Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Side 35

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Side 35
frá. Á þessum glaðlega sunnudegi sáum við fjölda bíla þjóta upp með Snæfellinu norðan megin fljótsins án þess að ferðalangar næmu staðar og litu á fossinn hið minnsta. Ekki er ökufært hringinn í kringum Snæ- fellið og verður það að teljast kostur í lands- lagi sem menn vilja varðveita sem mest vegna dýralífs og gróðurs. Fossarnir fyrir neðan eiga eftir að minnka við virkjunina en ásýnd Eyjabakkafoss verð- ur á mörkum Jökulsárveitu. Þótti okkur sem þingmaðurinn í förinni gæti verið nokkuð ánægður með gang mála og Hraunveitur því að við áttum eftir að sannfærast um að Eyjabakkarnir eru vin á öræfunum sem ber að skila til nýrra kynslóða sem mest óbreyttri. Áin tók nú að breikka og renna fram lygn eins og stórfijót. Háir, grösugir sandbakkar komu nú í ljós og víða voru uppþornaðar tjarnir þar sem álftafætur höfðu lagt sín spor. Þetta er sannkallað frjðland og gott að vita til þess að andóf breiðs hóps leiði til betri lausna í virkjunarmálum, málamiðlun sem ekki ætti að raska þessu svæði mikið. Dagleiðir okkar voru 18-20 km og því al- veg eins gott að halda stefnunni. Nú tóku við gróin hæðadrög og allt var landið til- komumikið enda fjallahringurinn stórbrot- inn. Snæfellið í norð-vestri, Eyjabakkajök- ull í suðri og Þrándarjökull í austri. Daginn áður höfðum við áð á klukkutíma fresti enda vorum við að hækka okkur verulega. Nú var stansinn styttri og um þrjúleytið var tekið kaffihlé og áð í einni brekkunni sem snýr að Eyjabökkunum. En þar sem við sitjum í steikjandi sólskini sjáum við þústir líkastar steinum á leir- sandinum milli eyjanna. Þegar betur er gáð í kíki kemur í ljós að þetta er mynd- arleg hreindýrahjörð, yfir tuttugu dýr. Hirtirnir skarta háum hornum þar sem þeir flatmaga í sólinni á leirunum og snúa höfðinu í átt til okkar eins og þeir viti af okkur. Það er ekki fyrr en nokkrir forvitnir úr hópnum nálgast þá nær ánni að þeir standa upp og taka á rás. Einn kálfurinn ætlar að þeysast út í átt til Þóriseyja en honum er fljótt beint í gagnstæða átt því að dýrin skynja að betri sé leiðin til fjalla aust- ur yfir hæðadrögin Háukletta í átt að Þrándarjökli. Hreindýrahópurinn tekur síð- an á rás greiðlega og er á örskotsstund kominn yfir hæðirnar. Þessi fáu hreindýr sem hér lifa á takmörkuðum gróðri undir- strika hvað beitarþolið er takmarkað og hér sannast kviðlingurinn; í dag frár, á morgun nár, í dag rauður, á morgun dauður. Á einum stað stígum við niður við stórt hávelluhreiður þar sem dúnninn er grá- svartur með hvítum doppum og eggjaskurn- in fölgræn á litinn, haganlega gerð af skap- aranum og í nákvæmlega sama lit og hér ríkir. Hér ríkir friðhelgi og sátt sem mann- inum hefur ekki enn tekist að raska. Þessi gönguleið er fáfarin en gefur marga möguleika eins og að ganga yfir Eyjabakka- jökul og á Snæfell. Gæsir við Eyjabakkalón Það skiptir máli í fimm daga gönguferð, þegar ferð getur tekið allt að tólf klst. í tjaldstað, að velja auðveldustu leiðina. Sum- ir hópar leggja að fótum sér allt að 50% lengri leið en bein lína á korti gefur til kynna, þegar aðrir fara sömu leið á aðeins einum fjórðungi meira en kortin segja til um. Oft þarf að krækja fyrir keldur, voga og gil eða fara í útjaðri hæða fremur en klífa kletta og klungur. Sumir í hópnum eru létt- ari í spori og betur þjálfaðir en aðrir og þeim gerir það lítið til þótt leiðin lengist eða þyngist, það eykur þeim aðeins þrek og þor. Aðrir kunna að hafa haft minni tíma til þjálfunar vegna mikillar vinnu og minni úti- veru en þá langar samt að geta verið með í löngum ferðum. Hópurinn verður því oft að miða dagleiðir við þá sem minnstu getuna hafa eða velja þeim skemmri leiðir. Einnig getur farastjórinn, eins og í þessari ferð, séð um að göngugarpar fái aukaútsýnisferðir í dagslok eða á miðri dagleið þegar hinir hvíla lúin bein og snúa sér að öðru léttara. Snorri ’ er einn af þeim stjórnendum sem fá allt það besta út úr samferðamönnum sínum án mik- illar stjórnsemi. Hann leyfir flestum að