Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 26
„Þunglyndi“, 1899. Myndin er af Láru, systur málarans. „Ópið“, 1893. Myndina vann Munch einnig sem teikningu og í grafík og hún er að öllum líkindum frægasta verk hans. ,^fbrýðissemi“, 1907. Ein af mörgum myndum Munchs um þetta myndefni. í andstæðum ástar og dauða. En einnig sú andstæða, sem birtist annarsvegar í íhalds- sömum og borgaralegum hugsunarhætti og gildum á æskuheimilinu og hinsvegar í ge- rólíkum viðhorfum, sem Munch kynntist ungur í hópi frjálslyndra listamanna og slæpingja. Sá hópur hálfgildings utangarðs- manna í Kristjaníu gekk undir nafriinu Bóhemamir og þótti vondur selskapur. Hópurinn hittist gjaman á Grand Hotel, eða á göngutúrum úti í ljósri sumamótt- inni. Þar eignaðist Munch suma sína beztu vini. Á unga aldri hafði Munch gert sér ljóst að hann var uppá kant við það sem þóttí viðtekið, hákristilegt og góðborgaralegt. í Kristjaníu vora þá 135 þúsund manns og almenningsálitíð þótti nokkuð mótað af þröngsýni. Munch hafði andúð á því og sú andúð styrktist þegar hann komst í kynni við Bóhemana og foringja þeirra. Hann hét Hans Jæger. Munch hefur reist honum varanlegan minnisvarða með snilldarlegu portretti. Bóhemamir vildu gera samfélagið mann- eskjuiegra og þeir vildu aukið listrænt og persónulegt frelsi. Þeir boðuðu fijálsar ást- ir og kvenfrelsi en skuggahliðar hópsins birtust í ofdrykkju, kynsjúkdómum og sjálfsvígum. Hans Jæger skrifaði bók sem út kom 1885 og þótti bæði djörf og umfram allt „dónaleg“. Hann var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og bókin var gerð upptæk. Munch málaði af honum myndina þegar hann var nýkominn út, seztur við borðið sitt á Grand og vínglasið innan seilingar. Þessi maður hafði mikil áhrif á Munch. Á safninu sést að Munch hefur verið að rifja upp fyrir sér tímann með bóhem-liðinu löngu seinna. Hann hefur verið 53 ára þeg- ar hann málaði stórkostlega mynd, sem heitir „Dauði bóhemsins“ og er ekki meðal hinna þekktari verka hans. Og nokkra síð- ar, tæplega sextugur, hefur hann málað „Bóhema-giftíngu“, stórgóða mynd, sem vitnar um það blómaskeið seint á ævi hans, sem lengi var fræðingunum hulið vegna þess að þar var dálítíð „öðravísi“ Munch. Nokkrar frábærar myndir hans frá því tímabili, „Dauði Marats“ og fleiri, vora sýndar í Norræna Húsinu 1986, því þá var búið að „uppgötva“ að þær voru líka meist- araverk. VII Þegar Munch málar fólk í návist dauðans lýtur það höfði. Þar er ein og sama kennd gegnumgangandi: Sorgin, - og allir bregð- ast eins við henni. Ástin í myndlist hans er hinsvegar flóknara fyrirbæri. Til dæmis vann hann í grafík mynd af eggjandi, rauðhærðri konu og myndin heitir „Synd- in“. Mig grunar að Munch hafi þó hvorki verið að tjá sig um syndina né ástina, heldrn- gimdina, þá miskunnarlausu svipu skaparans, sem gerir lífið stundum spenn- andi, en oft einnig kvalafullt. Systir girndarinnar er afbrýðissemin, sú óbærilega tilfinning eða grunur um að hafa ekki aleinn eignarhald og yfirráð yfir sál og líkama annarrar manneskju; að hafa verið hafnað og önnur - eða annar- tekin framyfír. Fátt er eins þungbært fyrir egóið. Líklega var ekkert við- fangsefhi Munchs jafn áleitið og kært sem konan. En um ástina skrifaði hann svo: „Elskað hef ég aldr- ei. Ég hef fundið þann kærleik sem flytur fjöll og sem umskapar manneskjuna - Kærleika sem slítur stykki úr hjartanu og sem hefur dnikkið blóð. En við enga hef ég getað sagt: Kona, þú, þig elska ég - þú ert mér aIlt.