Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 3
JÓNAS HALLGRÍMSSON Alsnjóa Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur út og austur; einstaklingur! vertu nú hraustur. Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðrí, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þjer, móðir, annt um oss: aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífíð og dauðann, kulda og hita. Sólhvörf 22. desember 1844 Eilífur guð mig ali einn og þrennur dag þenna. Lifa vil eg, svo ofar enn ég líti sól renna. Hvað er glatt sem hið góða guðsauga? Kemur úr suðrí harrí hárrar kerru, hjarðar líkn og jarðar. Á nýársdag 1845 Svo rís um aldir áríð hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á ég samt, og annast vil ég þig, hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu, er himin sér og unir lágrí jörðu, og þykir ekki þokan voðalig. Égman þeirsegja: „Hart á móti hörðu", en heldur vil ég kenna til og lifa, og þó að nokkurt andstreymi ég bíði, en liggja eins og leggur uppi í vörðu, sem lestastrákar taka þar og skrífa, og fylla, svo hann fínnur ei, af níði. Eptir Addison - brot - Og þótt um helga þagnaijeið þreyti vor jörð hið dimma skeið og öngva rödd og ekkert hljóð uppheimaljósin sendi þjóð, skynsemi vorrar eyrum undir allar hljómar um hæturstundir lofsöngur þeirra, ljóminn hreinn: „Lifandi drottinn skóp'oss einn!“ Wassily Kandinsky: Málverk, 1915. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.