Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 8
Greinarhöfundurinn gengur af skipsfjöl í Dubrownik. sem börðust þótti hentugt að hafa griðastað eða vé þar sem njósnarar þeirra og sendi- menn aðrir gátu nasað og þefað og reynt að plata hver annan í svallveizlum og hafði svo hver nokkuð að iðja. Ragusamenn voni miklir framfaramenn og mannúðar, og gátu keypt sig út úr hverri kreppu og lempað dýróða sjóræningja til að reyna fyrii- sér í næsta plássi og þiggja kannski góðan beina. Áiið 1416 voru þeir þjóða fyrstir til að afnema verzlun með þræla og hætta að halda þræla sjálfir sem þó hafði verið þeim einsog Feneyingum, patrónum þeirra, hin drýgsta tekjulind forðum. Því braski tengist líka nafnið á strandbakka í Feneyjum, þar sem við lögðum upp í förina: Riva dei Schiavoni, Þrælabakki. Og sá þó varla borð á auði þeirra við þau þjóðþrif. Ragusamenn voru þegar á 15. öld búnir að koma sér upp apóteki, læknum, spítala, vöggustofu og elliheimili, sem var ekki orðin tízka annars staðar. Yfirvöld fóru mjúklega að þegnum sínum, beittu þá fortölum og handleiðslu fremur en harðýðgi. A mótum 14. og 15. aldar vildu yfirvöld fá þegnum sínum hús hlaðin úr steini í stað timburs, þá urðu margir tregir til og tómlátir. Þá bannaði Öldungaráðið þeim sem kúrðu í timburhúsunum að eiga í fórum sínum meira en tvö löggilt mál af víni í senn sem svaraði til eins lítra. En hinir sem bjuggu i steini máttu hafa svo mikið vín sem sýndist. Æðstur var rektor sem mátti ekki fara úr kastalanum eða rektorshöllinni sem reist var á 12. öld og endurreist eftir skemmdir á 15. öld. Hann var kosinn mánaðarlega og mátti þann tíma ekki víkja úr höllinni og bar að hugsa dag og nótt eftir kjörorðinu Obliti privatorum publica curata, gleymið einkamálum en gætið almannaheillar. Þann- ig hélt þessi borg sérstökum stíl og menn- ingu í skjóli Feneyinga, og hlaut snemma viðumefnið Perla Adríahafsins. Hún hrundi í jarðskjálfta 1662 að verulega leyti og reis þá með samstæðum svip sem vakti aðdáun ferðalanga og pílagríma, naut sérstakrar helgi sem einstæð menningarmiðja fram á villimennsku síðustu ára. Þeir komust undir Austurríkismenn þegar Feneyjar féllu undir þá og á fyrsta tug 19. aldar hraut borgin til Napóleóns Bónaparte, og komst þá undir vemd Frakka, varð lén Marmont hershöfðingja Napóleons sem virti borgina og réttindi hennar, kaus sér bara landræmu til þess að hann hefði seiling- arskækil til þess að berja á Rússum og Svart- fellingum. En þegar Napóleón þraut stríðs- gæfu féll borgin enn undir Austurríkismenn og svo hélzt næstu hundrað árin fram til loka fyrri heimsstyrjaldar þegar nýtt ríki var búið til og kallað Júgóslavía, og var þá þetta sérstæða lýðveldi löngu gagnmótað rómversk-kaþólskum og latneskum áhrifum, sneri baki við Balkansveggnum, slavneskum og tyrkneskum áhrifum. Og stendur nú á mjóni ræmu eða króatískum sprota sem teygist meðfram landamæmm Bosníu- Herzegóvínu og rekur sára gómana í Svart- fjallaland. Og það er örstutt frá Dubrownik yfir til Bosníu á svæðið þar sem brjálað þrístríð geisar með skyndibandalögum á vixl eftir stríðslukkunni milli Serba, Króata og múslima gegn konum og börnum og öðru vopnlausu fólki. í því landi miðju er borgin Sarajevo þar sem allar þessar þjóðir bjuggu í sátt og frjóvguðu hver annarrar menningu sem reis hátt, nú horfir allur heimurinn upp á þá borg myrta. ... Hell is empty. And all the devils are here, lætur Shakespeare loftandann Ai'iel Hin forna og fagra menningarborg á strönd Adríahafsins, Dubrownik, séð úr lofti. Á SLÓÐUM BRÆÐRAVÍGA Hvað vissum við? í umsátrinu um Dubrownik lágu verðlaunaskyttur í hæðunum fyrir ofan borgina og skutu á allt kvikt sem bærðist í borginni. Þeir ku hafa fengið sérstaklega greitt fyrir að vinna slík meindýr sem blaða- „Mér fannst ég vera skyldugur til að