Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Side 32

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Side 32
að standa við skuldbindingar sínar. Eftir að hafa hlýtt á kvartanir hans vorkenndu landsfeðumir hinu örbjarga skáldi og leigðu honum býlið án endurgjalds. Þarna hefur Stefán búið síðasta áratuginn og á hverju ári hefur vor örláti himneski faðir af sinni óendanlegu gæsku gefið honum eitt til tvö * börn. Veturinn 1924 var Stefán mjög einmana þar sem hann hafði ekki ennþá komist í samband við lífsbrunna hins absolúta þótt samband hans við öllu jarðneskari lífs- brunna í nágrenninu veitti honum mörg ánægjuleg augnablik. Til þess að létta dálít- ið á fargi hinna þungu vetrarnótta las hann nú spjaldanna á milli sögur hinna fornu kat- ólsku biskupa á Islandi. - En nú stóðu mál hans svo að þáverandi sóknarprestur Stef- áns hafði skömmu áður einhvers staðar ekki tjáð sig nægilega lofsamlega um Stefán og skáldskap hans. Vegna þessa hafði Stefán þrútnað svo af vondum hugsunum til prest- íingsins að hann hætti að sækja messur hjá honum. En eins og allir miklir egoistar nægði honum ekki að ávaxta eignir sínar á jörðinni heldur vildi hann einnig tryggja sínar andlegu reytur á himnum. Stefán er í eðli sínu trúhneigður og fær sú hvöt einkum greiða útrás þegar hann óttast um sitt eigið líf. Og þar sem hann er ekki djúpur hugs- uður þá fínna grófar trúarsetningar frjórri jarðveg í sái hans en viturlegar hugmyndir. Hatrið á prestlingnum auðveldaði Stefáni að dá og tilbiðja hina fornu biskupa og kat- ólsku presta. Vitaskuld voru þeir miklu betri menn en þessi viðbjóðslegi froðu- snakkur hinnar lúthersku villutrúar. Og hat- ur hans á þessum eina prestlingi færðist yf- ir á alla skoðanabræður hans á vorum tímum. Tilbeiðsla Stefáns á hinum geistlegu mönnum komst að lokum á það stig að hann samdi langt kvæði, 60 erindi, um hina fornu Idrkju og presta hennar. I heild var kvæðið klígjulegur samsetningur gersneytt öllu skáldskapargildi. Það var öfgakennt, blint iof um ímyndaðar dyggðir hinnar fornu Kirkju og klerkdóms, blandað ruddalegu níði um núverandi presta og skreytt með ástríðufullum áköllum til Guðs um stranga hefnd yfír þessu þrjóska syndarasafni sem saurgar hans heilaga hús. Litið var framhjá öllum misgjörðum hinnar fornu kirkju og , kennidóms. Og í þokkabót skorti kvæðið ai- gerlega alla trúarlega hrifningu. Eini kostur þessa verks var rímfímin. Þótt kvæðið snerist um katólska kirkju og kennidóm var það í rauninni ekki katólskt kvæði. Það skorti meira að segja alveg kat- ólskan anda. Það fjallaði aðeins um hina fornu kirkju og klerkastétt sem skarpa and- stæðu við núverandi glæpamenn kirkjunnar. En lútherska kirkjan í landi voru er orðin æði gömul því að seinasti verjandi hinnar katólsku kirkju var hálshöggvinn af dönsk- um ofstækismönnum ásamt tveim sonum sínum árið 1550. I febrúar eða mars á fyrmefndum vetri kom Stefán til Reykjavíkur með ljóð sitt. Hann las það fyrir nokkra vini sína. Og meðal áheyrendanna var Laxness sem þá t var hvað trylltastur í katólskubrjálæði sínu. ' Eftir að hafa hlýtt á ljóðið sagði Laxness við skáldið: Hér hefur þú ort stórfenglegt kat- ólskt kvæði. Nú skulum við fara til katólsku prestanna og sýna þeim verk þitt. Þessi dómur fékk Stefáni vissulega óvæntrar undrunar. Til þessa hafði ekki hvarflað að honum að ljóðið væri katólskt. Auk þess kitluðu orð Laxness hégómagirnd hans þægilega og þeir gengu saman til fundar við hið heilaga kyn. Prestamir tóku Stefáni eins og hungraður hákarl dmkknandi ógæfumanni. Vegna frægðar hans og fullkominnar vöntunar sinnar á ljóðrænum smekk sáu þeir í kvæði hans áróður fyrir framgangi hins heilaga glæpafélags, bara ef menn segðu við al- menning, að verkið snerist um katólska kirkju. Auðvitað þurfti jafn trúhneigð per- sóna og Stefán ekki að eyða mikilli orku í að gleyma að fyrir nokkrum klukkustundum hafði verk hans einungis fjallað um hina fornu kristnu kirkju. Nokkru seinna var kvæðið gefið út í við- hafnarútgáfu eins og gamlar sálmabækur og prentað með gotnesku ietri svo að allt pródúktið liti jafn fornlega og afturhalds- lega út eins og innihaldið. Það var einnig þýtt á latínu (og ef