Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Blaðsíða 2
T I í i , ! „ÞVIAÐ EIGIVAR RUM HANDA ÞEIM“ Jólarabb eftir Gunnlaug A. Jónsson Veruleiki dagsins á stórum svæðum í fyrrverandi Júgóslavíu: Flóttafólk með aleiguna í höndunum - og ekkert rúm handa þeim í gistihúsinu -. að er ektó langsótt að tengja málefni flótta- manna, sem eru svo fyrirferðamitól í frétta- flutningi samtímans, við boðskap jólanna. Hvert bam þekkir frásögn jóla- guðspjallsms um hvemig fæðingu frelsarans bar að í fjárhúsi þar sem ekki var rúm í gistihúsinu í Betlehem, einnig frásögnina af því hvemig foreldrar hans urðu að flýja með hann til framandi lands undan morðsveitum Heródesar. Út á minningu þessa bams höldum við jól, gleðjumst með fjölskyldum okkar og vin- um, gefum gjafír, geram vel við okkur í mat og drykk og föram í jólamessu. Gildi jólanna er óneitanlega mjög mikið í augum okkar Islendinga, sannkallað Ijós í svartasta skammdeginu. JÓLAMINNINGARNAR Sjálfur er ég eins og bam að því leyti að ég hlakka alltaf til jólanna og minnist þá bemskujólanna. í minningunni er eins og alltaf þafí verið snjór á jólum æskuáranna, greinar trjánna svignað undan snjónum er haldið var til jólaguðsþjónustunnar í Selfoss- kirkju hjá sr. Sigurði Pálssyni. Eplalyktin var meðal þess sem tilheyrði jólum bemsku- áranna, en að sjálfsögðu einnig lykt af hangi- kjöti og ýmsu öðra góðgæti. Þungamiðjan í jólahaldinu á heimili foreldra minna var þeg- ar eitt af yngstu systkinunum las jólaguð- spjallið áður en jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ var sunginn. Svo vora ljósin látin loga alla nóttina, eins og tíðkast hefur um aldir hér á landi. Erfitt er að fjalla um jólin öðra vísi en að verða persónulegur þvi þau era svo hlaðin dýrmætum minningum í hugum okkar flestra. Þannig koma einnig upp í hugann jólin á námsáranum úti í Sviþjóð þar sem sumir íslendingar vora með íslenska jólamessu á „kasettu" því þeir gátu ekki vanist því að jólin byijuðu á einhverjum öðram tíma en tó. sex á aðfangadagskvöld. í háskólabænum Lundi bjuggju námsmenn úr öllum heims- homum og það var orðin föst venja hjá okk- ur að hafa gesti af mjög ólíku þjóðemi á jóladag. Mér fannst það hæfa vel helgi hátíð- arinnar að vera með fólki af ólíku þjóðemi á jólunum, sbr. orð Páls postula: „Hér er ekki Gyðingur né grískur ...því þér erað allir einn maður í samfélaginu við Krist Jesú.“ Boðskapur Jólanna Hvað sem líður öllum kærkomnum minn- ingum um eplalykt og greinar sem svigna undan snjó á jólum þá er það nú engu að síður boðskapur jólanna sem skiptir okkur flest mestu máli. í minnisstæðri jólaprédik- un, sem prentuð var í Kirkjuritinu fyrir 50 áram, komst hinn ástsæli prestur Reykvík- inga séra Bjami Jónsson þannig að orði: „Oss nægja ekki hin ytri jól, hve íburðarrík sem þau kunna að vera. Vér þráum hin sönnu jól, sem flytja oss boðskapinn frá honum, sem elskaði oss að fyrra bragði. Það er munur á jólum og jólum.“ Séu hátíðahöldin slitin úr samhengi við boðskap jólanna verður hátíðin innihaldslaus, „ytri jól“. Boðskapur jólanna rúmar kristin- dóminn í allri sinni vídd. Þannig má vitneskj- an um allan þann fjölda sem er heimilislaus á jólum, landflótta, í útlegð eða þolir margs konar neyð ekki líða okkur úr minni í jólaund- irbúningi okkar. Málefni flóttamanna og ann- arra okkar minnstu bræðra eru tvímælalaust hluti af þeim boðskap sem jólin hafa að flytja okkur. Flóttamenn Lengst af hefur það verið svo að fréttir af hörmungum flóttamanna hafa borist okkur frá öðram löndum og við þær aðstæður er jafnan auðvelt að fyllast hneykslan og heil- agri vandlætingu yfir illri meðferð sem flótta- fólk