Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Síða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Síða 25
Svanborg Ingimundardóttir, húsfreyja í Goðdal, med þijú elstu bömin, Bergþór lengst til vinstri, Erlu og Hauk. Myndin er tekin innan við Goðdalsbæinn 1941. um súkkulaði og pönnukökur og gjafir, oft sauðskinnsskó eða sokka, jafnvel hvort tveggja. Jafnvel þótt veðrið væri ekki sum- arlegt var koma sumardagsins fyrsta trygging fyrir því að vorið kæmi. Það var ekki alveg komið fyrr en við sáum fyrstu lóumar. Eg fylgdist vel með því hvernig auðu blettirnir stækkuðu og skaflamir minnkuðu. Annars var útvarpið oft aðalskemmtunin. Við fylgdumst vel með fréttum. Faðir minn hafði stór kort af Evrópu og Kyrrahafssvæðinu uppi á vegg og títuprjónarnir vora færðir til eftir því sem víg- línur breyttust. Eg sat sem límdur við útvarpið meðan Helgi Hjörvar las Bör og Einar Olafur Njálu og 17. júní 1944 varð ég ekki dreginn frá útvarpinu. Svo fóru að koma alls kyns tæki, hestasláttuvél, súgþurrkunartæki og svo kom traktor inn í Goðdal. Haukur hafði meiri áhuga á þessum tækjum en ég. Gesti ber að garði Þótt Goðdalur væri afskekktur komu þang- að oft gestir. Ég átti einn afa, Kristmund í Goð- dal, og eina ömmu, Ólöfu á Svanshóli. Mér fannst gaman þegar hún kom í heimsókn, alltaf í rauða söðlinum sínum. Móðursystur mínar Sigríður og Sína komu stundum með henni. Ég man sérstaklega eftir Hermanni Jónassyni en faðir minn var mikill framsóknarmaður eins og flestir Strandamenn þá. Þeir em það sjálfsagt enn. Einnig Halldóri Pálssyni og Norðlending- unum sem komu vegna fjárskiptanna. Þar var m.a. Hjörtur á Tjöm. Svo kom Ingólfur Dav- íðsson grasafræðingur. Þá lyftist nú brúnin á drengstaulanum í Goðdal. Fullorðna fólkinu á allra næstu bæjum kynntist ég nokkuð mjög ungur, einkum þeim systkinum móður minnar, Ingimundi á Svanshóli og Fríðu á Klúku. Föð- urfólk mitt þekkt ég mun minna en móðurfólk- ið fyrstu árin. Páll föðurbróðir minn hafði reyndar búið í Goðdal eftir að ég fór að muna eftir mér en flutti síðan til Drangsness. Ég kynntist öðram systkinum pabba svo smám saman. Ingibjörgu þegar ég var í skóla á Drangsnesi, Guðbjörgu þegar ég var í skóla á Broddanesi og alltaf var komið við hjá Rósu frænku þegar farið var í kaupstaðarferðir til Hólmavíkur en ég var stundum tekinn með í þær og þegar ég varð stærri var ég hafður með í rekstri sláturfjárins til Hólmavíkur. Önnu man ég ekki eftir fyrr en við húskveðju afa og Bjama sá ég ekki fyrr en þá. Þau áttu heima í Reykjavík. Anna frænka reyndist mér síðar einstök hjálparhella. Ólst upp í gróðursælu umhverfi Frá Goðdal sést ekki til næstu bæja og smá- strákur átti sjaldan erindi niður í Bjamarfjörð. Þar að auki var ég svo feiminn að mér leið illa innan um ókunnugt fólk og þorði ekki við það að tala. Það var því afmarkaður heimur sem ég lifði í með kindum, blómum, fuglum og alls kyns undarlegum smádýram. Allar kindumar þekkti ég með nafni og mig langaði að vita hvað hitt héti líka. Ég hafði Flóra Islands, 2. útgáf- una frá 1912, og gat notað hana. Faðir minn var búfræðingur frá Hólum og þekkti talsvert af plöntum og hafði áhuga á þeim. Hann ýtti undir áhuga minn. Ég fór því að safna plöntum og alltaf gafst einhver tími til að skoða sig um og athuga hvort ég sæi ekki nýtt blóm sem ég þekkti ekki eða stör eða gras. Ekki minnkaði áhuginn þegar ég fór að finna sjaldgæfar teg- undir og plöntur sem höfðu ekki fundist áður á íslandi. Það er fjölbreyttur gróður í Goðdal. Ég komst ekki hjá því að sjá fléttumar og mos- ana en