Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 4
Morgunblaðið/Helgi Garðasson
Loðnu landað úr Hákoni ÞH í Neskaupstað í gær.
GÓÐ loðnuveiði hefur verið
um 50 mílur fyrir austan
Norðfjarðarhorn síðan á
sunnudagskvöld en mikil
ljósáta er í loðnunni og hún
því ekki frystingarhæf.
Hákon ÞH varð fyrstur til
að landa loðnu á öldinni, kom
með um 750 tonn til Síld-
arvinnslunnar hf. í Neskaup-
stað skömmu eftir hádegi í
gær. Loðnan var góð en
vegna átunnar fór hún öll í
bræðslu.
Gott veður var á miðunum
og veiði góð, einkum í flott-
roll, en bátar með flottroll
geta veitt allan sólarhring-
inn. Til dæmis var Hólma-
borg SU komin með um 800
tonn síðdegis í gær en Guð-
rún Þorkelsdóttir SU fékk
um 400 tonn í nótina í fyrri-
nótt.
Fjöldi skipa va á miðunum
og er búist við góðri veiði
haldist veður skaplegt.
Góð loðnuveiði
fyrir austan land
Loðnan
er ekki
frysting-
arhæf
Loðnan farin/24
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið
út auglýsingu í Stjórnartíðindum varðandi regl-
ur um námsframvindu nemenda í framhalds-
skólum, þar sem kemur fram að kennslu vor-
annar skuli vera lokið 1. júní en haustannar
þann 2. febrúar. Þar segir enn fremur að þrátt
fyrir ákvæði aðalnámskrár um að nemandi
skuli ljúka 9 einingum á önn hið minnsta eða ná
fullnægjandi námsárangri í námi sem svarar til
18 kennslustunda á viku, sé skólameisturum
heimilt að víkja frá því ákvæði vegna yfirstand-
andi skólaárs í ljósi hinna sérstöku aðstæðna er
uppi eru vegna verkfalla framhaldsskólakenn-
ara á haustönn.
Ráðuneytið hefur sent bréf til framhalds-
skóla um ráðstafanir til þess að tryggja náms-
framvindu nemenda á skólaárinu 2000-2001.
Þar segir meðal annars:
„Þeim tilmælum er beint til framhaldsskóla
að þeir grípi til ráðstafana til þess að tryggja
námsframvindu nemenda á skólaárinu eins og
kostur er innan þess ramma sem tilgreindur er
hér að neðan.
Námsmat verði viðaminna
Gert er ráð fyrir að úrræðin felist í viða-
minna námsmati, án þess að slakað sé á kröfum
um lokamarkmið námskrár og hraðari yfir-
ferðað hluta. Einnig er gert ráð fyrir sem svar-
ar til allt að 9 daga til viðbótarkennslu og
prófa, á tímabilinu frá verkfallslokum til þess
að áður áætluðum starfstíma lýkur. Ekki er al-
mennt gert ráð fyrir að kennt verði á laug-
ardögum, í ljósi fyrri reynslu.
Gert er ráð fyrir að kennslu og námsmati
vegna haustannar ljúki eigi síðar en 2. febrúar
að meðtöldum sjúkra- og endurtektarprófum.
Gert er ráð fyrir að kennslu og námsmati vor-
annar verði lokið 1. júní nk. en brautskráning
geti farið fram utan þessara tímamarka.
Ráðuneytið hefur einnig beint þeim tilmælum
til þeirra sem annast sveinsprófahald í umboði
þess að sveinspróf fari fram að lokinni braut-
skráningu á haustönn. Samkvæmt því verða
sveinspróf haldin í byrjun eða um miðjan febrú-
ar og tryggt að þeir nemendur er ljúka iðnnámi
á yfirstandandi önn eigi þess kost að gangast
undir sveinspróf þá.“
Skólahaldi í framhaldsskólum á að vera lokið þann 1. júní
Ekki kennt á laugardögum
STARFSMENN gatnamálastjóra í
Reykjavík eru nú í óða önn við að
hirða jólatré sem prýddu stofur
borgarbúa um jólin. Þeir Andri
Guðmundsson, 10 ára, og Eiður
Eyþórsson, 8 ára, hafa komið
mönnum gatnamálastjóra til að-
stoðar og hafa safnað um 100
jólatrjám í Heimahverfinu í
Reykjavík. Trjánum hafa þeir
staflað við biðskýli strætisvagna
við Sólheima og er skýlið orðið
mjög jólalegt fyrir bragðið.
