Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 6
Yflr honum hvílir auðmýkt og reisn í senn. Hann ber ekki höfuðið hátt, heldur horfir til jarðar í hógværð. Faðmurinn er út breiddur móti öllum, sem þarfnast vinar í raun, öllum þreyttum, veglausum, viltum, öllum smáum hröktum og hrjáðum. Það er ef til vill ekki tilviijun, að þessi mynd var gerð um svipað leyti og sálmurinn „Ó, Jesús bróðir besti...“ var ortur. Verður þeim bróður betur lýst í mynd, en hér er gert? En hvort er hann nálægur eða fjarlægur? Getum við hlaupið í opinn faðm hans eða hvíl- ir kaldur hjúpur eilífðar og heilagleika um hann? Er Kristur Thorvaldsens sá Kristur, sem gerðist maður meðal manna, eða er hann aðeins hugmynd, hugmynd um hinn fullkomna mann? Finnum við til skyldleika eða fráhrind- andi framandleika frammi fyrir þessari mynd Krists? Tímaleysi hins ný-klassíska stíls kann að valda því, að okkur finnist sem við stöndum þrátt fyrir allt ekki frammi fyrir bróðurnum besta, heldur fjan-ænum Kristi, stignum niður úr hæðum goðsagnar eða helgisögu. Ef til vill finnst okkur þó gott, að Kristur lætur okkur hér eftir síðasta skrefið, þrengir ekki að okkur, heldur stendur álengdar og bíður. Altaristaflan í DÓMKIRKJUNNI Þóra: Þegar Dómkirkjan í Reykjavík var endurbyggð um miðja síðustu öld var fengin í hana altaristafla eftir danska málarann Gustav Theodor Wegener, máluð 1847. Hún sýnir upprisu Krists. Gustav Theodor var starfandi málari í Danmörku á síðustu öld, fæddur 1817. Hann hefur því verið aðeins þrítugur þegar hann málaði þessa mynd. Hann var í hópi þeirra listamanna sem skreyttu Thorvaldsenssafn í Kaupmannahöfn á árunum 1840 til 1848, en þá var það form- lega opnað með viðhöfn, að listamanninum látnum. Thorvaldsen lést 1844. Hann hafði áður sént íslendingum að gjöf skímarfontinn, sem vígður var í Dómkirkjunni gömlu sumar- ið 1839. Ekki er ólíkfegt að þama séu tengsl á milli. Hvort það hefur haft svo mótandi áhrif á landsmenn, að slíkri mynd var komið fyrir í höfuðkirkju landsins, Dómkirkjunni í Reykja- vík, þessum ört vaxandi höfuðstað íslendinga, — eða þótti mönnum hún svo góð, og rétt — um það skal ekkert fullyrt. Hvernig sem því hefur verið háttað, varð þessi mynd þegar í stað fyrirmynd altaristaflna hér á landi. Sig- urður Guðmundsson málari, sem kom nokkm seinna heim frá löngu listnámi í Kaupmanna- höfn, fékk margar pantanir frá kirkjuyfirvöld- um, en allar urðu myndirnar að líkjast sem mest Dómkirkjutöflunni. Nú em altaristöflur í 10 íslenskum kirkjum eftir Sigurð, allar málaðar eftir Dómkirkjutöflunni. Hjalti: Altaristafla Dómkirkjunnar í Reykjavík og eftirmyndir hennar sýna atburð- inn, sem enginn sá og enginn fær lýst af eig- in raun; andrána þegar tími og eilífð mætt- ust; andartak upprisunnar. Hvergi birtist hinn sigrandi Kristur í meiri fyllingu en einmitt hér, er hann brýtur af sér hlekki dauðans, veltir bjarginu frá grafar- munnanum og géngur að nýju fram á land lifenda. Að baki var þjáning höfnunar og krossdauða, niðurstigning til heljar og barátta við öfl myrkurs, haturs og ógnar í undirdjúp- unum. Framundan sigur í uppstigningu að hástóli Guðs föður á himnum. Hinn upprisni Kristur verður aðeins sýndur í mynd sigrandi hetju. Yfir höfði hans blaktir því sigurtáknið, krossfáninn. Upprisu Krists verður ekki lýst með öðrum hætti en umvafinni hinum hvíta lit hreinleika, sakleysis, sigurs og gleði, lit skírnarkjólsins og páskaskrúðans. Hún verður ekki túlkuð né tjáð öðru vísi en böðuð ljóma og ljósi, sem einkennir alla opinberun og