Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 39
Þá spurði hún hikandi með harmkvælum: „Getur þú lánað mér þetta men, aðeins það?“ „Já, auðvitað," Hún fleygði sér í faðm vinkonu sinnar, steypti yfir hana kossaflóði, og þaut svo á burt með feng sinn. Veizludagurinn rann upp. Prú Loisel gekk í augun. Hún var hverri konu fegurri í hóf- inu, glæsileg, yndisleg, brosandi, örvita af gleði. Allir karlmennirnir gáfu henni freklega auga, spurðu um nafn hennar og báðu um að vera kynntir henni. Allir starfsmenn ráðu- neytisins sóttust eftir að stíga við hana dans. Sjálfur ráðherrann veitti henni athygli. Hún steig dansinn áfjáð, ástríðuþrungið, ölvuð af gleði, í algleymingi, í sigurfógnuði vegna fegurðar sinnar, í ljóma gengis síns, í glitskýjum hamingju sinnar, ofnum úr allri þessari hollustu og aðdáun, í öllum þessum vaknandi þrám, vegna hinna fullkomnu sig- urvinninga, sem konuhjartanu eru svo mikils- verðir. Hún fór klukkan fjögur um nóttina. Frá því á miðnætti hafði maður hennar blundað í litlu, auðu herbergi, ásamt þremur öðrum, sem áttu konur sínar í sjöunda himni fagnað- arins. Hann lagði sjalið, sem hann hafði haft með sér, yfir herðar hennar, lítið hversdags- klæði, og stakk það mjög í stúf við fegurð samkvæmiskjólsins. Hún fann til þess og vildi umfram allt flýta sér af stað, svo að hinar konurnar, sem voru að fara í dýra loð- feldi, sæju það ekld. Loisel stöðvaði hana. „Dokaðu við. Þú kvefast í útiloftinu. Eg æÚa að skreppa og ná í vagn.“ En hún hlustaði ekki á hann, og hraðaði sér niður stigann. Þegar þau komu út á stræt- ið gátu þau ekki komið auga á neinn vagn; þau fóru að svipast um, kölluðu í ökumenn- ina, sem þau sáu á ferðinni í nokkurri íjar- lægð. Þau gengu í áttina niður að Signu, örvingl- uð og skjálfandi af kulda. Að lokum fundu þau á hafnarbakkanum einn þessara gömlu eftirlegu næturvagna, sem aðeins sjást í París eftir að skyggja tekur, eins og ökuþór- amir skammist sín fyrir skiTflin sín í dags- birtunni. Vagnstjórinn ók þeim heim til þeirra í Rue des Martyrs, og þau gengu upp til íbúðar sinnar dauf í dálkinn. Nú var öllu lokið, hvað hana snerti. Og hann var að hugsa um, að hann yrði að vera kominn í ráðuneytið klukk- an tíu. Hún tók af sér sjalið, sem hann hafði látið á herðar hennar, svo að hún gæti séð sig í speglinum í allri sinni dýrð. En skyndilega rak hún upp óp. Menið var horfíð af hálsi hennar. „Hvað er á seyði?“ sagði maður hennar, sem var farinn að afklæða sig. Hún sneri sér að honum í algerri örvilnan. „Eg ... eg ... eg hef týnt hálsmeninu henn- ar frú Forestier.“ Hann reis á fætur sem þrumu lostinn. „Hvað segirðu? Það nær ekki nokkurri átt.“ Þau leituðu í kjólfellingunum hennar, í sjalinu,- í vösum hennar, alls staðar. Þau gátu ekki fundið það. „Ertu viss um, að þú hafi verið með það, þegar þú fórst út úr danssalnum?" spurði hann. „Já, eg handlék það í hallarfordyrinu." „En hafir þú misst það úti á strætinu, þá hefðum við heyrt það detta.“ „Já, sennilega. Manst þú, hvaða númer var á vagninum?" „Nei, veittir þú því athygli?“ „Nei.“ Þau störðu hvort á annað þrumu lostin. Að lokum fór Loisel aftur í fötin. „Eg ætla að fara aftur leiðina, sem við kornum," sagði hann, og vita hvort eg get fundið það.