Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 26
Bergþór viö smásjána um 1980. Bergþór niðursokkinn í vinnu á Náttúrufræðistofnun um 1970. Bergþór og eiginkona hans, Dóra Jakobsdóttir, á brúðkaupsdeginum 1957. hópinn eða að skerast úr leik og rölta einn - heim á leið. Þarna er ein stök utan við hópinn. Þetta er útgönguleið sem ég gríp umhugsunar- laust. Ég geng upp að hlið hennar og spyr hvort ég megi ganga með henni niður eftir. Þetta er þá gáfuleg byrjun. Hún tekur þessu ekkert illa en hverju hefði hún svo sem átt að svara. Nú er of seint að flýja af hólmi. Örvænt- ingin grípur mig heljartökum. Ég veit ekkert hvað ég segi því ég er svo önnum kafinn við að velta því fyrir mér hvað ég eigi að segja. Ég get að minnsta kosti spurt hana hvað hún heiti og hvaðan hún sé. Kannski get ég sagt henni eitthvað um skólann. Ég get það ekki einu sinni því hún veit allt um hann. Ég veit ekkert um hvað ég á að tala við hana. Ég reyni þó að halda uppi einhverjum samræðum. Af og til göngum við þegjandi. Það er einna skárst. Ég segi þá enga vitleysu á meðan og leiðin sem eft- ir er styttist eitthvað. Mér finnst leiðin heim að skóla svo óralöng, svona löng hefur hún aldrei verið. Samræðurnar ganga afar skrykkjótt en örvæntingin minnkar smám saman eftir því sem leiðin heim að skóla styttist. Hún er ekki margmál og virðist frekar alvörugefin. Þetta er hin myndarlegasta stelpa. Ég er meira að segja nokkuð viss um að ég mun þekkja hana aftur á morgun. Loksins eftir óratíma nálg- umst við skólann. Mér fer að líða betur þegar ég sé ft'am á að mér muni takast að komast alla leið. Mér finnst orðið þægilegt að hafa hana þarna við hlið mér. Loksins erum við komin niður eftir. Ég reyni að finna eitthvað skyn- - samlegt til að segja en allt bögglast fyrir mér. Ég get að minnsta kosti boðið henni góða nótt en á ég að spyrja hvort ég sjái hana kannski á morgun? Það er heimskulegt. Auðvitað sé ég flesta nemendur skólans á morgun. Ég held heim á leið, út á Grund. Þessi gönguferð hefur verið mér slík andleg þrekraun að ég er kol- ringlaður að henni lokinni. Svona nokkuð hef ég aldrei gert áður og á líklega aldrei eftir að gera aftur. Það er desemberbyrjun. Ég er staddur á stigapallinum á kvennaganginum ásamt þrem bekkjarbræðrum mínum og einum kennara. Það var skemmtun í skólanum í kvöld. Að henni lokinni voru margir strákar uppi á kvennagangi, flestir að spila eða eitthvað slíkt. Þegar þeim var smalað niður áður en gang- inum var Iokað hljóp einhver galsi í mannskap- M inn og stelpumar foldu okkur. Okkur fannst þetta svo sem enginn glæpur þótt við vissum að það væri brot á skólareglum. Við áttum kost á að komast klakklaust frá þessu og láta opna fyrir okkur en þá kom þrjóskan upp í okkur. Guðmundur skólastjóri var ekki heima en þeg- ar við sáum að hann var kominn vissum við að gamanið var farið að káma. Við ætluðum að sleppa með því að fara út á þak og komast það- an niður óséðir. Það heyrðist auðvitað til okkar og þar með var Ijóst að við höfðum beðið ósig- ur. Við fómm því inn um klósettgluggann og gáfumst upp. Hér stend ég nú og það er margt sem flýgur í gegnum hugann. Ég vona bara að þetta bitni ekki á stelpunum. Nanna var sofnuð • svo henni verður ekki blandað í þetta. Við verð- um reknir en við getum kannski fengið að taka landsprófið utanskóla einhvers staðar ef við viljum. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart þótt við Sveinn höfum verið gripnir uppi á kvennagangi en hvílík óheppni fyrir Magga og Hauk. Við hefjum göngu okkar niður stigann í myrkrinu því það er búið að slökkva á ljósavél- inni. Þá blasa við tvær raðir af kertaljósum í neðri hluta stigans. Þetta lítur út eins og heið- ursvörður en gmnur minn er sá að þetta sé gert til að tryggja að vel sjáist framan í af- brotamennina. Eg held áfram göngunni niður og sé að fyrir neðan tröppumar stendur Guð- mundur skólastjóri. Ósigurinn var vondur og uppgjöfin verri en það versta er eftir, að þurfa að standa frammi fyrir Guðmundi skólastjóra. Nú er vont að geta ekki látið sig sökkva í jörð- ina. Ég nálgast neðstu tröppumar og horfi á Guðmund. Skyndilega rennur upp fyrir mér óvæntur granur. Það verður erfitt fyrir okkur að sætta okkur við að verða reknir því okkur finnst vafalaust öllum að við höfum heldur lítið brotið af okkur en það verður líklega enn erf- iðara fyrir Guðmund að þurfa að reka okkur. Hvílíkan óleik höfum við gert honum? Ég vor- kenni Guðmundi allt í einu meira en okkur. Ég fæ samviskubit og geng niðurlútur fram hjá Guðmundi að útidyratröppunum. Dvölinni hér er lokið. Farangurinn er kom- inn út á hlað og ég er ferðbúinn. Guðmundur skólastjóri kallar á mig og biður mig að koma upp á skrifstofu til sín. „Urið mitt er bilað,“ segir hann. Hann tekur úrið úr vestisvasanum, losar það frá keðjunni og vefur einhveiju utan um. Hann spyr hvort ég geti ekki haft það ein- hvers staðar í vösum mínum á leiðinni suður og komið því til úrsmiðs sem hann nefnir. Síðast- liðið sumar gekk ég oft fram hjá vinnustofu hans og veit hvar hann er að finna. Ég tek þetta því fúslega að mér. „Biddu hann að senda það til baka í póstkröfu," segir Guðmundur. Meðan ég kem úrinu fyrir á góðum stað velti ég því fyrir mér hvort ég eigi að þakka Guð- mundi fyrir að hafa ekki rekið okkur fjórmenn- inga. Líklega hefur hann fyrirgefið okkur fyrst þrír þeir efstu á landsprófinu vora úr okkar hópi. Guðmundur tekur til máls áður en ég hef ákveðið mig. Það sem hann segir kemur svo flatt upp á mig að ég get ekkert sagt og þegar hann hefur lokið máli sínu er mér ljóst að ekki er ætlast til að ég segi neitt. Guðmundur óskar mér síðan góðs gengis og ég þakka honum samveruna um leið og við tökumst í hendur og kveðjumst í síðasta sinn. Lokað fyrir fortíðina Margir hefðu eflaust flosnað upp úr skóla við þau áföll sem Bergþór gekk í gegnum á ung- lingsárunum. Hver var hans helsti styrkur á þeim tíma? Ég reyndi að gleyma allri fortíð minni og byija nýtt líf frá grunni enda hafði ég tapað flestu sem tengdist mínu fyrra lífi. Það má ef til vill segja að ég hafi verið alinn upp til að geta staðið svona áföll af mér. Ætli ég hafi ekki líka erft eitthvað frá fóður mínum þótt við værum að mörgu leyti ólíkir. Mér hafði lærst að ekki þýddi að fást um það sem orðið væri og maður fengi ekki breytt, einnig að maður yrði að geta staðið á eigin fótum því þegar á reyndi færi það oft svo að maður yrði einn í heiminum. Sann- leikurinn er sá að ég var á Reykjum þegar þetta gerðist og það lá beint við að Ijúka þeim vetri þar því ekki virtist þörf fyrir mig annars staðar. Næsta haust var ég því fegnastur að komast aftur í Reykjaskóla. Um sumarið átti ég í rauninni hvergi athvarf . Ég fékk vinnu það sumar en það var ekki vinna sem ég vildi leggja fyrir mig. Þessi síðasti vetur á Reykjum hjálpaði mér meira en nokkuð annað. Þetta er eina skólavera mín sem ég á einhveijar