guðsbirtingu. Myndir þessar benda einnig á þverstæðu upprisuundursins, sem þegar kemur fram í frásögum guðspjallanna. Frammi fyrir hinum upprisna fyllist maðurinn skelfingu, fellur til jarðar, viðurkennir smæð sína takmarkanir. Varðmennirnir eru því ekki aðeins tákn hinna fjandsamlegu afla, er höfnuðu Kristi, útskúf- uðu honum og krossfestu. Þá er einnig hægt að skoða sem fulltrúa alls mannkyns. Sér- hvers þess, sem mætir Drottni en andvarpar, vík frá mér, því ég er syndugur maður. Altaristafla Þórarins B. ÞORLÁKSSONAR Þóra: Jesús blessar börnin var Þórami B. Þorlákssyni hugleikið myndefni. Hann málaði altaristöflu fyrir hina nýju kirkju á Þingeyri 1911, og aðra í Stórólfshvolskirkju 1914, sem hér sést. Á báðum töflunum er Kristur í auð- þekkjanlegu íslensku landslagi. Myndir Þórar- ins einkennast af kyrrð og blíðu. Haft er eft- ir Guðrúnu dóttur Þórarins, að þær hafi setið fyrir systurnar báðar, Dóra og Guðrún. Hjalti: Þórarinn B. Þorláksson staðsetur Krist, sem blessar börnin, í íslensku lands- Altaristafla Steinunnar í Kópavogskirkju. Altaristafla Jóhanns Briem lagi. Víður sjónhringur með fjöll, sem blána í fjarska. Lygn en straumþung vötn í bak- grunni og yfir öllu hvelfist djúpur himinn. Kristur er ekki aðeins staðsettur í íslenskri náttúru. Honum er líka valinn staður í víðátt- unni og blámanum, sem kallað getur fram hugmynd um hátt upp hafna tign, heilagleika og eilífð. Hér er það því aðeins öðrum þræði hinn jarðneski, holdtekni Kristur, sem stígur fram á sjónarsviðið. Upphafning hans yfir stað og stund gerir það að verkum, að hinn upprisni, eilífi Kristur er hér einnig til stað- ar. Hið sama kemur fram í mynd Krists sjálfs. Geislabaugur leikur um höfuð hans og klæðin eru hvít og skínandi. - Hið sama kemur fram í mynd Krists sjálfs. Klæði hans eru hvít, næstum lýsandi. Á altari- stöflunni í Stórólfshvolskirkju leikur geisla- baugur um höfuð hans. Á töflu Þingeyrar- kirkju er hann hins vegar fjarrænn, framan og ósnertanlegur. Altaristafla Jóhanns Briem Þóra: Jóhann Briem fór aðrar leiðir í sinni listsköpun. Hann sótti fyrirmyndir sínar til suðlægra landa þegar hann málaði fyrir kirkj- ur. Hann fór alla leið til Landsins helga, og þaðan eru áhrifin í þessari mynd sem hann málaði fyrir Kvennabrekkukirkju í Dölum 1953. Einkenni Jóhanns leyna sér þó ekki. Hreinir, skærir litafletir, einfóld og skýr form- Altaristafla Kjarvals í Innra-Hólms- kirkju. bygging. Hér er það ljóshærður Kristur, norr- ænn yfirlitum, sem blessar börnin. Hjalti: Hvemig á að lýsa hinum holdtekna Kristi í mynd, Kristi jarðvistardaganna, Kristi, sem gekk um kring meðal manna og gjörði gott, Kristi biblíusagnanna? Á að tengja hann táknheimi krossfestingar og upprisu? Á að rjúfa þann myndheim, sem frásagan skap- ar, fella myndina að táknum, er miðla guð- fræðilegri túlkun og trúarlegri játningu eða á að láta frásöguna.tala sínu máli, myndina líkt og setja hana á svið? Á myndin að vera trú sögulegum aðstæðum frásögunnar, lands- lagi, lífsháttum og líklegu útliti sögupersón- anna eða má fella hana að kunnuglegu um- hverfi og aðstæðum þeirra, sem myndarinnar eiga að njóta? Á mynd að miðla boðskap, vera játning trúar, uppfræða um leyndardóm, lýsa atviki eða skreyta auðan vegg? Frammi fyrir slíkum spurningum hafa mál- ararnir Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson og Jóhann Briem eflaust staðið við gerð mynda sinna og svarað þeim með ýmsu móti. Kristur Jóhanns Briem í Kvennabrekku- kirkju er næsta ólíkur því, sem gera má ráð fyrir um hinn