Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 38

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 38
Jóla- músin Herma á Heydölum hagaði svo til að undir tröppunum var einangruð kartöflugeymsla. í henni voru líka hillur fyrir nið- ursuðuvörur og ýmislegt, sem geymast átti á köldum stað í lengri eða skemmri tíma. Beint á móti dyrunum á geymslunni var inn- gangur í kjallara hússins. Trégrind til þess að þurrka af fótum sér var utan við dymar. Svo var það einhvem tíma vetrar, nokkru fyrir jól, að ég átti erindi niður í geymslu, og sem ég stend á grindinni glittir á tvær skærbláar, gljtrandi stjömur milli rimlanna við fætrn- mér. Þegar að var gáð, var þama lítil, ótta- slegin, titrandi mús. Eg lauk nú erindi mínu í geymsl- unni. í bakaleiðinni tróð ég kartöflu handa músinni milli rimlanna á grind- inni. Öðru hvoru varð ég vör við mús- ina og færði henni þá ævinlega eitt- hvað, kartöflu eða smjörklípu og á jól- unum fékk hún auðvitað epli óg rúsín- ur. Hún hætti fljótlega að verða hrædd og ég sá ekki betur en hún bæði mig um bita. A þessu gekk að minnsta kosti tvo vetur. Þegar harðnaði á dalnum, kom músin og alltaf var hún ein. Svo var það veturinn 1985. Dóttir okkar, búsett í Reykjavík, ætlaði að koma og vera hjá okkur um jólin ásamt fjölskyldu sinni. Dóttir hennar, Anna Kristín, var þá þriggja ára. Líklega hefur það verið af eftirvæntingu að ég hugsaði ekkert út í það, að músin var ekki komin að dyrunum, eins og vant var fyrir jólin. En dag nokkum milli jóla og nýárs fengum við grun um að ekki væri allt með felldu. Karlmennimir héldu helst að það væri komin rotta í kartöflu- geymsluna. Við fórum nú niður með smjör og ætluðum að ganga úr skugga um, hvort nokkuð kvikt væri í geymsl- unni. Þá tók ég eftir því, að stór mjólk- urostur hafði óvart verið látinn til geymslu á eina hilluna. Nú var hann orðinn holur innan og í honum miðjum sat lítíl mús í makindum. Hún virtíst hvergi smeik og var tekin og sett. í kassa. Nú þurftí að taka til hendinni. Maður undir mannshönd gekk í það að koma kartöflunum út úr geymsl- unni. En viti menn: í ijós komu 6 mýsl- ur, auk móðurinnar. í einu homi geymslunnar var plastd- allur hálfur af kartöflusalla. Þar hafði músin gert sér hreiður og alið afkvæmi sín. Um jól voru þau loks svo öflug að þau komust upp úr dallinum. Þá var heldur ekki að sökum að spyrja. Mýsl- ur vom ekki iðjulausar, þær skyldu eftir sig greinileg spor. Nú upphófst þvílíkur darraðardans við að handsama mýsnar. Ein slapp út og við eltum hana að minnsta kosti þrjú. Ósköp held ég að litla músarhjartað hafi barist þegar þessi stóra dýr eltu músina, í svo víðri veröld. Allt var frosið og hvergi smuga til þess að fela sig, ekki um annað að gera en lúta höfði, Ieggja niður langa skottíð og gefast upp. Anna Kristín náði músinni og hélt henni mjúklega í hlýjum lófum. Ennþá minnist Anna Kristín þess, hvað augun í músinni vora falleg. Þegar fjölskyldan var öll komin í kassann, var hann borinn út í hlöðu ásamt ostinum og nokkram nöguðum kartöflum. Þar var músafjölskvldunni sleppt. Við vonuðum að litlu skinnin kæmust af um veturinn og lifðu að minnsta kostí eitt gleðilegt sumar. Svo fluttum við til Reykjavíkur, þar sem allt er skipulagt og engin lítil jóla- mús, með blikandi bæn í bláum augum. En í hlöðunni heima glittir í fjórtán skærbláar, glitrandi stjömur. Anna þorsteinsdóttir HÁLSMENH) Smásaga eftir Guy De Maupassant ún var ein þessara fellegu og töfrandi kvenna, sem fæðast stundum af einskærum misgán- ingi örlaganna; engin skilyrði til þess að verða fræg, eignast ást og skilning og giftast auð- ugum og mikilsmetnum manni. Og hún lét sér lynda að vera gefin lítilsháttar ritara í menntamálaráðuneytinu. Hún