enginn gat sagt mér nöfn á þessu og ég hafði ekkert í höndunum sem gat hjálpað mér í þeim efnum. Svo var ég sendur í skóla og þá gafst minni tími til að standa í þessu grúski. Einhvern tímann fermdist ég og 13 ára var ég sendur í Reykjaskóla í Hrútafirði. Til hvers vissi ég ekki, enda var ég ekkert að því spurður hvort ég vildi fara í fleiri skóla. Ég hafði meiri áhuga á sauðfjárbúskapnum en skólanámi. I Reykjaskóla urðu þáttaskil í lífi mínu og draumurinn um sauðfjárræktina var úr sög- unni. Nokkur augnablik á Reykjum ... Fjölskyldumissir Pað er annar vetur minn á Reykjum og jólafríið nálgast. Ég varð 15 ára fyrir nokkrum dögum. Pá fékk ég heillaóskaskeyti frá for- eldrum mínum. Ég hef verið veikur en ætla á fætur í fyrramálið. Þetta er síðla dags. Guð- mundur skólastjóri kemurinn. Það liggja fleiri en ég veikir í þessu herbergi. Guðmundur at- hugar hverjir það eru og kemur síðan til mín. Hann segist færa mér slæm tíðindi að heiman. „Hver er dáinn?“ spyr ég. Mér flýgur strax í hug að það sé faðir minn. Ég veit að þennan vetur fer hann með póstinn yfir Trékyllisheiði norður í Ameshrepp og þær ferðir era ekki hættulausar. Guðmundur svarar ekki spum- ingu minni en segir. „Þetta eru verstu tíðindi sem hægt er að færa nokkmm manni“. Éggeri mér grein fyrir að þetta er eitthvað enn alvar- legra og bíð þess að Guðmundur haldi áfram. Hann segir að föðurbróðir minn hafi hringt og beðið hann að koma þeim skilaboðum til mín að snjóflóð haíi fallið á bæinn, sex manns hefðu farist en einum hafi verið bjargað álífíúr rúst- unum. Nú svara ég að bragði. “Við vorum tíu. Það vantar einn. Það hefur líklega einhver ver- ið að heiman. Veistu nokkuð hver?“ Guðmund- ur veit það ekki. „Veistu nokkuð hverjum var bjargað?“ Guðmundur veit það ekki heldur. Hann veit aðeins það sem honum var sagk Hann hafði verið beðinn að koma þessum skila- þoðum til mín svo ég heyrði þau ekki fyrst íút- varpi. Ég hef reyndar ekki útvarp og heyri aldrei í útvarpi hér. Guðmundur yfírgefur her- bergið. Auk okkar Hauks eru einhverjir tveir heimilismanna á lífí. Hverjir? Hver var að heiman? Á þessum árstíma koma ekki margir til greina enégget alls ekki verið viss um hvert þeirra það er. Hverjum varbjargað? Þaðgetur svo sem verið hver sem er þótt ef til viU séu þeir hraustustu líklegastir. Égveltiþessu fyrir mér en verð þá gripinn skelfíngu. Eg er farinn að velja. „Vonandi“ eða „Ég vildi“. Þetta erþað sem ég má síst af öllu gera Svona má ég ekki hugsa. Ég vek engan aftur til lífsins með slík- um óskum. Það verður bara enn sárara að fá að vita þetta ef ég bý mér til einhverjar óskir. Ég verð að reyna að berja slíkar hugsanir niður og taka því sem orðið er. Ég ligg kyrr nokkra stund en það er of erfítt að slíta sig frá þessu. Ég verð að gera eitthvað. Ég verð að komast héðan. Ég hoppa niður úr kojunni og fer í föt. Ég veit að strákarnir eru ífótbolta útiá Grund. Ég tek stefnuna þangað. Á leiðinni skýtur þessari hugsun aftur og aftur upp í huga mér. „Hverjir eru á lífí?“ Ég veit að ég þarf að fá að vitaþetta sem fyrst. Hvað ég á að gera fer eftir því hverjir eru á lífi. Á ég að vera hér eða á ég að fara „heim“? Er einhver fullorðinn á lífí? Hver sér um það sem gera þarf? Hvar á ég að vera um jólin? Hví gerir frændi minn mér þetta ? Líklega afþví að ég er bara ómerkilegur stráklingur. Veit hann hvað hann er að gera mér? Hann veit mæta vel hverjir eru dánir og hverjir eru á Ufí. Það er eins og honum fínnist mér ekki koma þetta við. Ég verð sár oggram- ^ ur. Það hefði ekki verið neitt verra að heyra ; þetta í útvarpi. Þar verður þó vafalítið sagt frá j því hverjum var bjargað og hugsanlega einnig ; hver var að heiman eða hverjir fórust. Mér fínnst þetta það versta sem mér hefur nokkru sinni verið gert. Var hitt ekki nóg? Hverjir? ' Þetta er hugsun sem erfítt er að halda niðri og hún kemur aftur og aftur upp í hugann. Ef ég óska þess að einhver sé á lífí er ég urn leið að '' biðja um dauða einhvers annars. Ég verð að hætta að hugsa um þetta. Það er auðsótt að fá að vera með íöðru liðinu. Degi er aftur tekið að halla. Ég stend einn á fjörukambinum. Ég veit það ekki enn. Flestir hafa forðast mig í dag. Maggi kom til mín. . f Hann þurfti ekki að segja neitt. Ég fann samúð hans svo vel. Ég spurði hvort hann vissi hverj- um hefði verið bjargað eða hver hefði verið að heiman. Maggi sagðist halda að föður mínum . hefði verið bjargað úr rústunum. Þegar Maggi \ Sigurkarl heldur eitthvað þá er það vanalega rétt. Hann sagðist skyldu komast að þessu fyr- ir mig. Ég verðþá bara kyrr hér fýrst um sinn. Það er einhver annar á lífí. Hver erþað? Mögu- leikunum hefur fækkað. Égáenn ímiklum erf- iðleikum með að berja niður hugsanir sem snú- ast um að velja milli þeirra sem helst koma til greina. Ég fæ líklega að vita þetta á morgun. Kannski á ég eftir eina systur. Ég veit það ekki. Það sem ég veit núna fyrir víst er að ég sé móður mínaog tvær yngstu systur mínar aldr- ei aftur. Égget ekki grátið. Eg hef engan til að gráta með. Síðasti veturinn á Reykjum Það er haust. Ég er nýkominn til að hefja þriðja veturinn á Reykjum. Það er öðravísi að koma hingað núna en í fyrri skiptin. Fyrsta haustið þótti mér hræðilegt að þurfa að hverfa frá haustverkunum heima til að fara á ókunnan stað þar sem ég yrði með ókunnugu fólki við aðstæður sem ég þekkti ekki. Ég kveið fyrir þeim vetri. Þegar ég kom í annað sinn þótti mér slæmt að þurfa að fara að heiman en ég hlakkaði þó til að setjast á skólabekk að nýju. Núna hef ég ekki frá neinu að hverfa því ég á ekkert heimili og á hvergi heima. Nú er enginn söknuður aðeins tilhlökkun. Mér finnst ég vera að koma heim. Hér eru aðstæður sem ég þekki. Þarna fyrir sunnan þekki ég engan. Ég á ekki aðra kunningja en nokkra bekkjarbræður sem ég hitti nú aftur. Ég er staddur efst á afleggj- aranum niður að Reykjaskóla. Á kvöldin göng- um við eftir honum upp að vegi og síðan til baka heim að skóla. Við erum nokkrir saman bekkjarbræðurnir. Við voram niðri við Grund þar sem við strákamir í þriðja bekk eram til húsa. Einn þeirra lagði til að við færam og lit- um á nýju stelpumar í fyrsta bekk. Annar tók undir það svo það var lagt af stað. Fyrst ég var þama í hópnum fór ég með. Þetta gat varla verið hættulegt. Þessir kræfu kvennamenn sem vora með mér mundu hafa orð fyrir okkur. Þama er hópur af splunkunýjum stelpum sem era á leið niður eftár. Strákamir slást í hópinn og era strax komnir í fjöragar samræður við þær nýkomnu. Ég verð eftir einn og utangátta. Auðvitað hlaut þetta að fara svona. Hvað er ég líka að láta draga mig út í svona vitleysu? Ég er skíthræddur við kvenfólk. Ég þori varla að ávarpa bekkjarsystur mínar að fyrra bragði, hvað þá bláókunnugar stelpur. Nú era góð ráð dýr. Annaðhvort er að reyna að troða sér inn í Bræðurnir Haukur og Bergþór á túninu framan við bæinn í Goðdal. Myndin er tekin 1939 og má sjá að nýtt íbúðarhús er í byggingu. Fjögur elstu systkinin í Goðdal sumarið 1947. Frá vinstri: Bergþór, Svanhildur, Eria og Haukur. LESBÓK MORGUNBlAÐSiNS - MENNING/USRR 23. DESEMBER 2000 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.