Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Page 10
Faktorshúslð í Hæstakaupstað, annað af tveimur húsum Hæstakaupstaðar-verzlunar sem enn standa. Elzti hluti hússins var reistur 1788 eftir afnám einokunarverzlunar af kaupmönnum frá Björgvln í Noregi. Árið 1830 var húslð lengt, þá með bindingsverki og nemur sú stækkun Qórð- ungi af stærð hússins. Árið 1993 keyptu hjónin Áslaug Jensdóttir og Magnús Alfreðsson húsa- smíðameistari húsið og hafa verið að gera það upp. Hafði Hjörleifur Stefánsson arkitekt fyrst umsjón með breytingum, en síðar Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt á ísafirði. Stefnt er að þvi að Fakorshúsið verði að stofni kaffihús, en með fullbúinni veitingaaðstöðu á allri jarðhæðinni og í hálfu risinu. Á loftinu verður lítil ibúð, nefnd Brúðarsvíta. Endurbótum að utanverðu er nánast lokið; húsið er klætt með listasúð, gulmálað. Silfurgata 6. Húsið, sem reist var 1905, er með sérkennilegri húsum á ísafirði. Höfundur þess er Ragúel Ámi Bjarnason sem telknaði það og byggði fyrir Jóhann Þorsteinsson kaupmann. Ragú- el var Bolvíkingur sem fór ungur til Noregs og lærði þar húsasmíði. Hann kom heim um 1903, kenndi vlð Iðnskólann á ísafirði, stofnaði fyrirtæki, flutti inn vélar og timbur og reisti nokkur giæsileg hús í Sveitser-stíl á árunum 1904-1907. Þeirra á meðal er Silfurgata 6. Jóhann Þor- steinsson rak nýlendu- og álnavöruverzlun { húsinu á þriðja áratugi aldarinnar, en síðar var það lengi kennt við Dagsbrún, verzlun sem Sigríður Jónsdóttir rak í húsinu um árabil. Meginsérkenni hússins er útbyggingin á horninu á efri hæðinni, skrautbekkurinn undir þakskegginu og íburð- armikið skreyti í gluggaumbúnaði á efri hæðinni. í húsinu er nú rekin verzlunin Baðstofan. FJÁRSJÓÐU R GAMALLA HÚSA Á ÍSAFIRÐI árunum 1927-1928. Það mun vera eitt af fáum húsum á íslandi þar sem gætir áhrifa frá júgendstíl sem var í tízku úti í Evrópu um aldamótin 1900. Nýja Bíó í Reykjavík var einnig með forhlið í þessum stíl, en það er allt horfið. Einkennin eru bogmyndað form og bogadreginn kvistur. Upphaflega voru rúðumar einnlg bogmyndaðar, en þeim var fórnað þegar glerið var tvöfaldað. Síðari tíma breytingu á þakinu teiknaði Leifur Blumenstein. GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON MÖRG ár voru liðin frá því Lesbókarskrifar- inn hafði komið til ísa- fjarðar og bærinn kom ánægjulega á óvart. Þar hafði orðið markverð uppbygg- ing; nýleg kirkja og stjómsýsluhús í miðbænum, en nokkru eldra sjúkrahús og menntaskóli skammt utan við það. Allt hin prýðilegustu hús, þótt mörgum finnist að gamla sjúkrahúsið, sem Guðjón Samúelsson teiknaði, sé eftir sem áður feg- ursta bygging bæjarins. Það kom einnig á óvart, að miðbær ísa- fjarðar hefur yfir sér dágóðan skammt af al- vöru borgarbrag, sem ekki vottar fyrir í fjöl- mörgum bæjum vítt og breitt um landið. Að mínu mati er Silfurtorg á Isafirði falleg- asta torg á íslandi og skemmtilegt þótti mér að geta sest við borð á gangstéttinni framan við bakaríið og fengið kaffi með gamaldags dönsku bakkelsi. Því miður á höfuðborgin ekkert torg sem jafnast á við það og vantar talsvert upp á. Silfurtorg er alveg hæfilega rúmt; húsin í kringum það eru byggð þétt og þau eru alveg mátulega há. Steinlagningin á torginu er með sætum þar sem hægt er að tylla sér niður og allt er það prýðilega útfært. Nýja stjórnsýsluhúsið er dæmi um góðan nýjan arkitektúr og andspænis því er hús Bókhlöðunnar, 72 ára gamalt og líklega eina húsið á íslandi í jugendstíl. Nánar vísast til myndar af torginu. En það er ekki bara torgið og nýju húsin á ísafirði sem vekja athygli, heldur sú auðlegð sem þar er saman komin í gömlum íbúðar- húsum frá tímabili bárujárnshúsanna og einnig, en í mun minni mæli, frá stein- steypuklassíkinni. Ugglaust væri hvert þess- ara húsa efni í grein, en ég varð að velja þann kost að fara fljótt yfir sögu og gefa heildar- hugmynd. Auðséð er að vakning hefur átt sér stað í þá veru, að nú þykir sjálfsagt að hlú að þessum húsum; viðhald þeirra margra er til fyrirmyndar. Útlitið er þó sjaldnast upprunalegt. í ár- anna rás hafa orðið ýmsar breytingar; sum hafa verið stækkuð smávegis, önnur fengið „bíslag" eins og það var kallað, eða einungis dálítið þak yfir tröppurnar og innganginn. Mörg húsanna hafa hins vegar fengið út- byggt anddyri með gluggum og íburðarmikl- um karmi og útidyrahurð, sem er þá stundum við garðshliðið, því lóðirnar eru ákaflega litl- ar. Áherzlan hefur ekki verið á trjárækt, enda eru lóðir elztu húsanna afar smáar, og þess vegna er hægt að sjá þessi prýðilegu hús og taka myndir af þeim. Flest gömlu húsahna hafa komizt hjá því að vera „augnstungin“ eins og stundum er sagt þegar upprunalegri rúðustærð og gluggaumbúnaði er fórnað fyrir stórar rúður. Gott er einnig að sjá, að víða hefur verið hlúð að upprunalegu skreyti á gluggakörmum. Að þessi hús skuli hafa fengið að standa, lítið breytt eða óbreytt, er merkilegt í Ijósi þess hversu lítil þau eru að grunnfleti. Þó að loft sé yfir, sem nær alltaf er undir súð, má Ijóst vera að hér býr fólk þröngt eftir mæli- kvarða nútíðar og verður þá ugglaust að neita sér um að sanka saman hlutum, þörfum og óþörfum, sem gerist þegar nóg er húsrými. Stundum er sagt um gömul hús, að í þeim sé „sál“ en erfitt er að skilgreina slíkt, því það sem fólk kallar sál í húsum er eitthvað sem hvorki verður vegið á vogarskálum né mælt á annan hátt. Það er huglægt mat, en óneitanlega tengir fólk það fremur við gömul hús en ný, og fremur við lítil hús en mjög stór. ■* 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.