bar látlausan klæðnað, af því að hún hafði ekki ráð á að vera vel til fara, og hún var óhamingjusöm, alveg eins og hún hefði tekið niður fyrir sig. Konur eiga sér hvorki ætt né stétt; fegurð þeirra, yndisþokki og töfrar koma í staðinn fyrir upprana og ætt- menni. Meðfædd kurteisi, eðlisborinn glæsi- leiki, skarpleiki og andríki era hin einu tign- armerki þeirra og veita alþýðustúlkunni sama brautargengi og tignustu konum í land- inu. Þjáning hennar var stöðug; hún vissi vel, að hún var réttborin til unaðar og alsnægta. Henni var óbærilegt, hvað húsið hennar var fátæklegt, veggirnir ömurlegir, stólamir slitnir og gluggatjöldin ljót. Allt þetta, sem aðrar konur í hennar stétt hefðu enga at- hygli veitt, var henni kvalræði og gremjue&ii. I hvert skiptí, sem hún sá unglingsstelp- una frá Bretaníu koma til þess að hjálpa sér við húsverkin, vaknaði með henni örvingla eftirsjá og vonlausir draumar. Hún fór að hugsa sér hljóðlátlega forsali, alsetta Austur- landa glitvefnaði, uppljómaða af kyndlum í háum bronsestjökum. Þar vora og tveir há- vaxnir þjónar í stuttbuxum, er sváfu í stóram hægindastólum, örmagna vegna ofurhitans frá ofninum. Hún hugsaði sér geysistóra sali tjaldaða fomum silkireflum, glæsileg húsgögn, skreytt ómetanlegu skrúði, og lítil, heillandi herbergi full af Ijúffengri angan, er vora hentug fyrir notalegt rabb góðvina um fímmleytið, þar sem vora komnir frægir menn og hugljúfír, þessháttar menn, sem allar konur óska sér og sækjast eftir hylli þeirra og samvistum. Þegar hún settíst að dögurði við kringlótta borðið með velktum dúknum, andspænis manni sínum, sem tók lokið af súpuskálinni og hrópaði í sjöunda himni: „hæ, hæ, ilmandi kjötsúpa, ekkert jafnast á við hana“, þá var hún að hugsa um Ijúffengar máltíðir, gláfagr- an silfurborðbúnað, veggtjöld með fólki frá fyrri öldum og fugla frá fjarlægum löndum í æfíntýralegum skógum. Hún hugsði' sér íburðarmikla réttí, borna á borð í undursam- legum skálum, fagurmæli í hálfum hljóðum, er hlustað var á með æfðu brosi, meðan ver- ið var að gæða sér í mestu makindum á Ijúf- fengum sjóbirtingi eða gómsætum kjúkling. Hún áttí enga kjóla, enga skartgripi, ekki neitt. Og henni þótti ekki varið í neitt ann- að; hún var þannig gerð. Henni hefði þótt svo gaman að því að falla öðram í geð, vera öfundsverð, eiga sér hamslaust aðdráttarafl, vera sú, sem allir kysu sér. Hún átti ríka vinkonu, stöllu ffá skólaáram sínum, sem hún hætti að heimsækja, af því að hún þjáðist svo mikið, þegar heim kom. Hún grét dögum saman af sorg, söknuði, örvæntíngu og eymd. Hún var hverri konu fegurri í hófinu, glæsileg, yndisleg, brosandi, örvita af gleði. Allir karlmennirnir gáfu henni freklega auga, spurðu um nafn hennar og báðu um að vera kynntir fyrir henni. Allir starfsmenn ráðuneytisins sóttust eftir að stíga við hana dans. Sjálfur ráðherrann veitti henni athygli. DR. EIRÍKUR ALBERTSSON PÝDDI Kvöld nokkurt kom maður hennar heim og var sigurglaður á svip. Hann hélt á stóra umslagi í hendinni. - Hérna er eg með dálít- ið, sem á við þig. Hann opnaði umslagið í einni svipan og tók úr því prentað bréfspjald. A það vora prentuð þessi orð: Menntamálaráðherra og frú Georges Rampermeau biðja herra Loisel og frú hans að veita sér þá ánægju að vera gest- ir sínir í ráðherrahöllinni á mánudags- kvöld þann 18. janúar. í stað þess að verða glöð, eins og maður hennar hafði búist við, fleygði hún boðsbréf- inu með fyrirlitningu á borðið og hreytti út úr sér: „Hvað ætlast þú til að eg geri við þetta?“ „En elskan mín, eg hélt að þú mundir verða glöð. Þú ferð aldrei neitt að heiman, en þetta er skínandi tækifæri til þess að bregða þeim vana. Eg hafði mjög mikið fyr- ir því að ná í þetta heimboð. Það eru margir um boðið. Það er vinsað úr í þessi boð, og það er sjaldgæft, að algengum skrifstofu- mönnum sé boðið. Þarna getur þú hitt allt heldra fólkið.