Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 14
„Meðan eilífðin
horfíru
— Skólaskáldið mitt —
Ekki veit ég, hvort það var gæfa eða ógæfa, en
staðreynd var það allt að einu, að ég var van-
inn við ljóð og unni ljóðum jafn langt og lengst
ég man. Afi minn annaðist þessa námsgrein
fyrstu tíu ár ævi minnar. Hjá honum nam ég
Vera má að Kristján
Karlsson skyggnist ekki
alveg nógu víða um
leyndardóma kristinna
fræða, er hann kveður upp
sinn ólastanlega dóm um
trúarskáldið Stein. Líklegt
er einnig, að skáldið
Steinn Steinarr hafi í
snilligáfu sinni komizt
miklu nær þeim
tilvistarkjama allrar veru,
sem kristnin geymir milli
spjalda sinna, en
meistaranum sjálfum
nokkru sinni varð ljóst.
þau sjálfsögðu gullkom íslenzkra Ijóða, sem
síðar sátu fyrir mér í Skólaljóðum bemsk-
unnar og í lestrarbók Nordals á unglingsár-
um. Af einhveijum ástæðum tengist minn-
ingin um gamla manninn þó öllu öðm frem-
ur kvæðaflokki þeirra Tegnérs og Matthías-
ar um Friðþjóf hinn frækna: „Með hetjum
sínum Hringur í höllu drakk um jól“. „Skin-
faxi skundar“. „Til þings til þings nú fi;egn-
in fer um fold og dal“. Þetta og annað því
um líkt las afi mér innan við skólaaldur.
Efiiið sat fast í kolli snáðans, skihð sem
óskihð og situr þar enn eftir hálfa öld. Þetta
var eins og að læra að synda, nema miklu
skemmtilegra. Hafið var höfuðstafir og
stuðlar, rím og hrynjandi, — og orð og aftur
orð. Engin andleg nautn önnur tekur orðum
fram. Þannig var það á morgni ævi minnar,
og svo er enn.
Faðir minn hélt að mér öreigaskáldum.
Tíu til tólf ára varð ég næsta handgenginn
Jóhannesi úr Kötlum. Samtímis var móðir
mín á kreiki með rómantískar og dramatísk-
ar hneigðir. í hennar föruneyti var Davíð
skáld frá Fagraskógi, jafnvel Tómas, þótt
einhvem veginn fari minna fyrir honum í
þessu bemskuminjasafni.
Á fermingaraldri gleypti ég „Þyma“ Þor-
steins Erlingssonar þvera og endilanga og
sallaði tilvitnunum úr „Örbirgð og auði“ og
„Örlögum guðanna" á fermingarfóður minn,
séra Erlend Sigmundsson. Eg hlýt að hafa
verið mesta fól, — sem fermingarbam!
Ahan þennan tíma stóð mikill marmara-
kastah álengdar, og stafaði af honum óút-
skýrðum ljóma. Hann hét Einar Benedikts-
son og hafði reyndar verið eftirlæti afa míns,
en afi að sínu leyti svo mikill paidagogos,
að hann ekki réðist í að troða Einari niður
um trektina á dóttursyni sínum. Ég ætlaði
að lesa Einar Benediktsson, þegar ég yrði
fuhvaxta. Af því varð þó minna en skyldi.
Þegar ég var kominn á einarsaldurinn, var
guðfræðin tekin við og ég las ekki ljóð nema
að nafninu th eina tvo tugi ára — utan sálma.
Landsprófsveturinn í Alþýðuskólanum á
Eiðum gekk ég Stefáni frá Hvítadal til handa
ásamt Heimsljósi Laxness, en lausamál hafði
ég reyndar lengi lesið, íslendingasögur,
Gunnar Gunnarsson, Jón Trausta, Einar
Kvaran, aftur á bak og áfram endanna á
mihi. Nú tók skáldið á -Gljúfrasteini við eitt
ár heilt, þriðjabekkjarárið endhangt.
I Menntaskólanum á Akureyri vom ljóða-
unnendur í kippum, og var ég snemma spyrt-
ur saman við eina þeirra. Við fylgdumst
grannt með nýjungum. Miklar stórhátíðir
vom þær Sjödægra Jóhannesar og Kvæða-
bók Hannesar Péturssonar, — svo að ein-
hvers nýmetis sé getið frá þessum áram.
Eftir HEIMISTEINSSON
II
Fyrsta endurminning mín um Stein Stein-
arr rekur rætur aftur th unglingaskólaald-
ursins og mikihar orrahríðar, sem þá fór
fram í útvarpinu um breytta skáldskapar-
hætti. Ég lét mér skhjast, að Steinn væri
atómskáld og að engu hafandi, — enda var
hann ekki að finna í lestrarbók Nordals, sem
frægt er orðið af kvæðinu „Forsöngur hsta-
mannaþings 1942“, — en hjá Nordal var öh
eldri skáld að finna, sem mark var á tak-
andi. Af sjálfu leiddi, að Steinn ónáðaði ekki
mína fordómafullu strákssál næstu árin.
