshaf-
ið hvort sem við erum trúuð eða ekki. En
mönnunum er ekki ætlað að finna upp trú-
arbrögð. Þau eru skilaboð Almættisins til
mannkynsins. Auðvitað hafa verið til menn
á öllum tímum sem hafa búið til trúarbrögð
í þeim tilgangi að tæla auðtrúa sálir. Ef
ég væri þannig innrættur, gæti ég t.d. far-
ið inn í svörtustu Afríku, sýnt fólkinu þar
litla rafstöð sem framleiðir nokkur skær
ljós í perur og talið þeim trú um að það sé
ég sem útvega sólinni raftnagn til að skína.
Og ég gæti sagt fólkinu að ég geti slökkt
á sólinni ef það borgaði mér ekki skatt í
fé og fríðu. En hvað gerist ef ekki slokknar
á sólinni, þrátt fyrir hótanir mínar?
Almættið, lífsaflið og framþróun sköp-
unarínnar eða Sköpunin, Krístur og Til-
gangurínn (þetta sem við köllum venjulega
„Föðurinn, Soninn og Heilgan Anda“) er
viðvarandi hvort sem við trúum á það eða
ekki. Og Guð er ekki verkfæri mannanna,
heldur er mannkynið aðeins örlítil frumeind
í einu af ótal verkfærum hans. Við vitum
þó að hann ætlar þessari litlu frumeind
stórt og mikið hlutverk í tímans rás, en
Tíminn er eitt helsta verkfæri Almættisins
við sköpunina. Mannkynið er ungt, enda
er alheimurinn ennþá í stöðugri sköpun.
Sköpunarsögunni er því engan veginn lok-
ið. Það eru ennþá milljarðar ára í „hvíldar-
dag Almættisins“.
Yegir GuðsEru
Órannsakanlegir
Ef við gerum ráð fyrir því að Almættið
hafi skapað tímann ásamt smæstu frum-
eindum og stærstu víðáttum alheimsins,
virðist nokkuð ljóst að Almættið er í öllu.
Það er í litum sem enginn maður getur
skynjað, víddum sem enginn getm- skilið
og óendanleikanum — hvort sem hann nær
út fyrir allt og endar hvergi eða inn í enda-
lausu smækkandi alheima atómsins. Við
getum ályktað að eitthvað hljóti að hafa
verið til á undan upphafinu og eitthvað
verði á eftir endalokunum. Það hlýtm' líka
að vera eitthvað fyrir utan endamörk al-
heimsins og minnstu frumeindir hljóta að
vera gerðar úr einhverju sem er enn minna
— út í það óendanlega. Við getum fallist á
þetta án þess að gera okkur fullkomna
grein fyrir því hvenrig það virkar. Þetta
er óendanleikinn — þetta er Almættið; Guð.
Samkvæmt þeirri skilgreiningu að Guð
sé óendanlegur í allar áttir, þá er honum
ekkert óviðkomandi enda er allt frá honum