Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 2

Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMANN Þorvaldsson á Eski- firði vonast til að geta klæðst glænýjum íslenskum hátíðarbún- ingi á þorrablóti sem haldið verð- ur 20. janúar næstkomandi. Hann festi kaup á klæðnaðinum hjá versluninni JMJ á Akureyri um miðjan desember og hugðist klæðast honum um jólin. En ekki gat af því orðið því fötin voru 21 dag á leiðinni frá Eskifirði til Ak- ureyrar í pósti. Málið er þannig vaxið að sonur hans keypti fötin á Akureyri og flutti með sér austur. Þegar Guð- mann mátaði fötin kom í ljós að þeim þurfti að breyta. „Mér fannst ég lítill og pervisinn í þessum stórkarlafatnaði,“ skrifar hann í bréfi til eigenda versl- unarinnar og þótti jafnvel líklegt að fatnaðurinn væri ættaður frá minjasafni á Dalvík og hefði ver- ið í eigu Jóhanns Svarfdælings. Eftir vísindalegar mælingar á sköpulagi Guðmanns voru fötin send til Akureyrar mánudaginn 18. desember síðastliðinn og Ragnar Sverrisson, eigandi JMJ, tók ljúfmannlega í að breyta þeim í snarhasti svo Guðmann gæti klæðst þeim um jólin. Sólveig Eiríksdóttir, eiginkona Guðmanns, sagði að þegar fötin voru ekki komin fram föstudag- Póstsending með föt var 21 dag á leiðinni frá Eskifirði til Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ á Akureyri, með íslenska hátíð- arbúninginn sem keyptur var til Eskifjarðar um miðjan desember sl. Jólafötin verða að þorrafötum Akureyri. Morgunblaðið. inn 22. desember hefðu menn far- ið að kanna málið. Pakkinn var þá farinn frá Eskifirði fyrir nokkru og í ljós kom á Þorláks- messu að hann var á pósthúsi í Reykjavík. Þá fóru þau hjón að gæla við að karlinn gæti skartað sínu fegursta í áramótafagnaði. „Ekki komu fötin fram og við vorum nú svona heldur svekkt,“ sagði Sólveig, „en mér var nú allri lokið þegar fötin voru enn ekki komin fram í versluninni fyrir síðustu helgi. Þá var ljóst að þessi sending var enn eitt klúð- ursdæmið hjá Íslandspósti nú um jólin,“ sagði Sólveig. Langt ferðalag Hún sagði að þessi sending frá Eskifirði hefði þurft að fara um Egilsstaði og til Reykjavíkur og svo til Akureyrar og væntanlega sömu leið til baka ef fötin yrðu aftur send með Íslandspósti. Alls yrði þetta rúmlega 1.300 km ferðalag. Frá Eskifirði til Egils- staða eru 48 km, þaðan um 380 km loftlína til Reykjavíkur og um 235 km flugleið til Akureyrar. Fram og tilbaka er leiðin því um 1.300 km. Pakkinn góði frá Eskifirði skil- aði sér svo loks til Ragnars og hans manna í JMJ í gærmorgun og var strax hafist handa við þær breytingar sem gera þurfti á fatnaðinum. Þeim var lokið í gær, fötunum pakkað að nýju og þau send samdægurs aftur austur með Íslandspósti og nú bíða menn spenntir eftir því hvort fötin skili sér fyrir þorrablótið. „Þetta er eitt skemmtilegasta vandamál sem við höfum lent í, en þetta hefur staðið yfir frá því um miðjan desember. Fólkið fyrir austan hefur tekið þessu ótrúlega létt,“ sagði Ragnar ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur hækk- að vexti á viðbótarlánum um 1,16 pró- sentustig úr 4,54% í 5,70% og gilda þeir vextir á árinu 2001. Vextir á lán- um til leiguíbúða hækka um eitt pró- sentustig úr 3,9% í 4,9% og sérstakur lánaflokkur til leiguíbúða, þar sem vextirnir voru í 1%, hefur verið felldur niður, þar sem ekki er gert ráð fyrir framlögum til Íbúðalánasjóðs á fjár- lögum ársins í ár vegna þeirra. Vextir af húsbréfalánum eru áfram óbreyttir 5,1%. Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalána- sjóðs, segir að þessi vaxtahækkun endurspegli þá almennu hækkun sem orðið hafi á vaxtakjörum í landinu á síðustu misserum. Viðbótarlánin og lán vegna leiguíbúða séu fjármögnuð með sölu húsnæðisbréfa og stjórn Íbúðalánasjóðs beri að taka mið af þeim kjörum sem þau beri. Ávöxtun- arkrafa þeirra í þremur útboðum á síðasta ári hafi verið 5,35% að meðtal- inni söluþóknun og Íbúðalánasjóður áskilji sér 0,35% til viðbótar til að standa undir kostnaði við rekstur við- bótarlánanna og því verði vextirnir á þeim lánum 5,70% á árinu 2001. Vext- ir á lánum til leiguhúsnæðis séu lægri vegna þess að miðað sé við meðal- ávöxtunarkröfu í útboðum húsnæðis- lána á árinu 1999 og 2000, sem sé 4,74%. Að viðbættu álagi til að standa undir rekstri, sveiflum í ávöxtunar- kröfu og framlagi í sérstakan ábyrgð- arsjóð hafi vextirnir á árinu 2001 ver- ið ákveðnir 4,90%. Greiðslubyrðin eykst Vaxtahækkunin gerir það að verk- um að greiðslubyrði einnar milljónar kr. viðbótarláns eykst um 9.300 kr. á ári. Meðalviðbótarlán á síðasta ári var rúmlega ein og hálf milljón kr. og eykst því greiðslubyrði meðallánsins um rúmar 14.500 kr. á ári. Viðbótarlán bætist ofan á venjulegt húsbréfalán að fengnu samþykki hús- næðisnefnda sveitarstjórna og getur það að meðtöldu húsbréfaláninu num- ið 90% af kaupverði íbúðar sé viðkom- andi innan ákveðinna tekju- og eigna- marka. 