Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 31
John Cage og Teeny Duchamp. einum putta, endalausar langlokur, og halda að það sé að betrumbæta John Cage. Eg hlakka ekki til þess tíma. Það verður ömur- legt, einsog krakkarnir segja. John Cage var eins og vanalega á undan sínum tíma — ahead the game — og naut þeirra forréttinda að aðrir fóru í smiðju til hans og eftir því sem stolið er frá manni fleiri hugmyndum, gef- ur Guð manni ennþá fleiri í stað- inn. Þannig gengur það. Var það ekki í Boston, sem ég hitti Cage næst? Sinfóníuhljómsveit borgarinnar, ein frægasta hljómsveit heims, flutti í fyrsta sinn verk eftir mesta tónskáld Bandaríkjanna, að vísu tilneydd. Það var á 200 ára afmæli Guðs Eigin Lands — USA. Hljómsveitin fyllti sviðið. Hinir flínku hljóðfæravirtúósar spiluðu ekki á hljóðfæri sín, heldur á hljóðfæri, sem þeir kunnu ekk- ert á. Útkoman varð eftir því. Fremst á sviðinu stóðu einsöngvararnir í röð, allir ferlega magnaðir upp, svo úr varð svakalegur hávaði. Blökkustúlka snökti blús, gyðinglegur söngmeistari kyrjaði fornan söng sýnagógunnar, gráhærð landnemakona söng kántríið sitt frá sléttunni endalausu og loks indíáni sem spann upp úr sér söngljóð að hætti forfeðranna og kryddaði þau ferlegu góli, með hjálp handarinnar, og tryllingsleg- um hrossahlátursrokum á milli. Allt drundi þetta í einu, algjört stjórnleysi og frelsi, speg- ilmynd Bandaríkjanna, suðu- og bræðslupott- ur hljóðanna, handan fegurðar og ljótleika. Verkið var mjög langt á mælikvai-ða klukk- unnar, en mér fannst það allt of stutt, upplif- unartíminn var ein andrá. Þetta er eina músikin frá Boston sem er mér minnisstæð og þó var þetta með viðameiri tónlistarflutn- ingsmótum. Cage brosti í serknum sínum og nú var hann kominn með skegg. ^ Cage var gestur Listahátíðar árið 1980. Ég sat í stjórninni og það tókst að fá Cage hingað með hjálp Zukofskys, stuðningi Thors og samþykki Njarðar. Cage og Zukofsky voru nánir samverkamenn á þessum árum. Cage hafði komið hingað nokkrum sinnum áður, en ekki gert vart við sig. Flugleiðir — eða voru það gömlu Loftleiðir — buðu í þá daga ódýrustu fargjöldin yfir Atlantshafið. Hippar og félítið fólk notfærði sér þetta óspart. Flugfélagið græddi og gekk undir nafninu Hippie Airlines. Pyngja Cages var oft létt framanaf og hann notfærði sér dval- artilboðið — stop over. Og hvað gerði hann svo hér í Reykjavík? „Ég gaf öndunum, sem syntu á litlu tjörninni í miðbænum," sagði Cage. Eg lánaði honum íbúðina mína meðan hann var hér og flutti til vina minna. Cage bjó helst ekki á hótelum. Hann var þá kominn á undarlegan matarkúr, útbjó fæðu sína sjálf- ur og ferðaðist með öll efni í hana um heims- byggðina. Matnum var raðað í körfu, sem Cage bar á handleggnum. Þetta voru alls konar baunir, hveiti- og korntegundir frá Indlandi og Japan, að ég held. Ég hafði kannað neysluvenjur Cages og tókst að útvega slatta af Guinnes-bjór, sem ég setti í ísskápinn, ásamt nokkrum flöskum af sénever. Þetta var á bjórbannsárunum góðu. Þá var Mister East sendiherra Breta hér á landi. Sumir kölluðu hann Misterious East og hann var elskulegur maður. Ég fór á skrifstofu hans og sagði að mig vantaði Guinnesbjór: ég ætti von á bandarískum framúrstefnulistamanni og Guinnes væri uppáhaldsbjórinn hans. Mister East brást við af næmum skilningi, eins og breskum yfirstéttarmönnum er lagið, og síðar um daginn var bjórinn kominn heim til mín. Alesost/c No. 59 Breska heimsveldið bjargaði sóma íslands í það skiptið; Yes, indeed. Cage gerði mikla lukku hér. Hann las upp Empty Words, samsuðu sína úr Thoreau. Hann vann líka mikið með nemum úr Tónlist- arskólanum og Hamrahlíðarkórnum. Tón- leikamir voru eftirminnilegir að vanda, enda blés Cage andagift sinni í krakkana og Þor- gerði. Þetta fólk hafði sínar listrænu mót- tökustöðvar svo sannarlega í lagi. í lok tón- leikanna færði Cage Þorgerði stórt heima- bakað brauð í plastpoka meðan aðrir færðu henni blóm. Einso g