“ Og hann fór út. Hún sat í stól og beið í samkvæmiskjólnum; hún átti ekkert þrek til þess að hátta, hún var yftrbuguð og hugsun- arlaus í kaldri íbúðinni. Maður hennar kom um sjöleytið. Hann hafði ekkert fundið. Hann hafði farið á lögreglustöðina, á blaða- skrifstofur til þess að heita verðlaunum; hann hafði farið til vagnafélagsins - hann hafði komið alls staðar þar sem hann gat látið sér til hugar koma, að um nokkura von væri að ræða. Hún beið allan daginn alveg eins á sig komin, hamslaus af skelfingu vegna þessarar hræðilegu ógæfu. Loisel kom heim um kvöldið fólur og fár. Hann var engu nær. „Þú verður að skrifa vinkonu þinni, að þú hafi brotið lásinn á meninu hennar og að þú hafir komið því í viðgerð,“ sagði hann. „Það gefur okkur svigrúm." Hún skrifaði eftir íyrirsögn hans. í vikulokin voru þau orðin vonlaus. Og Loisel, sem hafði elzt um fimm ár, lýsti hátíð- lega yfir: ,;Við verðum að gera ráðstafanir til þess að geta skilað meninu.“ Daginn eftir tóku þau hylkið, sem það hafði verið geymt í. I því innanverðu var letrað nafn skartgripasala; þau fóru að hitta hann að máli. Hann athugaði viðskiptabækur sínar. „Eg hef ekki selt þetta hálsmen, frú; eg hef víst aðeins búið hylkið til.“ Að því búnu fóru þau frá einum skartgripa salanum til annars, í leit að öðru hálsmeni svipuðu hinu. Þau riijuðu upp fyrir sér, hvernig það hafði verið, hnuggin og hugsjúk. í búð hjá Palais Royal fundu þau gim- steinafesti, sem virtist alveg eins og sú, sem þau þurftu að fá. Hún var virt á fjörutíu þúsund franka. Þau gátu fengið hana fýrir þrjátiu og sex þúsund franka. Þau báðu skartgripasalann að selja hana ekki þrjá næstu dagana. Og þau sömdu þann- ig við hann, að hann tæki menið aftur íyrir þrjátíu og sex þúsund franka, ef svo færi, að þau fyndu hitt fyrir febrúarlok. Loisel átti átján þúsund franka eftir fóður sinn. Hann ætlaði að fá afganginn að láni. Hann tók lán; hjá einum fékk hann þúsund franka, öðrum fimm hundruð, á einum stað eitt hundrað franka, á öðrum stað sömu upp- hæð. Hann gaf út handveð, samþykkti skuldabréf með okurvöxtum, samdi við ok- urkarla og allskonar lánveitendur. Hann veð- setti öll ólifuð ár sín, skrifaði undir skuldbind- ingar, sem var vafasamt, að hann gæti stað- ið við. Og vegna hins komandi kvalræðis, vegna hinnar skuggalegu ógæfu, sem yfir honum vofði, vegna útlitsins um örbirgð og margvíslegra siðrænna þjáninga, sem biðu hans lagði hann hugsjúkur af stað til þess að sækja hálsmenið og lagði þrjátíu og sex þúsund franka á borðið hjá kaupmanninum. Þegar frú Loisel skilaði meninu, sagði frú Forestier við hana kuldalega: „Þú hefðir getað skila því fyrr, það gat verið, að mig hefði vanhagað um það.“ Hún opnaði ekki hylkið, eins og vinkona hennar hafði þó óttast. Hefði hún tekið eftir skiptunum var ekki gott að segja, hvað hún hefði hugsað, né hvað hún hefði sagt. Mundi hún ekki hafa talið frú Loisel vera þjóf? Frú Loisel fékk að kenna á hræðilegri fátækt. En hún gekkst örlögunum á hönd eins og hetja. Þessa voðalegu skuldasúpu varð að greiða. Hún ætlaði sér að greiða hana. Stúlkunni var sagt upp vistinni; þau fengu sér aðra íbúð. Þau leigðu sér herbergis- kytru uppi á hanabjálkalofti. Hún komst að raun um, hvað það var að vinna erfið heimilisstörf og takast ó hendur andstyggileg eldhúsverk. Hún þvoði mataríl- átin, þrælaðist með rósrauðum