sætir. Löngum er auðvelt að taka af- stöðu til þess sem er nógu fjarlægt, eins og herra Sigurbjöm Einarsson biskup benti á í þarfri og vekjandi grein í Morgunblaðinu í síðastliðnum mánuði. Greinina nefndi hann „Hýsum hælislausan“ og er heiti hennar lýs- andi fyrir þann boðskap sem hún hafði að geyma. Þar var talað máli ungs manns sem hingað hafði flúið frá stríðshrjáðu landi. Kirkjan hér á landi hefur stutt vel við bakið á flóttamanni þessum, og þegar þetta er skrif- að standa vonir til þess að málið fái farsælar lyktir. íslendingar hafa að langmestu leyti verið lausir við þær hörmungar stríðsins sem flest- ar aðrar þjóðir álfunnar hafa mátt þola. Þvi frekar ættu Islendingar að styðja dyggilega við bakið á fómarlömbum styrjalda. Framlög til hjálparstofnana ættu að vera órjúfanlegur þáttur í aðventunni, undirbúningi jólanna. Sú þjóð sem flykkist að svokölluðum jólaborð- um veitingahúsanna á aðventunni ætti að geta gefið ríflega til líknarmála. Við íslendingar höfum oft átt auðvelt með að sýna fram á að við séum framarlega í ýmsum greinum „miðað við fólksfjölda“. En sú vafasama viðmiðun nægir okkur engan veginn til að komast ofarlega á blað þegar málefni flóttafólks og aðstoð við bágstadda í fjarlægum löndum er annars vegar. Þar eram við afskaplega aftarlega á merinni í öllum samanburði við aðrar þjóðir. Meðan nágrannaþjóðimar taka við tugþúsundum flóttamanna virðist afskaplega lítið rúm i gistihúsi okkar íslendinga. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur á þessari aðventu sem endranær staðið fyrir söfnun. Meðal fjölmargra verkefna hennar er neyðar- aðstoð í hinum stríðshrjáðu ríkjum fyrrver- andi Júgóslavíu og þróunaraðstoð meðal flóttamanna í Mósambik. Landsmenn hafa fengið gíróseðil og söfnunarbauk frá stofnun- inni („Brauð handa hungraðum heimi“) þar sem þeim gefst tækifæri til að láta gott af sér leiða. ÁBYRGÐIN GAGiWART Innflytjendum Vissulega er mitól ábyrgð fólgin í því að taka á móti flóttamönnum, og ekki skortir fréttir frá nágrannaþjóðum um erfíðleika því samfara. I Gamla testamentinu er mjög fyrir- ferðarmikið stefið urn „útlendinginn sem meðal yðar býr“. Honum er mjög oft skipað á bekk með ekkjunni og hinum munaðar- lausa og skýrt kveðið á um að gæta beri réttinda þessara minnstu bræðra okkar. Þótt flóttamenn þeir er hingað hafa komið á undanfomum áram séu hverfandi fáir mið- að við það sem gerist meðal nær allra ná- grannaþjóða okkar, þá fer eklá hjá því að eftir þessum nýju innflytjendum sé tekið í samfélagi okkar. Litarháttur þeirra er í mörgum tilfellum annar en okkar þannig að þeir þekkjast úr fjöldanum. Ekki er vafi á því að þeir hafa auðgað menningu okkar. Veitingahús sem bjóða upp á matargerðarlist úr öllum heimshomum eru einn ótvíræður vitnisburður þess. En jafnframt berast okkur fréttir af erfið- leikum margra innflytjenda eða „nýbúa“ eins og þeir hafa líka verið kallaðir. Það er eins og vaxandi atvinnuleysi bitni fyrst á þeim. Ónóg tungumálakennsla og aðstoð við að kynnast íslensku samfélagi hefur gert það að verkum að mörgum þessara nýju íslend- inga líður illa hér á landi. Miðað við hversu fáir flóttamenn hafa komið hingað til lands hefðu íslendingar vissulega átt að geta veitt þeim mikið betri undirbúning við að aðlagast íslensku samfélagi. Því vitaskuld era það gíf- urleg viðbrigði fyrir flóttamenn sem alið hafa allan sinn aldur í Asíu að setjast að hér á landi. Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR Míns? Sjálfur flutti frelsarinn minnisstæð orð um hina minnstu bræður: „Allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra það hafið þér gjört mér.“ ,Á ég að gæta bróður míns?