sögulega Krist. Hér fær hann svipmót hins norræna karlmanns. Hann er einnig nálægur, jarðneskur, mennskur. Sögu- sviðið er líka dregið raunsæislegri dráttum en hjá Þórarni. Þorpsgata í Palestínu, grænn og blaðmikill gróður, þrunginn himinn. í myndinni býr suðrænn hiti andstætt þeim svala, sem stafar frá mynd Þórarins. Altaristafla ásgríms Jóns- SONAR Þóra: Altaristafla Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði fyrir Stóranúps-kirkju í Ames- sýslu 1912. Þarna má glöggt þekkja landslag úr Þjórsárdalnum og andlit sumra þein-a sem hlýða á fjallræðuna. Þetta eru að sögn Stein- þórs Gestssonar á Hæli þekkt andlit úr sveit- inni. Jón Ófeigsson menntaskólakennari mun vera fyrirmyndin að Kristsmyndinni, en hann var sjálfur fæddur á Stóranúpi, nýlega byrjað- ur að kenna við Verslunarskólann og Mennta- skólann í Reykjavík eftir langt.nám í útlönd- um. Meðal áheyrenda er fremstur í flokki prófasturinn, séra Valdimar Briem, og einnig má þekkja þarna fræðimanninn Brynjúlf Jóns- son frá Minnanúpi og vísast fleiri. Hjalti: Mynd Ásgríms Jónssónar af Kristi fjallræðunnar byggist á svipaðri þverstæði og mynd Jóhanns Briem af Kristi og börnunum. Fjöldinn, sem hlýðir á Krist, er stiginn upp af síðum Nýja testamentisins eða biblíusagn- anna. Umhverfið er hin vegar íslenskt. Kletta- belti sorfin af vatni og vindi. Snævi þakin fjöll, sem blána í fjarska. Kristur sjálfur er tröllaukinn og ber við himin — höfuð hans og herðar er baðað í djúpblárri, fagurtærri lind norræns himins. Hægri hönd á lofti til að leggja aukna áherslu á orðiii og boðskap þeirra eða til að umvefja áheyrendur með blessun. Tillitið er upphafið og fjarrænt. Athyglin beinist langt í fjarska en ekki að þeim, sem umhverfis eru. Kristur virðist því með vissum hætti fjarlægur stað og stundu. Hugurinn hvarflar því fremur til þess Krists, sem opinberaði gjörvöllu mann- kyni hinn hulda leyndardóm Guðs í sjálfum sér og stórmerkjum ævi sinnar, en til prédik- arans, sem fluttí gyðingum forðum hinn áleitna og ögrandi boðskap fjallræðunnar. ALTARISTAFLA MUGGS Þóra: Altaristafla Muggs í Bessastaða- Húsavíkurkristur kirkju er af öðrum toga, enda málaði hann þessa mynd á Ítalíu 1921, undir áhrifum frá list ítala, einkum málurum endurreisn- artímans. Muggur, eða Guðmundur Thor- steinsson eins og hann hét fullu nafni, hefur verið kallaður „fiðlungur þjóðvísunnar“, eða ævintýrasveinninn, í íslenskri myndlist. Hann lést langt fyrir aldur fram, aðeins rúmlega þrítugur, árið 1924. Bragi Ásgeirsson sagði í umsögn um þessa mynd í Lesbók Morgun- blaðsins fyrir 2 árum: „Enga altaristöflu á íslandi veit ég, sem kemur mér í jafn andríka stemmningu og þessi, því að ég skynja í henni svo sterkan samhljóm með list fortíðarinnar, formrænan skýrleika og guðlega ímynd." Hér er hinn ungi fagri Kristur að lækna blinda. Hjalti: Altaristafla Muggs í Bessastaða- kirkju er þrungin dulúð. Myrkrið hvelfist yfir og tekst á við ljósið, sem brýst fram. Með vissum hætti endurspeglar myndin því átök vonar og ótta, gleði og sorgar. I miðfletinum mætum við hinum líknandi og fræðandi Kristi. Þar er eins og gjörvöllu starfi Krists meðal þjáðra manna sé þrýst inn í eina mynd. Kristur að kenna, Kristur sem snertir augu hins blinda og gefur honum nýja sýn, Kristur sem læknar þá, sem aðeins áræða að snerta klæðafald hans í felum, en eiga engin orð, enga bæn, aðeins ótakmarkað traust. Til beggja hliða getur að líta næstum ógn- þrungnar myndir, sem endurspegla spennu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.