Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 21
ar [ttll Æo lön arinní upp- Larðsbók). anjua$ ^^Gjofmc itcq; tn tm ^DSS^mtna comptastm {fnttc ttm mtc qrn tttfmtí l /•¥:? <wu Ríkulega myndlýst og skreytt síða úr franskri 14. aldar bók: Upphafsstafurinn D og inni i honum myndlýsing við söguna af Davíð og Bathsebu. Upphafssíða að Hænsna-Þóris sögu. Leturskrift og skreytingar eftir William Morrís frá síðari hluta 19. aldar. tcr> líifírr: í* » n rrufn íuflhl ÍOmin/ fKwufftCdmf rín' rfij .tfn Jc« oj^ C Ijrjf 1 l/iri at ptvadMrtma m É^eÁJaCoj' ijjrnn f <*’ womaií drtd n*4Í ítáX-xLfyiffnf oj fwJcjndftfoni' rH’ eQ Lr iom fuoít (*jiiqt'olttftcf' ' ; (IftttrtJ \wM crw JucÁtrr ojX XÍÁ dtnfl ÖXf<>rIf cfnl ^Jajruf iCc ciCrr . OI/ w'tw fy'n tCjítf wcu nop CfCf prr (t mst rtutn. \/\ martJ rmrrwi Cðfrp tC 5cn op^jírmdiíf WAU Xf t(c>cncf' OrU ef^juíny Lí wMríU^ ,f/^'vnVir; ^7 H m Xc • omr PrvaMoffu,td. É . Jnríp a l Ht(p Ác iÉn cjH fo^ mcm tutmtií 'jÁvnft'nn X itn 2 xflte uhnc ohP « Endurreisnarstíll. upphafsstafurinn M úr ítölsku 15. aldar handriti. þess oft getið í sambandi við biblíur í hágæða- flokki á 13. og 14. öld. Rétt meðhöndlun á skinn- um til bókagerðar var mjög mikilvæg á miðöld- um og mikið vandaverk. Ákveðnar klaustur- reglur voru þekktar fyrir gæðaframleiðslu og hefur Cluny-klaustrið í Frakklandi sérstaklega verið nefnt í því sambandi. f klaustrum voru settar upp ritstofur (scriptorium) þar sem bæk- ur voru ritaðar og afritaðar. Stundum vann einn maður verkið, en væri um mikilvægar bækur að ræða var oft unnið í hópvinnu og skiptu munkar þá með sér verkum. Litið var á þessar ritstofur sem nánast heilaga staði og að starfið væri unnið af ást og lotningu, sérstaklega þegar um kirkju- leg rit var að ræða. Dæmi voru einnig um að munkum væri gert að afskrifa syndir sínar með því að afrita biblíutexta. Starf skrifarans hefur ekki alltaf verið auðvelt Karlunga-stafagerð frá um 800. eða áreynslulaust. í mörgum handritum frá mið- öldum lögðu skrifarar til nokkur veraldleg orð frá eigin brjósti í bókarlok. Sumir voru þakklátir fyrir að hafa lokið erfiðinu. Einn skrifaði: „Megi guðsmóðir blessa skrifarans hægri hönd“ og annar: „Þessu er lokið, látið þessu lokið og leyfið skrifaranum að fara út og fá sér drykk.“ Einn skrifar: „Þeir sem ekki kunna að skrifa telja það vera átakalaust." Aigeng ending var: „Sá sem ritaði: - Látið hann skrifa - Megi hann ætíð lifa hjá Drottni." Skrifarar áttu það einnig til að heita hveijum þeim fordæmingu sem breytti textanum eða rændi handritinu frá klaustrinu. Efniviður flestra miðaldahandrita var Biblían og hefur hið heilaga orð texta orðið listamönnum sífelld uppspretta myndefnis, þeim var þó gert að fylgja ákveðnum reglum í myndgerð á hverj- um tíma. Mikil áhersla var lögð á skreytingu á upphafsstöfum og setningum úr biblíutextanum. I Byzantíum urðu þeir atburðir í stjómartíð Justinianusar keisara að Konstantínópel var nánast eytt í eldsvoða um 500 e. Kr. og hafði sá atburður mikil áhrif á þróun myndlýsinga í handritum næstu aldirnar. Justinianus ákvað að allt yrði endurbyggt með miklum glæsileika og var ekkert til sparað, ekki heldur í gerð hand- rita. Glæsilegar helgisiðabækur em til frá þeim tíma í þjóðarbókasöfnum Parísar og Lundúna og víðar. Heimildir geta sérstaklega um bókarkápu helgisiðabókar Hormisdas sem er með hömrað- um gullspjöldum og skreytt með eðalsteinum. Keltneski stíllinn í myndskreytingum þróaðist á írlandi á 6. öld og þykir sérstaklega glæsilegur og fágaður og í sérflokki. Upphafsstafir eru mjög stórir og þekja jafnvel heilar síður. St. Col- umba og írskir trúboðar era sagðir hafa stofnað klaustur á eynni Iona við Vestur-Skotland árið 563 og annað í Lindisfame á strönd Norðumbra- lands árið 635 og þar var Lindisfame-guðspjall skrifað um 698.1 þeirri bók má sjá heilar síður skreyttar jöfnu litríku spíralmunstri, tengdu fléttum og hnútum sem hvorki virðast hafa upp- haf né endi. Önnur sérkenni írska stílsins eru raðir af rauðum punktum sem umlykja upphafs- stafi og virðast lyfta þeim upp á síðunni. Meðal annarra bóka sem varðveist hafa með keltnesku munstri era „The Book of Durrow“ frá lokum 7. aldar og „Book of Kells“ frá 8. öld, en á þeim tíma er talið að keltnesk list hafi náð hámarki. Irar (þeir vora nefndir Scoti á miðöldum) unnu bækur sínar í klaustram eins og Lindisfame og Iona, en eftir að víkingamir hófu að stunda ráns- ferðir þangað og höfðu eyðilagt klaustrin um og eftir 800 leið list þeirra undir lok. Helgisiðabæk- ur vora stolt kirkna og klaustra og var hefð fyrir því að bókakápur væra fagurlega skreyttar með gullij silfri og eðalsteinum. írarnir fóra öðra vísi að. I stað þess að skreyta helgibækur sínar bjuggu þeir til helgiskrín utan um bækumar sem nefndust „cumdach" og skreyttu þau á glæsilegan hátt með gulli, silfri og eðalsteinum. Þeir gerðu einnig skrín sem náðu utan um alla bókina og skreyttu á sama hátt og nefndu „cathach“ og áttu ill örlög að henda hvem þann sem opnaði bókarskrínið. Þess er getið í heim- ildum að hinir trúuðu írar hafi borið þessi „cathach“-skrín fram á orastuvöll sem vemdar- og heillagrip. Það má rétt ímynda sér hvílík áhrif það hefur haft á óvinaher í fjársjóðsleit, þegar forláta skríni, slegnu gulli og gimsteinum, var stállt upp fyrir framan nefið á honum. Hvort sem þessi siður íra hefur verið algengur eða ekki vora sárafá handrit eftir á írlandi þegar vík- ingaferðunum, sem hófust árið 793, lauk nokkr- um áratugum síðar. Keltnesk list hafði þó haft mikil áhrif á bókaskreytingar víða um lönd næstu aldimar. Gregory mikli páfi í Róm sendi trúboða til Englands um árið 600 til að hnekkja áhrifum * ♦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 2 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.