Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 21
komið. Honum yfirsést því ekkert og hver einasta manneskja skiptir máli. Þetta er að vísu óskiljanlegt en þó í fullu samræmi við svo margt annað sem okkur er ekki ætlað að skiija. En þótt vegir Guðs séu órannsakanlegir, þá getur okkur grunað ýmislegt. Við höfum séð að þróun lífsins á jörðinni hefur leitt til sköpunar mannsins og maðurinn hefur lagt undir sig jörðina. Okkur grunar að með tímanum geti menn sest að á öðrum plánetum — jafnvel í öðr- um stjömukerfum eftir nokkrar milljónir ára. Því hefur jafnvel verið haldið fram að guð sé að skapa manninn í sinni eigin mynd; gera manninn að guðlegri, skapandi veru. Frelsi Mannsins Guð bænheyrir mig. Þegar ég bið hann um eitthvað er það vegna þess að innst inni veit ég að hann ætlar sér eitthvað með mannkynið — og þar af leiðandi mig. ég er því „í náðinni" eins og reyndar allt mann- kynið. En oftast nær eru óskir mínar sprottnar af eigingjörnum og frumstæðum hvötum, hvort sem ég geri mér grein fyrir því eða ekki. Hann bænheyrir mig því ekki alltaf samkvæmt óskum mínum heldur sam- kvæmt því sem er mér fyrir bestu. Sum af svörum Guðs við bænum okkar geta virst harkaleg og miskunnarlaus. En bam þarf að skera sig í fingurinn til að kynnast sárs- auka, menn þurfa að verða fyrir áföllum til að takast á við lífið, mannkynið þarf að ganga í gegn um hörmungar af og til svo að það þroskist. unarkenningu sína var hann því ekki að hrekja orð Biblíunnar, heldur var hann að staðfesta þau. Hann komst að því, eins og Biblían, að gróðurinn varð til á undan dýr- unum, sjávardýr á undan fuglum himinsins og smám saman þróuðust lífverumar þar til maðurinn varð til. Mennimir’urðu til vegna Guðs. Þeir fjölga sér og uppfyUa smám saman jörðina, en Guð er einn eitt afl og er því hvorki karlkyns né kvenkyns. Framtíðin Er Eilíf í undirvitund manneskjuimar er allt geymt sem hún upplifir, enda notar venju- leg manneskja ekki nema lítinn hluta heil- ans þótt hún verði hundrað ára gömul. Til dæmis er hægt að kalla fram löngu gleymd- ar minningar með dáleiðslu. Líkja má minn- ingabanka undirmeðvitundarinnar við risa- stórt, tölvuvætt bókasafn. Allt sem þú hefur upplifað, hver tilfinn- ing, lykt og allt sem þú hefur heyrt og séð, rúmast inni í höfði þínu. Þú getur kannski rifjað upp atburð sem gerðist fyrir tíu árum og upplifað hann eins ljóslifandi og hann hafi gerst í gær. Það er einfald- lega vegna þess að atburðir gærdagsins og það sem gerðist fyrir tíu árum em í sama herberginu í bókasafni undirmeðvitundar- innar. Hvort tveggja er komið á sama diskl- inginn í tölvusafni hugans. Þess vegna finnst gömlum manni að æfi hans hafi ver- ið stutt. En lífið er langt ef horft er fram á við. Það er heil eilífð til morguns. Að minnsta kosti finnst htlu barni, sem horfir á lokaðar stofudyrnar kukkan fimm á að- fangadag, tíminn aldrei ætla að líða þar til klukkan verður sex og stofan verður opnuð með allri dýrð jólanna. Manni sem ætlar að fara að gifta sig finnst klukkutíminn líka langur að líða þar til athöfnin fer fram, ef hann situr og bíður. Ef klukkutími getur orðið að heilli eilífð, hvað er þá hægt að segja um heilan sólarhring? Heilan mánuð? Samkvæmt þessu er óendanlega langt til næstu aldamóta. AFSÖKUN — FYRIRGEFNING Hugtakið »ég« á við um anda minn en ekki endilega líkama minn. Líkaminn er aðeins umbúð og bækistöð fyrir anda minn meðan hann dvelur á jörðinni. Andi minn hlýtur að yfirgefa líkamann þegar hann hrörnar og verður úr sér genginn. Hvort hann tekur sér svo bólfestu