Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 5
Guði, sem leið þjáningu og dauða á krosshæð- inni. Kristur Séra Hjalta Þóra: Kristsmynd, eins og séra Hjalti Þor- steinsson í Vatnsfirði vildi hafa fyrii- sínum sóknarbörnum. Séra Hjalti var einn af merk- isklerkum sinnar tíðar. Hann dó 1754 í hárri elli, og hafði þá þjónað Vatnsfjarðarpresta- kalli við Isafjarðardjúp í yfir 50 ár. Hann var hámenntaður maður, lagði stund á stærðfræði og kortagerð með guðfræðinni, — einnig hafði hann menntast í söng og hljóðfæraslætti í Kaupmannahöfn á námsárunum. En kunnast- ur er hann fyrir þau myndlistarverk sem hon- um eru eignuð og varðveist hafa fram til þessa dags. Þessi mynd er á predikunarstóli úr Vatnsfjarðarkirkju. Stóllinn er í bai-okk-stíl, — veglegar súlur umlykja myndirnai', og englamyndir í hornum. Allt er verkið málað hinum margvíslegustu litum. Hér sjáum við aftur Krist konung, með ríkiseplið, tákn al- heimsins, og guðslambið á stallinum. Barokk er heiti á listastíl sem þróaðist í Róm á tímum gagnsiðbótar um 1600 til 1750, það er á milli endurreisnarstílsins og síðan rokokóstílsins. Þetta er mikilfenglegur skreyt- istíll, sem er ætlað að skapa íburðarmiklar skrautsýningar. I málverkinu ber mikið á sterkum litum og skörpum andstæðum ljóss og skugga. Segja má að mikið sé lagt upp úr samræmdu ofhlæði. Krists og helgra manna í myndlistinni. Hér kveður sem sagt við annan tón, í stað hins fámálga, upphafna rómanska stíls birtist mun innfjálgari túlkun trúarlegra minna: Kristur breytist úr ímynd konungs í þymum krýndan sárþjáðan mann. Líkaminn er sveigð- ur og undinn, fætumir negldir með einum nagla. Hinn krossfesti er með þyrnikórónu og blæðandi síðusár, deyjandi. Krossinn er með sprotum, eins konar tákn lífsins trés, og fyrir neðan líkneskið er höfuð, höfuð Krists? eða höfuð Adams, hins fyrsta manns? Þessi Kristsmynd er talin vera frá 14. öld, það er. að segja eftir að íslendingar misstu sjálfstæði sitt seint á 13. öldinni. Nú er hér vissulega um alþjóðlega stefnubreytingu í myndlist og trúarkenningum að ræða, en samtengingin er þó fróðleg og athyglisverð. Hjalti: Sjáið, hve mikil þjáning hans er. Naglar nísta hendur og fætur. A síðunni gap- ir opin und. Líkaminn fallinn saman, höfuðið hnigið út á öxl. Brostin augu stara fjarrænt út í myrkur og eilífð. Hér em allir guðlegir drættir Krists-mynd- ai’irinar máðir burt og hinir mannlegu einir eftir. Þetta er sá Kristur, sem hrópaði í myrkr- inu: „Elí, Elí, lama sabaktaní! ... Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ (Mt. 27:46.) Hvar getur að líta meiri kvöl, dýpri þjáningu, ömurlegri dauða? Hvar sem mennskur maður gengur um skuggadal dauð- ans hefur Kristur farið þar fyrir. Ekkert myrkur er svo svart, að augu hans hafi ekki litið það, engin kvöl svo sár, að hún hafi ekki níst hann, engin læging svo djúp að hann hafi ekki náð botni hennar. Vegna Krists er enginn einn í þjáningu sinni. Hann hungrar með hinum hungraða, þyrstir með hinum þyrsta, er bróðir gestsins, útlendingsins, fang- ans, hins klæðlausa og sjúka. (Mt. 25:42.) En hver var sá Kristur, sem leið? Var það aðeins maðurinn Jesús, sonur Jósefs smiðs í Nazaret? Maður af karli getinn og konu fædd- ur, sem Andi