njóta sín og ýmsir „forystusauðir" fá að spreyta sig innan hæfilegra marka. Snorri heldur sig miðsvæðis þar sem mesta upplýs- ingastreymið líður fram líkt og áin við Eyja- bakkana. Hann heldur á stækkuðu korti og GPS-staðsetningartæki sem hann er vanur að nota í óbyggðum. Þegar við nálgumst Eyjabakkajökul hafði Snom eitt útspil fyrir þá sem vildu halda lengra að jökli og skoða lónið og graslendið innst inni, undir jöklinum, og annað fyrir hina sem vUdu komast beinustu leið og sem m fyrst í tjaldstað. Skáli Ferðafélags Fljóts- dalshéraðs stendur á ási í norðurátt frá Geldingafelli og var áformað að tjalda á eyr- unum neðan við hann, norðan við vaðið á jökulsánni Blöndu sem kemur úr Vestur- dalsjökli. Stysta leiðin lá frá Bergkvíslar- kofa á Eyjabökkum um grýtt hæðadrög að Geldingafelli en Snorri og þingmaðurinn ásamt nokkrum öðrum sporléttum tóku stefnuna á Eyjabakkalónið. Það varð til skömmu eftir síðustu aldamót þegar jökull- inn hörfaði frá einstæðum fellingarruðningi sem myndaðist í gríðarlegu framhlaupi jök- ulsins 1890. í slíkum hamförum fer jökullinn fram um marga metra á klukkustund með tilheyrandi braki og brestum. Þá ýtir hann fram grónu svæði í háa hrauka sem eru oft innst inni freði, eða „dauðís“ nefndur af jarðfræðingum. Freði sem ekki fer úr hraukunum fyrr en eftir tugi ára eða jafnvel aldir. Á lóninu sást stór gæsahópur í sárum sem hvarf eins og dögg fyrir sólu á bak við næstu öldu þegar þær urðu varar við mannaferðir. Tilkomumikil sjón í kvöldsól- inni og hápunktur ferðarinnar fyrir þá er þar voru. Gæsir og hreindýr eru viðkvæm fyrir áreiti og því ekki talið ráðlegt að fara nærri þeim á þessum svæðum. Áður fyrr voru álftir og gæsir nytjaðar hér og teknar á þeim tíma þegar þær misstu flugfjaðr- irnar. Nú spranga þessir fuglar hér um í v þúsundavís og ganga oft nærri bithaga við jökulsporðinn. Kompósstefna 135° suðaustur Stærri hópurinn hélt í átt að skála við Geldingafell, 1.082 m. Þangað kemur marg- ur göngumaðurinn eftir að hafa gengið yfir Eyjabakkajökul frá Snæfelli að Kverkjökli og þaðan tólf km langa leið að skálanum. Hér eru víða falleg örnefni í landslagi og má þar nefna Bjálfafell, Maríutungur og Hnútu. Vegalengdir hér eru oft vanmetnar og geta verið drjúgar síðla dags ef vaða þarf ár sem geta verið varhugaverðar og með jökulgorm. Átta ára gamall göngugarpur, Hjörleifur Guðjónsson, þjóðsagnaunnandi og spuna- sögufíkill og einn sá yngsti í ferðinni, hélt á 4, kompásnum sínum en stefnuna gaf honum Halldór flugstjóri á gamla mátann, 135° suð- austur að skálanum. Það stóð heima, eftir langan og strangan dag náðum við loks nátt- stað um níuleytið, langt á undan GPS-tækja- mönnum sem höfðu að sjálfsögðu einnig tröllatrú á sínum tólum en gengu meira í austur eftir fyrirfram upp gefnum punktum. Fékk Hjörleifur óspart lof hjá kvenþjóð- inni fyrir að halda kompásstefnuna og var það verðskuldað. Tjaldstaðurinn var furðu góður í um 750 metrum yfir sjávarmáli, prýddur svörtum og gulum mosa en tjöldin voru vindstýfð með grjóti úr árfarveginum. Ekki var fært yfir Blöndu á snjólofti í gilinu norður af skálanum eins og venja er á þess- um árstíma. Blanda var hin óárennilegasta yfirferðar þar sem hún braust gráleit og v köld fram í gilinu við Geldingafell eftir mikla jökulbráðnun dagsins. Urgur, Blanda og Hnúta eru góð nöfn sem forfeður okkar hafa valið af kostgæfni, kraftmikil og eiga vel við staðhætti á vegferð okkar en líka um virkjunarferilinn eins og hann hefur spunn- ist fram. Blanda rennur síðar í Kelduá sem kemur úr stöðuvötnum austar á heiðinni, heitir upp frá þvl Kelduá og rennur að lok- um um Suðurdal í Lagarfljót. Þetta er stórt vatnasvæði og mun með Hraunveitu að lok- um renna eftir skurðum og göngum í stöðv- arhúsið við Teigsbjarg. Sagt verður frá síðari hluta ferðarinnar í næstu Lesbók. 1 Heimildir Páli Ásgeir Ásgeirsson. Gönguleiðir, Snæ- fell. Hjörlcifur Guttormsson. Árbók Ferðafélags íslands 1987. Höfundurinn er framkvæmdastjóri í Garðabæ. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000 3 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.