“ spurði Kain í fyrstu bók Biblíunnar. Miskunnsami Sam- verjinn, í dæmisögu Jesú, er hinn sígildi full- trúi þeirra sem svara þeirri spumingu ját- andi, etód aðeins í orði heldur einnig í verki. Sjálfur var Samverjinn útlendingur i fram- andi landi, fyrirlitinn og skertur lýðréttind- um. En hann hafði það fram yfir virta heima- menn að reynast náungi þeim sem þurfti á hjálp að halda. Hann kom skjólstæðingi sín- um í öraggt skjól í gistihúsi og greiddi fyrir beinann. Þannig hefur hann orðið ævarandi fyrirmynd um rétta siðferðilega breytni. Sög- unni lýkur sem kunnugt er á boði Jesú: „Far þú og gjör slíkt hið sama.“ Það er við hæfi að minna á það boð nú í lok aðventunnar þegar innkaup íslensku þjóðarinnar fyrir jóla- hátíðina era í hámarki. Gleðileg jól! Höfundur er forstöðurmaður Guðfræðistofnunar Háskóla Islands. Jólablað 1993 Forsíðan Myndin sýnir hluta úr altarísbrík frá Odda á Rangárvöllum og er hennar fyrst getið áríð 1488. Upphaflega var hún stór og með vængjum, en nú eru aðeins tvaer myndir varðveittar á Þjóðminjasafninu. Á annarí er boðun Maríu, en á hinni sem hér sést, er fæðingaratburðurinn á Betlehemsvöllum. Því að eigi var rúm handa þeim.. Jólarabb eftir Gunnlaug A. Jónsson. Þeir fundu bæði Guð og mann. Þóra Krístjánsdóttir og Hjalti Hugason skil- greina frá listfræðilegu og guðfræðilegu sjón- armiði nokkrar íslenzkar altarístöflur. Á slóðum bræðravíganna. Thor Vilhjálmsson skrifar um fór til Króatíu. Komdu að spila, Páll. Þorsteinn frá Hamri skrifar um sagnir af spilamennsku í kirkju á jólum. Yggdrasil-myndröðin. Gísli Sigurðsson skrifar um myndir Dagfín Waemskiolds í Ráðhúsi Oslóar, sem sýna persónur og atburði úr ásatrú. Meðan eilífðin horfír. Heimir Steinsson skrifar um skólaskáldið sitt, Stein Steinarr. Trú, upplýsing, rómantík. Fyrsti hluti greinaraðar eftir Gísla Jónsson, frv. menntaskólakennara, sem efnislega er byggð á háskólafyrirlestrum hans fyrir nokkrum árum. Ilmur haustsins í loftinu. Sólveig Kr. Einarsdóttir skrifar frá Ástralíu. Vitranir frá Almættinu. Grein eftir Þorstein Eggertsson. Aðventumyndir af Eyrinni. Jólasaga eftirBolla Gústavsson, vígslubiskup á Hólum. Stefnumót við Munch. Grein eftir Gísla Sigurðsson með fjölda mynda af verkum Munchs. Krossinn. Grein eftir Einar Sigurbjörnsson, prófessor, í tilefni sýningar. Minningabrot um John Cage. Grein eftir Atla Heimi Sveinsson, tónskáld. Sextán ára refsivinna - en kannski náðun frá Hitler- Sigrún Davíðsdóttir ræðir við Gunnar Bjarn- arson í Kaupmannahöfn. Rómverskir peningar á íslandi. Grein eftir Þór Magnússon þjóðminjavörð. Með álfum og tröllum í Austurvegi. Kristín Steinsdóttir og Olga Guðrún Árna- dóttir segja frá ferð á barnabókaþing í Lithá- en. Á 100. ártíð Guy de Maupassants. Grein eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla- stjóra. Hálsmenið. Smásaga eftir Guy de Maupassant. Gyðjan var steinn af himni. Haust í Róm - 3. og síðasti hluti eftir Krist- ínu Bjamadóttur. Áfangastaður New York. Grein: Hallfríður Þórarinsdóttir. Myndir: Björn Árnadóttir. Duchmaquer Frbrique Huus. Grein frá Arbæjarsafni eftir Hrefnu Róberts- dóttur. Verðlaunamyndagáta og verðlauna- krossgáta. Myndasaga úr Laxdælu. Teikningar og samantekt: Búi Kristjánsson. Ljóð eftir 20 höfunda: Jónas Hallgrímsson, Óskar Aðalstein, Ágúst- ínu Jónsdóttur, Rögnvaid Finnbogason, Þóri Hauk, Lárus Má Bjömson, Steingerði Guð- mundsdóttur, Einar St. Einarsson, Þóru Björk Benediktsdóttur, Jennu Jensdóttur, Rolf Jakobsen, Kristjönu E. Guðmundsd., Pálma Eyjólfsson, Kristin G. Magnússon, Særúnu Reynisdóttur og Braga Magnússon. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.