end- urminningar frá. Þegar erfiðleikar steðjuðu að síðar leitaði ég til þeirra til að öðlast trú á að lífið gæti nú verið indælt þrátt fyrir allt og ekki væri ástæða til að láta bugast af tímabundnu mótlæti. Ég saknaði móður minnar mikið fyrstu árin. Það var erfitt að hafa engan sem ég gat leitað til þegar ég þurfti á því að halda. Síð- ar var þó erfiðast að hlusta á og lesa frásagnir af dauðastríði systra minna. Það hefur þó öragglega reynt enn meira á systur mína sem var þeim enn nánari. Það fór svo að ég fór í MR strax um haustið eftir Reyki. Eftir það varð ekki aftur snúið þótt þetta væra atvinnuleys- istímar og fjárhagurinn afar þröngur. Þegar faðir minn gafst upp á lífinu var ég kominn í næstsíðasta bekk í MR og það kom ekki til greina að hætta. Mér gekk vel í skólanum og ætlaði í háskóla. Ég komst svo í vel borgaða vinnubúðavinnu hér og þar næstu sumur. Þeg- ar ég var á öðru ári í MR hafði ég ákveðið að stefna að því að komast í háskóla og læra grasafræði. Til þess varð ég að komast til út- landa. Föður mínum þóttu þetta óraunhæfar skýjaborgir og vildi að ég tæki allt aðra stefnu. Þegar til kom hafði hann yfirgefið þennan heim og enginn skipti sér af því hvað ég tók mér fyrir hendur. Eftir stúdentsprófið var ég heima í eitt ár en fór síðan til Þýskalands. Þar var ódýrast að vera. Það var svo í Göttingen sem mosamir verða fyrir valinu. Þá hafði ég komist að því að erlendis væra til bækur um mosa og að þeir ættu sér nöfn alveg eins og kindurnar heima í gamla daga. Þá var stutt frá stríðslokum og afleiðingar þess enn mjög áþreifanlegar. Þjóðveijar áttu þá engan mosa- fræðing. Það varð mér til happs að ég komst til Noregs er ég hlaut Norska ríkisstyrkinn 1960. Námsárin í Þýskalandi vora ekki svo afskap- lega erfið fjárhagslega. Eftir dauða íoður míns gerði Anna frænka það sem hún gat til að við bræður gætum lokið menntaskólanum. Hún reyndist mér afar vel alla tíð og ekki síst þegar útlit var fyrir að ég færi héðan á undan henni. Dauði föður míns breytti lífi mínu svo sem ekki mikið en martraðimar næstu árin voru hvim- leiðar. Eftir Þýskalandsdvölina var ég kominn með fjölskyldu og sá ekki hvemig ég gæti komist út aftur. Þá varð norska ríkið mér til bjargar og síðan styrktarsjóður Guðrúnar Brunborg. Undir lok Noregsdvalarinnar var ég aftur kominn í þrot. Þá hljóp tengdafaðir minn, Jakob rafmagnsstjóri, undir bagga með mér með aðstoð Péturs Ben. bankastjóra og þetta hafðist. Þótt ég væri þrítugur og við ætt- um ekki neitt, aðeins skuldir sem vora þó ekki miklar, var ég bærilega sáttur. Mér fannst ég jafnvel hafa uppskorið meira en ég hafði til sáð. Ég hafði hvort eð var aldrei átt neitt, nema jú eina kind. Um leið og ég lauk prófi bauð Eyþór Ein- arsson grasafræðingur á Náttúrafræðistofnun mér starf til bráðabirgða. Staða þar var svo auglýst árið eftir og ég sótti um hana og fékk. Þar með var ég kominn í óskastarfið og hef verið þar síðan. Ég gæti haldið endalaust áfram að spjalla við Bergþór um líf hans í blíðu og stríðu, um mosa, uppvöxtinn í Ströndum, snjóflóðið í Goð- dal, námið í Þýskalandi og annað sem þessi iðni vísindamaður hefur gengið í gegnum. En ég kveð hann að sinni og leyfi honum að halda áfram þar sem frá var horfið við vinnu hans við að ljúka við skýrslu um Kárahnjúkamosana svo hann geti byrjað að undirbúa 19. heftið um íslenska mosa. Höfundurinn býró Egilsstöðum. 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.