“ Framar í greininni er minnst á unga norska stúlku, sem vildi víst komast í hjóna- sæng með Munch. Hann hafði þá, liðlega fertugur, verið á heilsuhæli í Danmörku vegna vaxandi þunglyndis, en fór síðan suður á bóginn til Berlínar og Flórenz. Honum samferða varð Tulla Larsen, sem hefur verið snotur, norsk ,jenta“ eftir myndinni að dæma sem Munch málaði af henni. Þegar hjónaband bar á góma, sleit Munch sig lausan, sem kostaði mikið innra ójafnvægi, því taugamar vora í ólagi eftir sjúkdóminn og áfengismisnotkun. Án þess að nákvæmlega sé vitað um tildrög, endaði ævintýrið með þvi að Munch handlék hlaðna skammbyssu svo úr henni hljóp slysaskot og tók framanaf löngutöng á vinstri hendi hans. Ári síðar áttí hann vingott við Evu Mudocci, enskan fiðluleikara. Þegar þau bönd slitna verða ný sárindi; hann málar hana sem hina grimmu Salome með afskor- ið höfuð málarans á diski. VIII Fyrstu einkasýningu sína í Kristjaníu heldur Munch 1889 og því er það talið merkisár á ferh hans. Hann málaði þá nokk- ur lykilverk, 26 ára gamall, fékk fyrir góðra manna tilstilli ríkisstyrk til Parísarferðar. Skáldið Björnstjeme Björnsson greiddi hinsvegar atkvæði á móti því. Þá var öld liðin frá frönsku byltingunni og margt að sjá af því tilefni. Sýningin hefur, finnst okkur nú, leitt í ljós makalausan þroska og færni ungs manns. En gagnrýnendur norsku dagblað- anna tóku lítið eftir því. Einn hafði á orði að listamaðurinn væri að gera at í áhorfend- um, en flestir vora sammála um, að „Sjúka systirin" væri honum til skammar; eiginlega væri ekki hægt að flokka þá mynd undir list. Nú finnst mér, liðlega öld síðar, að hún sé ekki aðeins ein af mögnuðustu myndum Munchs, heldur einn af hátindunum í sögu vestrænnar myndlistar. IX Stend í hópi nokkurra Breta og Japana, sem allir era með myndavélar á loftí; allir að mynda rétt eina stórkostlega útleggingu Munchs á afbrýðisseminni. Konan, sem sýnilegt er að aUt snýst um, stendur í eggj- andi stöðu og teygir hendurnar aftur fyrir hnakkann; andlit hennar rautt. Annar keppinauturinn horfh’ beint fram, hinn til hliðar; báðir gul-grænir í framan. Ég hef ekki séð þessa útgáfu á afbrýðisseminni í bókum. Ekki heldur þá útfærslu sem hér er af „Þremur aldursþrepum konunnar". Þar er Munch enn að velta fyrir sér eðh konunnar, allt frá sakleysi æskunnar til hinnar fullþroska konu, sém er eggjandi og girndarleg. Og loks er konan fullorðin og svartklædd og hverfur hálfpartinn inn í rökkvaðan skóg. Inntakið virðist vera táknrænt, en Munch er ekki talinn til symbólistanna, sem lögðu áherzlu á það táknræna og blómstraðu ein- mitt rétt fyrir aldamótín. í ítarlegri og vandaðri bók um Munch, leggur Ragna Stang áherzlu á, að Munch hafi alltaf málað það sem hann var búinn að sjá með eigin augum. Það er rétt að hann er ekki mynd- skáld í þeim skilningi að fantasían ráði ferð- inni. Eg held samt að þetta sé of mikil ein- földun hjá bókarhöfundinum. Mynd eins og Ópið er ekki þess eðhs, að Munch hafi orðið vitni að einhverju, sem hann málaði m 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.