í öðrum, ómót- uðum líkama seinna meir er svo annað mál. En andinn, sálin, lífsneistinn — eða hvað við viljum nú kalla það sem stjómar sjálfinu — tengist Almættinu beint og var- ir þvi að eilífu. Lífsneistinn stjómar hugan- um en hugurinn er á hinn bóginn verk- stjóri líkamans. Ýmislegt í lífsreynslu okkar getur annað hvort bætt hugann, látið hann ósnortinn eða eitrað fyrir honum. Meðal þess sem eitrar hugann er hatur og græðgi. Ef einhver gerir þér eitthvað illt, geturðu annað hvort afsakað hann eða fyrirgefið honum. Systurnar Afsökun og Fyrirgefning virðast nokkuð áþekkar en þær eru þó mjög ólíkar í grundvallaratriðum. Afsökunin beinist út á við en fyrirgefn- ingin inn á við. Segjum að einhver hafi komið það illa fram við þig að þú fyllist hatri í hans garð. Maðurinn biðst afsökunar og þú afsakar hann. Þá veit hann að hann á ekkert sökótt við þig lengur en ekki er víst að þú hafir losnað við hatrið. Sá sem þú afsakaðir veit ekkert um það, enda get- ur hann ekki lesið hugsanir þínar. Ef þú fyrirgefur honum hins vegar, þá hreinsarðu hatrið burt úr þínum eigin huga, hvort sem maðurinn sem á sökótt við þig veit af því eða ekki. Hatur eitrar huga þess sem hat- ar, ekki endilega huga þess sem er hatað- ur. Hatrið er því hin versta kennd. Raun- vemleg fyrirgefning ætti því að fylgja hverri afsökun, enda verður hún ekki full- komin öðmvísi. Trúaðir menn dæma ekki verk með- bræðra sinna hæf eða óhæf. í stað þess að dæma, hata og ráðast á meðbræður sína, auðsýnir sannkristinn maður fyrirgefningu, kærleik og hjálp. í því liggur styrkur og fullkomnun kristninnar. Hatur og háværir dómar virka aðeins sem kröftug auglýsing fyrir það sem á að kveða í kútinn. Það getur verið gott og blessað að hafa góðar dyggðir á hreinu og geta kallað þær fram úr hugskotunum án nokkurrar fyrir- hafiiar. Ekki vegna þess að það sé einhver skylda, heldur fyrst og fremst vegna þess að það skapar sálinni vellíðan — og velliðan sálarinnar er eftirsóknarverðari en margan grunar. Sá kann best að meta sæluna sem kynnst hefur sársaukanum. Hamingjan getur hvergi orðið meiri en hjá þeim sem hefur þekkt óhamingjuna. MÖRG TRÚARBRÖGÐ — EinnGuð Bemard Shaw sagði einhvern tíma: „Það era aðeins tdl ein trúarbrögð, en það em til hundrað útgáfur af þeim.“ Ég er þessu sammála. Það er margt gott til í flestum ti-úarbrögðum. Fornspekingar hindúismans bjuggu yfir mikilli visku, þótt hindúisminn hljóti að vera plága Indlands í dag. Það er líka margt gott í Kóraninum, helsta trúar- riti múslimanna, þótt tunguliprir menn á Vesturlöndum vilji halda öðra fram. Ég get vel fallist á margt í kenningum fjarlægra trúarbragða þótt Kristur sé frelsari minn og meistari. Þó er ég ekki að segja að bet- ur sé staðið_ að kristindómi en öðrum tráar- brögðum. Ég hef tekið eftir því að þegar menn fara langt frá upphaflegum kenning- um tráarbragðanna, þá er ekki von á góðu. Tráboðar á Biblíubeltinu svokallaða í suður- hluta Bandaríkjanna geta haldið fáfróðum sálum í tráarblindu vegna þess að þeir (trá- boðarnir) hafa tekið það sem þeim hefur litist best á í Nýja testamentinu og halda því að fólki. En þetta á ekki bara við um fólk sem kallar sig kristið. I öllum tráar- brögðum og á öllum tímum era og hafa verið til menn sem skákuðu í skjóli fávisku og vanþekkingar þess fólks sem tránni er eða var beint að. En að viðhalda fáfræði er alvarlegur mannkynsglæpur sem elur af sér hindranir í jákvæðri þróun mann- sandans. Til að hrinda þessum hindrunum úr vegi þarf að auðsýna fyrirgefningu, kærleik og hjálp (aðstoð) en til