Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 25
„Dauði Marats“, 1907. Hér er Munch enn að túlka samband sitt við konur; það er málarinn, en ekki hinn franski Marat, sem búið er að drepa. í myndinni kemur fram sú stílbreyting sem varð hjá Munch um þetta leyti. „Dauðastríð“, steinþrykk og túss, 1896 - ein af fjölmörgum endurminningum Munchs um návist dauðans á æskuheimilinu. ná fram sérstökum áhrifum. Hann málar þykkt og rispar og skefur síðan í litinn, eða sker í hann með eggjárni. Svo er um eina útgáfu þessa málverks í National Gallery í London og þannig er einnig frumgerðin, sem er í eigu Nasjonalgaileriet í Osló. Sjálf- ur skrifaði Munch svofellda athugasemd: ,Jtugu hennar urðu rauð. Þetta, að nú var ljóst að dauðinn kæmi brátt, var óskilj- anlegt. Presturinn kom - í sinni svörtu hempu- og með sinn hvíta kraga. Skyldi hún þá virkilega deyja. - Síðasta hálftímann létti henni, verkirnir hurfu. Hún reyndi að rísa upp - benti á stól við hliðina. - Eg vil gjarnan sitja, hvíslaði hún. - Hve einkenni- lega henni leið - eins og hún liti gegnum slör - hendur og fætur blýþung - hve þreytt. “ Fyrir réttum 100 árum, þá þrítugur, rifj- aði Munch upp dauða móður sinnar í átak- anlegri mynd, þrunginni dapurlegri stemmningu. Sex eða sjö persónur eru þar; allar eins og hver í sínum heimi, en heildin er einfaldleikinn sjálfur. Allt fólkið er svartklætt, gólfið rautt, en bakveggurinn gi’ænn. Munch fór snemma að beita þessum andstæðulitum til aukinnar áherzlu. Æsku- minningarnar eru ekki beint rósrauðar, enda skrifaði hann svo: „Tæringin, geðveik- in og dauðinn voru hinir svörtu englar, sem stóðu vakt við vöggu mína og hafa síðan fylgt mér gegnum Iífíð.“ í Ijósi þess hve mikill þroski er snemma á ferðinni í myndlist Munchs, er athyglis- vert að um formlega myndlistarmenntun er naumast að ræða. Fóstran Karen Bjöl- stad skildi á undan öðrum hvað í honum bjó og fékk því framgengt að Edvard hætti í Tækniskólanum; - þangað hafði faðir hans sent hann með það fyrir augum að hann yrði arkitekt - og þess í stað innritaðist hann í teikniskóla, sem myndhöggvari rak. „Ákvörðun mín er nú að verða málari“, skrifar hann í dagbók sína. Litlu síðar kem- ur þar fram að hann er að grúska í mynd- listarsögu á eigin spýtur. En hann innritast aldrei í málaraskóla nema vetm'inn 1889, þá skóla Leon Bonnats í París. Þar var hann talinn góður teiknari, en leiðir hans og lærimeistarans skildu í styttingi þegar Munch fór að mála og var ekkert að sveigja frá þeirri aðferð sem hann hafði fundið. Arne Eggum segir í nýlegri bók um Munch, að einmitt á þessum tíma hafi ver- ið viðurkennt að menn gætu orðið fullgildir með því að byggja á nátúrustúdíu, en aka- demískt nám var lúxus sem Munch hefði ekki getað ráðið við, segir Eggum. Að þessu samanlögðu verður að telja Munch að mestu leyti sjálfmenntaðan í list sinni. Aðeins 19 ára gamall er hann búinn að taka á leigu vinnustofu í nánd við Stór- þingshúsið. Svo vel vill til, að við hliðina á honum er Skagamálarinn Christian Krogh með vinnustofu. Hann er er auk þess „emb- ættismannssonur, júristi og skríbent“. Hjá Krogh fær hinn ungi Muneh „korriger- ingu“,- leiðréttingu um þriggja mánaða skeið, en xóldi þó ekki teíja sig nemanda Kroghs. Nefndi frekar málarann Hey- erdahl, sem mér er alls ókunnur. I ævisögu Arne Eggum kemur fram, að Munch fannst evrópísk myndlist í hnignun. Listamenn væru að dútla við einhver viður- kennd yfirstéttarmyndefni og máluðu „snotrar myndir til þess að hengja á stofu- veggi“, eða „álnarlöng jólakort á listbasar- ana“ eins og hann nefndi stóru sýningarnar. Eggum nefnir einnig, að Munch fannst hann vera hlekkur í keðju brautryðjenda; í sömu sportum og Michelangelo, Griinew- ald, Rembrandt, Manet, van Gogh og Gauguin. Sérstaklega fannst honum Gaugu- in hafa haft þýðingu fyrir sig persónulega. Hann vildi kalla sig rómantíker og Arne Eggum segir: „Munch vai' rómantískur í þeim skilningi að í list sinni leitaðist hann við að ná utanum hlutverk mannsins í heim- inum.“ Og það var snemma nokkuð ljóst hver áherzlan yrði. í einskonar stefnuyfir- lýsingu, upphaflega frá 1889, segir Munch svo: „Það er ekki til neins að mála stofur að innan, eða fólk að lesa og konur að prjóna; heldur lifandi fólk, sem andar og fínnur til, sem þjáist og elskar.“ VI Togstreytan verður mótandi afl í lífi og list Munchs. Bæði sú togstreyta sem birtist ,J\fadonna“, 1895-1902, ein af mörgum grafíkmyndum Munchs, sem hánn vann eftir samnefndu málverki frá 1894. „Lífsdansinn“, 1899-1900. 1» Karen Bjölstad kKnur þannig við sögu, að hún tekur við húsmóðurhlutverki þegar Edvard, þá 5 ára, missti móður sína. Það var fyrsti skellurinn, en níu árum síðar kom dauðinn aftur í vitjun á heimili Munchs læknis. Sophie, einu ári eldri en Edvard, dó þá eftir langa baráttu við tæringuna. Ótímabær dauðsföll þeirra sem stóðu drengnum næst höfðu gífurleg áhrif á hann. Aftur og aftur rifjar hann upp þessa þrúg- andi minningu. í einni þessara mynda sem heitir „Dána móðirin og barnið“, liggur móðirin á líkbör- um, en barnið snýr sér frá, skelfingu lost- ið. En umfram allt varð dauðastríð Sophie honum áleitið myndefni. Hann rifjar það upp í mörgum myndum, allt að áratugi síð- ar. Við sjáum að Sophie hefur verið dúðuð og sett í stól við opinn glugga; andblær vorsins leikur um hana. En það dugar ekki. í nokkrum áhrifamestu myndum sínum, sem hann nefndi „Veika systirin“ er fölvi dauðans á andliti hennar á koddanum, en Karen fi-ænka situr við rúmstokkinn - og með því hvemig hún situr getur Munch miðlað kvöl og sorg. Venjulega málaði hann með þunnri áferð; miklu þynnra en hin akademíska aðferð gerði ráð fyrir. En í myndinni um veiku systurina gerii' hann undantekningu til að i ] 1 I j LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.