Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Page 24

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Page 24
Bergþór Jóhannsson. Myndin er tekin í Engey sumarið 1984. JKELFILEG TIÐINDI FRA GOÐDAL EFTIR HAFDÍSI ERLU BOGADÓTTUR Síðari hluti viðtals við Bergþór Jóhannsson mosa- f ræðing frá Goðdal í Strandasýslu, er i hann var við nám í Reykjaskóla þegar bárust hörmuleg tíðindi af snjóflóði á bæinn í Goðdal og að sex manns hefðu farist. Berg þór frétti þó ekki nærri strax hverjir úr f jölskyldunni væru enn á lífi. N VÍKJUM nú aðeins að hinni hlið mosafræðingsms. Hver er Bergþór Jóhannsson og hver er saga þessa manns, sem hefur varið ævi sinni í mosarannsókn- ir? Ég er fæddur í Goðdal á Ströndum 11. desember 1933. Aftur í aldir er ég að mestu kominn af Stranda- mönnum. Þannig var t.d. Jón „glói“ Amljóts- son í Goðdal langalangafi beggja afa minna. Móðir mín var Svanborg Ingimundardóttir frá Svanshóli. Hún var greind kona, hlédræg, hljóðlát og blíð. Hún var afar dugleg og iðju- söm. Mér þótti afskaplega vænt um hana. Fað- ir minn var Jóhann Kristmundsson frá Goðdal. Hann var framkvæmdamaður, harðduglegur og óhemju þrautseigur og harður af sér. Hann var áhugamaður um félagsmál, stjómmál, menningarmál, íþróttamál og ræktunarmál og reyndi alls konar nýjungar í þeim efnum. Hann vildi framfarir á öllum sviðum. Hann var nokk- uð framgjam, stundum dálítið ráðríkur og átti annað slagið í nokkrum útistöðum eða kannski frekar taugastríði við suma sveitungana. Hann var kröfuharður, stundum jafnvel ósanngjam og ætlaðist til mikils af afkomendum sínum. Kristmundi afa mínum kynntist ég ekki að ráði fyrr en hann flutti til okkar. Síðustu árin sem hann lifði vorum við miklir vinir. Afi var sóma- maður. Honum féll aldrei verk úr hendi en það fór ekki mikið fyrir honum. Haukur bróðir er rúmlega ári yngri en ég. Hann er verkfræðingur og býr í Kópavogi. Erla systir mín er rúmlega þrem ámm yngri A en ég. Hún býr á Djúpavogi. Svanhildur var sjö árum yngri en ég og Ásdís var tæplega þrettán áram yngri en ég. Uppvöxturinn í Goddal Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu for- eldrar mínir með okkur strákana, mig og Hauk bróður minn, sem var einu ári yngri en ég, í herbergi á neðri hæðinni í gamla bænum í Goð- dal, húsi afa. Ég man aðallega eftir mér í bað- stofunni uppi hjá afa þar sem fólkið sat á rúm- um sínum og var að kemba ull, spinna á snældur og rokka, flétta úr hrosshári og sitt- hvað fleira og afi las úr einhverri bók fyrir fólk- ^ ið. Pabbi byggði svo annað hús og við fluttum þangað. Þegar afi hætti búskap flutti hann og hans fólk einnig til okkar. Þar vorum við ellefu í heimili frá því yngsta systir mín fæddist þar til afi dó. Á sumrin lékum við okkur að homum og skeljum. Einhver besta gjöf sem við gátum fengið var skeljar. Sjórinn var framandi og fjarlægur en við höfðum heyrt að hann væri óhemju stór. Homin var auðveldara að ná í á haustin þegar hausamir komu úr sláturhúsinu. Þó fór það svo, líklega þegar ég var fimm ára, að mér þótti homaeign okkar ekki næg. Fólkið var á engjum nema afi sem var heima að taka á móti heybandinu og líta eftir okkur. Ég sagði Hauk að við þyrftum að ná í fleiri horn og sendi hann inn í bæ að ná í sög án þess að afi yrði þess var. Síðan stefndum við upp á fjall. Við klöngruðumst upp bratta fjallshlíðina. Sögin var svo stór að ég dró hana á eftir mér og það glamraði í henni þegar hún slóst í grjótið. Við fundum kindagötu og komumst eftir mikið erf- iði upp á fjallsbrún. Þá tók reyndar við enn einn hjallinn og þeir voru fleiri. Loks fundum við