áður höfðu tónlistarmenn lítinn áhuga á Cage. Kannski höfðu þeir áhuga, en þeir voru fullir tortryggni í hans garð, tortryggni sem átti upptök sín í óöryggi þeirra sjálfra og minnimáttarkennd. Það voru myndlistamemar og heimspekingar, sem einkum komu á samkomur Cages. Svo var „innát“ eða „eating in“ í Félags- stofnun stúdenta. Cage var yfirkokkur, Sig- mar B. aðstoðarmaður og Guðjón matreiðslu- meistari gaf góð ráð. Cage kallaði hann allt- af God John. Borinn var fram hrár fiskur, sem við íslendingar snertum ekki við af skilj- anlegum ástæðum, en hrísgrjónin, kokkuð að japönskum sið, slógu í gegn, og varð samt mildð eftir og sojasósan mikla hvarf í lítra- tali ofan í viðstadda. Svo upphófst fjöldasöng- ur með rútubílastemmningu. Sveppatíminn var því miður búinn, en Cage var sérfræðingur í sveppum; hafði unn- ið til 10.000 dollara verðlauna í spurninga- keppni ítalska sjónvarpsins. En hann tíndi bara hundasúrur og sitthvað fleira í staðinn. Hann stundaði mikinn brauðbakstur í íbúð- inni minni, úr hrísgrjónaafgöngum, sem hann og Þorgerður höfðu bjargað. Hann gaf mér heilmikið af risastórum brauðum þegar hann fór. Auk þess átti ég að færa vinum hans hér mikil brauð — sannkölluð tröllabrauð. Þau voru níðþung og venjulegir hnífar unnu tæpast á þeim, svo að lokum mun ég hafa notast við sög. Þau voru bráðholl að sögn bakarans. Cage hafði þjáðst af liðagigt og reykt 2-3 sígarettupakka á dag árum saman. Nú vai' hann steinhættur reykingum, kominn á heilsufæði samkvæmt flóknum austurlensk- um formúlum og liðagigtin hafði horfið eins og dögg fyrir sólu. Díetinn var útbúinn af japanskri galdrakonu, sem hafði skrifstofu eða lækningastofu á Fimmtu tröð í New York. Ég spurði Cage hvort hann mætti neyta áfengis ofan í heilsukúrinn. Hann sagði: „Eig- inlega ekki, en ég geri það samt. Þegar ég geng einhverju á hönd geri ég það aldrei alveg, hef eitthvað í bakhöndinni, sem ruglar og flækir kerfið." Einu sinni sagði hann við mig: „Þykir þér góður ostur?“ Eg játti því. Cage sagði að ég skyldi aldrei borða ost, hann væri baneitrað- ur. Sjálfur hefði hann ekki neytt osts í átta ár og heilsa hans hefði farið síbatnandi. Svo bætti hann við og brosti mildilega: Og ég verð við mjög góða heilsu þegar ég dey — I will be very healthy when I die.“ Þetta hef ég ekki heyrt annars stáðar svo kannski er þetta einkasaga mín um Cage. Heimsókn Cage hingað var merkisatburð- ur og hafði miklu meiri áhrif en menn ætla í fljótu bragði. Hefðarklíkan í menningunni vildi bara ekki viðurkenna það, því Cage var alltof góður fyrir hana. Hefðarmenningark- líkan vill uppblásna miðlungsmenn. Þetta er alls staðar svona og ekkert við því að gera. Síðasta sinn, sem ég hitti Cage var í Frank- furt. Þjóðverjar héldu mikla alheims nútíma- tónlistarhátíð. Þeim dugar ekkert minna. Eitthvað var flutt eftir mig í Köln, en svo hélt hátíðin áfram í Bonn og Frankfurt. Þai- átti að frumflytja óperu eftir Cage sem hér Europera 1 & 2. Þetta voru brot út 64 óper- um, hökkuð í spað, með tölvum, samplerum og öðrum græjum, 101 hljóðritun leiknar samtímis á jafnmörgum rásum. Allt var þetta steikt og brasað í tölvunni og búinn til kröftugur vírus til að gera blönduna eða hljóðgrautinn ennþá bragðmeiri. En nokkrum dögum áður en frumsýna skyldi verkið brann óperuhúsið. Þetta var bara tilviljun, ekkert benti til skemmd- arverks. Cage var stórkostlegur eins og hann var vanur, en ég man ekki eftir neinu sérstöku. Hann var byi-jaður að eldast og fallegur var hann í bláu gallafötun- um sínum. Hann dó í ágúst 1992, skömmu fyrir áttræðisafmæli sitt. Það var búið að undirbúa mikil hátíðahöld um allan heim. Hann sjálfur átti að vera miðpunkturinn eins og vanalega, en dauði hans ímglaði kerfið eins og vana- lega. A afmælisdag hans, 15. seþtember, setti ég saman minningarþátt um hann, að beiðni Guðmundar Emilssonar tónlist- arstjóra. Ég lét spila brot úr verkum hans á víð og dreif og las á milli úr ritum hans. Allt