í íjórða bekk er Steinn Steinarr þó kom-
inn á borðið mitt. Það er einkum skopskyn
hans, beizkja og meinfýsi, sem vekur nokk-
um áhuga: Hahgrímskirkja, Búlúala, Passíu-
sálmur nr. 51, Að fengnum skáldalaunum,
Ný bráðabirgðalög og Frumvarp tíl laga mn
akvegi meðfram reiðvegum, Universitats
Islandiae, Jól, Samræmt göngulag fornt,
Brúðkaupskvæði, Kommúnistaflokkur ís-
lands, in memoriam, Að sigra heiminn og
Að frelsa heiminn, Hugleiðingar um nýja
heimsstyrjöld, Happdrættisvísur, Jón
Kristófer, kadett í Hemum.
Fast á hæla þessum Ijóðum sækir hnyttni
Steins og sérkennheg glöggskyggni: Jón
Sigurðsson forseti, standmynd, sem steypt
er í eir, Undanhald samkvæmt áætlun, Im-
perium Britannicum, Mannkynssaga fyrir
byrjendur.
Öreigaskáldið Steinn óx mér ekki í augum.
Þar var ég vanur kjamfóðri frá bemskuár-
um: „Uppreisnin breiðist svo ótt yfir landið,
upp, upp tíl vopna, þú kúgaða stétt“. Rauðir
logar á leiði og fangi í dýflissum auðvaldsins
fóra fyrir htið í samanburði við svo mergjað-
ar veigar.
Ástaljóð Steins læddust inn í launkofa
hugskotsins, hvort þau nú heldur vora eigin-
leg ástaljóð eða eitthvað annað:
Einn morgun í vor gekkstu ein niður
malbikað strætið, Gömul vísa um vorið, í
Öxnadal (Sárt er það víst og sárið lengi að
gróa/ sízt ætti ég að bera á móti því), Chapl-
ínsvísan model 1939 (Svo loks, það lengi
man ég, htla stúlku fann ég, sem blað í eldi
brann ég), Það vex eitt blóm fyrir vestan, —
en sjálfur bar "ég reyndar í bijósti ólækn-
andi vonlausa ást th skólasystur minnar að
vestan, — og þannig mætti vísast lengur
telja.
Það kynni að hafa verið snemma í fimmta
bekk að ég fór að veita athygli undirtónum
í kveðskap Steins, margræðni og óvæntum
málalokum: Heimurinn og ég, í draumi sér-
hvers manns, Leyndarmál, Leiksýning,
Kvæðið um veginn. Tvö ljóð urðu á þessu
skeiði öðram nærgönguhi og luku vísast upp
fyrir mér innri salarkynnum í völundarhúsi
Steins, Kvöldljóð og Siesta.
KVÖLDUÓÐ
Mitt hjarta er fullt af mjúku, svörtu myrkri,
sem mannlegt auga fær ei gegnum séð.
í dimmri ró, það dylur vitund þinni,
á djúpsins botni allt, sem hefur skeð.
Lát storminn æða blint um höll og hreysi
og hrinda opnum dyrum ríks og snauðs.
Lát heimsins unað hyljast mold og sandi,
mitt hjarta er ríkt og gætir vel síns auðs.
Mitt hjarta er fullt af heitu, svörtu myrkri,
sem hrynji miðrar nætur rökkursjár.
Og djúpt í þessu myrkri er mynd þín falin,
með munn sem granatepli og sólgylt hár.
SIESTA
í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hyóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn ræni þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin fúll af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín híjóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
Fyrra ljóðið er thtölulega auðráðinn óður
til innheikans og þeirra gersema, sem varð-
veittar era í ríku hjarta. Síðara Ijóðið skhdi
ég seint og skh e.t.v. aldrei, en þó kveður
þar við áþekkan tón. Hið einkalega, fyrsta
persóna eintölu, sem Kristján Karlsson rétti-
lega kveður öðra fremur einkenna Stein
Steinar, er hér sezt í hásætið. Ef lesandinn
á annað borð á erindi inn á vettvang hins
einkalega, er hann með nokkrum hætti kom-
inn heim í þessum ljóðum.
Þaðan í frá sökkti ég mér og sá ég í ljóð-
um Steins Steinarr það allt, sem mér þótt
mestu skipta þessa heims og annars. Þannig
stóðu leikar fimmta bekk allan og sjötta
bekk, og svo var um félaga mína suma.
Steinn varð skólaskáldið mitt, hann var okk-
ur nokkram kumpánum morgunbæn, po-
sthla og náttsöngur allt í senn. Líthl var
hann að vöxtum og því auðlærður allt um
kring, en svo djúphugsaður, að aldrei sá til
botns.
