Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 1
6. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. JANÚAR 2001 HERLIÐ stjórnvalda á Fílabeins- ströndinni lagði undir sig útvarps- stöð í höfuðborginni Abidjan í gær, nokkrum stundum eftir að uppreisn- armenn úr hernum náðu stöðinni á sitt vald og hvöttu félaga sína til að taka þátt í valdaráni með sér. „Því versta er aflokið,“ sagði Emile Boga Doudou innanríkisráð- herra um hádegið í gær. „Tími valda- rána er liðinn.“ Lida Kouassi varnarmálaráðherra sagði að 30 manns hefðu verið hand- teknir í tengslum við uppreisnina og leit stæði yfir að fleira fólki. Hann sagði tvo herlögreglumenn hafa fall- ið og margir hefðu særst. Allmargir uppreisnarmenn hefðu fallið. Kouassi sagði að ráðist hefði verið á húsakynni útvarps og sjónvarps en einnig forsetabústaðinn, herstöð og bækistöð herlögreglumanna. Sett var útgöngubann í Abidjan og á það að gilda frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana næstu þrjá daga. „Sáum eldglæringarnar þjóta framhjá húsinu“ Susan Martin, fjármálastjóri svæðisskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins í Abidjan, býr í grennd við sjónvarpsstöðina. „Þetta var svefnlaus nótt og ansi ævintýra- leg reynsla,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. „Við heyrðum skothríð í fjarska þegar átökin hófust laust fyrir miðnætti. Þau mögnuðust um nóttina og stóðu í tólf klukkustundir. Við sáum eld- glæringarnar þjóta framhjá húsinu. Síðustu skothvellirnir heyrðust á há- degi og skömmu síðar tilkynntu stjórnvöld að uppreisnin hefði verið kveðin niður.“ Að sögn Susan var allt með kyrr- um kjörum í borginni í gærkvöld. Hún bætti við að íbúar borgarinnar væru í miklu uppnámi og uppreisnin hefði komið þeim á óvart. Valdaránstilraun kæfð í fæðingu í Abidjan Abidjan. AP, AFP. TALIÐ er að rúmlega 100.000 Ísrael- ar hafi í gærkvöld tekið þátt í mót- mælum gegn hugmyndum um að eft- irláta Palestínumönnum hluta af Jerúsalem í skiptum fyrir frið. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sendi full- trúa sinn í Mið-Austurlöndum, Denn- is Ross, í gær til viðræðna við Ísraela og Palestínumenn, en þeir síðar- nefndu höfðu í gærmorgun hafnað til- lögum Clintons að grundvelli til að hefja friðarviðræður milli þjóðanna á ný. Bill Clinton lagði fram tillögur sín- ar um viðræðugrundvöll milli Ísraela og Palestínumanna á sunnudag, en samningamenn Palestínumanna höfnuðu þeim umsvifalaust í gær. Í tillögunum er gert ráð fyrir að Pal- estínumenn fái yfirráð yfir Gaza- svæðinu og stærstum hluta Vestur- bakkans og auk þess stjórn svæða araba í Jerúsalem. Sett verði á fót al- þjóðlegt friðargæslulið í Palestínu til að gæta landamæranna við Ísrael, en palestínskir flóttamenn fái ekki að snúa aftur til Ísraels. „Við getum ekki fallist á hugmynd- ir Clintons sem grundvöll að viðræð- um eða samkomulagi í framtíðinni. Clinton hunsaði sjónarmið [Yassers] Arafats og þessar tillögur uppfylla ekki lögmæt réttindi þjóðar okkar,“ sagði Ahmed Korei, háttsettur samn- ingamaður Palestínumanna, í samtali við Reuters-fréttastofuna í gær. Háttsettir palestínskir embættis- menn tóku í sama streng og sögðu til- lögurnar sniðnar að kröfum Ísraela. Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði hins vegar tillögum Clintons í gær og sagði Ísraela reiðu- búna að ganga til viðræðna á grund- velli þeirra. Dennis Ross var væntanlegur til Mið-Austurlanda í dag, en litlar vonir voru bundnar við að honum tækist að koma friðarumleitunum aftur á rek- spöl. Saeb Erekat, aðalsamninga- maður Palestínumanna, var svart- sýnn í gær. „Ég tel að það verði afar, afar erfitt að ná samkomulagi áður en Clinton lætur af embætti,“ sagði hann við fréttamenn í gær. Viðræður ísraelskra og palest- ínskra öryggismálasérfræðinga um hvernig binda megi enda á átökin á sjálfstjórnarsvæðunum báru engan árangur í gær, en þær voru haldnar í Kaíró í Egyptalandi. George Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónust- unnar (CIA), átti tíu klukkustunda fund með fulltrúum þjóðanna í gær, en Palestínumenn fullyrtu að viðræð- urnar hefðu rekið í strand vegna „ósveigjanleika Ísraela.“ Landnemar og harðlínumenn mótmæla Það voru fyrst og fremst ísraelskir landnemar og hægrisinnaðir harð- línumenn sem tóku þátt í mótmæl- unum í Jerúsalem í gær gegn tillög- um um að láta Palestínumönnum eftir stjórn hluta borgarinnar í skipt- um fyrir friðarsamkomulag. Mótmælendurnir höfðu ætlað að mynda keðju umhverfis múrana um Musterishæðina í Jerúsalem, en lög- regla kom í veg fyrir að mótmælin næðu til svæða araba, til að afstýra átökum. Á hæðinni eru helgir staðir gyðinga, múslima og kristinna manna. Palestínumenn hafna tillögum Clintons um viðræðugrundvöll Tugþúsundir Ísraela mótmæla málamiðlun Jerúsalem, Washington. AFP, AP. AP Ísraelskir mótmælendur við Musterishæðina í Jerúsalem í gærkvöldi. SPRENGING varð í orkuveri í þýsku iðnaðarborginni Duisborg í gærkvöld og olli talsverðu tjóni. Brak úr orkuverinu féll á nálægar byggingar og bifreiðar. Eldur blossaði upp í orkuverinu og hann var slökktur innan tveggja klukkustunda. Slökkviliðið kvaðst ekki vita til þess að mann- tjón hefði orðið. Sprenging í orkuveri BERNARD Kouchner, æðsti yfir- maður bráðabirgðastjórnar Sam- einuðu þjóðanna í Kosovo, hvatti í gær til þess að alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, WHO, sendi sér- fræðinga til að kanna hvort leifar úr úran-skotfærum gætu valdið hættulegri mengun. Atlantshafs- bandalagið notaði úranhúðaðar byssukúlur gegn skriðdrekum Serba vorið 1999 og einnig gegn Bosníu-Serbum 1994-1995. Málið verður rætt á vettvangi NATO og Evrópusambandsins í dag. Ítalir hófu á sínum tíma að kanna veikindi um 30 fyrrverandi friðargæsluliða á Balkanskaga og í desember fóru þeir fram á upplýs- ingar af hálfu ráðamanna NATO. Nokkrir hafa þegar látist úr hvít- blæði á Ítalíu og í fleiri löndum. Geislun getur valdið hvítblæði og fleiri sjúkdómum en ekki hefur tekist að sýna fram á tengsl milli veikindanna og veru fólksins á átakasvæðum þar sem beitt var úr- anhúðuðum kúlum. Ýmsar þjóðir láta nú kanna hvort friðargæslulið- ar á vegum þeirra á Balkanskaga hafi orðið fyrir geislun. Úran-mengun á Balkanskaga Vilja að WHO rannsaki málið Brussel. AP.  Viðvörun/26 HÁLF milljón Ítala leitaði til sær- ingamanna til að reka út illa anda á heilögu ári kaþólsku kirkjunnar sem lauk á laugardag, samkvæmt könnun sem birt var í ítalska tíma- ritinu Maxim í gær. Könnunin bendir einnig til þess að þrír af hverjum fjórum Ítölum trúi því að fólk geti verið haldið ill- um öndum sem komi frá djöflinum. Páfagarður viðurkennir nú 400 særingamenn á Ítalíu og hyggst gefa út helgisiðabók um andasær- ingar í ítalskri þýðingu. Bókin var fyrst gefin út á latínu árið 1614 en textanum var breytt 1999 með tilliti til nútímavísinda. Andasæring- ar vinsælar Róm. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.