Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 33
Aðseturstaður „Holger Danske“ hópsins í Kristja- níu. Innsett neðst er mynd af minn- ingarskildinum sem komið hefur verið fyrir yfir dyr- unum. Ebba og Gunnar Bjarnarson á heimili sínu í Kaupmannahöfn. að ég hjólaði neðan úr bæ og út á Friðriks- berg, þar sem Forum er. Tveir fóru inn í bygginguna og náðu í verkstjórann og ann- an mann sem voru þar inni og gáfu mér merki um að þeir væru undir eftirliti. Eg gaf þá fjórða félaga okkar merki og hann kom inn með ölkassann með sprengiefninu, en kassann hafði hann komið hjólandi með. Við ákveðið merki átti hann að kveikja í sprengiefninu. Við flýttum okkur út, leiðir skildu og ég hjólaði niður í bæ. Sprenging- in heyrðist víða.“ Það sem Gunnar vissi ekki var að sá sem kveikti í hafði misskilið merkið. Sönderga- ard, leiðtogi hópsins, var ekki kominn í öruggt skjól og hann slasaðist illa. Hann náði sér í íyrstu, en lést af afleiðingum meiðslanna 1946. Af þeim fjóram sem ásamt Söndergaard og Gunnari komu Holgem danska á laggirnar vorið 1943 dóu tveir á stríðsáranum, annar eftir pyntingar Þjóð- verja og hinn drukknaði á flótta til Svíþjóð- ar. Um einn er vitað að hann lést eftir stríð- ið, en dánarorsök er ókunn. Sá fjórði dó 1981, en var vart vinnufær í stríðslok. Njósnari fyrir bandamenn Um þetta leyti lenti Söndergaard og fleiri úr hópnum í skotbardaga við Þjóðverja og neyddust til að flýja yfir til Svíþjóðar. „Ég frétti um flóttann frá einum félaga okkar, sem færði mér fréttirnar í búðina um að hópurinn hefði splundrast. Mér fannst óvarlegt að halda áfram. Ég vissi ekki hve mikið Þjóðverjamir vissu, svo ég ákvað að fara til Svíþjóðar líka, þar til mér væri staðan ljós og fór í september. Það herti á mér að ég fékk nafnlaust skeyti þar sem stóð að jörðin brynni undir fótum mér. Ég spurði vini og vandamenn hver hefði sent skeytið, en enginn kannaðist við það. Sjálfur held ég að bróðir minn hafi sent mér það, þó að hann neitaði því. Hugmyndin var þó ekki að fara bara yfir og gera ekkert, heldur að athuga.hvem- ig væri best að halda áfram andspyrnunni. Ég og annar, sem hafði flúið með mér, höfðum samband við enska ræðismanninn, en fengum synjun um að fara til Englands. Þá höfðum við samband við bandaríska ræðismanninn, Morby, um hvort við gætum lagt eitthvað af mörkum sem hermenn. Það var ekki, en hins vegar vildi Morby gjarnan fá upplýsingar um Þjóðverja í Danmörku og við gengumst inn á að freista þess að afla þeirra. Við fóram svo yfir til Helsingja- eyrar, eins og fyrir okkur var lagt. Þar áttum við að fara í tóbaksbúð og biðja um Pall Mall sígarettur og þá fengjum við frek- ari leiðbeiningar. Við áttum að safna upplýs- ingum um þýska hermenn og búninga þeirra, til að komast að hvaða herdeildir væra hvar, um viðvörunarkerfi við Kastrup og sprengjubelti í Eyrarsundi. Við vorum í sambandi við sjómann, sem ferjaði okkur á miili, og í einni ferðinni vorum seint á ferð, komið fram yfir mið- nætti, þegar hann setti okkur af við Lim- hamn. Við vorum þreyttir og það var drjúg- ur spölur inn til Malmö svo við freist- uðumst til að taka leigubíl. Bflstjórinn hef- ur örugglega haft fyrirmæli um að segja lögreglunni af óvenjulegum mannaferðum svo við voram varla háttaðir á gistiheimflinu þegar lögregluna bar að. Þrátt fyrir sam- bönd okkar við sænska herinn vorum við dæmdir í þrjátíu daga varðhald. Dómarinn var þó svo mannlegur að hann gaf okkur leyfi til að afplána dóminn eftir jól. Okkur fannst dómurinn blóðugt óréttlæti og ákváðum að fara aftur heim og koma upp- lýsingum