Enn mætti geta margs annars, sem varð
á vegi þessi ár, enda vora þetta mikil ár í
ríki andans, með Ljóðum ungra skálda og
Birtingi, svo að einhvers sé getið, og kannski
fer ég ekki nákvæmlega rétt með ártöl, en
einu ghdir. Þó sat Steinn í öndvegi, enda
aht annað frá honum rannið að því er mér
virtist þá. Enga grein geri ég mér fyrir
því, hvaða áhrif Steinn Steinarr hafði á horn-
steina lífsviðhorfa minna, en efalaust vora
þau veraleg og birtust síðar í thvistarheim-
spekhegri guðfræði, sem um skeið angraði
margan góðan og sanntrúaðan íslenzkan
guðsmanninn.
Nú era sem sagt liðnir áratugir frá því
ég las Stein, og hef ég lítt haft hönd á hon-
um þann tíma allan. I thefni hátíðarinnar
með ykkur, thheyrendur góðir, fjárfesti ég
í nýrri útgáfu Vöku-Helgafehs af Ljóðasafni
Steins. Það er ahtaf gaman að hitta forna
vini í nýjum fötum, — að sínu leyti eins og
guðfræðingur hefur gaman af að lesa Nýja-
testamentið á útlendum málum. Og sem ég
nú las þessa nýju bók með þessu gamla efni
fann ég eftir ein 37 ár, að enn var hér feit-
ara á stykkinu en mig minnti frá því forðum
daga.
III
Segja má, að þáttaskil yrðu í umfjöUun
um Stein Steinarr, er Kristján Karlsson lauk
frægri ritgerð- um skáldið með þessum orð-
um: „Trúaður eða trúlaus er hann í flokki
mestu trúarskálda vorra.“ Hér var nýju ljósi
varpað á Stein, — þótt Laxness raunar
brygði up týra af sama toga í ritdómi löngu,
löngu fyrr.
Ég hef alltaf verið Kristjáni Karlssyni
mjög svo sammála um þessa niðurstöðu.
Sjálfur skrifaði ég einu sinni pisthkom um
21. ljóð Tímans og vatnsins, þar sem ég leyfði
mér að kveða við sama tón og ganga þó
feti framar og ræða um „unio mystica" eða
leyndardómsfuUa einingu í þessu síðasta
Ijóði þess'verks, er telja verður hámark og
niðurstöðu allrar Ustsköpunar Steins Stein-
arr.
Ingimar Erlendur Sigurðsson veittist eitt
sinn að Kristjáni Karlssyni fyrir viðhorf
hans og flakaði mig og mína smásmíði í fram-
hjáhlaupi, nefndi hann „hermitilraun". Þann-
ig komst ég í góðan félagsskap eins af
mætustu bókmenntarýnendum síðari ára-
tuga, — á síðum Lesbókar Morgunblaðsins!
Nú fysir mig að lyktum að stíga eitt skref
enn eftir hermikrákubrautinni. Kristján
Karlsson segir í áðumefndri ritgerð, að
bæði sé „réttlátt og sanngjarnt við skáldið
að endurskoða sem oftast afstöðu ljóðanna
og merkingu“. Þetta þykir mér vænt um.
Ég ætla ekki að ræða um persónulega trú
Steins Steinarr sem einstaklings, enda veit
enginn um hana og mun aldrei vita, þvi að
hugur einn það veit, er býr hjarta nær, og
hugur Steins laukst aftur fyrir 35 áram og
mun ekki opnast framar í þessum heimi.
En afstaða ljóðanna og merking era th at-
hugunar á hverri tíð. Ef við tökum Stein á
orðinu, er hann segir: „Og ég var aðeins til
í mínu ljóði", getum við í gamni og alvöru
talið trú þá, sem birtist í ljóðunum persónu-
lega trú skáldsins. Um það ghdir þó einu.
Ljóðin eru sjálfstætt framlag til íslenzkrar
hugmyndasögu, og rétt er að meta þau í því
ljósi á hverri tíð. Trúarsaga íslendinga á 20
öld birtist í þeim að sínu leyti.
Enn vitna ég í hinn mætasta mann, Krist-
ján Karlsson, er hann segir, að kvæði Steins
séu „trúarljóð — með neikvæðu forteikni".
Hér finnst mér ekki nógu fast að kveðið.
Kemur þá th umræðu sérstök tegund trúar-
legrar skynjunar og skhgreiningar, sem
fróðir menn nefna „viam negativam" eða
hina neikvæðu leið og alþekkt er meðal krist-
inna einingarhyggjumanna — mystika —
fyrr og síðar. Via negativa felst í því, að
bent er á allt, sem ekld er Guð og því lýst
yfir, að þar sé Guð ekki að finna. Þannig
er haldið áfram, unz sköpunarverkið í heild
hefur notið umfjöhunar og verið vísað th
sætis sem ekki-Guð og þar með sem ó-vera
eða ei-vera, fánýt og tilgangslaus, einskis
verð. Þá er einn eftir, sem er vera, er sá,
sem hann er, óumbreytanlegur og ehífur um
aldurdaga, Guð, er hefur að geyma allan
tilgang og allt sannvirði, gildi. Honum fær
maðurinn sameinazt, þegar öUu öðra hefur
14