Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 27
PÁLMI EYJÓLFSSON Bænahúsið á Núpstað í erlendum kirkjum oft hef ég skoðað englamyndir og skraut. í áranna rás er þar orðið boðað og aflausn hinn breyski hlaut. , Ljósahjálmar í loftum glitra og líkneski úr gulli sé sá. Fagnandi gestir beygja bakið og birtu hið innra fá. Orgeltónar og ilmur rósa, örlítið rökkur og kyrrð, litaðar rúður og ijósastikur, um listaverkin þú spyrð. Víst eru ríkuleg hús míns Herra, hnausþykk teppi og blóm. Tumarnh' háu tignarlegir sem titra af klukknahljóm. Hátíð í lífí lítillar sveitar, lofgjörðin einföld, en djúp. Bænahúsið með burstina svörtu, við bládökkan Lómagnúp. Frá gamalli skipsklukku holur hljómur, þó hrífur hann innsta streng. Gróin þekja, þröngir bekkh', en þakklátur út ég geng. Höfundur býr á Hvolsvelli. Ljóðið er úr nýrri Ijóöabók Kristjönu, sem heitir „Ljóðblik". Myndir I bókinni, unnar í málm og stein, eru eftir Grim Marinó Steindórsson, myndhöggvara. „Veika systirin“, 1885-86 - þetta myndefni málaði hann ekki sjaldnar en sex sinnum. síðan eftir. Petta verk er greinilega hug- myndalegs eðlis á sama hátt og risastór og mjög stílfærð mynd um mátt sólarinn- ar, sem Munch málaði fyrir hátíðasal Há- skólans og er nú í fyrirlestrasal í Munch- safninu. Að verulegu leyti er sú mynd ab- strakt. Vafasöm er sú niðurstaða Rögnu Stang í þessari annars ágætu bók, að það sé ótví- rætt styrkur Munchs, að hann málaði það sem hann hafði séð. Það er rétt að á minn- ingum byggði hann mörg lykilverk sín. En ýmsir stórmeistarar þessarar aldar hafa sýnt að hvorki þarf að byggja á minningum, né heldur því sem málarinn hefm- beint fyrir augunum. Og ég er sannfærður um að Munch gerði það ekki nærri alltaf. Á hinn bóginn eru mér minnisstæðar tvær myndir í Munch-safninu, þar sem al- veg er byggt á minni, eða fyrirmynd. Eg tel víst að Lára Munch hafí setið fyrir hjá bróður sínum á æskuheimili þeirra. Einnig hún hafði fengið „spírur“ geðveikinnar úr fóðurættinni og það er deginum ljósara að á myndinni er hún í víti þunglyndisins. Myndin heitir „Melankoh“ eða Þunglyndi og er frá 1899. Álíka tragísk og áhrifamik- il er önnur mynd á safninu: Kona, yfírkom- in af sorg, situr með barnslík í kjöltunni. X Um Munch má segja að upphefð hans kom að utan. Með örfáum undantekningum - málarinn Christan Krogh var ein slík - hafði norskum sýningargestum og gagnrýn- endum litizt afleitlega á myndir hans og haft um þær háðuleg orð. Á þessum út- kjálka áttu menn vitaskuld að mála eins og þá var í tízku í París. Munch hafði reynd- ar borið það við. Þrívegis fékk hann ferða- styrk þangað og þá málaði hann ma. búli- varðamyndii-; götur Parísarborgar baðaðar í sólskini og fjöldi manns á fartinni. En það er minna af dæmigerðum Munch í þeim myndum og hann hvarf sem betur fór frá tízkunni sem þar birtist. Að líkindum hefði hann aldrei slegið í gegn í París; það er sagt að Fransmenn séu ekki enn búnir að skilja snilld hans. Þeir hafa lítið haft af honum að segja, eitt málverk er eftir hann í Louvre. Eg var staddur í París fyrir þrem- ur árum og þá var verið að halda fyrstu alvöru sýninguna á list Munchs með pomp og pragt. Það voru hinsvegar Þjóðverjar sem tóku þessum þá óþekkta Norðmanni með kostum og kynjum. En það gerðist ekki strax; öðru nær. Það fór á sama hátt og Guðbergur Bergsson hefur sagt:- Fyrst verður að ófrægja listamann til þess að hann geti orðið frægur- . Ófrægingin varð þegar Munch var óvænt boðið að halda sína fyrstu einkasýningu utan Noregs: í Berlín árið 1992. Þá var hann búinn að mála margar af mögnuðustu myndum sínum og sýndi þær þar. En mynd- imar þóttu svo óskaplegar að þess