nöglunum á feitugum pottum og pönnum. Hún þvoði þvottinn og hengdi hann út á snúru til þerr- is. Hún bar skólpið út í göturæsið á hverjum morgni og bar aftur upp vatn, og varð að hvfla sig á hverri hæð til þess að kafna ekki. Hún var til fara eins og fátæk alþýðukona og þannig fór hún til ávaxtasalans, kryddsal ans og slátrarans með körfu á handleggnum, prúttaði og móðgaði til þess að spara smá skildinga sína. Mánaðarlega þurftu þau að höggva skarð í skuldabréfin, framlengja önnur, til þess að geta dregið á langinn. Maður hennar vann á kvöldin við að afrita viðskiptareikninga og að næturlagi vann hann að slíkum afskriftum fyiir tuttugu og fimm aura á blaðsíðu. Og þannig liðu tíu ár. En að þeim tíma liðnum höfðu þau greitt allt, hvern eyri, okmiánin og alla vaxtahiiig- una. Mynd: Pétur Halldörsson. Frú Loisel var orðin ellileg. Hún var orðin áþekk öllum hinum fátæku húsmæðrum, hraust, ströng og hranaleg. Hár hennar fór illa, pilsin missíð, hendurnar þrútnai'. Hún var hvellróma og þegar hún þvoði gólfið gusaði hún vatninu svo að úr varð endemis elgur. En endrum og eins, þegar maður henn- ar var við vinnu sína á skrifstofunni, settist hún við gluggann og hugsaði um kveldið góða, um dansleikinn forðum, þar sem hún hafði átt sér aðdáendur og verið falleg. Hvernig mundi æfi hennar hafa orðið, ef hún hefði ekki týnt hálsmeninu? Hver veit? Hver veit? En hversu mannlífið er undarlegt og óstöðugt. Hversu lítið þarf oft til að leggja mannsæfi í rústir, eða sigla fullum seglum í höfn. Það var sunnudagur. Hún var að ganga sér til hressingar í Champs Elysées eftir annir vikunnar. Þá sá hún konu, sem leiddi bam. Konan var frú Forestier; hún var enn þá ungleg, enn þá fögur, enn þá töfrandi. Frú Loisel brá. Atti hún að ávarpa hana. Já, víst átti hún að gera það. Og úr því að skuldin var greidd, var réttast að segja henni upp alla söguna. Hvers vegna ekki? Hún gekk til hennar. „Góðan daginn, Jóhanna." Hefðarkonan kannaðist ekki við hana og varð forviða á því, að þessi fátæklega kona skyldi ávarpa sig svona kunnuglega. „En ... frú,“ stundi hún upp. „Eg kannast ekld við ... yður hlýtur að skjátlast." „Nei ... eg er Matthildur Loisel.“ Vinkona hennar rak upp óp. „Æ, vesalings Matthildur. mín. En hvað þú hefur breytzt!“ „Já, lífið heftr ekki leikið við mig síðan eg sá þig síðast, áhyggjurnar hafa ekki farið á snið við mig ... og allt er það vegna þín.“ „Mín vegna! Hvernig þá?“ „Manst þú eftir gimsteinahálsmeninu, sem þú lánaðir mér á dansleikinn hjá ráðherran- um?“ „Já. Jæja?“ „Jæja, eg týndi því.“ „Hvað ertu að segja? Þú skilaðir því.“ „Eg skilaði öðru mjög svipuðu. Og síðustu tíu árin hafa farið í að borga það. Þú getur gizkað á, að það var enginn leikur fyrir okk- ur; við vorum eignalaus. Að lokum var allt klappað og klárt, og mér þykir ákaflega vænt um það.“ „Þú segist hafa keypt gimsteinahálsmen í staðinn fyrir mitt?“ „Já. Þú hefur þá aldrei orðið þess vör. Þau voru mjög lík.“ Og hún brosti gleðibrosi, stolt og saklaus. Frú Forestier tók báðar hendur hennar mjög hrærð. „Æ, vesalings Matthildur mín! En í hálsm- eninu mínu voru falskir gimsteinar. Það var í allra hæsta lagi fimm hundruð franka virði.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER1993 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.