að vera vel að sér í kristinni trá þarf fyrst og fremst einlægt og hreint hjarta. Þó sakar ekki að búa yfir víðsýni og þekkingu — ekld aðeins á Nýja testamentinu heldur líka granni þess sem er Gamla testamentið; tráarbók gyðinga sem kemur kristninni lítt við öðra vísi en að vera grannur hennar, líkt og sökkull undir húsi. Það besta í öllum helstu tráarbrögðum heimsins er ótrálega keimlíkt þegar grannt er skoðað, enda hefur Almættíð birst ólíku fólki á ólíkum tímum. Þrír blindir menn sem þreifa á fQ gera sér eflaust ólíkar og misgóð- ar hugmyndir um hann, eftir því hvar þeir þreifa fyrir sér, en þegar þeir bera saman ráð sín, hleypidómalaust, geta þeir gert sér enn betri heildarmynd af fílnum. Mannkyn- ið hefur að vísu ekki ennþá gert sér viðun- andi heildarmynd af Almættinu en það er allt í lagi. Almættið heldur áfram að birtat mannkyninu. Guð var ekld búinn til fyrir mennina, heldur vora mennimir búnir til af Guði og fyrir Guð. HiNRIK BJARNASON Jólakveðja til konu við Háteigsveg 1989 Þau koma einsog lyftist lag úr þögn og ljós á kolu færi gest til bæja. — I hugskoti þú heyrir telpu hlæja. Já, hélstu kannske gleymda þessa ögn, sem austanfjalls var klædd í hreinan kjól og köttinn strauk, uns lýstu heims um ból. þau helgu jól? Höfundur er dagskrárstjóri ertendrar dagskrár hjá Sjónvarpinu. ÁSLAUG S. JENSDÓTTIR Gamla orgelið Gamla orgelið gleymist. Það gegnir ei hlutverki meir. í hjörtunum blundar hulinn hljómur sem aldrei deyr. Það stóð í stofunni áður stásslegt um dægrin löng. Samofíð æskunnar yndi sem ómaði af glaðværð og söng. Er veturinn sveipaði sveitir svelli og fónnum hvert ból. Orgelsins töfrandi tónar túlkuðu gleðileg jól. BARÐI BENEDIKTSSON Barndómur Æ oftar birtist æskan mér á andans skjá er ellilaunaárin kyrru æða hjá og ströndin blá með stelk og má og fátæklegan fjörulalla fer á stjá. Úr flæðarmáli fleytt var skeljum fram á svið og flúðir voru fjarlæg lönd með fískimið og sólin skein á sand og hlein sjórinn eins og satínvoð með silfurrein. Brátt sullaði í sauðskinnsskóm hjá snáða þeim og loks á náðir ljúfrar móður leitað heim því hennar ást mér aldrei brást hún skildi h'tinn labbakút með langaði á hafíð út en yfírsást. Höfundur býr á Akureyri. Boðun Maríu - fyrr á öldum algengt viðfangsefni málara. Þessi mynd er eftir Johann Anton Ramboux, 1790-1886. Guð hefur gefið mönnunum frjálsræði. Þeim er því frjálst að breyta rangt og rétt. Þeim er frjálst að berjast í styrjöldum, koma sér upp hættulegum stjórnmálakerf- um, brenna upp þúsundir tonna af olíu á hverju ári o.s.frv. Þeim er frjálst að bjóða sjálfum sér og náttúranni byrginn, en fyrr eða síðar verða þeir að gjalda fyrir gerðir sínar. „Eins og maðurinn sáir, eins mun hann upp skera“ er karmalögmálið gamla í hnotskum. Mennirnir geta gengið á auð- lindir náttúrannar að vissu marki, en þeir geta ekki gert útaf við náttúrana. Ef mann- kynið vill sprengja sjálft sig í loft upp með kjarnorkusprengjum, þá er þeim það frjálst, en náttúran réttir aftur úr sér og nýjar lífverur líta dagsins Ijós að milljónum áram liðnum. Þetta er allt sagt með einföldum orðum í Bibh'unni. Þar er sagt að manninum sé frjálst að njóta alls sem náttúran hefur uppá að bjóða nema ávaxta skilningstrés- ins. Með því að hrófla við þeim, sendir hann sjálfan sig út í ystu myrkur. Biblían er nefnilega skrifuð á rósamáli til þess að hver kynslóð geti skilið hana á sinn hátt. Þegar Charles Darwin kom fram með þró- Höfundur er textahöfundur, blaðamaður og rithöf- undur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.