Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Page 8
Hluti af umslagi með nafnl Jóhanns Sigurjónssonar ásamt teikningu af skáldinu sem merkt er meó JS. Umslagið er stimplað í Kaupmannahöfn 5. mars 1903. FEDERICO GARCIA LORCA JÓN HALLUR STEFÁNSSON ÞÝDDI JÖRÐOGTUNGL - BROT - Ég vil vera hjá litla gegnsæja manninum sem borðar eggin á undan svölunni. Ég vil vera hjá nakta barninu sem treðst undirfótum drykkjumanna í Brooklyn. Hjá mállausu verunum sem hverfa undir bogahliðin. Hjá æðasprænunni litlu sem langar að opna lófann. Áríðandi orðsending frá Jóhanni Sigurjónssyni til Sigurðar Guðmundssonar: Upp! Uppl Á fætur! Siggi! Hér lýkur bréfi Elísabetar. Það má líkja Jónasi Illugasyni í Eiríksstaðakoti við sjálfan Sherlock Holmes, sem gat, nánast án sönn- unargagna, leyst þær gátur sem fyrir hann voru lagðar. Þegar Sigurður Guðmundsson kom til Hafnar gekk hann í Fjelag íslenskra stúd- enta í Kaupmannahöfn. Á aðalfundi félagsins árið 1903 var hann kosinn ritari þess. Á þeim sama fundi var Jóhann Sigurjónsson kjörinn forseti og Böðvar Jónsson féhirðir, eins og lesa má í fundabók félagsins. Það var einn daginn, sem ég var að skoða bréfin úr gömlu kistunni, að ég fann hluta af umslagi. Á hann var skrifað nafn Jóhanns Sigurjónssonar og heimilisfang og ekki nóg með það, heldur var þar líka biýantsteikning af skáldinu, signeruð J.S. Hófst nú mikil leit að hinum hluta umslagsins. Mér til ánægju kom hann í leitirnar og þar í var bréfið, sem Jóhann hafði sent Sigurði. Umslagið er stimplað á pósthúsi í Kaupmannahöfn þann 5. mars 1903. Jóhann hefur ekki átt frímerki og viðtakandinn því orðið að borga fyrir útburð- inn, þegar bréfið barst honum í hendur. Texti bréfsins er svohljóðandi: Værnedamsvej 10 III Upp! Upp!! Á fætur! Siggi! Siggi!! Velferð landsins í veði! í veði!! Þú manna vísastur að geta ráðið bót á vandræðum þess- um. Við gjaldkerinn og formaðurinn alveg í hvínandi vandræðum! Ó ritari! ritari!! Kondu niður á Træ - café de Træ - kl lO.f.h. Upp! Upp!! Djöfull Jóhann Sigurjónsson p.t. formaðurinn Myndin á umslaginu er af vangasvip Jó- hanns og er eins og áður sagði merkt J.S. Mér þótti sýnt, að hún væri gerð af hans eig- in hendi^ en gat náttúrulega ekkert fullyrt þar um. Ég spurði tvo menn, sem hafa rann- sakað verk Jóhanns og vissu þeir ekki um teikningar eftir hann, en töldu afar sennilegt að hann hefði verið drátthagur, jafn fjölhæf- ur og listrænn, sem hann var. Á handrita- deild Þjóðarbókhlöðunnar fékk ég að skoða allt það, sem þar er til af handritum Jóhanns, sendibréfum frá honum og ljósmyndum úr dánarbúi hans. Er skemmst frá því að segja að þar fann ég litla stflabók - prosadigter (Lbs. 2986 4to). Utan á hana hefur Jóhann teiknað þrjár sjálfsmyndir, tvær þeirra eru af vangasvip hans, eins og myndin á umslaginu. Til þess að geta teiknað vangasvip sinn, verð- ur teiknarinn að hafa einhverja fyrirmynd og skoðaði ég því ljósmyndirnar úr hans eigu og fann ég eina, sem hann gæti hafa notað sem fyrirmynd. Það kom mér raunar ekki á óvart, að ekki hefði neitt geymst af því, sem Jóhann hefur teiknað eða rissað upp. Hann var fyrst og fremst þekktur sem maður orðsins og þess vegna hefur handritum hans og sendibréfum verið haldið til haga. Litlu stilabókinni, með teikningunum þremur utan á, var haldið til haga vegna þess sem hann hafði skrifað í hana, en hún sýnir okkur þó, að hann hefur notað penna sinn' til að teikna upp fleira en orð._______________________________________ Höfundurinn er kennari og húsmóðir í Reykjavík. Jörð. Jörðin ein. Jörð fyrir krumpaða borðdúka, fyrir sjáaldur flekkað af skýjum, fyrir nýleg sár og þvalar hugsanir. Jörð fyrir allt sem leitar burt frájörðu. Þetta er ekki aska brunninna hluta á sveimi eða dauðir sem hreyfa tungur sínar undir trjánum heldur nakin jörðin sem jarmar áhimninum og æðir framhjá svífandi hvalavöðum. Þetta er gleðidrukkin jörðin á linnulausu sundi, sú sem égfinn í barninu ogþeim sem fara um bogahliðin. Lifandi jörðin ípúlsi mínum og dansi burknanna sem myndar oft í vindinum hvassa andlitsdrætti faraós. Federico Garcia Lorca er eitt af höfuðskóldum Spónverja ó 20. öld. Hann var myrtur í borgarastyrj- öldinni ó Spáni árið 1936. RÓSA B. BLÖNDALS LEIFUR HEPPNI I IV Lengi knörrinn les þarhafíð, langt er siglt og horft í fjarskann. Birtist landið viði vafið, vængjaþytur yfir sænum. Byrinn heitur blæs íseglin, ber þá inn á voginn straumur. Engin var þá undrun hærri, aldrei rættist stærri draumur. II Fagrar eru furðustrendur, fjörður djúpur, lygn og breiður, miklir viðir, víðar lendur, vængjafjöld og þéttu hreiður. Brennur sól í björtu heiði, blágyllt hafíð, sandur hvítur. Ströndin sýnist öll í eyði, enginn landsins gæða nýtur. III „Leifur heppni, landsins draumur liggurnú íhöndum þínum, víðátturnar vegalausu, vínber sæt með drúfum sínum. Hveitiakur sjálfur sáinn, sól ogregn af ljóssins hæðum. Aldrei bikar barmafyllri brann í nokkurs konungs æðum.“ Leifur heppni líturyfír löndin miklu, fjöllin háu. Frumskóganna fögru rósir, fríðu jarðardali lágu. Úthafs minnist óravídda inni á vogi tærra linda, öllum veigum öðrum dýrri, allra fyrst er knörrinn binda. v Vínland góða, „gafstu nafnið“, gleði þín í tveimur orðum. Sýnast veigar gullnar glóa glæstum yfír Vínlands borðum. Fyrr á köldum íslands öldum inni í bæjum konur spunnu. Leifí heppna allar unnu, afrek hans um landnám kunnu. VI Leifur herra heillar álfu hinna glæstu sólskinsdaga. Löndin fannstu fegri dýrri, fyrstur sýn á veröld nýiri. Þúsund ára sönn þín saga, sögð og rituð - mörgum yndi. Árþúsundir æ þú lifír einn á þínum frægðar tindi. Höfundurinn býr á Selfossi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.