var spunnið af fingrum fram. Þorgerður Ingólfsdóttir hjálpaði til en hún þekkti hann best allra íslendinga. Hún sagði meðal ann- ars þetta: „Ég kynntist John Cage í New York árið 1978. Mér var boðið heim til hans. Þetta var ein eftirminnilegasta heimsókn, sem ég hef átt til nokkurs manns. Hann bjó í Greenage Village. Inni hjá honum var sérkennilegt og allt andrúmsloftið svo stórkostlega lifandi. Það var lítill aldingarður í miðju herberginu. Plöntur af öllum tegundum, blóm og jurtir. Þeim vaa- komið fyrir á sérkennilegan hátt, jafnvel í gömlum stígvélum eða aflóga gúm- mískóm. Mér varð starsýnt á þetta, varð al- veg orðlaus . . . ... Það sem kannski stendur sterkast eft- ir af kynnum mínum af John Cage, sem manneskju, var þetta mikla frelsi sem geisl- aði af honum. Hann er frjálsasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Og þannig var hann frá fyrstu stundu . .. ... Augun voru svo lifandi, forvitin, glettn- isleg og svo næm á lífið í öllum sínum marg- breytileik. Og hann var svo laus við hömlur vanans, sem bindur hin flest okkar. Það var ævintýri að ferðast með honum og upplifa heiminn með augum hans. ... Það var mikil ögrun að flytja Sálma og tilbrigði eftir hann. Verkið er tæknilega erfitt, eins og mörg verka hans, en það var erfiðast að yfirvinna fordóma okkar og til- einka sér nýtt viðhorf gagnvart listinni og lífinu." Eiginlega er þetta það sama og ég hef verið að reyna að segja hér að framan. Okk- ur Þorgerði ber alveg saman, okkar reynsla var eins. Það var lengi vel siður að afgreiða Cage sem einhvers konar utangarðsmann, uppá- tektarsaman skemmtikraft. Artnold Schön- berg sjálfur kom þessu af stað og Cage út- breiddi það. Schönberg sagði um John Cage: „Ég veit ekld hvort hann er tónskáld en alla vega er hann snilldarlegur uppfinningamaður — inventor of genius.“ En ég er búinn að komast að því að John Cage er miklu meira. Hann er eitt mesta tónskáld aldarinnar. Var um mína daga, ásamt Olivier Messiaen, hinn mikli öldungur eða grand old man — á síð- ari hluta tuttugustu aldar. Höfundur er tónskáld í Reykjavík. BRAGI MAGNÚSSON Jökulhlaup Gljáir í geislum sólar Glitfrost á fanna þröng . felkaldir jökul-hólar Hryllast við klaka-fóng Skelfir jörð og skekur Snjóhvíta jökul-rönd Ylur frá röðli rekur Rammvafin klaka-bönd Nú er eins og allh- vættir Aftur-gangi og fari á kreik Náttúrunnar miklu mættir Magnast hver við annars leik Það brestur í hvítum beinum Og byljandi sprungur rjúfa Harðfrosið hold af steinum Og hrannaborgir kljúfa Geisandi gnýr í fellum Gaular um ísa spöng Beljandi brunar úr hellum Brakandi jaka-þröng Verkið sem virtist standa Veglegt fram öllum tíðum Skelfur í sumar anda Sunnu frá gælu þýðum Lækh’, sem að gældu léttir Við lyng og mosa-tó Fleygjast nú með ógna frétth’ Fram um urð og mó Vekja á, af vetrar blundi Er villist eins og breima tröll Geisar fram að gljúfra sundi Grá-blá eins og rísa höll í lofti hvín, sem hundrað lestir Hvæsi fram um eina braut Móðurjarðar gljúfra gestir Gnýja eins og þúsund naut Þrunginn þyrlast úða mökkur Þykkur upp um hamra og gil Hylur storð sem værí rökkur Sólar sést þar varla til Bijótast fram úr skomum stökkum Steypast niður háls og hlíðar Magnast móti mel og bökkum Móðu-dætur ryðja'st gríðar. Bunum breyta í mikla fossa Brotöldur á flúðum fæða Klaka-klettum og jökum hossa Kolbrúnar yfír landið flæða Fljótið mikla, bólgna, breiða Bylgist inn um vík og vog Farvegir allir, fyrrí leiða Fyllast eins og grípa trog Drunandi skríður, skrapa hlíðar Steypast yfh’ grund og eyrí Sjaldséð myndi, fyrr né síðai’ Storðar hamför, öllu meirí Fram að ósum, feikna móða Flytur með sér ísa-þröng Undh’ himni röðul-rjóða Risth’ storð við ægis-söng. Geisar óð, í hafíð græna Gnýjandi öldur dilla við „Hver er skoppandi lækjar- spræna Sem tryllist svo við vorsins klið.“ Höfundur býr í Minnesota og er vestur- íslenzkt skáld en yrkir jafnframt á ensku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.