til vill einnig á frönsku?), og skáldið fékk þakkarbréf frá von Rossum kardínála, skrifað með hans eigin hendi, sem er, að sögn, heiður sem aðeins hlotnast fremstu mikilmennum heimsins. Hin prent- ^ aða bók bar nafnið: Heilög kirkja. * Kiljan er nafn á einhveijum írskum dýrlingi. Laxness er eignarfall bæjarnafnsins Laxnes. BréfiS birtist i íslenskri þýðingu í riti esperantista, la Tradukisto, 12. marz, 2000. HPwff y Endurbyggingu Vallakirkju var að heita mátti lokið þegar hún brann haustið 1996. Endurvígsla fór fram 28. maí 2000. GUÐSþlÚS UPPRISIÐ UR ELDI EFTIR ODDNÝJU SV. BJÖRGVINS Vallakirkja í Svarfaðardal brann aðfaranótt allra heilagrq messu, 1. nóv. 1996 þegar næstum var lokið tveggja óra vinnu við að lagfæra hana. Þetta var mikið ófall fyrir ~ sóknarbörnin, sveitina og hollvini kirkjunnar. Strax var ókveðið að reisa nýja kirkju úr rústunum. Hún er í rauninni tvíendurbyggð og var endurvígð í maí ó síðasta vori. Ljósmynd/Oddný Sv. Björgvins Hjónin á Læk f Skídadal, Elínborg og Sigurjón. SÓKNARBÖRN Vallasóknar í Svarfaðardal voru samhent í að endurbyggja gömlu kirkj- una sína frá 1861. Vallakirkja var friðað guðshús og átti að endurvígjast í árslok 1996. Gamla kirkjan þeirra var að taka á sig fagra mynd eftir tveggja ára viðgerðir. Lokaverkið var að ol- íubera gólfíð. Síðan var fordyrinu lokað að- faranótt 1. nóvember. Sóknarbörnin sváfu svefni hinna réttlátu að loknu góðu dags- verki. Aðfaranótt allra heilagra messu var runn- in upp. Sonur séra Stefáns Kristinssonar, prófasts á Völlum, Sæmundur Stefánsson, dó þessa nótt. A svipuðum tíma kom upp eldur í kirkjunni sem náði að breiðast út. Kirkjan skemmdist mikið, en séknarbörnin stóðu saman í að endurreisa kirkjuna sína úr brunarústum. Það var þeirra framlag til þús- und ára afmælis kristnitöku á Islandi. Valla- kirkja var endurvígð 28. maí 2000. Við erum stödd í nýendurvígðri og tvíend- urbyggðri Vallakirkju, einum af gimsteinum íslenskrar kirkjulistar, ásamt hjónunum á Læk, Elínborgu Gunnarsdóttur sóknar- nefndarformanni og Sigurjóni Sigurðssyni meðhjálpara. Að öllum ólöstuðum sem hafa lagt hönd á endurbyggingu kirkjunnar, standa þau Elínborg og Sigurjón þar fremst í flokki ásamt Olgu Steingrímsdóttur ritara og Filippíu Jónsdóttur gjaldkera sóknar- nefndarinnar, sem báðar hafa sýnt frábæran dugnað við endurreisn kirkjunnar. Viltu lýsa þessari örlaganótt, Elínborg? „Ég var niðri á Dalbæ, nýsofnuð, þegar séra Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur, Olga og Filippía komu til mín um nóttina til að segja mér frá brunanum. Þá var búið að slökkva eldinn. Reynt var að ná í mig heima á Læk, en Sigurjón var í fastasvefni. Ekki það að ég hefði getað gert eitthvað," segir Elínborg sem vann á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. „Fjöldi fólks var ákaflega sleginn yfir þessum atburði. Þetta var geysilega mikið áfall fyrir okkur öll sem stóðum að end- urbyggingunni, því þyngra sem frá leið og við áttuðum okkur betur á þessu. Yfir jól og áramót ríkti mikil sorg, en djúpt var hugsað og lögð á ráðin. Við sam- starfsfólkið um kirkjubygginguna gátum ekki séð annað fyrir okkur en endurnýjaða Vallakirkju. Það hefði orðið eilífur tregi að horfa heim að Völlum - á brunarústir eða autt kirkjustæði. Á aðalsafnaðarfundi 16. maí 1997 kom fram eindreginn vilji allra að fela sóknarnefnd að sjá um endurbyggingu kirkjunnar í sínum gamla stíl. Það var stór stund,“ segir Elínborg. Þegar sóknarbörn hófu endurbyggingu kirkjunnar í annað skipti var ákveðið að ný Vallakirkja skyldi verða framlag þeirra til 1000 ára afmælis kristnitöku á Islandi. Um svo óbilandi þrautseigju og dugnað segir Karl Sigurbjörnsson biskup: „Sóknarbörn og hollvinir Vallakirkju fagna sigurhátíð og gleði, er helgidómurinn stendur endurreistur í allri sinni dýrð og verður frátekinn til helgrar þjónustu. Upprisinn úr eldi og eyði- leggingu fyrir kærleika, áhuga og fórnfýsi barna sinna. Guð launi og blessi það allt og haldi verndarhendi sinni yfir þessu heilaga húsi og þeim sem því unna um ókomna daga.“ Hér vitnar biskup í hinn þekkta sálm sálmaskáldsins séra Páls Jónssonar sem 4 32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.