1.370 viðbótarlán voru veitt í fyrra og 1.168 lán voru veitt á árinu 1999 en það var fyrsta árið sem þetta kerfi, sem tók við af félagslega hús- næðiskerfinu, var í gildi. Hallur sagði að ekki væri sjálfgefið að raungreiðslubyrði viðbótarlánanna hækkaði sem ofangreindri fjárhæð næmi en það væri háð því að viðkom- andi hefði ekki fullnýtt rétt sinn til vaxtabóta fyrir. Hins vegar væri að hans mati eðlilegt að stjórnvöld end- urskoðuðu vaxtabótakerfið svo tryggt væri að eðlilegar vaxtahækkanir á viðbótarlánum kæmu ekki niður á tekjulægstu hópunum. Vextir viðbótarlána hækka í 5,70%  Vextir af viðbótarlánum/C40 ALLAR líkur eru á að skrifað verði undir nýjan aðalkjarasamning kenn- ara og stjórnenda við grunnskóla við sveitarfélögin í dag. Gengið var frá öllum aðalatriðum samkomulags launanefndar sveitarfélaganna og skólastjóra í nótt. Birgir Björn Sigurjónsson, hag- fræðingur og formaður launanefnd- ar sveitarfélaga, sagði við Morgun- blaðið undir miðnætti í gær að saman væri að ganga. Sagði hann að skrifað yrði undir nýjan aðalkjara- samning á næsta sólarhring. Í gær var tekið að gæta óþolin- mæði meðal grunnskólakennara. Þeir höfðu enda fyrir nokkru gert nýjan kjarasamning, en hafa ekki undirritað hann vegna þess ágrein- ings skólastjóra við sveitarfélögin. Grunnskólakennarar hafa ákveðið að hefja kynningu á kjarasamningn- um í þessari viku. Á höfuðborgarsvæðinu verða samningarnir kynntir á fundum með trúnaðarmönnum og verður fyrsti fundurinn með trúnaðarmönnum í Reykjavík í dag. Auk þess munu forystumenn félagsins heimsækja fjölmarga skóla á höfuðborgarsvæðinu til þess að gera grein fyrir efni samningsins. Á öðrum félagssvæðum verða haldnir sérstakir kynningarfundir. Væntan- lega skrifað undir í dag STARFSMENN sorphreinsun- arfyrirtækisins Njarðtaks í Reykjanesbæ urðu varir við lif- andi hænsni í sorpgámi í gær- morgun. Þeir tilkynntu atvikið til Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja. Þar á bæ könnuðust menn við málið og sögðu að sorpgámurinn hefði tilheyrt fyrirtækinu Gróðri, framleiðanda eggja. Um frekari umsögn vísaði heilbrigð- iseftirlitið til héraðsdýralæknis- ins í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Ekki náðist tal af honum í gær né forsvarsmönnum Gróðurs. Ekki hafði lögreglunni í Kefla- vík verið tilkynnt um atvikið. Lifandi hænsni í sorpgámi RÍKIÐ á eftir að semja við 58 félög opinberra starfsmanna nú þegar búið er að semja við Félag framhalds- skólakennara. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að búið væri að gera viðræðuáætlun við öll þessi félög og formlegar samn- ingaviðræður væru hafnar við 45 félög. Hann sagði að fram til áramóta hefði nefndin átt samtals 175 fundi með þessu félögum. Verkfalli fram- haldsskólakennara lauk eftir 60 form- lega samningafundi hjá sáttasemjara. Ríkið á ósam- ið við 58 félög GENGI hlutabréfa í deCODE genetics Inc., móðurfélagi Ís- lenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 7,33% á Nasdaq- hlutabréfamarkaðnum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær. Lokagengi bréfanna var 8,6875 dollarar á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Fyrr um daginn fór það niður í 7,75 doll- ara á hlut. Sé miðað við gengi bréfanna í gær er markaðsvirði deCODE um þrjátíu milljarðar íslenskra króna. Frá því að viðskipti hófust með bréf deCODE á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum um miðjan júlímánuð á síðasta ári hefur gengi þeirra hæst farið í 31,5 en útboðsgengi deCODE síðastliðið sumar var 18 dollar- ar á hlut. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMargt þarf að laga hjá íslenska landsliðinu/B7 Viðtal við Rúnar Alexandersson/B4 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili FASTEIGNIR Gengi de- CODE nið- ur fyrir 9 dollara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.