Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Síða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Síða 29
EFTIR NJÖRÐ P. NJARÐVÍK Þegar ég var að hífa mig upp og kominn með vinstri fótinn upp yfir járnrammann, var togað í þann hægri. Ég leit niður og sá, að þetta var miðaldra maður í gráum einkennisbúningi með kaskeiti, og farinn að gildna lítið eitt. ANNAÐ ÞÝSKALAND Þarna suður undir A Ipa- ■ fjöllum hafa menn e ikki spurnir af aðfangadegi jóla. Jól in hefjastó mið- nætti ó i jólanótt, hii ini iljóðu, heilögu nótt". Hópurí íslenskra nóms- manna hafði samið við stammkróna sína, Klein- tötzer Bierstuberl við Bahrerstrasse, um j< 5la- kvöldverð ó aðfanga- dagskvöld. AÐ VAR kalt um jólin í Miinchen 1965, og gekk á með hálfgerðum éljum. Eg var þar við nám í háskól- anum, og við héldum oft hópinn fjórir félagar. Þetta voru fyrstu jól mín í Bayem. Ég var félítOl, þar sem yfjrfærslan var að þrotum komin, sem átti að endast til ára- móta, og gat ekki veitt mér neinn dagamun. Ég hlakkaði þess vegna ekki til jólanna eins og heima. En á Þorláksmessu hljóp á snærið hjá mér. Pósturinn færði mér ofurlítinn pakka. Foreldr- ar mínir sendu mér Sjödægru eftir Jóhannes úr Kötlum, óinnbundna og óuppúrskoma. Ég varð fyrir nokkmm vonbrigðum, því ég hafði búist við meiri glaðningi. En ég kannaðist við Sjö- dægm af afspum, og hef líklega haft orð á því, að mig langaði til að eignast hana. Ég náði mér í borðhníf um kvöldið, settist við skrifborðið og skar upp úr bókinni um leið og ég las ljóðin. Þeg- ar ég var kominn á blaðsíðu 16 birtist 20 marka seðill. Mér hlýnaði um hjartarætur og hélt áfram að lesa. Á blaðsíðu 24 birtist annar 20 marka seðill. Þá tók ég mig til og skar upp úr allri bókinni án frekari lestrar. Ég hafði 120 mörk upp úr krafsinu, og það var drjúg fjárhæð fyrir námsmann í Þýskalandi á þeirri tíð. Og síð- an hefúr mér þótt vænna um Sjödægm en ýms- ar aðrar Ijóðabækur. Ekki bara peninganna vegna. Hún er uppi í hillu hjá mér enn, marg- lesin og velkt, og að því komin að detta í sundur. Ég blessaði foreldra mína í hljóði. Nú þurfti ég ekki að kviða auraleysi um jólin. Þarna suður undir Alpafjöllum hafa menn ekki spumir af aðfangadegi jóla. Jólin hefjast á mið- nætti á jólanótt, hinni „hljóðu, heilögu nótt“. En við íslendingar sömdum við stammkrána okkar Kleinkötzer Bierstúberl við Bahrerstrasse um jólakvöldverð á aðfangadagskvöld í hliðarsal, og svo spiluðum við félagamir bridds, þótt það hafi verið bannað á mínu æskuheimUi að spiía á spil þetta hátíðlega kvöld. Og reyndar spiluðum við ekki bara þetta kvöld, heldur alla nóttina, með hléi um miðnætti, þegar við fómm í Frúarkirkj- una eins og sannkristnir, kaþólskir menn, og allan jóladaginn og fram undir kvöld daginn eftir. Þá vomm við orðnir hundleiðir á spilamennskunni. Allan þennan tíma voram við á kránni nema rétt á meðan við sváfum, og þegar leið á annan dag jóla og við farnir að þreytast á spilum, fór- um við að fá okkur bjór. Þannig slaknaði athygl- in við spilin. Við hentum þeim frá okkur og sner- um okkur fyrir alvöm að bjómum. Eftir kvöldmat ætluðum við niður á Haupt- bahnhof til að taka á móti Benna, vini Óttars, sem var væntanlegur í heimsókn með lest frá Caen í Frakklandi. Þegar við komum út úr kránni, var komið stillilogn og stórar kafaldsflygsur svifu hægt og virðulega niður í skin götuljósanna. Þær féllu nokkuð þétt og sköpuðu undarleg birtuáhrif. Það var lítil umferð og kyrrt á götunni, og eins og við værum inni í glitrandi, hfjóðeinangmðum kassa, eða svona lítálli glerkúlu, sem hægt er að kaupa í skranbúðum og