Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 30
John Cage við upptökur á Emty Words. Minningarbrot Um John Cage Ekki man ég hvenær ég heyrði fyrst músík eftir John Cage, en það kann að hafa verið í Darm- stadt árið 1960, á sumarnámskeiðunum góðu, þar sem nýjungarmenn í tónlist hittust á sumr- in. En það var í Köln um haustið, sem ég sá Cage í fyrsta sinn. Cage gerði mikla lukku hér. Hann las upp Emty Words, samsuðu sína úr Thoreau. Hann vann líka mikið með nemum úr Tónlistarskólanum og Hamrahlíðarkómum. Eins og áður höfðu tónlistarmenn lítinn áhuga á Cage. Kannski höfðu þeir áhuga, en þeir vom fullir tortryggni í hans garð, tortryggni sem átti upptök sín í óöryggi þeirra sjálfra og minnimáttarkennd. Eftir ATLA HEIMI SVEINSSON Hann hélt tónleika ásamt David Tudor, einhverjum fínasta píanista, sem ég hef nokkru sinni heyrt. Allt varð honum að dýrð- legri músík. Og þegar hann spilaði upp úr sér spratt fram betri músík og merkilegri, en þegar tónskáldin settu sig í hátíðarstell- ingar með blöð, blýanta og kannski reiknings- stokk. (Þetta var áður en vasatölvur voru fundnar uppj) Þeir héldu tónleika í hátíðarsal mennta- skóla nokkurs í borginni. Við Manfred fórum saman eins og svo oft og mig minnir að Marlies hafí verið með okkur. Hún er nú látin, var söngkona með óvanalega tjáningar- ríka rödd — blind. Cage seldi aðgöngumiða sjálfur og vönduð efnisskrá fylgdi með. Hann var í gráum ga- berdínfótum og burstasklipptur. Ekta stælgæi, týpískur Ameríkani. Ég gleymi seint þessum fallegu dökku, leiftrandi augum og glettnisfullu brosinu. Ég heiilaðist strax af honum og hugsaði með mér: „Þessi maður er frjáls, kannski eini maðurinn, sem ég hef hitt, sem er frjáls." Og hvemig var hann frjáls? Hvemig var hann öðruvísi en aðrir menn? Ég veit það ekki. Ætíð síðan hef ég leitað svars, en ekki fundið. Hann var óháður og óbundinn öllu því sem við köllum umhverfi. Þannig var hann frjáls. Fyrir utan, og ofan, stað og tima. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Það var sama hvort hann var í gabertínfótum, kjól og hvítu, skósíðum baðmullarserk eða bláum gallabuxum og tilheyrandi jakka. Föt- in sköpuðu hann ekki — hann skapaði þau. Hann „gekk“ alls staðar, hvort sem var hjá eskimóum í klakakofum eða í lúgamum hjá íslenskum togaragörpum á Halanum eða frumbyggjum Astralíu eða ofmettaðri og of- menntaðri menningar- og peningastétt Evr- ópu. Þessari merkilegu forréttindayfirstétt listunnenda meginlandsins. Cage var eins við alla, glaðlegur og elsku- legur. En milli hans og annarra manna var i rauninni stórt bil. Hann var einhvers konar spekingur með barnshjarta en skálkur í bland eða smásyndugur búddamunkur. Kannski er sá einn frjáls, sem þannig er. Ég veit það ekki. Þetta er nær ómögulegt að útskýra. ' Ég man ekki nákvæmlega efnisskrána. En Cage og Tudor spiluðu Winter Music; einmana hljóma á stangli, einhvers staðar á reiki í eilífðinni, eiginlega alveg samheng- islausir, ef samhenigsleysi er til. Kannski era allir hlutir í tilveranni skildir öllum öðram. Svo kom Water Music og Cage hellti vatni á sviðið og það var mikið skarkað inni í flygl- inum og þangað skriðu flytjendur og fram- kölluðu hin undarlegustu hljóð; og ég held að undirleikurinn hafi verið nokkur útvarps- tæki, sem öll vora stillt á mismunandi stöðv- ar. Þetta var fyrir daga transistorsins. Einnig var flutt Music Walk, sem í túlkun þeirra var smellin uppákoma eða happening — einhvers staðar á milli kabaretts, þjóðfé- lagsádeilu og Marx-bræðra. Á sviðinu var gluggi og kom Cage hoppandi inn um hann á réttu augnabliki og þetta var einhvem veginn drepfyndið. Menn sátu agndofa undir þessu