fara, taka þátt í umdeildri tilraun Pen-sambandsins að halda þing á vígstöðvum í Króatíu í því skyni að reyna að bera sáttarorð milli bræðra sem berjast. “ Eftir THOR VILHJÁLMSSON menn og ljósmyndara, sem í öðrum styrjöld- um eru auðkenndir af merkjum sem eiga að auka þeim lífsvon, þótt sjaldnast verði fulltryggð í hríð orra. En hér fór öfugt, að þeir voru öllum öðr- um óhelgari, og flestum fýsilegri bráð leyni- skyttunum vegna bónusgreiðslu fyrir að drepa þá, svo heimurinn frétti síður af voða- verkunum, mannvonzku, fólsku við almúga. Af vanhelgun lífsins. Hvað vissum við nema þeir væru að laum- ast um þessar hæðir að komast í færi til að drepa skáld fyrir bónusábót? Aðalgata borgarinnar lá sérstaklega vel við til slíkra dáða úr launsátri: Plaka. Þessi undra fagra gata þéttskipuð minjum sem eru höfuðprýði þessarar borgar, perl- unnar á strönd Adríahafsins, hún liggur bein um borgina þvera og bindur saman minningu hins grískrómverska menningar- seturs Ragusa, griðlands á skálmöldum og umhleypinga þegar staðarmenn keyptu af sér ránsmenn með auðsæld sinni og góðum samböndum um aldir þegar öðrum var hætt, og ríki risu og hnigu, við þann unaðsreit sem við nefnum hinu slavneska nafni sínu Dubrownik. Vegna fegurðar sinnar og menningar- minja þótti borgin friðhelg. En á þeirri varg- öld sem er okkar er öngu eirt. Ekkert heil- agt, hvorki lifandi fólká né lifandi menningu. Herflokkar sveinia með alvæpni lúta eng- um aga, drepa böm sem öldunga af hlakk- andi fólsku, vopnlausa friðflytjendur og sjálf- boðaliða úr framandi löndum sem flytja sveltandi og dauðvona líkn og mat, þeir nauðga skipulega konum þegar aginn nær aftur til þeirra og blóðæði þverr, kalt og þjóðræknislega. Plaka er bein gata. Öðrum megin var Ragusa, sem var í árdaga hluti af Illyríu en hún var byggð Venetum sem víða teygðu sig (og rákust jafnvel allt þangað sem nú er Bretagne og búa frændur okkar Bretónar skyldir okkur gegnum keltneska skáldablóð- ið) en frá um það bil sjöundu öld fyrir Krists burð Var Ragusa nýlenda frá gríska borgrík- inu Epidárus. Þegar slaknaði á rómverskum yfirráðum sem fylgdu heimsveldi þeirra tóku Slavar að manna sig upp og runnu úr fjalldöl- um og af hásléttum og lögðu meðal annars undir sig Dubrownik, flæmdu þá sem fyrir sátu út á eyjuna hið næsta sem síkið eitt aðskildi og stofnuðu Ragusa þar; runnu síð- ar í aldanna rás saman í farsæla þjóðablöndu. Á miðöldum var Plaka síki til varnar gegn árásum af meginlandinu þar sem oft var ókyrrð og væringar og herhlaup sund- urleitra vígamanna. Þá var Ragusa merki- legt borgríki með menningarsniði og tempr- uðu sjálfstæði. Þeir voru öllum lagnari að koma sér í mjúkinn hjá þeim öflum sem hófust á Miðjarðarhafi til veldis, og haga seglum eftir vindi. Um sinn var helzt að varast Feneyingana þegar þeir höfðu borið hærri hlut yfir keppinauta sína Genúamenn, og gátu farið að einbeita sér gegn keppinaut- um sínum í austri svo sem Býzans og síðar hundtyrkjanum sem er hefðbundið á Islandi að nefna svo af sögulegri rangsýni. Feney- ingar voru öðrum séðari og tókst að snúa heilli krossferð árið 1204 frá Landinu helga til Miklagarðs sem hentaði þeirra verzlunar- hagsmunum bezt og fóru með krist- menn/krossmenn þangað og tóku Býzans (hina grískkristnu Konstantinópel) sem þá var mest menningarborg í kristni í staðinn fyrir hina helgu gröf og Betlehem og allt hvað heitið hefur. Þeir Ragusamenn voru ekki fyrst og fremst að velta fyrir sér guð- fræði þegar þeir kusu sér skjól í stríði Fe- neyinga við Býzansmenn, þeir hölluðu sér að Feneyingum og komust undir þeirra yfir- stjórn árið eftir krossferðina en fengu mjög slakan tauminn. Þeir voru líka snjallir að prútta og kaupa af sér öll ógnandi öfl í stað þess að stríða, og nutu þess enda að þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.