þegar maður hristir hana, þá fer að snjóa þar inni. Yfir okkur var him- inninn biksvartur, og það sá varla út úr augum. Það var kominn í okkur töluverður galsi af bjór- þambinu. Við hnoðuðum spjókúlur og hlupum um auða götuna, og köstuðum snjó hver á eftir öðr- um. Skyndilega kom svartur Volkswagen utan úr dimmunni, og sr\jóbolti frá mér lenti á framrúð- unni. Bíllinn snarstansaði, og út úr honum kom æðandi sótbölvandi maður í grænum ullarfrakka. Hann réðst að mér með ókvæðisorðum og ætlaði að beija mig. Ég snerist til vamar og reyndi að út- skýra fyrir honum, að þetta hefði verið óviijaverk. En hann heyrði strax á mæli mínu að ég var út- lendingur, og æpti að svona helvítis skítapakk úr útlöndum ætti ekkert með að flækjast um Þýska- land og reyna að drepa saklaust fólk, sem æki friðsamlega um götumar í sinni eigin heimaborg á jólunum. Og svo reyndi hann aftur að berja mig. En ég er sem betur fer nokkuð stór, þótt ég sé illa að mér í slagsmálum, svo að höggin lentu á hægri öxlinni. Strákamir komu nú hlaupandi, og þegar maðurinn sá að hann var umkringdur fjómm ung- um mönnum, þá fór að sluma í honum. Það fauk i mig. Ég sagði að við værum orðnir þreyttir á þessu sífellda útlendingaofstæki þeirra Þjóðverja. Við værum hreinræktaðir aríar norð- an úr heimskautslöndum, ættaðir beina leið úr eddu og goðheimum, komnir út af Þór og Óðni, og við væmm lítið fyrir að smáboi'garar sem lús- uðust um í ofurlitlum blikkdósum, væm að abbast upp á okkur. Þá gæti farið svo, að við létum hann kenna á öðm en óviljandi snjóbolta. Ég var orðinn reglulega mælskur á þýskunni. Óttar lagði hönd á öxlina á mér til að stilla mig. Lilli hvessti augun á manninn, lyfti upp höndunum og kreppti hnefana. Helgi stóð of- urlítið álengdar og fylgdist með. Ég spurði manninn hvort hann væri ákveð- inn í að skilja ekki, að þetta hefði verið algert óviljaverk. Við væram friðsemdarmenn og sæktumst ekki eftir neinum illindum. Maðurinn horfði í kringum sig, en sá engan annan en okkur. Þá stmnsaði hann aftur inn í bíl- inn sinn án þess að segja orð, og spanaði burtu. Við fómm með sporvagni niður á jámbraut- arstöðina. Á skiltinu fyrir komutíma var tilkynnt seinkun á ýmsum lestum, og þar á meðal þeiiri sem við voram að bíða eftir. Við röltum því inn á ölstofuna og fengum okkur bjór. Og annan. Svo fórum við út að brautarpöHunum og borguðum 10 Pfenninga fyiir Bahnsteigskarte tíl að fá að fara út að lestinni. Þetta var gufuknúin lest alsnjóug, og hún blés mæðinni með stómm, hvítum strók- um, þegar hún stansaði með ískri. Fólk streymdi út úr henni, flest dökkkiætt, og flýtti sér burt, eins og það væri aUt orðið aUtof seint þangað sem það ætlaði, enda um klukkutíma á eftir áætlun. Við fylgdumst grannt með farþegunum, en Óttar sá engan Benna. Eftir stutta stund vorum við ein- ir eftir á brautarpallinum. Ég stakk upp á því, að við færam í Information og könnuðum málið. Þar var okkur sagt, að lest- arkerfið í Frakklandi og vesturhémðum Þýska- lands hefði farið meira og minna úr skorðum um daginn vegna snjókomu og iHviðris. Það væri því ómögulegt að segja hvemig maður hefði farið að því að komast frá Caen tíl Múnchenar. Við yrðum að hafa auga með lestum úr norð-vestri, ef við ætluðum að taka á móti félaga okkar. Við fórum að fá okkur bjór og ráða ráðum okk- ar. LHU vUdi hætta þessari vitleysu og fara heim, en Óttar var ekld viss um að Benni ætti auðvelt með að rata heim tU hans í myrkri og snjókomu. LilU sagði að hann gæti tekið sér leigubíl. Óttar taldi ólíldegt, að Benni færi að eyða peningum í leigubíl, auk þess vissi hann að þetta