öllu. Og á eftir, á næstu krá, upphófst mikil og fjörag umræða um tónleikana; sýndist sitt hverjum. Framúrstefna í Evrópu var á þessum áram mjög alvarleg. Menn lögðu mikla áherslu á að vera teknir alvarlega. Þetta áttu Stock- hausen, Boulez og Nono eitt sameiginlegt. Listin átti víst að batna við öll þessi alvarleg- heit. Og menn skrifuðu sprenglærðar ritgerð- ir, torlesnar, um vanda samtímatónlistar, og gera raunar enn. Menn fóru sko ekki með dár og spé, allra síst þýskir músikdoktorar og doktorsefni. Tónlistararfur Þýskalands Mesostic í minningu Johns Cages hlJóð sem kOma og fara öldurHafsins á eNdalausu reiki varCardridge music (hvAð er nú það?) leikin? elskuleGur vinur sEm lifEndur maRgir kveðja við ÖLl semÁfram þokumsT í elnhverjar áttir komaNdi of seiNt til náttstaðar Uóðanna sem lifaOfar næturHimni eiNnig conCerto for piAno and orchestra (man éG hann lEikinn í köLn?) ferðln heFst eftlr að lúðRar þagna Atli Heimir er ekkert grín, fremur en bókmenntahefð Islendinga. Menn höfðu ýmislegt við John Cage að athuga. Einkum bauð sérfræðingum í grun að hann væri að spila með okkur, hæðast að menningunni og hefðinni og það þótti ekki nógu gott. Það þótti heldur ekki nógu gott að skríða inni í flygilinn og láta þar öll- um illum látum. Þetta kæmi óorði á hina nýju tónlist, sögðu menn. John Cage væri trúður og einhvern veginn þótti það verri iðja en flest annað. Einhvern veginn svona töluðu virtir sérfræðingar og spakvitringar. Aðrir, einkum þeir, sem fengust við eitt- hvað, er þeir kölluðu listblending eða int- ermedia, reyndu að bera í bætifláka fyrir John Cage. Allavega var umræðan fjörag eins og oft í Mið-Evrópu þegar listin og menningin er til umræðu. Ólíkt því sem ger- ist á Islandi. Hér er umræðan um listina steingeld og óvitsmunaleg. Öllu er ruglað saman. Pólitískri samtryggingu, fjölskyldu- og skólafélagatengslum og nú seinast kyn- greiningu. Mörg ár liðu þar til ég hitti Cage í næsta sinn. Það var í Varsjá á Hausthátíðinni þar. Eitthvað var verið að spila eftir mig á því mikla festívali. Cage var þar með ballett- flokki Merce Cunningham, sem var lífsfóru- nautur hans. Robert Rauschenberg, popp- listamaðurinn mikli, gerði búninga og leiktj- öld: silfurlitaða sementspoka, sem svifu í loft- inu út um allan salinn, fylltir léttum loftteg- undum. Menn óttuðust að pokarnir myndu springa og allt leikhúsið kafna í eitri og óþef. Það var dansað eftir verki Cages, útleggingu hans á tónlist Eric Saties, sem Cage kallaði ódýra eftirlíkingu — Cheap imitations. Þetta stykki hefur Paul Zukofsky leikið snilldar- lega á fiðlu í útsetningu Cages. En John Cage sat við flygilinn og spilaði með einum putta, eða allt að því, endalausa laglínu, í fáum tónum, á efra tónsviði píanósins. Allt mjög hægt, nóta fyrir nótu, og þannig sni- glaðist verkið áfram. Enn hneyksluðust menn á Cage. Hvers vegna gat hann ekki gert eins og aðrir? Skriðið inn í flygilinn og framkallað furðu- hljóð. Sú athöfn hafði með áranum öðlast djúpa merkingu og var nú heimspeki í verki. Svo þurfti maðurinn að taka upp á því að spOa eins og kunnáttulaus smákrakki. Var hann kannski að gera gys að okkur, Evrópu- hefðinni, jafnvel gömlu meisturunum? Og af hverju klæddist hann skósíðum serk og gekk á postulaskóm? Var hann kominn með stór- mennskubrjálæði? Enn héldu spakvitrir lær- dómsmenn og heimsfrægir músikkantar því fram, að John Cage væri ekki hægt að taka alvarlega. Og enn reyndi uppákomu- og sjón- háttarliðið að verja hann — jafnvel einstaka heimspekinemi. Ég veit sá tími kemur að framúrstefnu- gengið mun sleikja vísifingur og spila með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.