þaðan til Morbys. Ölkassinn - sprengiefnið sem notað var til að sprengja upp Forum var falið á botni hans. Veðrið var leiðinlegt, við lentum í hrakn- ingum og báturinn missti rá og segl. Við komumst þó klakklaust yfir að Amager um miðnætti, Svik og dauðadómur „f Kaupmannahöfn hélt ég áfram að safna upplýsingum í janúar 1944. Ég þorði nú ekki lengur að búa heima hjá mér held- ur fékk inni á trúboðshóteli í Löngangs- stræde, þar sem ég þekkti hótelstjórann. Peningaráðin leyfðu þó ekki að ég byggi þar lengi, svo þá var að finna eitthvað ann- að. Ég fór þá til kunningja míns úr „Nati- onalt Væm“, sem hét Bjömestad og ég hafði oft áður talað við. Hann vissi að ég var að leita upplýsinga, en ekki að ég hefði tekið þátt í skemmdarverkastarfsemi. Ég þekkti ritara hans og hún sagði mér að Bjömestad væri orðinn drykkfelldur. Síðar frétti ég að hann hefði líka allt í einu haft fé milli handa. Hann bauðst til að lána mér lykla að íbúð og þangað hélt ég. Þangað hringdi Björnestad og sagðist bara ætla að vita hvort ég væri kominn, því hann ætlaði að koma við. Það var þó ekki hann sem kom, heldur Gestapó. Þá lá leiðin í höfuðstöðvar Þjóðverjanna í Dagmarhúsi. Ég var yfirheyrður sem njósnari, en ég var óöruggur, því ég vissi ekki hvað Þjóð- - verjarnir vissu. Mér vai' haldið í Dagmar- húsinu og yfirheyrður nokkram sinnum. Ég sá líka Björnestad bregða fyrir þar, en hann baf hendina upp að andlitinu og reyndi að fela það. Ekki var ég í vafa um hver hafði komið mér í fangelsi. Ákærurnar á hendur mér voru heldur lauslegar. Þegar þýski varðmaðurinn kallaði á mig einn dag- inn reiknaði ég með að nú ætti að láta mig lausan. Það var þó ekki, heldur var ég flutt- ur í einangrun, svo ég sá að ástandið versn- aði. Um sumarið var ég dreginn fyrir her- rétt, gefið að sök að vera hótun við þýska ríkið og nýja skipan í Evrópu. Danski verj- andinn minn notaði ungan aldur minn mér til afsökunar, en allt kom fyrir ekki. Ég var dæmdur til dauða, en jafnframt gefið tfl kynna að dómnum kynni að verða breytt. Við voram þrír, sem vorum dæmdir saman. Einn grét og ég huggaði hann. Lfldega var ég eins og í losti. Eg man að veðrið var yndislegt og sólin skein. Svo lá leiðin í fang- elsið, þar sem ég var látinn skrifa náðunar- beiðni og biðin tók við. Óvissan vai- erfið. í hvert sinn sem ég heyrði umgang fékk ég ógurlegan hjart- slátt. Eftn nokkrai’ vikur var dómnum breytt í sextán ára refsivinnu, en mér sagt að ef ég hegðaði mér vel gæti ég átt von á náðun frá Hitler eftir stríð. Ég var keyrð- ur á aðaljárnbrautarstöðina, þaðan sem leiðin lá til Þýskalands. Ég vissi ekki hvernig þýskar fangabúðfr htu út innan frá og vissi ekki um útrýming- arbúðir þeirra, en bjóst ekki við neinu góðu. Hugmyndaflug mitt hrökk þó ekki til að ímynda mér eymdina þarna. Um leið og ég kom var ég færður til klippingar, sem ekki var vandað tfl að öðra leyti en að ég var snoðaður. Árangurinn gat ég þó ekki séð, því enginn var spegillinn. Fötin vora tekin og mér fengin fangaklæði í staðinn og málmskilti um hálsinn. Daginn eftfr að ég kom fékk ég poka með böndum, sem ég átti að greiða úr. Næsta verkefni var að gera við herbúninga, en einnig þetta virtist ég leysa viðunandi af hendi, því næst var ég settur í að flokka kartöflur og annað grænmeti, taka frá rotnandi kartöfl- ur til að þær skemmdu ekki frá sér. Senni- lega bjargaði þessi vinna mér, því þama var þó möguleiki á að grípa sér mat. Fæð- ið var meira en skorið við nögl og margir dóu úr hungri. Okkur tókst að koma upp eldunaraðstöðu og hámarkið var þegar nokkrir félaga minna sneru