“ Hún gaf honum illt auga og sagði í æsingi: „Og hverju ætlast þú til að eg klæðist?" Hann hafði ekkert hugsað út í það, og sagði hikandi: „Kjólnum, sem þú ert í, þegar þú ferð í leikhúsið. Mér sýnist hann vera mjög þokka- legur.“ Meira sagði hann ekki, og vissi hreint ekld, hvaðan á sig stóð veðrið, því að kona hans var farin að gráta. Tvö höfug tár mjök- uðust úr augnakrókunum niður að munnvik- unum. „Hvað er að þér? Hvað er að þér?“ taut- aði hann út í bláinn. Hún sefaði harm sinn með ofurmannlegu átaki og svaraði stillilega um leið og hún þurrkaði tárin: „Ekki neitt. Eg á engin fót og þess vegna get eg ekki tekið þessu boði. Láttu einhvem vin þinn fá boðsbréfið, sem á þess betri kost að klæða konuna sína.“ Hann varð úrvinda af sorg. „Sjáðu nú til, Matthildur," mælti hann. „Hvað mundi hæfilegur kjóll kosta, er þú gætir notað við önnur tækifæri, kjóll, sem væri ekki íburðarmikill?" Hún hugsaði sig um í nokkrar sekúndur, reiknaði út verðið og velti því fyrir sér, hvað háa upphæð hún ættí að nefna, án þess að baka sér samstundis afsvar og hræðsluóp frá hinum afar hagsýna skrifstofumanni. Að lokum svaraði hún hikandi: „Eg veit það ekki nákvæmlega, en eg held, að §ögur hundrað frankar mundu hrökkva til þess.“ Hann fölnaði, því að hann hafði einmitt lagt þessa fjárhæð til hliðar til þess að kaupa sér byssu og fara á veiðar næsta sumar á völlunum hjá Nanterre, ásamt nokkram vin- um sínum, sem skutu þar lævirkja á sunnu- dögum. „Það er ágætt,“ sagði hann og lét sér ekki bregða, „þú skalt fá fjögur hundrað franka. Og reyndu nú að fá þér reglulega faUegan kjól fyrir peningana." Samkvæmisdagurinn nálgaðist, og frú Loisel virtist hrygg, óróleg og kvíðafull. Samt var kjóllinn hennar tilbúinn. Maður hennar sagði við hana eitt kvöldið: „Hvað amar að? Þú hefur verið svo undar- leg síðustu þrjá dagana.“ Hún svaraði: „Mér finnst það ákaflega vesalt að hafa ekki einn einasta skartgrip, ekki einn einasta gimstein, ekkert til skrauts. Það verður ekki sjón að sjá mig. Eg vil hvergi fara.“ Þú getur skreytt þig með nýjum blómum. Þau era svo falleg á þessum tíma árs. Fyrir tíu franka gætir þú fengið tvær eða þrjár skínandi fallegar rósir.“ Hún lét ekki sannfærast. „Nei, ekkert er jafn smánarlegt og vera fátæklega til fara í hópi ríkra kvenna." „En hvað þú ert heimsk,“ hrópaði maður hennar. „Farðu til hennar frú Forestier, vin- konu þinnar, og bið þú hana að lána þér ein- hverja skartgripi. Þið erað svo kunnugar, að þú getur gert þetta.“ Hún hrópaði himinlifandi: „Þetta er rétt. Eg hef aldrei hugsað út í þetta.“ Daginn eftir fór hún að finna vinkonu sína og sagði henni frá vandkvæðum sínum. Frú Forestier gekk að skáp með glerhurð, tók út úr honum stórt skartgripaskríni, kom með það, opnaði það og sagði við frú Loisel: „Vel þú, vina mín.“ Fyrst kom hún auga á nokkur armbönd, þá á perluhálsmen, þá kross með Feneyja- sniði, gulldjásn og dýra gimsteina haglega gerða. Hún prófaði áhrif skartgripanna fyrir framan spegilinn, var hikandi og gat ekki skilist við þá, skilað þeim. Loksins spurði hún: ,Átt þú ekki einhverja fleiri?“ „Jú, athuga þú betur. Eg veit ekki að hverju þér kann að geðjast bezt.“ Þá sá hún í einni svipan í svörtu gljásilki- hulstri dásamlegt gimsteinahálsmen, og hún varð óðara svo sólgin í það, að hjartað barð- ist ákaft í brjósti hennar. Hendur hennar skulfu, þegar hún snerti það. Hún festi það um háls sér utan yfir kjólnum, sem var hár í hálsinn og féll í leiðslu, er hún sá sjálfa sig. 38

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.