Guðs virtist búa í með sérstökum hætti, en var þó aðeins hold af þeirra holdi, blóð af þeirra blóði, smár í mennsku sinni með sama hætti og ég og þú? — Hinir mennsku drættir þessarar myndar gætu bent til þeirrar túlkunar. Róðan úr Húsavíkurkirkju bendir þó til annarrar áttar, þegar hún er skoðuð nánar. Kross Krists rís á höfði karlmanns. Hún sýn- ir því ekki einn mann heldur tvo og með nokkr- um hætti kallast þeir á, maðurinn á krossinum og maðurinn undir krossinum. Á miðöldum var talið, að kross Krists hafi verið reistur á gröf Adams, hins fyrsta manns, þess hins sama og greiddi óhlýðni og uppreisn leið inn í heim mannkyns. Hlutverk Krists var snemma túlkað í þessu ljósi og hann var tal- inn hafa komið fram sem hinn annar Adam: „Þannig er og ritað: „Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál,“ hinn síðaii Adam að lífgandi anda. En hið andlega kemur ekki fyrst heldm- hið jarðneska, þvi næst hið and- lega. Hinn fyrsti maður er frá jörðu, jarðnesk- ur, hinn annar maður er frá hinmi. Eins og hinn jarðneski var, þannig eru og hinir jarð- nesku. Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska." (I. Kor. 15:45-49.) Það er þvi hinn síðari Adam, hinn full- komni maður, eins og hann vai- áformaður af Hjalti: Kristsmynd sr. Hjalta Þorsteinsson- ar kallar fram í hugann alþekkt erindi sr. Hallgríms Péturssonar: „Víst ertu, Jesús, kóngur klár, ...“ Það er þessi konungur, sem séra Hjalti rist- ir hér í tré af list sinni. Hér er sá konungur kominn, sem sameinar mýkt og veldi, þjónandi kærleika og konung- stign. Hann ber ekki höfuðið hátt, eins og sá, sem hreykir sér yfir valdi sínu. Heldur drúp- ir hann höfði í auðmýkt. Hægri hendi lyftir hann í blessun. í þeirri vinstri ber hann ríkis- epli, sígilt tákn konunga og keisara. í Kristi upprisnum opinberast hinn almáttugi Guð, sem heldur gjörvöllum heiminum í hendi sér. Á fótstalli konungs-myndarinnar getur að líta mynd lambsins með kross-fánann, eina af fornum táknmyndum Krists. Þetta lamb er tilbeðið og dýrkað í heilagri messu allt til þessa, þegar sungið er eða lesið: „0, þú Guðs lamb, sem burt ber heimsins syndir, miskunna þú oss... Skurðarmynd sr. Hjalta Þorsteinssonar minnir á, að mynd Krists er alltaf tvíræð. Hinn upprisni Kristur er ekki aðeins Kiástur valds og konungsdýrðar. Hjá honum er einnig finna drætti kærleika, auðmýktar og nálægð- ar. I persónu hans sameinast mikilleiki kon- ungsins og mýkt lambsins. Kristur Bertels Thorvaldsens Þóra: Um 1820 var Bertel Thorvaldsen fenginn til þess að gera Kristsmynd úr marm- ara fyrir Frúarkirkju í Kaupmannahöfn. Hann stóð þá á hátindi frægðar sinnar, hafði gert garðinn frægan í Róm, einkum fyrir verk sín úr grísku og rómversku goðafræðinni. Bertel Thorvaldsen er einn hinna stóru meistara nýklassíska stílsins, sem varð ríkjandi stefna í Evrópu á ofanverðri 18. öld, sem andsvar við óhófi rokokóstílsins. Fylgismenn stefnunn- ar tóku sér til fyrirmyndar hina yfirveguðu og formfáguðu list Forn-Grikkja. Fornleifa- rannsóknir á Italíu um miðja öldina kyntu undir þennan áhuga og stflþróun. Þegar Thor- valdsen kom ungur til Rómar um aldamótin 1800 fékk hann fyrst vinnu við að gera við grískar og rómverskar styttur sem fundist höfðu í fomum rústum. Til er frásaga af því þegar Thorvaldsen var að vinna þessa Kristsmynd. — Vinum hans þótti hann tæplega nógu trúaður til þess að fást við slíkt verkefni. En Thorv’aldsen átti svar við því: „Eg trúi ekki heldur á grísku guðina, en þar þykir mönnum mér hafa tekist vel upp.