kött úr hálshðn- um, fláðu hann og suðu. Mér lá við að kasta upp, þegar máltíðin var tflbúin. Én nú fór að haha undan fæti fyrir Þjóð- : verjum og svokahaðar hvítar rútur komu frá Danmörku og sóttu danska og norska fanga. Við voram keyrðir tfl Neuengamm- en, sem voru útrýmingarbúðir, þó þær væru víst ekki þær verstu". I sænsku fangelsi eftir stríð „Við höfðum fengið að vita að við yrðum þeir fyrstu sem fengjum að fara til Dan- merkur og það gekk eftir. Við voram þvegn- ir og aflúsaðir og þarna upplifðum við upp- gjöf Þjóðverja. Nú vorum við settir í lest, sem átti að flytja okkur til Kaupmannahafn- ar. Við höfðum engin skflrfld, aðeins smá kvittun þar sem stóð að við kæmum úr þýskum fangabúðum. í Ystad kom lögreglu- þjónn um borð í lestina og spurði eftir : Gunnari Bjamarsyni. Ég gaf mig glaðlega fram og hélt að hann flytti mér kveðjur að heiman. En kveðjumar vora þó heldur kald- ar, því mér var sagt að ég ætti enn eftdr að afplána þrjátíu daga varðhald og gert að stíga af lestinni. Nú lá leiðin í fangelsi alveg við hhðina á járnbrautinm, svo ég heyrði húrrahróp fyrrum samferðamanna minna þegar lestin lagði af stað. Ég hefði getað grenjað af biturð. Ég fékk þó leyfi til að skrifa bréf tfl Mogens Fog. Hann var í Frelsisráðinu, sem var samband and- spymuhópanna og varð ráðherra eftir stríð. Hann kippti í spotta og fékk Gústaf Svía- konung tfl að náða mig. Þetta tók um tíu daga. Ég var frjáls maður í júní. Rétt eins og ég varð af 9. aprfl 1940 í Danmörku upp- lifði ég heldur ekki 5. maí 1945 heima. Ég heimsótti nú fjölskyldu og vini og gleðin yfir endurfundunum var mikil. Ég tók frí og hvfldi mig tfl að ná aftur kröft- um. Verslun mín var úr sögunni, af því ég hafði verið í burtu, en ég fékk vinnu við verslunarfyrirtæki og varð síðar sjálfstæð- ur. Þegar ég hætti með fyrirtækið 1981 kom ég á stofn UNICEF-verslun í Kaupmanna- höfn, þar sem ég hætti þegar ég varð 75 ára. Uppgjörið eftir stríðið tók nokkum tíma, en mestu átökin vom gengin yfii’ þegar ég kom aftur tfl Danmerkur. Það vora ýmsir teknir, dönsku stúlkurnar sem vora lags- konur Þjóðverja vora snoðaðar, en eins og alltaf þá fengu þeir litlu að kenna á því, meðan margh’ þeirra stóra sluppu. Sumir vora dæmdir í ævilangt fangelsi, en síðan náðaðir eftir nokkur ár. Ég hafði þegar frétt að Bjömestad hefði verið tekinn af meðlimum „Nationalt Værn“, færður út í skóg og skotinn sem svikari. Mér var ekki hefnd í huga, það var svo margt annað sem kahaði. Andspyrnumenn í óþökk „ í upphafi voru bæði danskh’ stjórnmála- menn og margir landar mínir á móti and- spyrnuhreyfingunni, auk Þjóðverjanna auð- vitað. Við vorum nokkurs konar afbrota- menn og stjómmálamenn hvöttu fólk til að koma upp um okkur. Afstaðan breyttist smátt og smátt, ekki síst eftir omstuna um Stalíngrad. Svíar vora líka mjög á bandi Þjóðverja fram að því, leyfðu þeim meðal annars að fara um Svíþjóð með herafla gegn Norðmönnum. Svíar voru eins og mús undir fjalaketti. Eldri kynslóðin hélt að sér höndum, eig- inlega vai’ andspyrnuhreyfingin nokkurs konar ungmennauppreisn. Við fylgdum samvisku okkar og tókum ekki tilht til neins annai’s. Fjölskyldan var ekkert hrifin af «■ athæfi mínu, frekar en svo margir aðrir. Það var litið á okkur sem ævintýramenn og hálfgerða angm’gapa í byrjun, alls ekki sem neinar hetjur. Við voram heldur engai’ hetjur, gerðum bara það sem þurfti". Höfundur býr t Danmörku og skrifar að staðaldri í Morgunblaðið i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. DESEMBER 1993 33

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.