var kraf- izt að sýningunni yrði lokað og myndimar fjarlægðar. Það var gert, málaranum til mikilla von- brigða í fyrstu. En eftir ófræginguna kom frægðin: Boð um sýningar annarsstaðar í Þýzkalandi komu nú í röðum. Þarmeð hófst frægð hans og frami og stóð óshtið þartil Hitler og hans menn gáfu út þann úrskurð að myndir Munchs og fjölmargra annarra expressjónista og módernista væm „úr- kynjuð list“ og létu fjarlægja hana úr söfn- um. Tiltölulega ungur ákvað Munch að hann vildi mála „Myndröð um lífíð“, eða „Livsfr- isen“ eins og það er nefnt á norsku. Hug- myndin hafði kviknað í samtölum við Hans Jæger og átti umfram allt að fjalla um ástina og dauðann. Hann ætlaði að safna myndum í þessa röð lykilmynda, en svo fór - líklega af fjárhagsástæðum - að hann varð að sjá af einni og einni mynd, en málaði þá jafnharðan aðra svipaða í staðinn. I þessari 20 mynda röð er m.a. „ópið“, „Kyn- þroskinn", „Veika systirin", ,Afbrýðissem- in“, „Lífsdansinn“ og „Madonna“, allt til- brigði við stefið um ástina og dauðann. XI Eftir þetta stefnumót við Munch er mér margt betur ljóst um þennan risa í nor- rænni myndlist. Ekld hefur verið talað um hann sem undrabarn, til dæmis í þeim mæli sem Mozart var í tónlist. Eri mér sýnist samt ljóst, að Munch sé einn af þeim stórsnillingum listasögunnai', sem fæðast þannig að þeir hafa allan sinn farangur með sér. Slíkir menn þurfa lítið á skólum að halda. í annan stað er mér hugleikið eftir þetta stefnumót, hversu sjaldgæft er í nútímanum að sjá myndlist sem hrífur og hreyfir við manni eitthvað viðlíka og myndir Munchs. Sjálfur gerði hann grín að því sem hann nefndi einu nafni „sypike“-myndir og voru stofulist þess tíma. Það voru „meinlausar og gagnslausar“ myndir af stúlkum að dútla við sauma og kannski ávextir í körfu. Sam- tíminn er fullur af „sypike“-myndum, sem skipta engu máli og hreyfa ekki við neinum. Þær hafa ekkert að segja um þá öld sem við lifum á; um líf fólks, gleði þess og sorg- ir. Á fyrriparti aldarinnar Var ólgandi ný- sköpun í myndlist; á síðari hluta hennar lifum við hinsvegar á tímaskeiði hinnar hugmyndasnauðu meðalmennsku. KRISTJANA EMELÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Vefurinn IV Leiðrétting í umfjöllun í Lesbók 23. okt. síðastliðinn um kirkjuna í Stykkishólmi var getið um tvö önnur verk arkitektsins, Jóns Haraldssonar: Félagsstofnun stúdenta í Reykjavík og stjórnsýslumiðstöð á Dalvík. Þar var byggt á minni sem oft er varlegt að treysta. Hið rétta er, að Jón Haraldsson teiknaði apótek á Dalvík. Hinsvegar er það rétt, að Jóni var upphaflega falið að gera tillögu um stjórn- sýslumiðstöð á Dalvík og einnig Karli-Erik Rocksén arkitekt. Jón hafði unnið að deili- skipulagsvinnu á Dalvík og þannig ákveðið staðsetningu hússins, skipulag nánasta um- hverfis og að grunnflötur hússins skyldi vera ferningur. Annan þátt á Jón Haraldsson ekki í þessu húsi, sem byggt var eftir teikn- ingum arkitektanna Ásmundai- Harðarsonar og Karls-Erik Rocksén. í sömu grein voru nefndar StJósefssystur í Stykkishólmi, sem ekki eru til. Þær hafa alltaf tilheyrt reglu St. Fransiskusar. En altarisklæðið í Stykkishólmskirkju er reynd- ar ekki unnið af þeim, heldur Karmelítasystr- um í Hafnarfirði, sem teiknuðu mynstur og saumuðu klæðið af alúð og vandvirkni. Gef- andi altarisklæðisins er hinsvegar Ásgeir P. Ágústsson í Reykjavík og dætur hans. Leið- réttist þetta hér með. G.S. Þráðinn minn ég dreg í vefínn varlega því líf mitt hangir í þessum þræði hvern dag bæti ég þætti í vefínn minn glitrandi þræði í lífsins vef. Einhverntíma einhvern daginn slitnar þráðurinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.