kind, tvílembu, en hún var kollótt. Við héld- um því áfram og rákumst loks á aðra. Það var einlemba en hún var hymd og lambið líka, sem var gimbur. Þegar hún varð okkar vör sneri hún að okkur og virtist hin illilegasta. Ég hélt söginni fyrir aftan bak og reyndi að róa hana og sagði henni að við ætluðum ekki að gera lambinu hennar eða henni neitt illt, við ætl- uðum bara að saga af henni homin. Hún tók þessu ekki sérlega vel, fnæsti að okkur og tók á sprett með lambið á eftir sér. Síðan sneri hún sér við, með lambið bak við sig, og horfði á okk- ur enn vígalegri en fyrr. Ég sá fram á að það yrði engu tauti við þessa komið. Við héldum því áfram. Þá sáum við kindur nokkuð langt í burtu en þær vora hinum megin við Gimbragil- ið. Við tókum samt stefnuna á þær, ekki þýddi að fara erindisleysu. Þegar við komum að gilinu þorði ég ekld að hætta á að fara yfir það þama uppi. Okkur hafði verið bannað að vaða í ánni. Það var reyndar bann sem ég tók ekki mikið mark á. Ég sagði Hauki að við skyldum fara niður með gilinu og reyna að fara yfir það á vaðinu milli fossanna og fara svo upp aftur hinum megin. Við byrjuðum því að klöngrast niður en þama voru skriður og grjótið valt undan fótum okkar og ekki var glamrið í sög- inni minna en á uppleiðinni. Við sáum okkur til undrunar að þótt ekki væri alveg komið kvöld var allt fólkið að koma heim af engjunum. Við voram ekki komnir nema vel hálfa leið niður þegar við sáum að einhver kom á móti okkur upp hlíðina. Foli sem gekk með lestarhestun- um hafði heyrt til okkar og sperrti eyrun þann- ig að eftir var tekið og það sást til okkar. Afi hafði látið vita að við væram týndir og hann fyndi okkur hvergi þótt hann væri búinn að leita þar sem honum fyndist líklegast að við gætum verið. Fólkið var því allt á heimleið til að hefja dauðaleit að okkur. Talið var líklegast að við hefðum drukknað í ánni. Engum datt í hug að við hefðum farið upp á fjöll að leita homa. Nokkram áram síðar þegar ég var 10 ára tók ég sjálfur þátt í dauðaleit að fjögurra ára frænku minni. Þá reyndist illur grunur manna réttur. Á vetuma vom það skíðin. Við lærðum snemma að ganga á skíðum þótt ekki væra þau sérlega nýtískuleg sem við höfðum til umráða í byijun. Þegar við stækkuðum fómm við síðan á skíðanámskeið hjá Arngrími móðurbróður mínum. Skíði vora mjög mikilvægt samgöngu- tæki á þessum slóðum yfir veturinn. Ég var einnig sendur á sundnámskeið. Ég tók svo þátt í að byggja sundlaugina við Klúku. Eftir að hún var komin vildi faðir minn gera mig að sundmanni enda var móðurbróðir minn, Guð- jón, landsþekktur sundkappi á þessum tíma. Hæfileikar mínir á því sviði reyndust ekki miklir. Ég var mun betri skíðamaður en sund- maður enda fannst mér miklu skemmtilegra að vera í skíðabrekku en í sundlaug. Aðrar íþrótt- ir stundaði ég ekki í æsku. Sumardagurinn fyrsti skemmtilegasti dagur órsins Annars var lífið í því fólgið að hjálpa til við búskapinn. Fyrstu árin sem ég man eftir var allt unnið í höndunum eða með handverkfær- um. Ég lærði að mjólka kýr, strokka, kemba ull, rista torf, spinna á rokk, slá með orfi og ljá, hleypa til, marka lömb, taka af, en það höfðum við heyrt að væri sums staðar á landinu kallað að rýja. Skemmtilegasti tíminn var sauðburð- urinn á vorin og smalamennskan og leitirnar á haustin. Sá dagur sem ég hlakkaði mest til á árinu var sumardagurinn fyrsti. Þá var um að gera að vakna nógu snemma til að athuga hvort ekki væri ísskán á diskinum sem við höfðum sett út kvöldið áður og svo mátti ekki missa af sumarlögunum í útvarpinu. Við feng- 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.