Afkasta-
miklir
jólatrjáa-
safnarar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍBÚAR á Akranesi voru hvattir til
þess að fara sparlega með vatn um
helgina, þar sem minnkað hafði í
vatnsbóli Akranesveitu og útlit var
fyrir þurrt og kalt veður áfram. Þá
hafa bændur á nokkrum bæjum á
norðan- og vestanverðu landinu átt í
erfiðleikum með að ná í nægilegt
magn af köldu vatni, eftir litla úr-
komu og frost undanfarnar vikur.
Í gær var vatnsstaðan komin í
þokkalegt horf í vatnsbóli Akurnes-
inga, að sögn Gissurar Ágústssonar
hjá Akranesveitu. Hann sagði litlar
líkur á að vatnsskortur yrði úr þessu,
þar sem spáð væri úrkomu um miðja
vikuna. „Hins vegar tókum við eftir
því fyrir helgina að vatnið í efstu
stífluþrónni hjá okkur, sem er í raun-
inni birgðageymir, var farið að
lækka töluvert. Í ljósi þess gripum
við til ráðstafana og hvöttum fólk til
að fara eins sparlega og vel með
vatnið og mögulegt var. Og við náð-
um að fylla í þessa þró um helgina og
afhendum vatn með eðlilegum hætti
í dag.“
Hjá vatnsveitunni í Borgarnesi
var vatn farið að minnka og voru
starfsmenn veitunnar búnir að
lækka vatnsþrýsting örlítið á bæn-
um. Ekki hefur þó reynst nauðsyn-
legt að biðja fólk um að spara vatnið.
Spáð hlýindum
og rigningu
Á miðvikudag er gert ráð fyrir
hlýnandi veðri með suðlægri átt, 5-
10 m/sek og skýjuðu með köflum.
Frá fimmtudegi og fram á sunnudag
er síðan gert ráð fyrir suðvestlægri
átt og þá mun rigna víðast hvar á
landinu, sérstaklega vestan til. Hiti
verður allt að 7 stigum. Að sögn Sig-
rúnar Karlsdóttur, veðurfræðings
hjá Veðurstofunni, lítur jafnframt út
fyrir frekar milt veður á mánudag og
áframhaldandi úrkomu, en síðan
mun að líkindum fara að kólna aftur.
Vatn minnkar
í vatnsbóli
Akurnesinga
FJÖGUR tilboð bárust í eignir þrota-
bús Nasco Bolungarvík hf. og þar af
tvö í rækjuverksmiðjuna með öllum
vélum og tækjum. Bæði tilboðin í
rækjuverksmiðjuna eru háð ákveðn-
um fyrirvörum, að sögn Tryggva
Guðmundssonar, skiptastjóra.
Um miðjan desember ákváðu veð-
kröfuhafar að fela skiptastjóra þrota-
búsins að auglýsa eignir þess til sölu-
.Tryggvi segir að tvö tilboð hafi borist
í rækjuverksmiðjuna í Bolungarvík,
annars vegar frá AG-fjárfestingu hf.,
sem Agnar Ebenesersson og Guð-
mundur Eydal standa að, fyrir hönd
óstofnaðs félags og hins vegar frá
Agli Guðna Jónssyni fyrir hönd
óstofnaðs félags, en Egill stofnaði
móðurfélagið og var stjórnarformað-
ur þess.
Veðskuldir eru um 450 milljónir
króna og eru helstu veðkröfuhafar Ís-
landsbanki-FBA, Sparisjóður Bol-
ungarvíkur, Sjóvá-Almennar trygg-
ingar og Byggðastofnun, en í gær
boðaði Tryggvi veðhafafund, sem
verður í Bolungarvík á morgun. „Þá
gefst tækifæri til að sýna veðhöfum
eignirnar og taka næstu skref í mál-
inu,“ segir hann.
Fjögur tilboð í
eignir Nasco
STARFSHÓPUR, sem forsætis-
ráðherra skipaði til að fjalla um
dóm Hæstaréttar í máli Öryrkja-
bandalagsins gegn Trygginga-
stofnun, skilaði forsætisráðherra
skýrslu í gærmorgun. Skv. upplýs-
ingum sem fengust í forsætisráðu-
neytinu verður álit starfshópsins
kynnt á næsta ríkisstjórnarfundi .
Starfshópurinn var skipaður til
að meta áhrif hæstaréttardóms-
ins, fjalla um viðbrögð við honum
og undirbúa frumvarp til breyt-
inga á almannatryggingalögunum
til að fylgja dómnum eftir. Í starfs-
hópnum voru Jón Steinar Gunn-
laugsson hrl., formaður, Jón
Sveinsson hrl., Baldur Guðlaugs-
son, ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu, og Þórir Haraldsson,
aðstoðarmaður heilbrigðisráð-
herra.
Dómurinn í máli Öryrkjabandalagsins
Álit starfshóps
kynnt ríkisstjórn