“ Hann er sagður hafa verið lengi að að glíma við þetta verkefni. „Einfaldleikinn verður að ráða,“ á hann að hafa sagt við vin sinn, „... því Kristur er hafinn yfir árþúsundin". Svo staðnæmdist Thoi'valdsen fyrir framan þenn- an vin sinn, lyfti örmunum hægt, opnaði faðm- inn og spurði: „Getur hreyfing verið einfald- ari en þessi, og felur hún ekki í sér kærleika hans, og umhyggju fyrir mönnunum; þannig finnst mér Kristur vera.“ Þessi Kristur Thorvaldsens hafði gríðarleg áhrif á Krists-ímynd alls almennings víða um lönd, og sjá má svip hans í verkum margra seinni tíma listamanna. Eins hafa verið gerðar óteljandi afsteypur af verkinu í öllum hugsan- legum stærðum, bæði til heimabrúks og á opinberum stöðum. Hér sjáum við afsteypu úr eir sem hefur verið komið fyrir við Foss- vogskirkju. Hjalti: Hver er Kristur Thorvaldsens, þessi fagri og hátignarlegi Kristur? Altaristaíla Ásgríms Jónssonar. Ljósmynd Jón Ögmundur Þormóðsson. Kristur Bertels Thon'aldsens. Ljósmynd Jón Ögmundur Þormóðsson. er-skorið að hætti herkonunga. Ósnortinn af kvöl og niðurlægingu krossdauðans beinir hann sjónum fram á við, óhræddur að horfast í augu við háa sem lága. Hér er sá Kristur, sem ríkir yfir himni og jörðu. Krossinn er hástóll hans. Hér er hinn sigrandi Kristur á ferð. Hinn sterki Kristur, Kristur, sem á allt vald á himni og jörðu. Þetta er Hvíti-Kristur. Sá Kristur, sem víkingar og bændahöfðingjar gátu veitt viðtöku með sæmd á fyrstu öldum kristni á Norðurlöndum. Þetta er sá Kristur, sem sam- einaði almætti Föðurins og hlýðni Sonarins. Um hann orti skáldið og goðorðsmaðurinn Kolbeinn Tumason sálminn „Heyr, himna smiður, ..." Með vissum hætti endurómar hin róm- verska róða úr Ufaskirkju mikilvægan þátt í sérstæðri túlkun Jóhannesar-guðspjalls á krossdauða Krists. Höfundur þess skynjar dauða Krists og upprisu, atburði fostudagsins langa og páskadags, krossinn og hina tómu gröf sem órofa heild. Krossfestingin er því hluti af sigrinum^ dauðinn og upprisan eitt og hið sama. Um þetta segir guðspjallamaður- inn: „Nú gengur dómur yfir þennan heim. Nú skal höfðingja þessa heims út kastað. Og þeg- ar ég verð upp hafinn frá jörðu, mun ég draga alla til mín.“ (Jóh. 12:31-32.) Húsavíkurkristur Þóra: Gömul Kristsmynd sem eitt sinn var í Húsavíkurkirkju, talin frá 14. öld. Myndin er með skýrum gotneskum einkennum. Gotneski stíllinn verður ríkjandi í evrópskri byggingar- og myndlist frá miðri 12. öld og fram til loka 15. aldar, og helst í hendur við framfarir í byggingartækni. Oddbogastíllinn hefur hann verið nefndur, enda einkennast byggingai- þessa tíma af oddbogum og rifhvelf- ingum, bornum uppi af grönnum súlnaknipp- um. Dæmi um frægar byggingar eru Notre Dame-kirkjan í París, o.fl. kirkjur í Frakk- landi og víðar. I myndlistinni er talað um gotnesku sveigjuna, þ.e. s-laga líkamsstell- ingu, og mikil áhersla er lögð á þjáningu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.