væri ekkert óskaplega langt frá jámbrautarstöðinni. Við álcváðum að doka við, og fengum okkur meiri bjór. Þannig leið kvöldið. Við fómm út að lestum öðm hverju og feng- um okkur bjór þess á mUU. Við vomm því orðnir dálítið hífaðfr, nema LilU, sem var stakur bind- indismaður í þá daga. Þar kom að við voram orðnir þreyttir á því að þurfa að borga 10 Pfenninga í hvert skipti, sem við færum út á einhvem brautaipalUnn. Þeir vora girtir af með svona tveggja metra hárri net- girðingu, sem var fest á jámramma, og ég stakk upp á því, að ég skyldi vippa mér yfir girðinguna. En þegar ég var að hífa mig upp og kominn með vinstri fótinn upp yfir jámrammann, var togað í þann hægri. Ég leit niður og sá, að þetta var mið- aldra maður í gráum einkennisbúningi með kask- eiti, og farinn að gUdna eiUtið. Hann sagði mér dálítið höstugui- að koma niður. Ég hlýddi orða- laust. Ég þóttist vita, að þetta væri eftirlitsmaður á stöðinni. Ausweis bitte, sagði hann og vildi fá að sjá persónuskilríki. Ég tók fram stúdentaskírteinið mitt, og sýndi honum. Hann rýndi í það og bar það upp að nefinu á sér, líkt og hann væri nærsýnn. Mér fannst aug- un í honum ámóta grá og fötin hans. Erlendur námsmaður, sagði hann hugsandi. Hvaðan? Frá Islandi, sagði ég. Einmitt það, sagði hann. Og klifrar yfir girð- ingar á járnbrautarstöðvum. Ekki mörgum, sagði ég. Og vill svara fyrir sig, sagði hann. Strákarnir stóðu álengdar, Jiikandi á svip. Finnst yður ekki, ungi maður, sagði hann stilli- lega en ákveðið, finnst yður ekki, að þér ættuð að fliuga ofúriítið, héma útí í liinum stóra heimi, að þér sem námsmaður erað í rauninni ósjálfrátt eins konar fiflltrúi þjóðar yðar? Að þér ættuð að íhuga ofurlítið, hvemig þér hegðið yður? Eg var búinn að reikna út í huganum: Ef hann er 45 ára, er hann fæddur 1911, 22ja ára þegar Hitler kom tíl valda, 28 ára þegar stríðið hófst. Ég mundi eftir bílstjóranum áðan, horfði á hann og sagði: ** Er nú svo komið, að Þjóðveijar telja sig geta sagt öðmm, hvemig þefr eigi að hegða sér í heim- inum? Kannski líka þeim Gyðingum sem eftfr era? Maðurinn horfði beint á mig, og ég sá sorgina fæðast í augum hans. Wissen Sie, junger Freund, sagði hann og dró ofurlítið seiminn, es hat doch immer ein anderes Deutschland gegeben. Vitíð þér, ungi vinur, það hefur alltaf verið til annað Þýskaland. Hann þurfti ekki að útskýra fyrir mér, hvað hann átti við. Tónlistina, bókmenntimar, heim- speldna, guðfræðina, vísindin, tæloiiþekk- inguna, handverkssnilldina, alla þessa stórkost- legu menningu, sem hafði dregið oklcur hingað. Alla þessa stórkostlegu menningu sem gerði það einmitt óskiljanlegt, að ómennsk grimmd nasismans og mannfyrirlitning skyldi spretta® fram og festa rætur hér, með þessari sömu þjóð. Hann afhenti mér stúdentasldrteinið mitt. Ég tók við því, réttí honum höndina og bað hann afsökunar. Hann brosti fölu brosi, kinkaði koUi, og gekk burt. Ég var orðinn aUsgáður. Strákamir komu tíl mín. Við skulum fara, sagði ég. Það þýðir ekkert að hanga hér. Fyrst skulum við fá okkur einn bjór, sagði Helgi. Og við gerðum það. Því næst ákváðum við að rölta heim með Óttari. Helgi hafði dregist eitthvað aftur úr o|f* hálfpartinn orðið viðsldla við okkur. Þegar við voram komnir upp í troppumar upp úr undirgöngunum undir götunni, heyrðum við einhverja háreysti fyrir neðan okkur. Það virtist vera Helgi að kalla eitthvað. Mér fannst á raddblænum, að eitthvað hlyti að vera að, og foenti félögum mínum að elta mig, um Ieið og ég --------------------------------------------------^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.